Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1989, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1989, Qupperneq 6
6 MÁNUDAGUR13, jJÚLÍ /1989. Fréttir dv Sandkom dv fbúar Miklubrautar 16 óánægðir með framkomu borgaryfirvalda: Neikvæðir Aldrei rætt við okkur um að rífa eigi húsið „Mér finnst verst að þeir hjá borg- inni hafa aldrei talað við okkur per- sónuiega. Við höfum bara heyrt og séð í fjölmiðlum að rífa eigi húsið. í þau skipti sem ég hef verið að reyna að leita mér upplýsinga hefur maður alltaf fengið mjög loðin svör og stundum skæting. Það er því mikil óvissa híá íbúum hússins. Við verð- um að sætta okkur við að flytja ef það reynist óumflýjanlegt en sættum okkur ekki við framkomu borgarinn- ar. Það eru þrátt fýrir allt manneskj- ur sem búa í þessu húsi,“ sagði Huida Þorkelsdóttir, ein íbúa Miklubrautar 16, í samtali við DV. Vegna gatnaframkvæmda við Miklatorg, þar sem gamla hringtorg- ið hverfúr og Miklabraut breikkar, verður húsið að Miklubraut 16 að vikja á næsta ári. Þó ekki yrði rifmn nema helmingur hússins yrði óbæri- legt fyrir íbúa þá sem eftir yröu að búa þar vegna hávaða og mengunar. „Mér fmnst borgin ekki taka nógu mikið tillit til okkar. Það er ekki rétt hjá borgarverkfræðingi að við höfum vitað frá 1976 að húsiö yrði rifið. Þótt það komi fram á skipulagi og í - höfum fengiö fréttimar úr flölmiðlum fjölmiðlum þá höfum við aldrei vitað hvenær þetta ætti að gerast. Það hef- ur enginn íbúi fengið svo mikið sem bréf eða símtal frá borgaryfirvöld- um. Þetta er ekki nógu góð fram- koma þegar rífa á hús ofan af fólki.“ íbúar Miklubrautar 16 eru allir komnir á fulloröinsár, hafa margir búið þar í áratugi. Ein öldruð kona hefur búið í húsinu frá byggingu þess 1944 og er lítið hrifin af því að þurfa að flytja. Eftir samtölum við íbúana að dæma virðast þeir fallast á að flutningur sé óumflýjanlegur en þykir að mannlega þáttinn vanti af hálfu borgarinnar. Borgin hefur keypt eina íbúð í hús- inu. Mun eigandiim hafa talað per- sónulega við borgarstjóra um kaup- in. Einum íbúa Miklubrautar 16 finnst lágamark að geta fengið sambærileg- ar íbúðir í stað þeirra sem yrðu rifn- ar. íbúðimar eru fjögurra herbergja, með stórum herbergjum. Aö sögn íbúans yrði erfitt að fá sams konar íbúð fyrir það verð sem borgin væri tilbúin að borga fyrir þeirra íbúðir. „Ég er aö verða áttræð og það er Húsið að Miklubraut 16. Það verður að víkja vegna gatnaframkvæmda við Miklatorg. íbúar hússins eru flestir rosknir. Þeir sætta sig illa við að flytja og finnst borgaryfirvöld gleyma að þama búi manneskjur. DV-mynd JAK erfitt að standa í flutningum á þeim aldri. Ef ég fengi sams konar íbúð í staðinn og á þeim stað sem ég vildi myndi ég sætta mig við að flytja. En ég er ekki farin að hugsa út í það ennþá og fannst ekki ástæða tfl. Ég hélt að þetta gerðist ekki svona snögglega. Mér finnst að borgin eigi að tiikynna okkur um hvað verður um húsið í stað þess að láta okkur leita upplýsinga um það,“ sagði einn íbúanna. -hlh Mitóö kal í túnum í Fljótum: Þetta er eins og að líta yfir eyðimörk - segir Sigurður Steingrímsson bóndi á Ystamó Sævar Friðþjófsson, Aöalheiður