Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1989, Side 32
44
MÁNUDAGUR 29. MAÍ 1989.
Andlát
Sigriður Pétursdóttir, Melstað v/Ný-
býlaveg, lést á Vífilsstöðum 26. maí.
Taxdarfarir
Steinunn Bergþóra Guðlaugsdóttir
lést 13. maí. Hún fæddist að Gísla-
stöðum í Grímsnesi 15. maí 1903.
Foreldrar hennar voru Guðlaugur
Runólfsson og Margrét Jónsdóttir.
Árið 1923 réðst Steinunn í vist til
hjónanna Sigfúsar Blöndahis aöal-
ræðismanns og konu hans, Áslaugar
Þorláksdóttur Johnson. Tveimur
árum síðar, er Áslaug lést, varð
Steinunn ráðskona Sigfúsar. Sigfús
lést 1965. Útför Steinunnar verður
gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30.
Magnhildur Ólafsdóttir, Höföabraut
3, Akranesi, lést í Sjúkrahúsi Akra-
ness miðvikudaginn 17. maí. Útförin
hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Fjóla Brynjólfsdóttir frá Hrísey verð-
m- jarðsungin í Árbæjarkirkju
þriðjudaginn 30. maí kl. 15.
Björn Pálsson, Bræðraborgarstíg 49,
Reykjavík, lést í Landspítalanum 15.
maí. Jarðarförin hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hins látna.
Gunnar Nielsen, fyrrverandi skrif-
stofustjóri, Tjamargötu lOc, verður
jarðsunginn frá Dómkirkjunni
þriðjudaginn 30. maí kl. 13.30.
Útför Halldórs Odds Árnasonar,fyrr-
verandi skipstjóra, frá Sóleyjart-
ungu, Akranesi, fer fram frá Ákra-
neskirkju þriðjudaginn 30. maí kl. 11
f.h.
Karl Pétursson lést 20. maí. Hann
fæddist í Grafamesi við Grundar-
fiörð 18. maí 1913. Foreldrar hans
vora hjónin Pétur Finnsson og María
Matthíasdóttir. Karl lærði rafvirkjun
í Reykjavík hjá Kristmundi Gíslasyni
rafvirkjameistara og lauk sveins-
prófi 1932. Starfaði hann viö rafmagn
og vélar ætíð síðan. Hann hóf störf
hjá Jóhanni Rönning 1940 og starfaði
þar í 20 ár. Eftir að hann hætti þar
vann hann sjálfstætt og þá mest fyrir
Landssíma íslands við fjarskipta-
stöðina í Gufunesi. Karl kvæntist
Jóhönnu Gísladóttur en hún lést 30.
desember sl. Þeim hjónum varð fjög-
urra bama auðið. Útför Karls verður
gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 15.
Sigurður G. Elefsen, Suðurgötu 65,
Siglufirði, verður jarðsunginn frá
Siglufjarðarkirkju þriðjudaginn 30.
maí kl. 14.
Guðmundur Agnarsson, leigubif-
reiðarstjóri, sem lést 19. maí sl., verð-
ur jarðsunginn frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 30. maí kl. 15.
Hólmfríður María Guðsteinsdóttir,
Laugavegi 34, verður jarðsungin frá
Hallgrímskirkju þriðjudaginn 30.
maí kl. 13.30.
Fyrirlestrar
Prófessor Lars Huldén
frá Helsinkiháskóla flytur opinberan fyr-
irlestur í boði heimspekideUdar Háskóla
íslands þriðjudaginn 30. maí 1989 kl. 17.15
í stofu 101 í Lögbergi. Fyrirlesturinn
nethist „Nordens gudar í finlandssvensk
diktning" og verður tluttur á sænsku.
Lars Huldén hefur fengist við rannsóknir
á ömetnum, mállýskum og skáldskapar-
list m.a. Hann er víðkunnur fyrir skáld-
skap sinn. Fyrirlesturinn er öllum opinn.
Kötturinn Grettir
- þrjár nýjar bækur á Islandi
Bókaútgáfan Forlagið hefur sen frá sér
þijár nýjar bækur um teiknmyndahetj-
una vinsælu, köttinn Gretti, eftir teiknar-
ann Jim Davis. Bækumar heita: f blíðu
og stríðu, Oddi er besta skinn og Elsk-
huginn mikli. Bjami Fr. Karlsson þýddi.
„Grettir er feitur, latur, undirfórull,
hrekkjóttur, eigingjam, morgunsvæfur
og matgráðugur," segir í kynningu For-
lagsins. Bækumar um Gretti em prent-
aðar í Englandi.
NJARÐVÍKINGAR!
