Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1989, Blaðsíða 12
12
MÁNUDAGUR 3. JÚLÍ 1989.
Utlönd
í San Francisco i Bandarikjunum hafa sfuðningsmenn kinverskra námsmanna reist Frelsisgyðju eins og námsmenn
í Peking gerðu á meðan á mótmælum þeirra stóð. Simamynd Reuter
Li Peng sagður Ijúga
Kínverskur námsmaður, sem farið
hefur huldu höfðu frá því að upp-
reisn námsmanna var bæld niður í
Peking í júníbyijun, andmælti í
morgun fullyrðingu Li Pengs forsæt-
isráðherra um að hermenn hefðu
þurft að skjóta á mótmælendur þar
sem þá hefði vantað annan útbúnað
til að bæla niður mótmælin. Náms-
maðurinn sagði einnig að fjölda-
handtökur færu nú fram um allt
land.
Á laugardaginn var það haft eftir
Li í viðtali við Daniel Wong, leiðtoga
Kínverja sem flust hafa til Kalifomíu
í Bandaríkjunum, að kínversku her-
mennirnir hefðu neyðst til að hefja
skothríð þar sem þeir hefðu ekki
haft nóg af táragasi og engar gúmmí-
kúlur né vatnsþrýstibyssur.
Opinberir fjölmiðlar í Kína skýrðu
í fyrra frá myndun fyrstu óeiröa-
sveitar lögreglunnar og sérstökum
útbúnaði hennar. Ekki sást til þess-
arar sveitar á Torgi hins himneska
friðar 4. júni síðastliðinn þegar her-
menn skutu á mannfjöldann.
Kínversk yfirvöld segja að yfir tvö
hundruð óbreyttir borgarar, þar á
meðal þijátíu og sex námsmenn, hafi
þá látið lífið ásamt tugum hermanna
og lögreglumanna. Sjónarvottar og
stjómarerindrekar telja hins vegar
að nokkur þúsund hafi látið lífið.
í morgun birti Dagblað alþýðunnar
í Kína forsíðumyndir af tíu her-
mönnum sem ýmist féllu eða vom
brenndir í árásinni á torgið.
Reuter
Mótmæli í
Hong Kong
Reiðir stjómmálamenn í Hong
Kong gerðu í morgun hróp að Sir
Geoffrey Howe, utanríkisráðherra
Bretlands, þegar hann kvað á fundi
með þeim útilokað að breska stjórnin
gæti tryggt nokkrum milljónum
Hong Kong-búa rétt til að flytja til
Bretlands og búa þar.
Við komuna til Hong Kong í gær
sagði Howe að Bretland væri traust-
asti vinur Hong Kong en þúsundir
íbúa nýlendunnar efndu til hóp-
göngu tíl aö mótmæla því sem þeir
kölluðu svik af hálfu breskra yfir-
valda.
Um tíu þúsund manns höfðu í gær
safnast saman meðfram þeirri leið
sem hann ók frá flugvellinum og um
tíu þúsund gengu fram hjá bygging-
unni, sem Howe dvelst í, til þess að
leggja áherslu á kröfur sínar um að
réttindi þeirra verði vemduð þegar
nýlendan fer undir stjóm Kínveija
1997. Hrópuðu göngumenn slagorð
um bresku stjómina og sögðust vilja
eiga rétt á búsetu í Bretíandi jafn-
framt því sem þeir kröfðust meira
lýðræðis í Hong Kong. Breska stjórn-
in hefur neitað aö tryggja Hong
Kong-búum búsetu í Bretlandi. Þing-
nefnd studdi þessa afstöðu stjómar-
innar í skýrslu sem birt var á fostu-
daginn.
Rúmlega níutíu prósent af hinum
sex milljónum íbúa Hong Kong em
Kínverjar og rúmlega þijár milljónir
þeirra eiga rétt á bresku Hong Kong
vegabréfi. Það veitir þeim breskan
þegnrétt en ekki rétt til búsetu í Bret-
landi. Skipuleggjendur mótmælanna
sögðu að búseturéttur í Bretlandi
myndi ekki leiða til flöldaflutnings
þangað frá Hong Kong. Vissan um
að hann væri fyrir hendi myndi hins
vegar veita þeim öryggiskennd.
Reuter
Þúsundir Hong Kong-búa efndu til mótmæla við komu Howes, utanríkisráð-
herra Bretlands, til Hong Kong i gær. Simamynd Reuter