Másdóttir netagerðarmaður og skipstjór- inn, Ragnar Konráðsson. -DV-mynd GVA Rif: Lifum í voninni um að ástandið batni - segir Ragnar Konráðsson skipstjóri Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkrákx „Þetta er hreint út sagt eins og yfir eyðimörk að lita, sérstaklega túniö héma heima við bæinn enda mjög stutt í grýttan jaröveg þar. Það er alveg Ijóst aö maður veröur einhvers staðar að verða sér úti um slægjur," sagöi Sigurður Steingrímsson, bóndi á Ystamói í Fljótum, í samtali við DV en ljóst er að mikið kal er um að ræða á þremur bæjum í Vestur- Fljótum og tún eru skemmd á bæjum í Austur-Fljótum. Guðmundur Gunnarsson, ráöu- nautur hjá Ræktunarsambandi Norðurlands, var nýlega á ferð í Fljótum. Hann sagði kalskemmdir mismiklar í Vestur-Fljótum, til dæm- is væri lítiö kal á sumum bæjum í Flókadalnum. Áberandi væri hvað eldri tún stæðu sig betur en skemmd- imar langmestar í nýrækt og nýlega endunmnum túnum, yfirleitt 70-90%. Þannig væri það á Ystamói, Langhúsum og Minni-Reykjum. Guðmundur gekk um tún á flestum bæjum í Vestur-Fljótum en aðeins á tveimur bæjum í Áustur-Fljótum en þar eru tún nýkomin undan snjó og því enn blaut. „Rækjukvótinn hjá okkur var 100 tonn í fyrra en í ár fáum viö einung- is 32 tonna kvóta. Það er mjög slæmt að fá svo lítinn kvóta, það bæði rýrir tekjumar og minnkar atvinnuna á staönum," segir Ragnar Konráðsson, skipsfjóri á bátnum Sáxhamri, sem gerður er út frá Rifi, en þaðan em tveir bátar gerðir út á rækju. „Við byrjuðum á rækjunni 12. júní og erum búnir aö fá um 16 tonn og ætli við höldum ekki áfram þangað til við erum búnir aö ná upp í kvót- ann, þá forum við á línu. Við leggjum aflann inn hjá Útnesi hf. og fáum landssambandsverð fyrir aflann sem gerir 76 krónur á kílóið. Við erum fimm um borð og viö reynum að þrauka eins og viö getum. Það er lítiö annað hægt að gera en vona að ástandið lagist,“ segir Ragn- ar. -J.Mar Styktóshólmur: Kvótaniðurskurður og verðhrun á rækjunni - seglr Kristtnn Ó. Jónsson Fjölmenni í Þórsmörk Mikill fjöldi fólks lagði leið sína inn í Þórsmörk um helgina og taldi lög- reglan á Hvolsvelli að milli 1500 og 2000 manns hefðu verið þar saman komin. Urðu engin teljandi vandræði þótt talsvert mikil ölvim væri á mannskapnum. Á sunnudaginn höfðu flórir verið teknir, gnmaðir um ölvunarakstur. Var veðrið tfl- tölulega gott, þurrt og milt. Lítið var í ánum og þær auðveldar yfirferðar fólksbflum. Þótti lögregl- unni þessi fólksbflafjöldi ákaflega hvimleiður því vegimir væru alls ekki ætlaðir slíkum ökutækjum. Varar lögreglan fólk við því aö fara inn í Þórsmörk á fólksbflum. -GHK „Það hefur gengið frekar tregt á rækjunni það sem af er vertíðinni. Við hjá Þórsnesinu gerum út tvo báta, Þórsnes og Þórsnes H„ en ein- ugis síðamefndi báturinn er á veið- um. Verð á skelfiski hefur verið að hrapa síðsthöin tvö ár og síðan í fyrra hafa engar hækkanir orðið," segir Kristinn Ó. Jónsson, skipstjóri á Þórsnesinu, sem gert er út frá Stykk- ishólmi. „Rækjukvótinn var skorinn niöur um 40 prósent á þessu ári. Rækja hefur verið ofveidd á undanfómum ámm og því hefur stofninn minnkaö. Minnkandi rækjukvóti þýöir svo minnkandi atvinnu og við verðum að loka fiskvinnslunni hjá fyrirtæk- inu í mánuð í sumar en það höfum við ekki gert undanfarin ár. Það er ekkert að gera, ég kláraði þorskkvótann fyrir skömmu en það fiskaðist vel síðustu þijár vikumar sem viö gátum verið á veiðum. Við náðum 100 tonnum á þremur vikum. Til aö nýta tímann fer Þórsnesið í slipp og fer ekki aftur til veiða fyrr en í ágúst þegar skelfiksvertíðin byijar.