Fréttir
DV
Bamakennsla á
Djúpavogi 100 ára
Siguxður Ægissan, DV, Djúpavogi:
Grunnskólanum á Djúpavogi var
shtið laugardaginn 13. maí sl. I ræðu
skólastjórans, Freyju Friðbjarnar-
dóttur, kom fram að vetrarstarfið
heföi gengið sérstaklega vel og full-
yrti hún að leitun væri á nemenda-
hópi með færri vandamál. Því til
stuðnings gat hún þess aö enginn
nemenda reykti.
Einnig nefndi hún að það sem helst
vantaði til aö gera skólann enn betri
væri leikaðstaða úti fyrir. Taldi það
standa til bóta þar sem nýstofnað
foreldrafélag heföi tekið það mál upp
á arma sína, hygðist setja upp slíkan
völl við skólann fyrir næsta vetur í
sjálfboðavinnu.
Skólastarf í 100 ár
Um haustið 1888 var ráðinn hingað
bamakennari, Bjarni Sigurðsson
búfræðingur frá Þykkvabæjar-
klaustri í V-Skaftafellssýslu. Starfaði
hér í 4 ár. Kennsla fór fram hin fyrstu
ár í Hótel Lundi en það hús brann
1986. Þá var kennt í Suðurkaupstaðn-
um, tvílyftu timburhúsi, sem nú er
líka horfið. Gamli skóhnn var síðan
byggður í kringum 1914 og notaöur
til ársloka 1952. í ársbyrjun 1953 var
nýtt skólahús tekið í notkun, byggt
við það 1977 og það hús er nú skóh
þorpsbúa.
i * ti * '' /V,
'jmm
V/// y/
Tertan góða. Á hana var letrað Barnakennsla á Djúpavogi 100 ára. Bakar-
arnir standa i fjarlægö, Guðný Ingimundardóttir, til vinstri, og Álfheiður
Ákadóttir. DV-mynd SÆ
Freyja Friðbjarnardóttir skólastjóri
ávarpar foreldra og skólabörn við
skólaslit.
DV-mynd SÆ
Það eru þess vegna 100 ár hðin í
vetur frá því að bamakennsla hófst
á Djúpavogi. Eftir skólashtin áður-
nefndu 13. maí var fólki boðiö að
skoða heimavistina nýju og auk þess
var kaffi í tilefni afmæhsins. Þar
blasti við sjónum manna sú lengsta
terta sem um getur frá upphafi
veisluhalda á Djúpavogi. Er varla
þörf að ræöa frekar endalok þess
gómgætis.
Egilsstaðir:
Sjúkrahúsið
fær góðar gjafir
Hulda Þorbjörnsdóttir
Hjallavegi 1A
sími 92-14180
sér um umboð DV frá 23/5 '89 til 15/6 '89.
Nýr umboösmað 1989 til 15. ágú S Drangsnes ur á Drangsnesi fr st 1989. »ólrún Hansdótti Kvíabala 5 Sími 95-3224 á og með 1. júní r
Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egflsstöðum:
Sjúkrahúsinu á Eghsstöðum vom
nýlega færð tvö tæki að gjöf frá
Lionsklúbbnum Múla á Héraði. Ólaf-
ur Stefánsson yfirlæknir, Helga Sig-
urðardóttir hjúkmnarforstjóri og
Jan Derk Jansen veittu gjöfunum
viðtöku, skýrðu notkun þeirra og
þökkuðu þann hlýhug og velvilja
sem Lionsmenn hafa sýnt sjúkrahús-
inu fyrr og síðar.
Hér er um að ræða dropateljara
sem notaður er þegar þarf að gefa
visst magn af lyfi eða vökva á af-
mörkuðum tíma. Þarft tæki og hand-
hægt sem auðvelt er að taka með í
flugvél. Hitt tækið er svokallað TNS
raförvunartæki. Þaö gefur rafboð
gegnum húð og er notað til að deyfa
sársauka. Einnig til að fá lamaöan
vöðva til að vinna og má þannig
minnka vöðvarýrnun. Þetta tæki er
svo htið að hæglega má hafa það í
vasa. Verðmæti þessara tækja er um
180 þúsund krónur.
Sjúkrahúsið flutti á þessu ári í nýtt
og glæshegt húsnæði og hefur það
gjörbreytt ahri starfsaðstöðu viö að-
hlynningu sjúkhnga.
Frá afhendingu tækjanna. Frá vinstri Ástráður Magnússon, formaöur Múla,
Elnar Rafn Haraldsson, framkvæmdastjóri sjúkrahússins, Helga Sigurðar-
dóttir hjúkrunarforstjóri, Ólafur Stefánsson yfirlæknir og Jan Derk sjúkra-
nuddari.