Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1989, Page 30
4?
MÁNUDAGUR 3: JÚLÍ 1989.
Afmæli
Hannes Þ. Sigurðsson
Hannes Þ. Sigurðsson fulltrúi,
Rauðagerði 12, ReyKjavík, er sextug-
ur í dag. Hannes Þorsteinn er fædd-
ur í Reykjavík og lauk verslunar-
skólaprófi í VÍ1948. Hann var í
framhaldsnámi í Verslunarháskól-
anum í Stokkhólmi 1949-1950 og
hefur unnið í Sjóvátryggingafélagi
íslands, nú Sjóvá-Almennum, frá 1.
september 1950. Hannes var fulltrúi
í sjódeild 1956-1966, deildarstjóri
hennar 1966-1970, deildarstjóri sölu-
deildar 1970-1984 og forstöðumaður
markaðssviös 1984-1988. Hann hef-
ur verið í stjóm Sambands slysa-
tryggjenda á íslandi og iðgjalds-
nefnd Sambands bmnatryggjenda á
íslandi. Hannes hefur verið í stjórn
Verslunarmannafélags Reykjavík-
ur (VR) frá 1955, lengst af ritari, og
varaformaður 1980-1983. Hann var
í stjóm Landssambands ísl. verslun-
armanna 1957-1959 og frá 1961 og
varaformaður 1980-1987. Hannes
var í stjóm Sambands slysatryggj-
enda á íslandi til 1986 og var í fyrstu
stjóm samtakanna Varúð á vegum
1963-1%7. Hann hefur verið fulltrúi
LÍV í samstarfsnefnd norrænu
verslunarmannasamtakanna frá
1961. Hannes var einn stofnenda
Verslunarsparisjóðsins og Verslun-
arbanka íslands og varamaður í
bankaráði frá 1970. Hann var í stjóm
fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í
Rvík 1974-1978 og formaður Hand-
knattleiksráðs Rvíkur 1947-1948.
Hannes var í stjóm Knattspymufé-
lagsins Fram 1953-1957, í stjóm ÍSÍ
1955-1961 og frá 1970, lengst af rit-
ari, varaforseti frá 1980. Hann var í
stjóm Æskulýðssambands íslands
1962-1968 og 1976-1980, formaður
1966-1968 og í stjórn Æskulýðsráðs
ríkisins 1976-1978. Hannes var
knattspymudómari 1948-1977 og
var þriðji íslendingurinn sem var
viðurkenndur milliríkjadómari í
knattspymu og var milliríkjadóm-
ari 1961-1977. Hann var fyrstur ís-
lendinga til að ávinna sér rétt til að
bera merki FIFA alþjóöa knatt-
spyrnusambandsins. Hannes var
milliríkjadómari í handknattleik
1954-1979 og var annar tveggja ís-
lendinga er fyrstir hlutu milliríkja-
dómararéttindi 1954. Hann stóð fyr-
ir fræðslunámskeiðum fyrir verð-
andi dómara í knattspymu og hand-
knattleik víðsvegar um land 1953-
1980. Hannes var formaður landS-
liðsnefndar HSÍ1958-1962 og 1966-
1972. Hann hefur verið endurskoð-
andi KSÍ frá 1953, Landsmálafélags-
ins Varðar frá 1967 og Knattspymu-
dómarasambandsíslands 1970-1982.
Hann hefur verið sæmdur gull-
merki VR1966, gullmerki ÍSÍ1967,
HKRR1967, Knattspymufélagsins
Fram 1968, KRR1975, KSÍ1979,
Knattspymudómarasambands Isl.
1979, Knattspymuþjálfarafél. ísl.
1980, heiðursmerki HSÍ1977, silfur-
merki ÍF1984 og heiðursoröu ÍSÍ
1979. Hannes skrifaði íþróttafréttir
í Mbl. og Vísi 1951-1964 og var rit-
stjóri Allt um íþróttir, tímarit,
1951-1953, íþróttablaðsins 1954, Af-
mælisrits Verslunarmannafélags
Rvíkur í tilefni 70 ára afmæh þess
1971 og í ritnefnd 75 ára sögu ISÍ
1985-1987.
Hannes kvæntist 17. mars 1951
Jónu Margréti Erlingsdóttur. For-
eldrar Margrétar em Erlingur Jóns-
son, vélstjóri í Sandgerði, d. 1957,
og kona hans, Helga Eyþórsdóttir.
