Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1989, Blaðsíða 28
40
MÁNUDAGUR 3. JÚLÍ 1989.
Neytendur
DV kannar verð í stórmörkuðum:
Bónus leiðir
samkeppnina f
Verð á 14
vörutegundum
- 13-14% ódýrari en aðrir stórmarkaðir
Mikligarður Hagkaup Fjarðarkaup Bónus
Kjötstöðin Kaupstaöur Kjötmiðstöðin
Verslunin Bónus í Skútuvogi, sem
nú hefur reyndar opnað aðra sams
konar verslun við Faxafen, hefur náð
ótvíræðri forystu í samkeppni stór-
markaða á Reykjavíkursvæðinu.
Verð á algengum matvörum í Bónus
er að jafnaði 13-14% lægra en hjá
keppinautunum. Fjarðarkaup kemst
næst Bónus en á þessum tveim versl-
unum munar 8%. Þetta kemur fram
í könnun sem DV gerði á verði 19
vörutegunda í sjö stærstu matvöru-
verslunum í Reykjavík.
Verslanimar, sem könnunin tekur
til, eru í raun fleiri en sjö því Hag-
kaup er á þrem stöðum og Mikligarð-
ur á tveim stöðum. Því er hér í raun
um tíu verslanir að ræða sem saman-
lagt hafa um 70% matvöruverslunar
á höfuöborgarsvæðinu á sinni
könnu.
Verðmunur á einstökum tegund-
um reyndist víða vera mikill og meiri
en oft áður í sambærilegum könnun-
um sem DV hefur staðið fyrir. Mesti
verðmunur reyndist vera á Svala en
sex femur í pakka kosta 139 krónur
í Kjötstöðinni en 99 krónur í Bónus.
Munurinn er 40%.
Gulur kaflipakki frá Braga kostaði
mest 117,60 krónur í Kjötstöðinni en
■ minnst 89 krónur í Bónus. Munurinn
er 32% eða jafnmikill og á 2ja kílóa
poka af Komax hveiti sem kostaði
mest 86 krónur í Miklagarði en
minnst 65 krónur í Fjarðarkaupum.
Kíló af sykri kostaði mest 68 krónur
í Miklagarði en minnst 49 krónur í
Bónus og í Fjarðarkaupum. Munur-
inn er þama 39%.
Almennt er aö muni 20-35% á verði
einstakra vömtegunda eins og meö-
fylgjandi tafla ber með sér. Rétt er
að benda á aö Bónus hefur og tekið
upp þá nýbreytni að slá af verði vöm-
tegunda sem almennt em á sama
verði alls staðar. Þannig kostar
mjólkurlítri aðeins 60 krónur í Bónus
og 10% lægra verð er þar á brauðum
og ýmsu áleggi. Hins vegar era mun
færri vörumerki í boði í Bónus en í
öðrum stórmörkuðum.
Vörutegund Mikligarður v. Sund Kjötstöðin Glæsibæ Hagkaup Skeifunni Kaupstaður íMjódd Fjarðar- kaup Kjötmiðstöðin Garðabæ Bónus Skútuvogi Munur hæstaog lægstaverði
Cocoa Puffs, 17 oz 225 266 245 255 245 249 225 ’ 18% .
Maggi-kartöflustapppa 57 68,40 65 59 60 66 59 20%
Oramais, 'A dós 107 107 95 107 95 107 89 20%
Kornax hveiti, 2 kg 86 82,50 78 81 76 65 32%
Horrteblestkex 78 77,50 80 84 69 78 64 31%
River hrísgrjón 63 63,20 58 63 57 64 55 16%
Gunnars mayonnes 104 101,50 96 102 96 99 89 17%
Colgate fluor tannkr., 75 ml 84 87,50 79 82 78 82 71 23%
Sirfus Konsum, tvöf. 176 174 179 176 162 172 146 22%
Nesquick kókóm., 400 g 194 185,20 175 194 175 175 10%
Solgryn, 950 g 133 131,20 128 133 115 128 115 15%
Libbystómats.,stór 93 89,80 89 93 89 79 17%
Ora fiskbollur, stór 217 217,40 202 217 208 217 178 22%
Sykur1 kg 68 57 59 56 49 59 49 39%
Frón kremkex 93 97,50 91 93 91 96 71 37%
Néscafé, Gull 202 219 202 211 200 9%
Bragakaffi.gulur 102 117,60 103 107 103 105 89 32%
Iva þvottaefni 102 107,40 95 104 95 102 91 18%
Svali,6lpakka 139 144 115 119 99 40% .
