Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1989, Page 32
F R ÉTTAS KOTIÐ
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fulirar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn.
Rifstjórn - AucjBýsingar - Áskrift- Dreifing: Sími 27022
FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1989.
Kennarasambandið:
Á samninga-
fund í dag
Samningafundi Kennarasam-
bandsins og samninganefndar ríkis-
ins, sem halda átti í gær, var frestaö
þar til klukkan 11 í dag. Ástæöan
fyrir frestuninni var mótmælastaða
félaga í Kennarasambandinu við Al-
þingishúsiö sem stóö frá klukkan' 13
í gær og fram eftir degi.
Samkvæmt heimildum DV liggja
fyrir svo að segja fullbúin samnings-
drög fyrir Kennarasambandið.
Ástæðan fyrir því að ekki hefur ver-
ið gengið frá samningum er sú að
Kennarasambandið hefur ekki viljað
ganga frá samningum meðan Hið ís-
lenska kennarafélag er í verkfalli.
Nú er aftur á móti farið að þrýsta
■íast á stjórn Kennarasambandsins
að ljúka samningum og um leið á að
reyna að hafa kjarasamning Kenn-
arasambandsins þannig að leið opn-
ist fyrir háskólamenntaða kennara
aðgangaaðhonum. S.dór
Átök á fflemmi:
Lögregluþjónn
Hfbeinsbrotnaði
— Til átaka kom á milli þriggja lög-
reglumanna og fólks sem verið var
. að vísa úr biðskýlinu á Hlemmi síð-
degis í gær. Lögreglan var að vísa
konu og manni úr biðskýlinu þegar
þriðji maður kom þar aö. Hann réðst
að lögreglumönnunum og brátt urðu
mikii átök í skýlinu á milh lögreglu-
mannanna þriggja og fólksins. Lög-
reglan óskaði eftir aöstoð þeirra sem
voru viðstaddir en enginn lagði lög-
reglunni lið.
Slagsmálin tóku enda þegar fleiri
lögreglumenn komu á vettvang.
Fólkiö var fært í fangageymslur og
málið er nú hjá Rannsóknarlögregl-
unni.
Einn lögreglumaður rifbeinsbrotn-
^ði og skaddaðist á úlniið í átökun-
*Tim. -sme
Regnboginn
upp í ÖHcina
Jón Ragnarsson, veitingamaöur í
Hótel Valhöll og eigandi kvikmynda-
hússins Regnbogans, hefur fest kaup
á Hótel Örk í Hveragerði. Jón greiðir
265 milljónir fyrir fasteignina. Innbú
og lausamunir hótelsins fylgja ekki
með í kaupunum.
Samkvæmt heimildum DV greiðir
Jón Framkvæmdasjóði, sem var eig-
andi Hótel Arkar, hluta kaupverðs-
ins meö Regnboganum. Jón tekur við
-^rekstri hótelsins 1. júní en sam-
kvæmt kaupsamningi er honum
heimilt að hefja lagfæringar og fram-
kvæmdiráhótelinustrax. -sme
Maður féll í gjá á Þingvöllum:
Ekki hræddur
en smeykur
- segir Þorvarður Jónsson sem slapp lítið meiddur
„Við vorum að fara í sumarbú-
stað Seðlabankans, en þar er ég
starfsmaður, þegar óhappiö varð.
Vegna þess að það var sujór á veg-
inum og við ekki með skóflu urðum
við aö fara aðra leið og ganga hluta
hennar. Þegar við áttura stutt eför
ógengiö komum við að litlum
skafli. Ég hoppaði yfir skaflinn en
Þorvarður steig á brúnina á honum
og þá skipti engum togum að hann
hrapaði niður í gjá sem var undir
skaflinum. Fallið var um 10 metr-
ar. Ég hljóp strax að gjánni en sá
Þorvarð ekki. Gjáin er bæði mjó
og újúp. Við gátum talað saman og
ég sagði honum að ég færi eftir
hjálp,“ sagði Sigríður Ingólfsdóttir.
Sigríður var hér að lýsa aðdrag-
andanum að því er maður hennar,
Þorvaröur Jónsson, féll niður í
djúpa gjá í Kárastaðanesi á Þing-
völlum um miöjan dag í gær.
„Það varð Þorvarði til happs að
snjór var í gjánni og hann skall því
ekki í bert bergiö. Eins var hann
ólýsanlega heppinn er hann stöðv-
aðist í gjánni þar sem hann kom
niður á sillu. En það var vatn
beggia megin við silluna," sagði
Sigríður.
„Ég var það heppinn að ég kom
standandi niður. Þetta var óvænt
lífsreynsla. Ég var ekki hræddur
en óneitanlega varð ég smeykur,"
sagði Þorvarður Jónsson.
„Ég fór strax að Valhöll og hitti.
þar tvo menn sem voru að mála
hótelið. Þeir brugöust strax við sem
og stúlkan á símanum. Lögreglan
á Selfossi og hjónin á Kárastöðum
komu fljótlega á vettvang og öllu
þessu fólki kunnum við þjónin
bestu þakkir.
