Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1989, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1989, Page 28
36 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1989. Andlát Sigurbjörg Ámundadóttir, Hátúni ÍO B, lést á Landspítalanum 11. maí. Gunnar Böðvarsson prófessor lést á heimili sínu í Corvallis, Oregon- fylki, Bandaríkjunum, þriðjudaginn 9. mai. Jarðarfarir Júlíus Karlsson, Mýrarbraut 23, Blönduósi, verður jarðsunginn frá Blönduóskirkju laugardaginn 13. maí kl. 13. Andrés Markús Þorleifsson, Efsta- lundi 2, Garðabæ, verður jarðsung- inn frá Garðakirkju í dag, fóstudag- inn 12. maí, kl. 15. Útfor Guðmundar Ólafssonar, Króki, Ásahreppi, Kaplaskjólsvegi 37, Reykjavík, fer fram frá Kálfholts- kirkju laugardaginn 13. maí kl. 14. Bílferð verður frá BSÍ sama dag kl. 12. FerðáLög Ferðafélag Islands Dagsferðir um hvitasunnu: 1. Sunnudag 14. maí kl. 13: Garðskagi - Stafnes - Básendar, ökuferð. Ekið sem leið liggur suður með sjó um Keflavík að Garðskagavita, síðan um Sandgerði, Hvalsnes að Stafnesi og gengið þaðan að Básendum sem eru forn miðstöð einok- unarverslunarinnar dönsku til 1798 er _ Aaið mikla og örlagaríka Básendaflóð lagði staðinn í eyði. Verð kr. 1.000. 2. Mánudagur 15. maí kl. 13: Höskuldar- vellir - Keilir. Keilir er 378 m og því afar létt að ganga á fjallið. Gengið er frá Hösk- uldarvöllum. Verð kr. 800. Brottfór frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn yngri en 15 ára. Hinn árlegi göngudagur Ferða- félagsins verður sunnudaginn 28. maí. Helgarferðir um hvítasunnu, 12.-15. maí: Öræfajökull. Lagt upp frá Virkisá v/Svinafell, gengið upp Virkisjökul, utan í Falljökli og áfram sem leið liggur á Hvannadalshnúk (2119 m). Gist í svefn- pokaplássi á Hofi i Öræfasveit. Farar- stjórar: Magnús V. Guðlaugsson og Sig- uijón Hjartarson. Þórsmörk. Gönguferðir um Mörkina. Gist í Skagfjörðsskála í Langadal. Snæfellsnes - Snæfellsjökull. Gengið á Snæfellsjökul (1446 m) og farnar skoðun- arferðir á láglendi eins og tími og aðstæð- ur leyfa. Gist í gistiheimilinu Langaholti, Staðarsveit. Brottför í allar ferðimar kl. 20 föstudaginn 12. maí. Til athugunar Nauðungaruppboð annað og síðara, á eftirtöldum fasteignum fer fram að Bjarnarbraut 2, jBorgamesi, fimmtud. 18. maí ’89 kl. 10.00: Fálkaklettur 11, Borgamesi, þingl. eig. Þorvaldur Þorvaldsson. Uppboðs- beiðendur eru Sigurður I. Halldórsson hdl. og Ásgeir Thoroddsen hdl. Kolsstaðir, Hvítársíðuhreppi, tal. eig. Kolsstaðir hf./Bjöm Emilsson. Upp- boðsbeiðandi er Brunabótafélag Is- lands._______________________________ Laugateigur, Andakílshreppi, þingl. eig. Vélabær hf. Uppboðsbeiðandi er Iðnlánasjóður. Sýslumaður Mýra- og Borgaríjarðarsýslu Rúnar Guðjónsson fyrir ferðamenn: Um hvítasunnu verð- ur ekki leyft að tjalda á umsjónarsvæði Ferðafélagsins í Þórsmörk vegna þess hve gróður er enn viðkvæmur. Upplýs- ingar og farmiðasala á skrifstofu FI, Öldugötu 3. Útivistarferðir Hvítasunnuferðir 12.