Samtals verð 14 tegunda
semfengustallsstaðar 1639 1673,20 1575 1638 1523 1624 1391
Bónus hefur opnað nýja verslun í Faxafeni 14. Þar gildir sama verð og
kemur fram i þessari könnun eða að jafnaði 13-14% lægra en í öðrum
stórmörkuðum. DV-mynd Hanna
Holtskjör:
Keppir við stórmarkaðina
Verslunin Holtskjör á Langholts-
vegi 113 hefur gripið til óvenjulegs
ráðs í samkeppni þeirri sem ríkir
milli verslana í hverfinu. Þar hefur
vömverð verið lækkað allmikið eða
um 20-30% frá áður gildandi verði,
að sögn Benedikts Ólafssonar kaup-
manns.
Neytendasíða DV leit inn í Holts-
kjöri fyrir helgina og bar saman
verðlagningu þar og annars staðar.
Sé litið á verð 14 tegunda og það bor-
ið saman við verð í stórmörkuðum
kemur í ljós að verðið í Holtskjöri
er 5,5% lægra en í Miklagarði við
Sund. Sé verðið borið saman við verð
Hagkaups er munurinn óverulegur
eða 0,3% Holtskjöri í hag. -Pá
Allt að 42% verðmunur
innan sömu verslunar
- 4 manna fjölskylda getur sparaö 114 þúsund á ári
Allt að 42% verðmunur getur verið
á samskonar innkaupakörfu innan
sömu verslunar eftir því hvort keypt-
ar era dýmstu eða ódýrustu vörum-
ar. Þetta kemur fram í könnun sem
Verðlagsstofnun lét gera fyrir helg-
ina.
Sett var saman innkaupakarfa sem
í vom 45 algengar vömtegundir sem
jafngilda neyslu 4 manna fjölskyldu
í 3 daga. Tilgangurinn var að kanna
verð innan sömu verslunar þar sem
annars vegar væm valdar ódýmstu
vörumar en hins vegar þær dýrastu.
í könnuninni var horft framhjá
hugsanlegum gæðamun milli ein-
stakra vörumerkja.
Mesti munurinn var 42%. Karfan
með ódýrastu tegundunum kostaði
5.393 krónur en karfan með dýra teg-
undunum kostaði 7.681 krónu. Mun-
urinn er 2.228 krónur.
Ef miðað er við ýtrasta verðmun
innan verslunar á helgarkörfunni og
reiknað með helgameyslu eins árs
er munurinn á ársgrandvelh 114
þúsund krónrn-. Það er sú upphæð
sem fjögurra manna fjölskylda getur
sparað með því að velja fremur ódýr
vörumerki en dýr.
Niðurstaðan er sú að verðsaman-
burður milli vörumerkja í sömu
verslun getur reynst neytendum
dijúg búbót ekki síður en verðsam-
anburður milli verslana.
-Pá
Þaó er Helgi Kristjánsson, starfsmaður Sláturfélags Suðurlands, sem sýnir
tilboðskjötið á myndinni. DV-mynd JAK
Lambakjöt á
lágmarksveröi
Svona lítur innihald tilboðspakka
hins opinbera út þegar búið er að
sníða af kjötinu fitu og afskurð. Kjöt-
inu verður ekið í verslanir í dag og
á að vera falt öllum landsmönnum.
Tvenns konar pakkar era í boði og
kosta 365 kr. kg og 383 kr. kg. Hægt
er að velja um pakka með heilu læri
og afgangnum í sneiöum eða öllu í
sneiðum eins og sést á myndinni.
Tveir gæðaflokkar eru í boði.