Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1989, Blaðsíða 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1989.
Fréttir
Rúta meö 28 manns fór tvær veltur:
Kraftaverk þykir að
ekki varð stórslys
Rúta frá Guðmundi Jónassyni,
með 27 norræna jarðvísindamenn
auk bílstjóra inannborðs, fór út af
veginum við Lónakíl á Möðrudals-
öræfum i gærmorgun. Fór rútan
rúmlega tvær veltur og staðnæmd-
ist um 40 metrum neðan við veg-
inn. Bílstjóri og tveir farþeganna
fremst í rútunni köstuðust út úr
henni í veltunni og sluppu með
minni háttar meiðsl. Einn farþeg-
anna virðist hafa kastast út um
hliðarrúðu og hlaut sá einhver inn-
vortis meiðsl þannig aö flytja varð
hann að Grímsstöðum á íjöllum og
þaðan með flugi til Akureyrar.
Annars urðu ekki alvarleg slys á
fólki, einhverjir tognuðu og brák-
uðu rifbein í veltunni, en farið var
með alla í læknisskoðun á heilsu-
gæslustöðina á Egilsstöðum.
Að sögn lögreglunnar á Egils-
stöðum var kraftaverki næst að
ekki varð stórslys á fólki þegar
rútan valt út af veginum.
Tildrög slyssins voru þau að rút-
an kom akandi niður tiltölulega
bratta brekku austan í eystri fjall-
garðinum við Lónakíl. Þegar kom
aö því að taka vínkilbeygju til
vinstri og hægja þurfti á ferðinni
tóku bremsurnar ekki við sér og
rútan hélt áfram út af veginum.
Tveir bílar komu fljótlega að slys-
inu og þar sem fjarskiptatæki rú-
tunnar urðu óvirk óku þeir hvor í
sína áttina til að gera lögreglu við-
vart. Fóru tveir sjúkrabílar og tveir
læknar strax á vettvang þar sem
von var á hinu versta. Farþegar og
bílstjóri sluppu hins vegar furðu
vel, að sögn lögreglu.
-hlh
Elsti köttur
landsins tvítugur
- fyrsta læðan sem gerður var keisaraskurður á
Elsti köttur landsins, Perla, í fanginu á ungri snót sem
heitir Brynja Guðmundsdóttir. DV-mynd Hanna
Elsti köttur landsins, svo vitað sé,
er nú orðinn rúmlega tvítugur. Er
þetta læðan Perla sem mun hafa
komið í heiminn vorið ’69. Ekki er
þetta í fyrsta skipti sem Perla kemst
í fréttirnar því fyrir 16 árum, nánar
tiltekið í júlí '73, var hún fyrsta læða
landsins sem gerður var keisara-
skurður á.
Perla, sem er af kyni síamskatta,
er alhvít og er annað augað blátt en
hitt brúnt. Þessa dagana unir Perla
hag sínum vel aö Lækjartúni 1 í
Mosfellsbæ en þar hefur hún dvalið
síðan ein dóttirin á heimilinu kom
með hana heim sem kettling. Að vísu
er hún orðin heyrnarlaus en sjónin
ætti enn að vera í lagi því hún stekk-
ur niður úr gluggum eins og ekkert
sé.
Svava Gunnarsdóttir, eigandi
Perlu, sagði aö læðan heíði verið tek-
in úr sambandi um leið og keisara-
skurðurinn var gerður og því hefði
hún vart gotið meira en 30 til 40 kettl-
ingum. Það væri ef til vill þess vegna
sem Perla væri svona langlíf því fæð-
ingar tækju jafnt á ketti sem menn.
-GHK
Keisaraskxnföiðr' gé
kefti í fyrsta siitn
hérlenciis
Þaó 5»riiT « jilijerrv.Tr* *á
ttýf tkOhn fcelw*-
m-urin tíiþM**4ói*rg* Itlt
ÞetirB oi
þoirro- *r> »r w1t*« til
«4 kótlur T>*n $unni:i
urulir oifi.a *hii- *
l*ivdl fyrr *u r,ú l pmun
Wftru. Þ*ð w*r ..Pvli''
nokr.vr, lli Tmimilla uc-p I
nem vif
jhori.-t k«H*r*ikiii'ði
mánuíUg *f winjum dýf*
lrbr.nl, fio#*rw»MI lngOl»v
lyoi. «r (jótl yat, *0 frúrr
Fréttin um Perlu sem birtist i Vísi þann 28. júlí 73.
Tvær milljónir fyrir kjötflaQið:
Hafnaði tilboðinu
„Ég sagði þessum manni að það
verð sem hann byði fyrir kjötið
væri svo langt niöur úr öllu valdi
að það kæmi ekki til greina að
ganga að tilboði hans. Fyrr mynd-
um við reyna að selja þetta kjöt á
okkar hefðbundnu mörkuðum.
Þetta verð er svo lágt að það er um
helmingi lægra en Nýsjálendingar
bjóða sitt kjöt á og selja þeir þó í
gífgurlegu magni,“ sagði Stein-
grímur J. Sigfússon landbúnaðar-
ráðherra.
Eins og DV skýrði frá í síðustu
viku bauð bandarískt fyrirtæki 2
milljónir dollara í allar umfram-
birgðir af íslensku lambakjöti. í
viötali við blaðið kvartaði forsvars-
maður fyrirtækisins, Mark Stein-
berg, yfir því aö ráöherra hefði
ekki sinnt tilboði hans. Steingrím-
ur segir það vera misskilning.
Hann hefði strax tekið fram að það
kjöt sem ráögert væri aö selja út í
ár væri þegar selt. Þegar heíði þeim
fjármunum, sem ætlaðir voru til
útflutningsbóta, veriö ráðstafað og
gott betur.
