Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1989, Side 18
18
MÁNUDAGUR 3. JÚLÍ 1989.
Um göng undir
Mvalfjörð
Aö undaníomu hefur nokkuð
verið fjallað um gerð jarðganga
undir Hvalfjörð. Hefur það nú síð-
ast gerst að samgönguráðherra
hefur meö neikvæðum yfirlýsing-
um um þetta mál valdið íbúum
Vesturlands verulegum vonbrigð-
um. Reyndar hefur afstaða ráöa-
manna til samgöngumála um Hval-
flörð mótast af litlum áhuga og vilja
tíl stórra athafna. Þetta er fullyrt
sökum þess að um 20 ára skeið
hafa menn fjallað um samgöngur
um Hvalfjörð og á þeim tíma hafa
stjómvöld í engu breytt vinnu-
brögðum sínum þrátt fyrir að gíf-
urlegar framfarir hafi orðið í bygg-
ingu samgöngumannvirkja.
Fjórir valkostir
Svokölluð Hvalfjarðarnefnd var
skipuð af samgönguráðherra skv.
þingsályktun árið 1967 og var hlut-
verk hennar að annast alhliða
rannsókn á því hvemig hagkvæm-
ast væri að leysa samgönguþörfma
milli þéttbýlisins í og við Reykjavík
annars vegar og Akraness, Borgar-
fjarðar, Vesturlands og Norður-
lands hins vegar. Nefndin skilaði
álití í september árið 1972 og benti
á fjóra meginvalkosti:
1. Feiju yfir íjörðinn
2. Brú yfir fjörðinn
3. Göng undir fjörðinn
4. Fullkominn veg fyrir fjöröinn.
Frá því að þessi skýrsla kom út
hefur málið nokkrum sinnum
komið til kasta Alþingis í formi
þingsályktunartillagna, auk þess
sem bæjarstjóm Akraness og Sam-
tök sveitarfélaga á Vesturlandi
KjaUarinn
Gísli Gíslason,
bæjarstjóri á Akranesi
hafa ályktað um það. I raun hafa
stjórnvöld valið þá leið að verja fé
til vegabóta fyrir fjörðinn og skal
það síst lastað því að undanfarin
ár hefur bundið shtlag verið lagt á
sífellt stærri hluta leiðarinnar og
er nú svo komiö aö einungis stuttir
vandræðabútar em án varanlegs
slitlags. En bundið slitlag styttir
ekki leiðina og því er það svo að
þegar ferðalangar halda af stað
norður í land eða vestur á firði
mæna þeir vonsviknir yfir Hval-
fjörðinn þegar þeir aka um Tíðar-
skarð í Kjós og vildu ýmislegt gefa
til að losna við að hlykkjast þá
tæpu 40 kfiómetra sem akstur fyrir
flörð útheimtir.
Göng undir fjörðinn
Umræðan undanfarin ár hefur
því snúist um það hvemig komast
megi hjá að aka þá 40 kOómetra
sem oft em seinfarnir og langir í
hugum manna. Hefur brúargerð
oftast verið nefnd auk þess sem
feijuhugmynd var lauslega könn-
uð. En ætíð var svo á málum hald-
ið að samgöngubætur yfir Hval-
fjörö vom nokkuð fiarri því að telj-
ast raunveraleiki. Það er því óhætt
að fullyrða að íbúar á Vesturlandi
hafi litið tíl bjartari framtíðar þeg-
ar fréttist að unnt væri að grafa
göng undir Hvalfiörð sem myndu á
eðlOegum tíma geta greitt þá fiár-
festingu sem í þyrfti að leggja og
gætí að auki skOað arði. Ekki þóttí
heldur lakara að frétta að örar
framfarir í gerð jarðganga þýddu
að. unnt væri að vinna verkið á
fremur skömmum tíma að þvi til-
skOdu að undirbúningsrannsóknir
gæfu jákvæða niðurstöðu. Það má
því segja að ýmsir hafi í huganum
verið komnir hálfa leið yfir fiörð-
inn þegar Sementsverksmiðja rík-
isins og íslenska jámhlendifélagið
buðust til að kosta nauðsynlegar
rannsóknir gegn því að fá rétt tO
þess í samvinnu við fleiri aðila að
grafa göngin og reka þau um
ákveðið tímabO en að því tímabili
liðnu afhenda ríkinu mannvirkið
án endurgjalds.
