Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1989, Qupperneq 8
8
MÁNUDAGUR 3. JÚLÍ 1989.
\ , \ r i' m r ' i r ■' m T i é
Viðskiptainál
Viöræöur Landsbankans og Sambandsins:
Þráttað um verð
Samvinnubankans
Formlegum viðræðum Landsbank-
ans og Sambandsins hefur verið
frestað um sinn eftir að búið var aö
ákveða á bak við tjöldin að ganga frá
samkomulagi um þessi mánaðamót.
Það sem enn stendur á er sjálft verð
Samvinnubankans. Hvað á bankinn
að kosta? Eigiö fé bankans var um
síðustu áramót um 600 milljónir
króna en ljóst er að Sambandið, sem
á um 53 prósent í bankanum, vill fá
miklu meira fyrir hann og sam-
kvæmt heimildum DV hafa Sam-
bandsmenn sagt að það hafi lítinn
tilgang fyrir Sambandið nema aliur
bankinn fari á um 1400 til 1500 millj-
ónir króna þannig að í hlut Sam-
bandsins kæmu um 700 til 750 millj-
ónir króna.
Landsbankinn vill
allan bankann
Ljóst er að Landsbankinn hefur
engan áhuga á öðru en eignást allan
bankann. Hann hefur ekkert að gera
við hlut Sambandsins fái hann ekki
bankann að fullu. Sambandið á um
53 prósent í bankanum en önnur fyr-
irtæki innan samvinnuhreyfmgar-
innar stærsta partinn af afganginum.
Loks eiga um 1500 einstaklingar af-
ganginn.
Kaupi Landsbankinn hlut sam-
vinnuhreyfingarinnar mun hann ör-
ugglega reka bankann fyrst um sinn
sem sjálfstæðan banka. Á meðan
hægt er að sameina bankana að fullu
verður Landsbankinn að eignast hlut
einstakhnganna. Hvaða verö þar
fæst er ekki ljóst ennþá.
Útibúin liggja vel saman
Utibúanet Landsbankans og Sam-
vinnubankans mun falla einkar vel
saman og þvi verða engin vandræði
að sameina útibú víða um land. Við
Egilsstaðir:
Austfirsk fyrir-
tæki með útibú
í Svíþjóð
Eitt af þvl sem er til sýnis á
atvinnusýningunni á Egilsstöð-
um er beitingavél sem framleidd
er hjá fyrirtækinu Létti í Feliabæ.
Hún hefur nú verið framleidd í
um eitt ár og eru 20 slíkar komn-
ar í notkun. Hönnuður er Gunn-
laugur Sigurösson i Neskaupstað.
Vélin beitir um leið og línan er
lögð og sparar mikla vinnu og
slæma en oft er erfitt að £á beit-
ingamenn.
Og nú eru skemmtilegir hlutir
aö gerast. Búiö er að semja viö
fyrirtæki í Örebro í Svíþjóö um
ffamleiöslu á þessari véi Mun
framleiðsla hefiast þar von bráö-
ar. Verður hún framleidd þar í
þrem verksmiðjum sem síðar
verða sameinaðir í eina.
Nýjar viðartegundir
Ýmsar nýjar viöartegundir var
aö sjá í innréttingum á atvinnu-
sýningunni á Egilsstöðum. Má
þar nefiia kirsjubetjaspón á eld-
húsinnréttingum frá Brúnás hf.
og fleiri og birkirót og fuglsauga
en Birkitré sf. sýnir spónlagðar
hurðir með þeim tegundum.
Mörg flelri trésmíðaverkstæði
sýna skemmtilega hluti. Baldur
og Óskar sýna prýðlsvel hannaða
eldhúsinnréttingu og Einir í
Fellabæ sýnir margar gerðir stiga
fýrir íbúölr.
Sverrir Hermannsson bankastjóri og Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sam-
bandsins. Þeir eru oddamennirnir i viðræðunum þar sem allt snýst um það
hvað Samvinnubankinn eigi að kosta.
þetta nær Landsbankinn miklum
spamaði. Þessi spamaður nýtist
Landsbankanum sem kaupanda ein-
ungis vegna þess að hann er banki.
Vegna þess að útibúin hggja vel sam-
an segja Sambandsmenn að Sam-
vinnubankinn sé Landsbankanum
meira virði en eha. Þetta sé við-
skiptavild „good wih“ sem beri að
meta.