Böm Hannesar og Margrétar em,
Sigurður, f. 27. júni 1951, skrifstofu-
maður hjá Skipadeild SÍS, sonur
hans er Hannes Þorsteinn; Kristín,
f. 19. apríl 1956, snyrtifræðingur,
gift Páh Kristjánssyni, markaðs-
stjóra hjá Vöku og Helgafelli, börn
þeirra eru Hannes Páh, Margrét
Lálja og Sigriður Hrönn; Erhngur
Rúnar, f. 21. júní 1962, skrifstofu-
maður hjá ísl. aðalverktökum,
kvæntur Hahdóm Hahdórsdóttur,
börnþeirraem JensArnar,Heiða '
BjörgogRúnarlngi.
Systkini Hannesar em Axel, f. 29,
ágúst 1933, póstfulltrúi í Rvík,
kvæntur Indu Dan Benjamínsdótt-
ur; Margrét Kristín, f. 27. mars 1931,
gift Ragnari S. Halldórssyni, stjóm-
arformanniíSAL.
Foreldrar Hannesar em Sigurður
J. Þorsteinsson, d. 1946, stórkaup-
maður í Rvík, og kona hans, Kristín
Hannesdóttir. Sigurðurvar sonur
Þorsteins, b., organista og fræði-
manns á Eyjólfsstöðum, Konráðs-
sonar, bróöur Eggerts, föður Hauks
forstjóra Plastprents. Móðir Sigurð-
ar var Margrét Jónasdóttir, b. á
Eyjólfsstöðum, bróður (samfeðra)
Jóhannesar Nordals, foður Sigurðar
Nordals. Systir Jónasar var Stein-
unn, móðir Jónasar Kristjánssonar
læknis, afa Jónasar Kristjánssonar
ritstjóra. Jónas var sonur Guð-
mundar, b. á Kirkjubæ, Ólafssonar,
bróður Páls, langafa Ólafs Ólafsson-
ar landlæknis. Móðir Guðmundar
var Sigríður Guðmundsdóttir, systir
Skáld-Rósu. Móðir Jónasar var Ingi-
björg Stefánsdóttir, systir Margrét-
ar, ömmu Áma Pálssonar prófess-
ors og Páls Steingrímssonar rit-
stjóra. Móðir Margrétar var Stein-
unn Steinsdóttir. Móðir Steinunnar
var Sigríður Ámadóttir, b. á Ár-
bakka, Ólafssonar, bróður Bjöms
Olsens, ættföður Olsensættarinnar,
Magnúsar Bergmanns, ættföður
Bergmannsættarinnar sunnlensku,
og Oddnýjar, móöur Guðrúnar
Blöndal, ættmóður Blöndalsættar-
innar.
Hannes Þ. Sigurðsson.
Kristín er dóttir Hannesar, b. í
Stóm-Sandvík, Magnússonar. Móð-
ir Hannesar var Kristín Hannes-
dóttir, b. í Stóru-Sandvík, Guð-
mundssonar og konu hans, Vigdísar
Steindórsdóttur, b. í Auðsholti, Sæ-
mundssonar, ættföður Auðsholts-
ættarinnar. Móðir Kristínar yngri
var Sigríður Jóhannsdóttir, b. á
Stokkseyri, Adolfssonar, hrepp-
stjóraá Stokkseyri, Petersens. Móð-
ir Jóhannsar var Sigríöur yngsta
Jónsdóttir, hreppstjóra í Vestri-
Móhúsum, Þórðarsonar. Móðir
Jóns var Guðlaug Jónsdóttir, b. á
Grjótlæk, Bergssonar, hreppstjóra í
Brattsholti, Sturlaugssonar, ætt-
föður Bergsættarinnar. Móðir Sig-
ríðar Jóhannsdóttur var Sigríöur
Jónsdóttir, b. á Vestri-Loftsstöðum,
Jónssonar og konu hans, Sigríðar
Jónsdóttur elstu, systur Sigríðar
yngstu. Hannes verður að heiman í
dag.
Jónas Stefánsson
Jónas Stefánsson, bóndi að
Stóm-Laugum í Reykjadal í Suöur-
Þingeyjarsýslu, ogfyrrv. vömbif-
reiðarstjóri, er áttræður í dag. Jónas
er fæddur á Öndólfsstöðum í
Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu,
ólst þar upp í foreldrahúsum og átti
þar heima fram th þrítugsaldurs.