Ætla mættí að sá meðbyr, sem
mál þetta fékk, hefði átt að vekja
ráðamenn samgöngumála til ein-
hverrar umhugsunar og jafnvel
athafna. Síðustufréttir afviðbrögð-
um samgönguráðherra benda hins
vegar til þess að enn eigi að fara
fetið í þessu máfi og helst að kæfa
frumkvæði forráðamanna Se-
mentsverksmiðjunnar og Járn-
blendiverksmiðjunnar með því að
tala óljóst um ýmsar rannsóknir
og kannanir sem þurfi að gera ein-
hvem tíma í framtíðinni auk þess
sem fiárvana og smá sveitarfélög
era nefnd til sögunnar sem ákjós-
anlegir burðarásar hugsanlegra
framkvæmda. Sá málflutningur,
sem þannig hefur verið fram sett-
ur, eflir vantrú almennings a.m.k.
á Vesturlandi á vOja ráðamanna til
þess að taka á þessu máli með opn-
um huga og hafa eitthvert fram-
kvæði þar að lútandi.
Utan vegaáætlunar
Eitt meginatriðið í þeim hug-
myndum, sem uppi eru um jarð-
göngin, er að þau verði fiármögnuð
utan vegaáætlunar því ljóst er að
2,5 mOljarðar í fiárfestingu myndu
að öðrum kosti bitna á aOri vega-
gerð í landinu miðað við þau fram-
lög sem nú era á fiárlögum til vega-
mála. Þannig geta yfirvöld sam-
göngumála án nokkurrar röskunar
lokið göngum í Ólafsfirði og hafið
síðan framkvæmdir á Vestfiörðum
og Austfjörðum eins og ráðgert er
og jafnframt nýtt þá dýrmætu
reynslu sem fengist af hverri fram-
kvæmd. íbúum á Vesturlandi er
vel ljóst að ekki kemur til greina
að vera þrándur í götu brýnna
framkvæmda í öðrum landshlutum
þó svo að bera megi við þjóðhags-
legri hagkvæmni. Þau byggðamál,
sem þar eru í húfi, era þess eðlis
að ríkisvaldið verður að hafa svigr-
úm til þess að koma þeim málum
áleiðis. Það bregður því undarlega
við þegar boðið er upp á að leggja
í 2,5 mOljarða fiárfestingu, sem
væntanlega myndi gefa ríkissjóði
um 7-800 milljónir í tekjur, að mál-
ið er huOð stjórnsýslulegu táragasi.
Vonandi verða íbúar á Vestur-
landi svo lánsamir að samgöngu-
ráðherra leggi sig eftir því að
kynna sér þær vonir sem við betri
samgöngur era bundnar og ekki
síst vonir um eflingu atvinnulífs á
Vesturlandi. Væri nú ekki rétt að
setja saman hóp knárra manna til
þess að skoða þetta mál með for-
ráðamönnum Sementsverksmiðj-
unnar og járnblendisins af alvöra,
Steingrímur?
Gísli Gíslason.
„Umræöan undanfarin ár hefur því
snúist um það hvernig komast megi
hjá að aka þá 40 kílómetra sem oft eru
seinfarnir og langir í hugum manna.“
Að leggja landbúnað niður á íslandi:
Hámenntadir heimskingjar?
Bjöm Pálsson, fyrrverandi al-
þingismaður, sagði einu sinni fyrir
mörgum árum að ekkert væri
hættulegra þessu þjóðfélagi en há-
menntaðir heimskingjar. TO frek-
ari skýringar bætti hann við:
„Þetta eru bókstafstrúarmenn sem
oft sýna góðar einkunnir, þess
vegna eiga þeir greiðan aðgang að
embættismannakerfinu, en ef þeir
eiga að fara út fyrir bókstafinn þá
geta þeir bókstaflega ekki neitt, og
það er meginskýringin á þessu
tregðulögmáO sem gengur eins og
rauður þráður í gegnum þetta
blessaða embættismannakerfi."
Ég man að ég hugsaði mikið um
þetta og komst að þeirri niðurstöðu
að þama hefði Bjöm hitt naglann
á höfuðið eins og svo oft áður. Það
rifiaöist nefrúlega upp fyrir mér að
flestir af béstu sonum þessarar
þjóðar höfðu verið mjög ódæhr í
skóla og sluppu margir hverjir
svona rétt fyrir horn með útskrift-
ina en reyndust svo hinir farsæl-
ustu menn í erfiðum lausnum þjóð-
inni tíl handa.