Sem mest verði afskrifað
Það er fleira en útibúanet bank-
anna sem er kveikjan að viðræðun-
um um kaup Landsbankans á Scun-
vinnubankanum. Aðalástæðan er
auðvitað sú að Sambandiö er stór-
skuldugt í Landsbankanum. Þess
vegna snýst máhð um það hversu
miklar skuldir Sambandsins verða
afskrifaðar í Landsbankanum. Sam-
bandið hefur mestan hag af því að
sem allra mest verði afskrifað.
Eflaust er hægt að reikna sig til út
og suður í þeim efnum. Þaö sem
Fréttaljós
Jón G. Hauksson
mestu skiptir er að viðræðumar eru
meira á bókhaldslegu stigi en al-
mennt gengur og gerist þegar tveir
aðUar standa í kaupsamningi. Þetta
er spuming um debet og kredit innan
Landsbankans. Því meira sem bank-
inn afskrifar af skuldunum því
minna vandræðabam verður Sam-
bandið innan Landsbankans.
Kaup einkabankanna
Þegar einkabankamir Iðnaðar-,
Verslunar- og Alþýðubankinn
keyptu Útvegsbankann borguðu þeir
um 1465 mUljónir króna fyrir hluta-
bréf að nafnverði um 770 miUjónir.
Frá 1465 mihjónunum dragast um
400 mihjónir að mati viðskiptaráð-
herra þannig að endanlegt söluverð
er tahð vera í kringum 1 til 1,1 mUlj-
arður að hans mati.
Það er athyghsvert í umræðunum
að undanfömu að Sverrir Her-
mannsson, bankastjóri Landsbank-
ans, hefur sagt opinberlega að Út-
vegsbankinn sé miklu meira virði en
það sem Jón Sigurðsson viðskipta-
ráðherra hafi fengið fyrir hann og
nefndi Sverrir að bankinn hefði átt
að seljast á um 2,5 mihjarða króna.
Fleiri hafa raunar gágnrýnt söluna
eins pg Hahdór Guðbjamason, fyrr-
um Útvegsbankastjóri og nú fram-
kvæmdastjóri Samkorta, krítar-
kortafyrirtækis Sambandsins, taldi
að ríkissjóður hefði átt að fá um 2
mihjarða fyrir bankann. Það athygl-
isverða í þessu sambandi er að Sverr-
ir Hermansson, bankastjóri Lands-
bankans, nefnir hærri tölu en Hall-
dór, starfsmaður Sambandsins, um
virði Útvegsbankans. Gróflega má
ganga út frá því að Útvegsbankinn
sé tæplega helmingi stærri en Sam-
vinnubankinn.
Sambandið stendur
fast á sínu
Eitt er víst að þrátt fyrir miklar
skuldir Sambandsins, ekki síst í
Landsbankanum, lætur fyrirtækið
ekki Samvinnubankann á hvaða
verði sem er. Enda eru sumir innan
samvinnuhreyfingarinnar á því að
mistök séu að selja Samvinnubank-
ann þar sem hann eigi mikla mögu-
leika sem hth bankinn innan um
bankarisana þrjá, Landsbankann,
nýja einkabankann og Búnaðar-
bankann. Þess vegna bíða menn
spenntir eftir því aö Sverrir og Guð-
jón hittist á nýjan leik þegar viðræð-
ur hefjast aðnýju. -JGH
Sparisjóóshúsið i Keflavík sem Aðalverktakar hafa fest kaup á.
DV-mynd Ægir Már
„Urðum að selja“
- segir Tómas sparisjóðsstjóri 1 Keflavík
Ægir Már Kárasan, DV, Suðumesjum:
íslenskir Aðalverktakar hafa
keypt Sparisjóðshúsiö í Keflavík fyr-
ir 155 mihjónir króna, í því ásig-
komulagi sem það nú er, eða rúmlega
fokhelt. Stærð hússins er samtals
1700 fermetrar, þar af eru kjahari og
tvær hæðir 1100 fermetrar en til við-
bótar er rishæð.
„Vegna lagabreytinga um bygg-
ingaeignarstærð sparisjóða á bygg-
ingartímabilinu urðum viö aö selja,“
sagði Tómas Tómasson sparisjóðs-
stjóri í samtah við DV, „en við mun-
um leigja fyrstu hæð og kjahara sem
er að mestu leyti hannaður sem pen-
ingageymsla. Þörfin fyrir húsnæði í
Keflavík er heldur ekki eins mikh
og áður vegna þess að við erum
komnir með útibú í Grindavík, Garði
og Njarðvík. Ráðgert er að flytja í
nýja húsnæðið á næsta ári en gömlu
byggingamar fjórar, sem við höfum
starfað í hér í Keflavík, veröa seld-
ar.“
Varðandi aðra hæðina og risiö hef-
ur Keflavíkurbær hug á að semja við
Aöalverktaka um að fá leigt fyrir
bæjarskrifstofur, félagsmálaskrif-
stofu, tæknidehd og bókasafn Kefla-
víkur, ásamt skjalasafni. Tihaga þess
efnis hefur verið lögð fram í bæjar-
stjóm Keflavíkur af þeim Guðfmni
Sigurvinssyni, Vilfijálmi Ketilssyni,
Jóni Ólafi Jónssyni og Önnu Guð-
mundsdóttur.