„Við þurfum margfalt þetta verð
ef eitthvert vit á að vera í þessu.
Ég held að mörgum íslenskum
neytandanum þætti súrt í brotiö ef
við hefðum gengiö að þessu tilboði.
íslendingar hafa oft kvartað yfir
því þegar kjöt er selt út fyrir lægra
verð en neytendur þurfa að borga
fyrir hér innanlands. En, Guð minn
góður. Ef samanburöur á þessu til-
boði og verði hér innanlands lægi
fyrir er ég hræddur um að einhver
myndi freistast til að leika sér að
tölum," sagði Steingrímur. -gse
Utanríkisráðimeytið:
Lýsir undrun og óánægju
- vegna vanþekkingar sovéska sendiráðsins
Utanríkisráöuneytið lýsti í gær ráðuneytiö hafi fengiö þær upplýs-
undrun og óánægju íslenskra ingarsemnorskstjómvöldhafium
sfjórnvalda viö sovéska sendiráöið, þennan atburð og hefúr þaö jafn-
vegna skorts hins síðarnefhda á framtóskaðeftirsamvinnuviöþau
upplýsingum frá sovéskum stjóm- um úrræði til að fá upplýsingar hiö
völdum um hinar tíðu bilanir í so- fýrsta frá sovéskum stjómvöldum,
véskum kafbátum sem gefi til endurtaki slíkir atburðir sig.
kynna að öryggisbúnaði þeirra sé Loks segir að utanríkisráðuneyt-
verulega áfátt. Er þessi athuga- ið hyggist gera ráöstafanir til þess
semd ráðuneytisins til komin aö gert veröi samkomulag við Sov-
vegna fregna um eld í sovéskum étstjómina um það að upplýsingar
katbáti i Barentshafi norður af um óhöpp af þessu tagi verði veitt-
Noregi. Segir í frétt frá utanríkis- artafarlaust-Norskastjóminhefur
ráöuneytinu aö sovéska sendiráðið nú um nokkurt skeið unnið aö gerö
hafi í gær engar upplýsingar haft slíks samkomulags viö sovésku
um máliö. ríkisstjómina.
Segir ennfremur aö utanríkis- -JSS
EM 1 bridge:
Pólverjar og Frakkar á HM
- Svíar sátu eftir með sárt ennið
Um helgina lauk Evrópumótinu í
bridge sem haldiö var í Turku í Finn-
landi og höfðu Pólverjar sigur á góð-
um lokaspretti. Frakkar náðu öðru
sætinu af Svíum en Svíar höfðu
lengst af leitt mótið. Tvær efstu þjóö-
ir á EM í bridge öðlast rétt til þátt-
töku á HM í bridge sem haldið verð-
ur í Perth í Ástralíu.
íslendingar höfnuðu í Eurovision-
sætinu eða því sextánda af tuttugu
og fimm, sem er heldur lakari árang-
ur en náðst hefur undanfarin ár á
alþjóðamótum. Svíar áttu góðan
möguleika á öðra sætinu fyrir síð-
ustu umferð, þar sem þeir áttu leik
gegn Búlgaríu, en þeir töpuðu þeim
leik 11-19 á meðan Frakkar fengu 16
stig gegn Hollendingum. Það nægði
Frökkum til að komast tveimur stig-
um upp fyrir Svíana. Alls tóku 25
þjóðir þátt á mótinu og lokastaða
efstu þjóöa varð þannig.
1. Pólverjar 455
2. Frakkar 441,5
3. Svíar 439,5
4. Grikkir 430,5
5. Austurríkismenn 428,5
6. Danir 423
7. Hollendingar 422
8. V-Þjóðverjar 421,5
9. ítalir 412
16. íslendingar 353,5
Nýir Evrópumeistarar Pólverja
heita Martens, Szyminovski, Balicki,
Zmudzinski, Moszczynski og
Kuklowski.
-ÍS
Hagvirki hefur fengið innhehntubréf:
Ráðuneytið verður að
meta veð í eignum
- segir Kjartan Þorkelsson, fulltrm sýslumanns
Aö sögn Kjartans Þorkelssonar,
fulltrúa sýslumanns Rangárvalla-
sýslu, hefur hann sent Hagvirki nýtt
innheimtubréf í ljósi breyttrar sölu-
skattsskuldar fyrirtækisins í kjölfar
úrskurðar ríkisskattanefndar. Bréfið
var sent í gær.
Kjartan sagðist telja að ef Hagvirki
ætlaði að leita til dómstóla yrði fyrir-
tækiö að leggja fram bankaábyrgð
fyrir skuldinni á meðan málið væri
til meðferðar. Sagöist Kjartan þar
styðjast viö skilning sinn á nýrri
reglugerð fjármálaráöuneytisins. Ef
ekki kemur til bankaábyrgð og Hag-
virki vill leggja fram veð í eignum,
eins og forstjóri Hagvirkis hefur þeg-
ar nefnt, þá verði ráðuneytið að
leggja mat á hvort slíkt nægi.
-SMJ
Stefán ræðir við stjórnina
Stefán Valgeirsson, þingmaður innar. Mun áframhaldandi stuðning-
Samtaka jafnréttis og félagshyggju, ur Stefáns við stjórnina vera undir
hefur að undanfórnu rætt við ráð- því kominn að hún bæti það sem af-
herra ríkisstjórnarinnar og krafist laga hefur fariö við framkvæmd
aðgerða í vaxtamálum, húsnæðis- stjórnarsáttmálans.aðmatiStefáns.
málum og málefnum loðdýraræktar- -SMJ