Þetta gleymdist eins og svo margt
annað sem ber fyrir skOningarvitin
í veðrasamri lífsbaráttu. En það er
alveg ótrúlegt hvað þetta kemur
hvað eftir annað upp í huga mér
þessa síðustu daga. Það virðist þvi
miður vera svo að þessi tegund er
farin að skjóta upp kolOnum aO-
víða utan embættismannakerfisins
og greinOegt að háskóOnn hefur
tekið upp nýja tækni við að unga
út þessum fyrirbrigðum og þá sér-
staklega á hagfræðisviðinu.
Aö leggja niður
landbúnað á Islandi
Ég fór nærri alsæO að sofa að
kvöldi mánudagsins eftir að hafa
horft á Stöð 2 þar sem sýndur var
fræðsluþáttur um Háskóla íslands
og þar fyrir tekið nám í matvæla-
fræði.
Það var stórkostlegt að sjá hvað
þessari ungu grein við háskólann
haíði vaxið fiskur um hrygg á til-
tölulega stuttum tíma. Það var
Kjállarinn
Gunnar Páll Ingólfsson
starfar að markaösmálum
hrein unun að horfa á aOt þetta
unga fólk skOgreina störf sín á skO-
merkOegan hátt og ekki síst fyrir
það hvað það geröi sér ljósa grein
fyrir mikOvægi matvælaiðnaðar í
íslensku atvinnulífi.
En Adam var ekki lengi í Para-
dís. Um miðjan dag á þriðjudegi ber
ég forsíöu DV augum „Fijáls inn-
flutningur á landbúnaðarafuröum:
Myndi spara neytendum um 10,5
milljarða á ári - auk þess fengju
þeir 4,3 milljarða í skattaafslátt."
Á baksíðu blaðsins var síöan gerð
grein fyrir því hvemig aOur þessi
hagnaður var tilkominn og var það
gert með því að bera saman verö á
landbúnaðarvörum hér heima og
erlendis. Niðurstaðan virtist mjög
augljós, það margborgaði sig fyrir
okkur íslendinga að leggja niöur
landbúnað hið snarasta og byija
umsvifalaust að flytja þessar afurð-
ir inn.
Því í ósköpunum hafði okkur
ekki dottið þetta í hug fyrr?
Leikmannsfléttur um
líf þjóðarinnar
Nú kom það bara í ljós að þarna
var ekki einu sinni hagfræðingur á
ferðinni heldur bara réttur og slétt-
ur blaðamaður. Það var ekki að
furða þótt kreditdálkinn vantaði í
dæmið hjá aumingja manninum.
Já, það er alveg augljóst að tegund-
in hans Björns á Löngumýri skýtur
víða upp kolOnum. Nú hefur hún
hreiðrað um sig í blaðamannastétt-
inni eða hvað? Eða var þetta bara
einn af þessum dögum þegar Otið
er að ske og þá upplagt að fara í
smá talnaleik?
Ja, því ekki, það gat varla skaðað
nokkurn mann. Þetta var bara
svona smá leikflétta um líf þjóðar-
innar. En nóg um það.
Staðreyndin er hins vegar sú að
flestir fiölmiðlar á íslandi eru það
smáir í sniðum aö þeir hafa ekki
efni á að ráða fólk tO að skrifa um
sérhæfð málefni eins og t.d. land-
búnað.
Þrautalendingin er yfirleitt sú að
ráða til sín fólk beint af skólabekk
sem vill allt til vinna að komast inn
á áhugasvið sitt en því gefst líttíl
kostur á að sérhæfa sig á hinum
ýmsu sviðuní þjóðlífsins sem á að
vera hveijum fréttamanni nauð-
synlegt tO aö geta fiallað um efni
af sanngirni og réttsýni. Menn era
rétt komnir með penna í hönd þeg-
ar buOustrokkurinn er settur í
gang og ausið yfir landslýð alls
kyns fullyrðingum um hin ýmsu
málefni sem gera Otið annað en
ragla skoðanir fólks á ýmsum mik-
tivægum málaflokkum.
Hvar er kreditdálkurinn í
dæminu?
GSE lætur dæluna ganga í DV
þriðjudaginn 13. júní og setur upp
þetta fallega dæmi um hagnað þjóð-
arinnar ef henni áskotnaðist sú
viska að leggja landbúnað niður.