Valur
hættur
hjáSS
Valur Blomsterberg rekstrar-
hagfræðingur er hættur sem
markaðsstjóri Sláturfélags Suð-
urlands og tekinn við sem fram-
kvæmdastjóri Markaðsmiðlun-
ar. Valur hóf störf hjá Sláturfé-
laginu á síðasta ári.
Markaðsmiðlun er th húsa
viö Veghúsastíg 7. Fyrirtækið
sérhæfir sig í póstmiðlun en þaö
er auglýsingatækni sem felst í
því að ná th viöskiptavina meö
beinum bréfasendingum í stað
almennra auglýsinga í fjölmiöl-
um. Markaðsmiðlun mun þó
einnig annast almenna auglýs-
ingagerð.
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækurób. 14-18 Úb
Sparireikningar
3jamán. uppsögn 15-20 Vb.Úb
6 mán. uppsógn 16-22 Vb
12mán. uppsögn 18-20 Úb
18mán. uppsögn 32 Ib
Tékkareikningar.alm. 3-9 Ab.Sp
Sértékkareikningar 4-17 Vb.Ab
Innlán verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1-2 Vb
6 mán. uppsögn 2,5-3 Allir
Innlánmeð sérkjörum 27-35 nema Sp Ab
Innlángengistryggð
Bandarikjadalir 8-8,75 Ab
Sterlingspund 11,75-13 Lb.Bb,-
Vestur-þýskmörk 5,25-6 lb,Vb,- Sb Sb.Ab
Danskar krónur 7,75-8,25 Lb.lb,-
ÚTLÁNSVEXTIR (%) Vb.Sp lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvíxlar(forv.) 30,5-34,5 Sb
Viöskiptavíxlar(forv.) (1) kaupgenai
Almennskuldabréf 33-37,25 Sb
Viöskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir
Hlaupareikningar(yfirdr-) 34,5-39 Lb
Utlán verðtryggð
Skuldabréf 7,25-8,75 Lb
Útlán til framleiðslu
Isl. krónur 27,5-37 Úb
SDR 10-10,5 Lb
Bandaríkjadalir 11-11,25 Allir
Sterlingspund 15,75-16 nema Úb Allir
Vestur-þýsk mörk 8,25-8,5 nema Úb Úb
Húsnæðislán 3,5
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 42,8
MEÐALVEXTIR
Överötr. júlí 89 34,2
Verötr. júlí 89 7,9
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitala júlí 2540 stig
Byggingavísitalajúlí 461,5stig
Byggingavísitala júlí 144,3stig
Húsaleiguvísitala 5% hækkun 1 júli
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa veröbréfasjóða
Einingabréf 1 3,997
Einingabréf 2 2,218
Einingabréf 3 2,609
Skammtímabréf 1,377
Lifeyrisbréf 2,010
Gengisbréf 1,783
Kjarabréf 3,959
Markbréf 2,097
Tekjubréf 1,752
Skyndibréf 1,205
Fjölþjóðabréf 1.268
Sjóðsbréf 1 1,918
Sjóðsbréf 2 1.534
Sjóðsbréf 3 1,355
Sjóðsbréf 4 1,219
Vaxtasjóðsbréf 1,3555
HLUTABREF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv..
Sjóvá-Almennar hf. 300 kr.
Eimskip 360 kr.
Flugleiðir 175 kr.
Hampiðjan 164 kr.
Hlutabréfasjóður 128 kr.
Iðnaðarbankinn 157 kr.
Skagstrendingur hf. 212 kr.
Útvegsbankinn hf. 135 kr.
Verslunarbankinn 145 kr.
Tollvörugeymslan hf. 108 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavixlum
og viðskiptaskuldabréfum, útgefnum af
þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaup-
gengi, kge.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb = Búnaðarbankinn. Ib=lðnaðar-
bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Nánari upplýsingar um peningamarkað-
inn birtast i DV á fimmtudögum.