-15. maí. 1. Skaftafell - öræfasveit. Svefnpoka- gisting að Hofi. Skoðunar- og gönguferðir um þjóðgaröinn og m.a. ekið að Jökulsár- lóni. Dagsferð með snjóbíl á Vatnajökul ef vill. 2. Öræfajökull - Skaftafell. Gengið á hæsta fjall landsins og gönguferðir í Skaftafelli. Gist að Hofi. 3. Snæfellsnes - Snæfellsjökull. Frábær gisting á Lýsuhóh. Sundlaug, heitur pott- ur. Göngu- og skoðunarferðir um strönd, fjöll og á Jökulinn eftir vali. 4. Snæfellsnes - Breiðafjarðareyjar. Sameiginleg ferð nr. 3. Boðið upp á dags- ferðir út í Breiðafjarðareyjar, m.a. göngu- ferð um eyju sem er sannkölluö náttúru- paradis. 5. Þórsmörk og Fimmvörðuháls. Fimm- vörðuháls fyrir þá sem vilja, annars gönguferðir við allra hæfi um Mörkina. Góð gisting í Útivistarskálunum Básum. Uppl. og farm. á skrifst., Grófinni 1, sím- ar 14606 og 23732. Utanlandsferð, engu lík: Gönguferð um fegursta hahasvæði Noregs, Jötunheima. Brottför 18. ágúst, 10 dagar. Takmarkað pláss. Pantið sem fyrst. Allar upplýsingar á skrifst. Fararstjóri Kristján M. Baldurs- Tilkyiiningar Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun, laugardag- inn 13. maí. Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10. Markmið göngunnar er sam- vera, súrefni og hreyfmg. Verið með í bæjarröltinu í skemmtilegum félagsskap. Nýlagað molakaffi, Húnvetningafélagið Félagsvist spiluð á morgun, laugardag, kl. 14 í Húnabúð, Skeifunni 17. Sýningar Sýning Helga Bergmann Helgi Bergmann sýnir verk sín í Innrömmun Sigurjóns að Ármúla 22. Sýningin er opin kl. 9-18 alla virka daga til 31. maí. Helgi hefur haldið einkasýn- ingar og tekið þátt í samsýningum. Árni Rúnar sýnir á Mokka Nýlega opnaði Árni Rúnar Sverrisson sýningu á málverkum, klippimyndum og teikningum á Mokkakaffi við Skóla- vörðustíg. Sýningin, sem er sölusýning, stendur út maímánuð. Leikhús Þjóðleikhúsið sýnir Óvita á annan i hvítasunnu kl. 14. Leikrit Þórunnar Sigurðardóttur, Haustbrúður, verður sýnt í kvöld kl. 20. Hvörf, ballettar eftir Hlíf Svavarsdóttur, verða sýnd í kvöld og á mánudagskvöld kl. 20. Á Litla sviðinu, Lindargötu 7, verð- ur Bílaverkstæði Badda sýnt í kvöld kl. 20.30. Egg-leikhúsið sýnir Sál mín er hirðfífl í ahra síðasta sinn í kvöld kl. 20. Nemendaleikhúsið sýnir Hundheppinn eftir Ólaf Hauk Sím- onarson í kvöld og á laugardagskvöld kl. 20.30. Frú Emilía, leikhús Skeifunni 17, sýnir Gregor í kvöld kl. 20.30. Gríniðan hf. sýnir Brávallagötuna í íslensku ópe- runni, Gamla bíói, í kvöld kl. 23.30. Á laugardag verða sýningar kl. 15 og 20.30. Auglýsing frá menntamálaráðuneytinu Vegna áhrifa yfirstandandi verkfalls á skólastarf og brautskráningu nemenda úr skólum verður ráðuneyt- ið með upplýsingaþjónustu fyrir nemendur og skóla. Upplýsingaþjónustan verður starfrækt frá og með 12. maí í Ingólfsstræti 5, 3. hæð, og veitir Elín Skarp- héðinsdóttir henni forstöðu. Upplýsingar verða veittar í síma 609000 og 26866 á virkum dögum frá kl. 9.00 til 16.00. Menning DV Hamskipti Frú Emilía sýnir: GREGOR Byggt á sögunni Hamskiptin, ettir Franz Kafka Leikgerð: Hafliði Arngrimsson Leikstjórn: Guðjón P. Petersen Leikmynd og búningar: Guðjón Ketilsson Aöstoó við leikmynd: Hans Gústafsson Lýsing: Ágúst Pétursson Leikhljóð: Arnþór Jónsson Gregor: Ég er risavaxin padda meö ótal fætur, pervisna, spriklandi... Hvaö hefur komio yfir mig? Þetta er ekki draumur. Franz Kafka skrifaöi sína frægu sögu Hamskiptin, árið 1912, og skap- aði þar meö martraðarminnið um náungann, sem einn góðan veðurdag breytist úr venjulegum dagfarsprúð- um