“ -J.Mar Fékk golfkúlu í höfudid Svo illa vfldi til er menn vom að leika golf á golfvellinum við Korp- úlfsstaði á sunnudaginn að mann- eskja fékk golfkúlu í höfuðið. Var kallað á sjúkrabflinn en meiðslin reyndust sem betur fer ekki alvar- legri en það að bfllinn fór tómur til baka. GHK háskólamenn á Reykjanesi Félagsvisinda- stoímmHá- skólaíslands gt-rði ny t erið skoöanakönn- unumafstöðu mannatil ýnnssaopin- hi.rrastofnana, Niðurslöðurn- armtbirtir eft- irkynja-,ald- urs-, menntunar-, búsetu- og stétta- skiptingu. Aúkþesserafstaðafylgj- enda einstakra stjómmálaílokka tíl opinberra stofnana tiunduð. Ef at- hugað cr h var innan hverrar skipt- ingar er að finna raesta andstöðu við rildsstofhamr má ætla að persónu- gervingur neikvæðni gagnvart ríkis- stofhunum sé karlmaður milli 25 og 39 ára aldurs sem lokið hefúr há- skólanámi og vinnur sem sérfræðing- ur hjá öðrum. l>essi neikvæöi maður býr á Reykjanesi ogkýs Kvennalist- anníkosningum. Jákvæðir og sjálf- stæðir lands- wrrrarriíT iniiii'jinn'rifs liiu irrtrrG Eflittðeráþá sem telja þess- aropinberu stofhanir standasigvel keraurailtonn- urmanngerð frain. Súer karlmaðurá aldrinnmfOtil 59ára. Hann laukverkiegu framhaldsnámi á sínum tíma ogrek- ur nú sitt eigið fyrirtæki i þjónustu- geiranum. Hannbýrutiálandiog kýs annaðhvort Alþýðubandalagiö eða Sjálfstaoöisflokkinn. Ein stofnun sker sigreyndar úr. Þaðerþjóðkirkj- an. Persónugervingur fylgismanna hennarer konaeldriensextug. Hún lauk bamaskóla í æsku. Hún býr úti á landi og kýs Framsókn. Ungum hámennt- uðum konum finnst ríkið sæmi- legt Þegarkannað erhverjirþað emsemtelja ríkisstofnaii- iraarhvorki góðarnéslæm- arheldureitt- hvaðþarmittá millikemur enneinmann- gerðíljós. Sú er kona á aldrinum 18 til 24 ára. Hún er í Háskólanum eöahefur lokið það- an prófl. Ef hún er komin úr skóla starfar hún sem sériræðingur i vinnu hj á öðrum. Hún býr á Rey kjanesi og kýs Kvennalistann. Sú manngerð, sera er dæmigerð fyrir þá sem enga skoðun haía, er karl eldri en 60 ára og býr úti á landi. Hann hefur lokið bamaskóla og starfaði annaðhvort sem sjómaður eða kaupamaður í sveit. Hann er óviss í aistöðu sinni til stjómmálaflokkanna. Hérgala Gaukar Gaukurlitliá pabbasemer mikillhesta- maður.ístríðni hetúrdrengui'- innþvíoftverið kallaðurhros- sagaukuraf viniuosmum ogþaðþótt voðafyndiö. Um daginn hljóp heldur betur á snærið hjá þessum brandaraköllum, vinum hans. Þegar páfinn var hér á dögunum lagði hann höndina á koll- inn á Gaúki. Upp frá því hafa brand- arakallamir velst um af hlátri þar sem vinurinn heitir núna páfagauk- ur. Það er iíka voða fyndið. Umsjón: Gunnar Smári Egilsson og HaukurL. Hauksson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.