Það gekk vel að ná Þorvarði úr
gjánni. Einn mannanna seig niður
og setti á hann bönd. Þaö var mik-
ið blóð á höfði hans og var hann
fluttur á slysadeild Borgarspítal-
ans. Þar var hann saumaður bæði
á enni ogá hnakka,“ sagði Sigríður
Ingólfsdóttir.
-sme
Þessir fjórir menntaskólanemar úr Hamrahlíð, Sigurður H. Páisson, Þorsteinn Stefánsson, Aðalbjörn Þórólfsson
og Leifur Geir Hafsteinsson, hafa unnið að því í kennaraverkfallinu undanfarið að búa til háhita ofurleiðara sem
veitir rafstraumi ekkert viðnám. Þeir hafa gert þetta aigerlega á eigin spýtur en höfðu aðstöðu hjá dr. Þorsteini
I. Sigfússyni i rannsóknastofu í eðlisfræði við Raunvísindastofnun Háskólans. Dr. Þorsteinn I. Sigfússon, sagði
að þetta væri mikið afrek hjá nemendum á þessu skólastigi. Að búa til ofurleiðara, sem fundinn var upp fyrir
tveimur árum, væri afskaplega mikið vandaverk sem þarfnaðist bæði þekkingar og nákvæmni. Hann sagðist telja
afrek piltanna mjög svo athyglisvert. DV-mynd BG
Séra Hjálmar Jónsson:
Ekki tilbúinn
að fara til
Reykjavíkur
„Ég hafði gert ráð fyrir aö vera
10-15 ár á landsbyggðinni og snúa
þá aftur til Reykjavíkur ef færi gæf-
ist. En áætlanir geta breyst. Starf
mitt hér í Skagafirði, sem prestur og
prófastur, og starfsvettvangur á
meiri ítök í mér en ég hafði gert ráð
fyrir þannig að ég er hreinlega ekki
tilbúinn að fara héðan, hvað sem síð-
ar verður,“ sagði Hjálmar Jónsson,
prófastur í Skagafirði, í samtali við
DV.
Hjálmar var einn tíu umsækjenda
um starf Dómirkjuprests í Reykjavík
sem vahnn verður á kjörnefndar-
fundi í sókninni 19. maí. Hann dró
sína til baka 9. maí. En höfðu heima-
menn í Skagaflrði einhver áhrif á
ákvörðun Hjálmars?
„Það voru sterk viðbrögð gegn því
að ég leitaði brott en ég tók algerlega
sjálfur þá ákvörðun að hætta við.
Við prestar höfum þann starfa að
boða guðsorð og sóknin hér í Skaga-
flrði er jafngóður starfsvettvangur
og hver önnur sókn í veröldinni. Það
er ómögulegt að vita hver niðurstaða
kjörfundar hefði oröið. Það er ekkert
sjálfgefið aö fara til Reykjavíkur. En
ég vil taka skýrt fram í því sambandi
að þeir sem ég hef haft samskipti við
vegna umsóknar minnar fyrir sunn-
an eru prýðismanneskjur og ekkert
út á starfsvettvanginn aö setja." -hlh
Fóöiirámílutriingur:
Óvíst að þurfi
leyfi náttúru-
fræðinganna
Ólafur Ragnar Grímsson fjármála-
ráðherra mun leita álits lögmanna í
dag á hvort það sé löglega skylt að
nátttúrufræðingar veiti leyfi til inn-
flutnings á fóðri og sáðkorni. Fisk-
eldismenn hafa haldið því fram að
samkvæmt lögum sé einungis nauð-
synlegt að fá leyfi þegar ný vara er
flutt til landsins í fyrsta skipti. Ef
leyfi fæst þá sé heimilt að flytja þá
vöru inn áfram. Ólafur mun taka
ákvörðun í þessu máli að fengnu áliti
lögmanna.
Þetta mál fellur undir Ólaf þar sem
hann er ráðherra tollmála. Stöðvun
innflutnings á fóðri og sáðkorni
byggir ekki á reglugerðum heldur
starfsvenjum hjá tollstjóraembætt-
um. í lögunum er einungis kveðið á
um að leyfi Rannsóknarstofnunar
landbúnaðarins þurfi til innflutn-
ings. Sú hefð hefur skapast að túlka
þetta þannig að leyfi þurfi fyrir
hverja sendingu. -gse
LOKI
Þetta eru sannkallaðir
Ofurstrákar!
Veðrið:
Skil yfir
landinu
Hæg suðaustanátt verður ríkj-
andi um allt land. Skil verða yfir
landinu í dag. Þeim fylgir einhver
úrkoma, fyrst á sunnan- og vestan-
verðu landinu og síðar austantil.
Lítillega hlýnar.
Veðuntpár DV. eru étcki
byseðar ó upplýsingum
frí Voöurstofu (slands.
t>wr oru fcngrtar arlendts
i gagrrnm vaöurfcorta-
T
>
I
M
A
N
N
A
BÍIALEIGA
v/Flugvallarveg
91-61-44-00