En ég held að flestir séu mér sam-
mála um það að ekki sé hægt að
færa upp svo glæstíega tekjuliði
öðruvísi en reikna með gjaldaliðum
á móti, þ.e. hvað það gæti hugsan-
lega kostað okkur að afla þessara
tekna og svo við notum þetta bráð-
snjaOa orð sem nú virðist vera í
tísku „hvaða áhrif þessi aðgerð
hefði á viðskiptalegt umhverfi. Ég
tel því alveg bráðnauðsynlegt aö
leggja eftirfarandi spurningar fyrir
GSE og að sjálfsögðu í þeirri von
að hann svari þeim jafnskýrt og
skipulega eins og hann leggur fram
tekjuOðina.
1) Hvaða rök hefur þú fyrir því
að aðeins muni 7.374 störf leggj-
ast af? (Mér sýnist miðað við
þær ráðstafanir sem þú leggur
til að sú tala sé nær 30.000 þar
sem undirstaða verslunar og
þjónustu úti á landsbyggðinni
muni gjörsamlega hrynja.)
2) Hver eru þessi arðbæra störf
sem þú ætlar að flytja þetta fólk
í?
3) Hvernig ætlar þú að afskrifa
aflagðar fasteignir, vélar og
tæki?
4) Hvaöa tryggingu hefur þú fyrir
því að verðlag haldist á erlend-
um landbúnaðarvörum?
5) Hvaða tryggingu hefur þú fyrir
því að ekki skelO á efnahags-
kreppa í heiminum sem jafnvel
orsakaði vöraskort? (Henni
hefur þegar verið Spáð 1990-96
af virtum sérfræðingi í efna-
hagsmálum, (dr. Batra, Heims-
mynd, desemberhefti)).
6) Hvað ef alvarlegt mengunar-
slys yrði í Evrópu?
7) Hvað ef alvarlegir búfiársjúk-
dómar legðu landbúnað í Evr-
ópu í rúst og þurrkar halda
áfram að heija á Bandaríkja-
menn?
8) Hvað ætlar þú aö gera við bú-
stofn landsmanna? Ætiar þú að
verja næstu tveimur árum í að
éta hann upp (ekki græðum við
á meðan) eða ætlar þú að slátra
honum öOum strax og grafa
hann? Hvað skyldi það kosta
og yrði það ekki greitt úr ríkis-
sjóði eins og riðuféð?
9) Hvaða tryggingu hefur þú fyrir
því að ríkisvaldið sjái sér ekki
leik á borði og skattleggi þenn-
an innflutning enn frekar í
formi toOa eða vörugjalds? Ein-
hvern veginn yrði að leysa
þann vanda sem hlytist af þess-
ari röskun á högum lands-
manna.
10) Ef svo illa skyldi takast til að
eitthvað af því sem hér hefur
verið nefnt gengi eftir og við
yröum í hreinni neyð að byija
að framleiða okkar matvæO
sjálf, hvernig ætlar þú að end-
urheimta bústofn, ræktun, vél-
ar og tæki og síðast en ekki síst,
fólkið sem sá um þetta ailt sam-
an? Hvað skyldi það kosta?
• Hvað skyldi það taka langan
tíma? Hvað skyldi þurfa að
ríkja hér neyð í langan tíma
áður en allt þetta kæmist á
legg?
Því miður er það svo að flest af
þessu sem hér hefur verið nefnt
vofir yfir í dag. Það væri því fróð-
legt aö fá svör við því sem atira
fyrst hvort eitthvað af þessu hefur
verið tekið með í þessu glæsilega
dæmi sem GSE leggur fyrir þjóð-
ina.
Það virðist vera í tísku að ráðast á
bændastéttina í landinu, samanber
síðustu aögerðir BSRB og ASÍ, en
það sárgrætilegasta við þetta allt
saman er að svona reikningsdæmi
mætti færa upp á flestar ef ekki
allar atvinnugreinar í landinu aö
meðtaldri yfirstjóm landsins. Hag-
stæðast væri að flytja þetta allt
saman inn. Já, það er greintíegt að
þá færum við fyrst að græða.
Gunnar Páll Ingólfsson.
„Það virðist vera í tísku að ráðast á
bændastéttina í landinu samanber síð
ustu aðgerðir BSRB og ASÍ.“