sölumanni í ógeðslega pöddu. Þetta minni hefur verið útfært í ýmsum myndum, bæði á leiksviði og í kvikmyndum, og eins og gengur hefur mismikið verið sagt og sýnt. Förðunarmeistarar hafa umbreytt leikurum, þangað til þeir hafa veriö orðnir að risavöxnum skordýrum, eða þá að sú leið hefur verið farin að túlka hamskiptin með hreyfmg- um. Persónuhreytingin gerist þá fyr- ir augunum á áhorfendum, sem sjá Gregor hyija að skríða og veltast um, og smám saman verða eios og marg- arma könguló sem hniprar sig saman undir rúmi eða hangir neðan í loft- bitunum. í bók Kafkas er hryllingurinn fyrst og fremst fólginn í því að hamskipti Gregors Samsa eru óútskýranleg og röklaus. Þjáning hans er hins vegar raunveruleg og það er í takt við þetta inntak sögunnar sem leikgerð Haf- liða Arngrímssonar er byggð upp. Breytist Gregor í raun og veru í pöddu eða er martröðin huglæg? í raun breytir það ekki svo miklu hvort heldur er, fyrir Gregor eru hamskiptin, hvort sem þau eru ímynduð eða raunveruleg, hryllileg staðreynd. Hann hefur verið undir miklu álagi og unnið myrkranna á milli til þess að sjá foreldrum sínum og systur farborða. Þau eru alveg upp á hann komin fjárhagslega og þess vegna riðar þeirra litli heimur til falls þegar Gregor er ófær um að fara í vinnuna einn morguninn en lokar sig þess í stað inni í herbergi sínu. Þau skynja fljótlega að ekki er allt með felldu þegar ókennileg hljóð ber- ast þaðan út og fyllast viðbjóði og reiði þegar þeim verður ljóst hvernig Alexis Hauser. Franz Kafka. Leiklist Auður Eydal komið er. Fjölskylda Gregors er þannig í stóru hlutverki í þessari leikgerö sjálfur er hann settur til hliðar og hugrenningar hans verða nánast undirspil við gjörðir þeirra. Leikendur fá mikið rými, í köldu umhverfi og til að byrja með er allt snyrtilegt, viðeigandi umgjörð um fastmótaða og pempíulega lifshætti fjölskyldunnar. Áhorfendum er hlíft við afskræmingu Gregors fyrir utan það sem gefið er í skyn með lipur- legri beitingu ljósa. Skrímslið dvelur í herbergi sínu og þangað sjá áhorf- endur ekki en hans innri maður, hinn eðlilegi og óbreytti Gregor, situr til hliðar og flytur okkur hugsanir hans og viðbrögð við þeim ósköpum sem yfir hann dynja. Þeir Hafliði Arngrímsson og Guð- jón P. Pedersen leikstjóri eiga að baki einkar athyglisvert samstarf sem ber merki um listrænan metnað, áræðni og ekki síst þekkingu og fag- leg vinnubrögð sem valda því að leik- húsið þeirra, Frú Emilía, hefur óneit- anlega sérstöðu á meðal litlu leik- hópanna. Sú leið, sem þeir félagar fara við samningu leikgerðar og sviðsetningu Gregors, reynir mikið á leikarana sem stílfæra persónurnar og sýnir vel hópsál fjölskyldunnar sem togast Magnús Blöndal Jóhannsson. á milli viðbjoðs og vorkunnsemi. En efst er þeim þó í huga sú röskun sem stafar af því að þau missa fyrirvinn- una. Sýningin er hröö og viðbrögð per- sónanna oft gerð skopleg með ýms- um uppákomum, t.d. kostulegum tónlistarinnskotum m.m. En angist Gregors og djúpur sárs- auki skila sér ekki í þessari upp- færslu, hann er einfaldlega dapur og þreyttur og fyrirfram búinn að gefa upp alla von þannig að fordæming fjölskyldunnar særir hann ekki. Eins og áður sagði verða viðbrögð hans frekast eins og undirspil við atferh