Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1989, Síða 2
2
MÁNUDAGUR 3. JÚLÍ 1989.
Fréttir
Guðni í Sunnu sækir um leyfi til áætlunarflugs:
Beint flug til
Evrópu frá Akureyri
og Egilsstöðum
- hyggst þar að auki flytja Spánveija til íslands
„A Spáni búa 50 miHjónir manna
og þar hefur velmegun vaxið miMð
aö undanfömu. Spánverjar ferðast
mikiö nú þegar og það á eftir að
aukast,“ sagði Guðni Þórðarson hjá
Sólarflugi eða betur þekktur sem
Guöni í Sunnu. Hann hefúr sótt um
leyfi til áætlunarflugs til nokkura
staða í Evrópu og þar á meöal á
milli Keflavíkur og Barcelona og
Keflavíkur og-Madrid. Með þvi aö
hefja áætlunarflug á þessum leiö-
um sagðist Guðni sjá möguleika á
því að flytja Spánvexja til íslands.
Hingað til hefðu flugsamgöngur viö
Spán byggst á leiguflugi sem heföi
ekki opnað neina raöguieika fyrir
ferðalög Spánveija hingaö.
„Þar að auki má nefna að á Spáni
er einn mesti ferskfiskmarkaöur
Evrópu og með slíku áætlunarflugi
má opna leiðir fyrir markaössetn-
ingu margra nýrra fisktegunda
þar,“ sagði Guðni.
Einnig hefur Guðni sótt um leyfi
til áætlunarflugs á milli Akureyrar
og London og Akureyrar og Kaup-
mannahafnar. Þá sagðist Guðni
hafa tekið með í dæmið að fljótlega
verður til millflandaflugvöllur á
Egilsstöðum og því hefði hann sótt
ura leyfi til áætlunarflugs þaöan til
London og Kaupmannahafnar.
Guðni sagöi að Flugráð hefði þeg-
ar afgreitt umsóknina til sam-
gönguráðherra en hann sagðist
steftia að því að fljúga með flugvél
af gerðiimi Bœing 727 en það eru
sams konar flugvélategund og
Flugleiðir nota nú. „Það eru flug-
vélar með þrjá flugmenn og þrjá
hreyfla,“ sagði Guðni. Hann sagöist
ráögera aö hafa eina flugvél í ferö-
um til aö byija með og væri stefnt
að þvi aö hafa eina áætlunarferð
frá hveijum þessara staða á viku.
Áætlunarferðum myndi sföan
fjölga á annatímum.
„Eg tel að það séu miklir mögu-
leikar á að hafa fastar áætlunar-
ferðir frá stöðum úti á landi. Það
má benda á að 20% landsmanna
búa í þeirri fjarlægð frá Akureyri
að hægt er aö bjóða upp á áætlunar-
flug þaðan. Þar eru nú öil skilyröi
fyrir alþjóðlegan flugvöll,“ sagði
Guðni.
-SMJ
DV-mynd Ragnar
Minkabúið að Miðengi 2 eftir brunann
Bruninn 1 minkabúinu:
Dýrin eni enn að drepast
Júíia Imsland, DV, Ho&v
„Dýrin eru enn að drepast og ég
get átt von á að það haldi eitthvað
áfram. Um eitt þúsund dýr eru dauð
og af þeim drápust fá í sjálfum elds-
voðanum. Einum til tveimur tímum
síðar byrjuðu þau aö hrynja niður
vegna reykeitrunar," sagöi Þrúðmar
Þrúðmarsson, eigandi minkabúsins
að Miöengi 2 í Austur-Skaftafells-
sýslu en sl. fmuntudagskvöld kom
eldur upp í búinu og er fjón eiganda
mikið. Þetta var 350 læðu bú með
tæplega tvö þúsund dýrum. 111 læð-
ur voru í morgun lifandi.
Enginn var í minkabúinu þegar
eldurinn kom upp og varð hans fyrst
vart þegar reyk lagði upp frá húsinu
sem er skammt frá bænum. Kallað
var í slökkviliðið á Höfn en bærinn
er um 18 km frá Höfn og tók um þrjá-
tíu mínútur að komast á staðinn. Vel
gekk að slökkva eldinn og ekki varð
mikiö tjón á húsinu sjálfu.
Hús og dýr voru tryggð hjá Sam-
vinnutryggingum og Brunabót og
hafa þessir aðilar báðir komiö á búið
eftir brunann. „Ég er ekki bjartsýnn
á þau mál, ekki neinir skalar til yfir
svona hús eða dýrin og þá er spum-
ing um mat á hverjum tíma,“ sagði
Þrúðmar.
Flugvirkjadeilan:
Afdrifaríkur fundur í dag
„Þetta getur orðið afdrifaríkur
fundur í dagsagði Emil Þór Eyjólfs-
son, formaður Flugvirkjafélags ís-
lands, en fulgvirkjar munu eiga fund
með forsvarsmönnum Flugleiöa
seinnipartinn í dag.
Að sögn Emils hefur afstaða Flug-
leiða lítið breyst þá þrjá mánuði sem
kjaradeilda flugvirkja hefúr staðið.
Flugvirkjar hafa lagt fram kröfur um
svipaðar hækkanir og flugmenn hafa
þegar fengið. Flugleiðir hafa hins
vegar hafnað því.
