Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1989, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1989, Page 5
ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1989. 5 Fréttir Jarðgöngin í ÓlafsQarðarmúla: 100 lítrar á fossa út úr jarðgöngunum -Ólafsflarðarbær að láta athuga hvort hægt verði að nýta vatnið DV /ik ^. * Qallmu og flæddu út vel yfir 100 vikum sem liðnar væru síðan en hanna aðra frárennslislögn. geta að vatnið, sem fossar út úr ym mgtianaaon, , nKurayn. iftrar á sekúndu. enn væru þó yfir 100 lítrar á sek- Ólafsfjarðarbær mun hafa verið göngunum, er meira að magni til Þegar jarðgangagerðarmenn í Sigurður Oddsson, mndæmis- úndu sem rynnu út um göngin. að láta skoða það hvort mögulegt en allt kalt vatn sem notað er á Ólafsfjarðarmúla voru að sprengja tæknifræðingur Vegagerðar ríkis- Þetta væri talsvert meira en menn væri að nýta þetta vatnsmagn í Ólafsfirði og Dalvik til samans. eina síðustu sprengjuna inni í fjall- ins á Norðurlandi, sagði í samtah hefðu gert sér hugmynd um og frá- bænum en talið er að vatnið úr inu áður en þeir fóru í sumarleyfi við DV að vatnsrennslið hefði rennslislögn í göngunum önnuðu fiallinu sé mjög gott. Sú athugun komu þeir að mikilli vatnsæð í minnkað eitthvað á þeim þreraur ekki að flyfia vatnið. Því þyrfti að mun vera á frumstigi en þess má sekúndu Sigurður Oddsson umdæmistæknifræóingur og Tryggvi Jónsson, aðstoðarstaðarsjóri Krafttaks, við munna gang- anna Ólafsfjarðarmegin. DV-mynd gk Ólafs^aröarmúlinn: Spá Byggöastoftiunar um búferlaflutninga innanlands: Fátt bendir til þess að úr þeim dragi - dregur enn hraðar úr íbúðabyggingum en áætlað var A arinu 1988 fluttu 1.560 fleiri til höfuðborgarsvæðisins en frá höfuð- borgarsvæðinu út á landsbyggðina. Fátt bendir til þess að úr þessum brottflutningi dragi á næstu árum. Þessa niðurstöðu má finna í skýrslu Byggðastofnunar um íbúðaspá og kaupleigukerfi sem unnin var fyrir Húsnæðisstofnun. Reyndin hefur verið sú að flutning- ar landsbyggðarfólks til Reykjavíkur hafa verið að aukast með hverju ár- inu. Ef rætt er um „flutningstap“ í þessu sambandi má segja að það hafi verið 1.328 árið 1987 og 1.560 árið 1988. Er það töluvert hærra en meðaltal áranna 1983-1986 en þá var flutnings- tapið rétt rúmlega 1.000. Reyndar dró úr flutningum til höfuðborgarsvæð- isins á þessum árum frá því sem ver- ið hafði árin á undan. Þess má geta að íslendingum fiölgar um tæplega 3.000 á ári þannig að nánast öll fiölg- un landsbyggðarinnar fer á höfuð- borgarsvæðið. Taka skýrsluhöfundar fram að ef þessar tölur væru framreiknaðar drægi enn hraðar úr íbúðabygging- um á landsbyggöinni en þeir gera ráö fyrir í sinni spá. Þar komust þeir aö þeirri niöurstööu að þörfin fyrir fé- lagslegar íbúðir á landsbyggöinni væri 322 íbúðir á ári. Af framansögðu má ráða að sú tala gæti verið enn lægri. Þá er rétt að geta þess að ef Reykjanes er fellt við höfuðborgar- svæðið er þörfin í öðrum landshlut- um 221 íbúð á ári. Á síðustu tveim árum hefur hins vegar verið úthlutað 562 íbúðum út á landsbyggðina eöa 121 íbúð umfram þörf. í niðurlagi skýrslunnar er vikið að þeim hættum sem geta leitt af því að hefia byggingaframkvæmdir á stöð- um þar sem hkur eru meiri á brott- flutningi en aðflutningi. Er talið að það geti leitt til þess að offramboð verði á húsnæði miðað við bygging- arkostnað. -SMJ Göngin orðin 1742 metrar að lengd -gangagerðarmenn í sumarleyfi en unnið af krafti við vegskála Ólafsl] arðarmegin Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Göngin eru nú orðin 1742 metra löng en veröa alls 3130 metrar aö lengd þegar við verðum komnir í gegn um fiallið," segir Sigurður Oddsson, umdæmistæknifræðingur Vegagerðar ríkisins á Norðurlandi, um framkvæmdir í Ólafsfiarðarmúla sem hafa gengið mjög vel til þessa. Á meðan þeir sem vinna við ganga- gerðina eru í sumarleyfi vinnur und- irverktaki af krafti við smíði vegar- skálans Ólafsfiarðarmegin og er ætl- unin að reyna að ljúka því verki að mestu áður en jarðgangageröin hefst að nýju. Vegarskálinn Ólafsfiarðar- megin verður 160 metra langur en Dalvíkurmegin verður 100 metra langur vegskáh. Sigurður Oddsson sagði að vinna við vegagerð Dalvíkurmegin fiallsins væri hafin. Hins vegar verður ekki farið í að byggja vegskála þar fyrr en á næsta ári. Samkvæmt samningi á verktaki ekki að skila göngunum og fram- kvæmdinni af sér fyrr en áriö 1991. Margir telja þó aö verkinu ljúki ein- hvern tíma á næsta ári þannig aö það styttist í að hægt verði að fara að aka um göngin. Skagafjörður: Fjórir eldri en 100 ára Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki: Eins og alkunna er verður fólk æfagamalt í Kákasus Sovétríkjanna. Heilnæmt Qallaloftið virðist hafa þau áhrif og nú virðist sem skagfirska golan sé lítið síðri. Fjórir núlifandi Skagfirðingar hafa náð eitt hundrað ára aldri. Jóhanna Jónsdóttir frá Neðraási í Hjaltadal varð 100 ára fimmtudaginn 6. júlí og hélt upp á þessi tímamót ásamt ættingjum og vinum í safnað- arheimilinu á Sauðárkróki. Jóhanna er enn vel em og lék við hvern sinn fingur í afmælisveislunni. Mörg síð- ustu ár hefur hún dvalið á ellideild Sjúkrahúss Skagfirðinga. Sigurður Þorvaldsson frá Sleitu- stöðum er 105 ára og elstur íslend- inga. Þorvaldur Jónsson, sem lengi var bóndi á íbishóli í Seyluhreppi, er htið yngri eða 104 ára. Hansína Guðmundsdóttir, Skagfirðingabraut 49 hér á Sauðárkróki, er 102 ára. Reyndar er Hansína fædd í Húna- vatnssýslu og bjó lengi í Laxárdal. Síðustu 34 árin hefur hún verið bú- sett í Skagafirði, allt til þessa á heim- ili Þorvaldar sonar síns. Jóhanna Jónsdóttir i almælisveisl- unni. DV-mynd Þórhallur Hringtorgið á mótum Hörgárbrautar og Undirhlíöar á Akureyri. DV-mynd gk Akureyri: Fyrsta hringtorgið tekið í notkun Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Þótt hringtorg séu áratugagömul í borgum og bæjum víöa um heim hefur ekkert shkt torg verið til á Akureyri fyrr en nú um helgina að hringtorg á mótum Hörgárbrautar og Undirhhöar var tekið í notkun. Þessi gatnamót eru norðarlega í bænum, skömmu eftir aö komið er inn í bæinn, og þama hefur verið mikið umferðarhom. Því þótti þessi lausn heppfieg og að sögn mun ódýr- ari en umferðarljós auk þess sem umferð fer hraðar í gegn. Einhverjir hafa lýst áhyggjum yfir því að margir Akureyringar og Norð- lendingar kunni ekki að aka um hringtorg. Eflaust eru einhverjir sem ekki hafa ekið um slík torg áður en áhyggjur af akstri um torgið ættu að vera ástæðulausar ef ökumenn aka varlega, hafa hugfast að ökutæki úr innri hring eiga rétt gagnvart öku- tækjum í ytri hring viö útakstur og þeir sem ætla út úr hringnum í næstu beygju skyldu ævinlega halda sig í ytri hring. Þá er biðskylda fyrir alla sem aka inn í torgið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.