Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1989, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1989, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 3. JÚLÍ 1989. 13 J [ Lánamálabaráttan: Stendur Svavar við sitt? Þaö hefur ekki tíökast aö mikil umfiöllun um lánamál fari fram yfir sumartímann. Þrátt fyrir þaö hefur samstarfsnefnd náms- mannahreyíinganna staöiö í fundahöldum og bréfaskriftum vegna fjáhagsáætlunar Lánasjóðs íslenskra námsmanna fyrir næsta ár. Ástæða þessa verður rakin hér á eftir í sögulegu samhengi. Lánin ^kert í ársbyrjun 1986 höfðu námslánin verið skert um 19% vegna vísitölu- frystingar á hækkun námslána. Allt frá þeim tíma hafa námsmenn barist fyrir leiöréttingu skerðing- arinnar og hækkun námslána. Gíf- urleg hækkun húsaleigu og fram- færslukostnaðar gaf heldur ekki neitt tilefni til skerðingar náms- lána. Svavar mótmælir Svavar Gestsson, sem þá var þingmaður, mótmælti þessum skerðingum harðlega og skrifaði ófáar greinar um dugleysi ráða- manna. Hann lýsti yfir furðu sinni á þessum aðgeröum og krafðist leiðréttingar skerðingarinnar án tafar. Svavar lagði fram þingsá- lyktunartillgur um afnám skerð- ingarinnar og lagði á það ríka áherslu að hvernig sem farið yrði að því, jafnvel með töku erlendra lána, yrði að bæta hag námsmanna án tafar. Svavar verður ráðherra Þegar ríkisstjóm Steingríms Her- KjaHarinn Viktor B. Kjartansson fulltrúi Stúdentaráðs HÍ í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna mannssonar tók við í október 1988 tók Svavar við menntamálaráðu- neytinu. Þetta vakti mikinn fögnuð náms- manna því nú fór sá maður fyrir menntamálum sem einna harðast hafði barist fyrir bættum hag námsmanna. Námsmenn beita þrýstingi Eftir að Svavar varð ráðherra kom annað hljóð í strokkinn. Hann sagði að varla myndu námslánin hækka á þessum vetri og að ólík- legt væri að fá skerðinguna leið- rétta. Námsmenn undu þessu ekki og beittu töluverðum þrýstingi með bréfa- og blaðaskrifum. Þessi þrýst- ingur fór að skila árangri og fjöl- miðlar sýndu málinu töluverðan áhuga. Fyrirspurnir á Alþingi til menntamálaráðherra um afnám skerðingarinnar htu dagsins ljós og ráðherra fór að hugsa sér til hreyfings. Ráðherra skipar vinnuhóp Það fór því svo að ráðherra skip- aði vinnuhóp um málefni lána- sjóðsins þar sem sæti áttu meðal annarra námsmenn og fulltrúar ríkisvaldsins. Hlutverk hópsins var m.a. að gera tillögur um það hvernig bæta mætti þá skerðingu námslána sem námsmenn höfðu orðið að sæta. Vinnuhópurinn skilaði áliti í jan- úar 1989 þar sem fram kom að leið- rétta ætti skerðinguna í þrem áfongum, 7,5% í mars 1989, 5% í september og loks 6,5% í janúar 1990. Á móti þessum hækkunum skyldi síðan tekið í auknum mæh tilht th tekna námsmanna, þ.e. að 50% af tekjum kæmu th frádráttar í stað 35% áður. Óttuðust nú sumir námsmenn að þeir hefðu samið af sér þar sem hækkun tekjutihits skyldi koma th framkvæmda strax en hækkanirnar á námslánunum væru aðeins loforð ráðherra. Dularfull fjárhagsáætlun Svavar lagði á það áherslu að hann myndi standa við loforðin og ríkti bjartsýni í herbúðum náms- manna þegar hækkunin þann 1. mars síðastliðinn varð að veru- leika. Samstarfsnefnd námsmanna varð hins vegar uggandi þegar drög að fjáhagsáætlun lánasjóðsins var lögð fram á stjónarfundi LÍN í maí síðastliðnum þar sem ekki var gert ráð fyrir 6,4% hækkuninni í janúar 1990. Það vakti þvi undrun náms- manna að ef ráðherra ætlaði að beita öhu afli við að efna loforðin gerði hann ekki einu sinni ráð fyr- ir hækkuninni í fjárhagsáætlun lánasjóðsins. Námsmenn krefjast svara Samstarfsnefnd námsmanna- hreyfinganna skrifaði því ráðherra bréf og krafðist svara við því hvers vegna ekki væri gert ráð fyrir hækkuninni í fjárhagsáætlun lána- sjóðsins. Ráðherra svaraði því til að hann myndi standa við þær breytingar á námslánum sem koma ættu til framkvæmda á þessu ári en aðrar breytingar væru háðar samþykki Alþingis á fjárlögum fyr- ir 1990. Undarlegt svar Þetta þykir okkur námsmönnum undarlegt svar í ljósi þess að ekki er gert ráð fyrir neinum hækkun- um námslána í áætlunum sjóðsins fyrir næsta ár. Það þýðir reyndar að ekki virðist eiga að gera neinar kröfur um aukið fé vegna hækkun- arinnar í janúar í fjárlögum sem aftur þýðir að það er engar hækk- anir fyrir Alþingi að samþykkja. Það er ófært fyrir ráðherra að varpa ábyrgðinni alfarið á Alþingi. Vissulega er fjárveitingavaldið í höndum þess en ráöherra ber að gera sínar tillögur og reyna aö fá þeim framgengt. Það verður því að teljast undarlegt að Svavar ætli að leggja til aukið framlag th LÍN en gerir ekki ráð fyrir þeim framlög- um á fjárhagsáætlunum lánasjóðs- ins. Samstarfsnefnd námsmanna- hreyfmganna mun fylgjast grannt með þessu máli og gæta þess að ráðherra efni gefm loforð, loforð sem námsmenn hérlendis og er- lendis reiða sig á. Viktor B. Kjartansson „Þaö vakti því undrun námsmanna aö ef ráðherra ætlaði að beita öllu afli við að efna loforðin gerði hann ekki einu sinni ráð fyrir hækkuninni í fjárhagsá- ætlun lánasjóðsins.“ TILLITSSEMI í UMFERÐINNIER ALIRAMÁL! Það er ekki nög að næsti ökumaður sé tillitssamur. Það er mál okkar allra að sýna tillitssemi. SJÓVÁ-ALMENNAR Þú tryggir ekki eftir á!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.