„Það er eins og félagiö sé bundiö
af ákvöröunum einhverra annarra,"
sagði Emil Þór og á þar við Vinnu-
veitendasambandið.
Flugvirkjafélagið fékk verkfalls-
heimild fyrir um það bil mánuði.
Þeir hafa neitað að vinna yfirvinnu
en Emil Þór neitar að þaö sé tengt
kjarabaráttunni.
„Eina sem ég hef heyrt um minni
yfirvinnu er bréf sem viö fengum frá
forstjóranum þar sem hann óskaöi
eftir að við myndum draga úr yfir-
vmnu.
- Kemur til greina að boða verkfall
ef ekki gengur saman í dag?
„Já, það getur vel gerst,“ sagði
Emil Þór Eyjólfsson.
Flugleiðir standa jafnframt í kjara-
samningum við flugfreyjur. Þeirra
mál hafa lítið þokast. Samningar
flugfreyja hafa verið lausir síöan 1.
janúar 1988.
-gse
Farkostur Damiens lætur lítið yfir sér en hann telur að hann nægi til hjól-
reiða um fjallvegi landsins. Svifbúnaðinn veröur að flytja á bíl milli staða
því hjólið ber hann ekki. DV-mynd JAK
Franskur læknastúdent:
Ætlar að hjóla og
svífa um landið
- hyggst svlfa fram af Hvannadalshnjúki
Damien Bedague, 21 árs gamall
læknastúdent, hyggst hjóla um ís-
land og svífa fram af helstu fjöllum
í sumarfríinu sínu. Damien er frá
Grenoble og er á fjórða ári í námi.
Hann lagði upp frá Reykjavík til
Þingvalla á hjólinu sínu nú um helg-
ina. Síðan hefur hann viðkomu aftur
í Reykjavík áður hann hjólar til»Ól-
afsvíkur, ísaijarðar, Akureyrar, Mý-
vatns, Öskju og fleiri staða í óbyggð-
um. Ferðina fjármagnar hann með
styrk frá frönsku fatafyrirtæki, sem
meðal annars framleiðir sportfatnað,
og tekur myndir fyrir það.
„Ég kynntist íslensku vegunum
fyrir tveimur árum og veit hverju ég
má búast við. Þá hjólaði ég um landið
í hina áttina, frá Reykjavík og austur
um firði og til Akureyrar," sagði
Damien í samtali við DV. „Ég þekki
veðrið héma og hvernig það getur
orðið, því síðast lenti ég í snjókomu
í Landmannalaugum um sumar.“
Hann áætlar að leiðin, sem hann
mun leggja að baki, sé nálægt 2000
kílómetrar. Hann segist vera vanur
hjólreiðamaður og hafa heillast af
landinu þegar hann kom hér í fyrra
sinnið.
„Mér líkar auðnin, einveran og
veðrið hérna á Islandi. Mér er alveg
sama þótt hann blási eða rigni, það
er bara betra. Ég er bara að gera
þetta vegna ánægjunnar og fyrir
mig.“
Hann ætlar sér einnig að svífa fram
af nokkmm fjöllum og nefndi Snæ-
fellsjökul, Herðubreið, Öskju,
Hvannadalshnjúk og Heklu. Til þess
notar hann ekki venjulegan svif-
dreka heldur annað sviftæki sem er
tiltölulega nýtt á meginlandinu. í
þessu hefur hann oft svifið í frönsku
Ólpunum og telur það næga æfingu,
þrátt fyrir að ftöllin séu töluvert
öðruvísi. Eina sem verður að hafa í
huga'er aö vindurinn sé á móti og
vindhraði fari ekki yfir 5 vindstig.
„Auðvitað svíf ég ekki ef aðstæöur
em slæmar, ég er enginn ofurhugi,"
sagði Damien og rildi að það kæmi
fram að hann muni láta vita af sér
áður hann heldur á fjöllin og hvenær
hann sé væntanlegur niður aftur.
„Ég verð alltaf einn og því verð ég
að passa upp á öryggið. Eina íjallið,
sem ég vil ganga með öðrum, er
Hvannadalshnjúkur en ferðafélag-
ana verð ég að finna þegar að því
kemur.“
-JJ
Gagnrýni stórkaupmaima á útvegsmenn:
Ekki svaravert
- segir Kristján Ragnarsson
„Máliö snýst um hvernig staðið tflkynningu þar sem hún hafnar
verði að útflutningsleyfum. Þeir því alfarið aö Landssambandinu
vilja hins vegar gera innflutnings- verði falið vald til að úthluta út-
deiidokkaraðeinhveijudeilumáli. flutningsleyfum. Tiiefni þessarar
Mér finnst þetta ekki þess viröi að tílkynningar var áróðurherferð
svara á nokkum hátt,“ sagði formanns Landssambandsins að
Kristján Ragnarsson, fram- sögn nefhdarmnar. Kristján Ragn-
kvæmdastjóri Landssambands út- arsson er bæði formaður og ffarn-
vegsmanna. kvæmdastjóri Landssambands is-
I DV á laugardag kom fram aö lenskra útvegsmanna.
útflutningsdeild Félags islenskra .gse
stórkaupmanna hefúr sent frá sér