Hann var í bamaskólanámi í heima-
húsum og var síðan eitt ár við nám
við Héraðsskólann á Laugum. Jónas
hefur aha tíð verið bóndi en var auk
þess vömbhstjóri 1932-1979. Hann
flutti að Stóm-Laugum er hann
kvæntist og hafa þau hjónin búið
þar síðan, stóm og myndarlegu búi.
Jónas hefur tekið mikinn þátt 1
söngstarfi í Reykjadal. Hann söng í
. fjöldamörg ár í kirkjukór Einars-
staðakirkju í Reykjadal, auk þess
sem hann söng með Karlakór Reyk-
dæla. Þá er Jónas mikih hestamað-
ur og hefur hann tekið mikinn þátt
í starfi Hestamannafélagsins Þjálfa
í Reykjadal. Jónas kvæntist 12. júní
1943 Kristjönu Einarsdóttur, f. 18.
janúar 1924. Foreldrar Kristjönu
vom Einar Guðmundsson, b. á
Stóm-Laugum, og kona hans, Hah-
fríður Aðalgeirsdóttir. Böm Jónas-
ar og Kristjönu em: Valgeir, f. 9.
aprh 1944, kvæntur Ragnheiði Wa-
age og eiga þau fimm dætur, Kristj-
önu Olöfu, Jóhönnu, Margréti,
Guðnýju Jónu og Örnu Björk; Hah-
fríður, f. 24. október 1946, gift Bimi
Hólmgeirssyni og eiga þau tvö böm,
Emu og Eyþór Hemmert; Jakob
Kristinn, f. 17. október 1950, kvænt-
ur Guðrúnu Gerði Eyjólfsdóttur og
eiga þau einn son, Ólaf; Aðalgeir
Matthías, f. 11. nóvember 1953,
kvæntur Ingveldi Karlsdóttur og
eiga þau tvær dætur, írisi Elvu og
Hallfríöi Láru; Einar Guðmundur,
f. 26. maí 1957, en sambýhskona
hans er Sigríður Sigvaldadóttir og
eiga þau tvö böm, Jónas Hreiðar og
Kristjönu Lálju. Systídni Jónasar
em Jakob, Sólveig, Ása, Guðfinna,
Jón, Sigurður, Haraldur, Friðrika
og Valgerður. Af systkinum Jónasar
em nú á lífi Sigurður, Haraldur og
Friðrika. Systkinin vom öh alsystk-
ini nema Jakob, elsti bróðirinn, sem
var samfeðra hinum en móðir hans
hét Bergljót Þorsteinsdóttir.
Foreldrar Jónasar vom Stefán
Jónsson, f. 1860, d. 1951, b. og jám-
smiður á Múla í Aðaldal, á Reykjum
Jónas Stefánsson.
í Reykjahverfi en lengst af á Önd-
ólfsstöðum, og kona hans, Guðfinna
Kristín, f. 1868, d. 1953, Sigurðardótt-
ir, b. á Amarvatni, Magnússonar.
Föðurbróðir Jónasar var Jón, al-
þingismaður á Múla, afi Jóns Múla
og Jónsar Ámásona. Stefán var son-
ur Jóns, skálds á Hehuvaði, Hin-
rikssonar og kona hans, Friðrika
Helgadóttir, b. á Skútustöðum, Ás-
mundssonar, ættföður Skútustaða-
ættarinnar. Jónas verður ekki
heima á afmæhsdaginn.
Guðrún Böðvarsdóttir
Guðrún Böðvarsdóttir sauma-
kona, th heimihs að Laugateigi 40,
Reykjavík, er áttræð í dag.
Guðrún fæddist að Hvammi í
Dýrafirði og ólst upp á Þingeyri.
Hún flutti th Reykjavíkur 1928 og
hefur búið þar síðan. Guðrún lærði
saumaskap hjá Guðbjörgu Guð-
mundsdóttur að Skóiavörðustíg 3 í
Reykjavik. Hún hefur stundað ýmis
störf en þó lengst af saumaskap.
Maður Guðrúnar er Guöjón Ein-
arsson, skrifstofustjóri hjá Múla-
lundi, f. 16.4.1904.