fjölskyldunnar sem er í fyrirrúmi. Ellert A. Ingimundarson leikur Gregor samt mjög vel á þessum nót- um þó að ég væri ekki sátt við notk- un hljóðnema, sem hann talar í, þeg- ar hann túlkar hugsanir Gregors. Hins vegar er þessi leið, að hlífa áhorfendum við pöddustandinu og láta ímyndunaraflinu eftir að vinna úr ástandinu, allrar athygli verð. Fjölskyldan missir smátt og smátt tökin á lífi sínu og þau gerast æ ó- snyrtilegri og umhverfi þeirra óhrjá- legra eftir því sem á líður. Árni Pétur Guðjónsson, Margrét Ámadóttir og Bryndís Petra Bragadóttir leika foð- urinn, móðurina og Grétu, systur Gregors. Þau eiga öll góðar stundir í hiutverkunum, bæði sem heild, og eins þegar þau túlka mismunandi kenndir persónanna. Gréta stendur Gregori næst og vinnur fyrst bug á viðbjóðnum, faðirinn er sjálfselsku- fullur og vorkennir fyrst og fremst sjálfum sér en móðirin togast þarna mitt á milli. Uppfærslan byggir geysimikið á samleik þeirra þriggja sem hvergi bregst. Vottur um styrka og útsjón- arsama leikstjórn þar sem hvert smáatriði er vel unnið. Erla B. Skúladóttir og Einar Jón Briem leika m.a. leigjendur í aldeilis ágætum, stífærðum gervum og skil- uðu sínu innleggi vel. Guðjón Ketilsson hefur búið verk- inu hæfilega kaldranalega umgjörð og valið búninga sem skapa ákveðna stemningu. Lýsingin gegnir stóru hlutverki en Ágúst Pétursson sér um hana. Þessi sýning er ákaflega fagmann- lega unnin og þrátt fyrir efnið rík af skopi. Það er fáa hnökra á uppfærsl- unni að finna og ljóst að þeir sem að henni standa vita hvað þeir eru að fara. Áfram, Frú Etnilía! AE Halldór Haraldsson. Punktar Sinfóníuhljómsveit íslands: 15. áskriftar- tónleikar í Háskólabiói, 11. maí kl. 20.30. Einleikari: Halldór Haraldsson. Hljómsveitarstjóri: Alexis Hauser. Efnisskrá: Magnús Blöndal Jóhannsson: Punktar. L. van Beethoven: Konsert fyrir pianó og hljómsveit i Es-dúr op. 73 - „Keisarakon- sertinn". Dimitri Sjostakovitsj: Sinfónía nr. 15 i A-dúr op. 141. Rússum finnst að þeir eigi engan snilling síðan Sjostakovitsj dó. Hann var sennilega afkastamesta tón- skáldið á þessari öld. Sinfóníuhljómsveitin þarf meiri æfingartíma til þess að geta náð að flytja þetta verk á veglegan hátt. Hljómsveitarstjórinn Alexis Hauser Tónlist S. Egill Garðarsson er Austurríkismaöur fæddur í Vín. Hann hefur góðan konsert-stíl, sem stjórnandi, en þarf að ná betri tökum á æfmgavinnu hljómsveitarinnar. Á æfingu hljómsveitarinnar í gær var greinilegt að hann hvatti hljómsveit- armenn til að gera betur en að lesa yfir nótumar. Þetta átti sérstaklega við íslenska verkið Punktar eftir Magnús Blöndal Jóhannsson. Magn- ús Bl. Jóhannsson hefur ekki notið sannmælis sem tónskáld hér á ís- landi. Það vekur oft undrun hvaða menningarpólitík ræður og til hvers. Sum íslensk tónskáld eru sett á stall en standa ekki undir þeirri frægð og þeim ljóma sem er beint að þeim. Keisarakonsertinn Ludwig van Beethoven samdi þennan píanókonsert 1809, sem var svo frumfluttur í Leipzig 1811. Hall- dór Haraldsson getur auðveldlega leikið þennan píanókonsert miklu betur en kom fram á þessum tónleik- um. Ekki er hægt aö láta nokkrar feilnótur yfirgnæfa stórgóða túlkun. S. Egill Garðarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.