Guðrún á tvö böm. Þau em Leó
Garðar Ingólfsson, f. 19.11.1933, yfir-
deildarstjóri hjá Pósti og síma, bú-
settur í Reykjavík, og Sigríður Þóra
Sigfúsdóttir, f. 8.10.1936, en hún
starfar sem læknaritari í San Bem-
andino í Kalifomíu í Bandaríkjun-
um.
Leó Garöar á tvær dætur, Þóm,
f. 31.12.1962, búsetta í Danmörku,
og Guðrúnu, f. 14.8.1964, búsetta í
Reykjavík.
Sigríður Þóra á tvo syni, Michael
Fredrich Howehs, f. 11.2.1959, og
Kenneth Lee Howehs, f. 3.9.1961.
Sigríður er nú gift Sig Weissbein
lækni.
Systkini Guðrúnar: Leó Garðar
Böðvarsson hstmálari, en hann lést
8.8.1921; Andrés P. Böðvarsson mið-
ih, en hann lést 1931; Jóhanna Böð-
varsdóttir, f. 31.1.1907, en hún lést
í ágúst 1988.
Andrés átti þrjár dætur, Ingu
Svanfríði, Guðmundu og Guðríði.
Inga Svanfríður er gift og búsett á
Englandi, Guðmunda er hstmálari
og Guðríður giftist th Bandaríkj-
anna og lést þar. Jóhanna átti Erik
Hákansson sem er útibússtjóri hjá
Guðrún Böðvarsdóttir
Útvegsbanka íslands hf.
Foreldrar Guðrúnar vom Jóhann
Böðvar Böövarsson, b. að Hvammi
í Dýrafirði, d. í ágúst 1926, og Guð-
munda Sólborg Olafsdóttir húsmóð-
ir, f. 1867, d. 24.1.1921.
95 ára Helga Steimum Lúthersdóttir, Hjaröarhaga 38, Reykjavík.
Hallfríöur Sigtryggsdóttir, Nökkvavogi 22, Reykjavík. 60 ára
Dóróthea Danielsdóttir, Kleppsvegi 76, Reykjavík. Óttar Björnsson, Garðsá, Öngulstaðahreppi.
90 ára
óiafur Pálsson frá Litlu-Heiði i Mýrdal, Hrafthstu við Kleppsveg, Reykja- vík.
50 ára
85 ára Kristján Árnason, Lönguhhð 22, Akureyri.
Júiius Kristjánsson, Höfðagötu 27, Stykkishólmi. 40 ára
75 ára Ingvar Ingvarsson, Heiðarholti 6E, Keflavík. Hrefna Hilmisdóttir, Bröttugötu 39, Vestmannaeyjura. Eygló Eyjólfsdóttir, Kjalarsíðu 18B, Akureyri. óskar Björnsson, Flókagötu 1, Hafnarfirðl. Ormur Þórir Georgsson, íshússtíg 3, Keflavík. Hörður Hafsteinsson, Langeyrarvegi 14, Hafnarfirði. Kari Olgeirsson, Austurvegi 12, Hrísey. Jean Guichard, Hvassaleiti 31, Reykjavfk. örn Jóhannsson, Skógarlundi 5, Garöabæ.
Guörún Möller, Tunguvegi 24, Reykjavík. Tryggvi G. BlöndaL Kambsvegi 1A, Reykjavík.
70 ára
Magnús Ámason, Hringbraut 47, Reykjavík. Hulda Sigurjónsdóttir, Hverfisgötu 56, Hafnarfirði. Ragnhildur Jónsdóttir, Búðavegi 57, Búðahreppi. Helga Hjálmarsdóttir, Strandgötu 9, Akureyri.
Leiðrétting
Jóhann Karl, Spánarkonungur blaðinu. Marie Terese, kona Lúð-
Langafi Jóhanns Karls, faðir Al- víks XIV. Frakkakonungs, var
fonso XIII., Alfonso XII. f. 1857, d. dóttir Fehpe IV (Fihppusar) Spán-
1885, féll úr teikningunni af ættar- arkonungs.
tré Jóhanns Karls í laugardags-
Tilmæli til aímælisbama
Blaðið hvetur afimælis böm og aðstand-
endur þeirra til að senda því myndir og
upplýsingar um frændgarð og starfssögu
þeirra.
Þessar upplýsingar þurfa að berast í síð-
asta lagi þremur dögum fyrir aftnælið.
Munið að senda okkur myndir