Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1989, Qupperneq 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLf 1989.
Fréttir
Kaupendur fá bakreikninga á ísafirði:
Einbýlishús nægði ekki
fyrir íbúð í blokkinni
Vilborg Davíösdóttir, DV, fsafirði:
Mikil óánægja er meðal íbúðar-
kaupenda í Hlíf II, íbúðum aldraðra
á ísafirði, vegna fjármagnskostnaðar
sem þeim er nú gert að greiða.
„Þegar ég geri samninginn í apríl
1988 er 78 fermetra íbúð okkar hjón-
anna sögð kosta 3,8 milljónir en í dag
er mér sagt að íbúðin haíi hækkað
um 1,8 milljónir og sé núna verðlögð
á rúmar 5,6 milljónir,'‘ sagði Her-
mann Bjömsson, einn þeirra er hafði
samband við DV.
„Rúm milljón af þessari hækkun
er sögð vera vegna hækkunar á bygg-
ingarvísitölu en tæpar 750 þúsund
krónur eru vegna fjármagnskostnað-
ar sem er ekki útskýrður neitt nán-
ar. Það eina sem þessir menn viður-
kenndu var að þessi kostnaðar væri
óeðlilega hár og kæmi að hluta til
vegna óhagstæðra lána en gátu ekki
sundurliðað hann. Og ekki nóg með
það, okkur er gert að snara 1,1 millj-
ón út þann 15. júlí.
Við gerðum ráð fyrir að einbýlis-
húsið okkar myndi dekka verðið þeg-
ar við gerðum samninginn en það
fást ekki nema 4,3 milljónir fyrir
það. Við erum ánægð með íbúðina
og alla þjónustu og það er gott að búa
þama en þetta kemur mjög flatt upp
á mann. Svo er ekki búið að ljúka
öllu sem lofað var, m.a. vantar enn
loftræstingu, teppi á gangana og
fleira en það á víst að bæta úr því á
næstunni.“
Reikningar vegna fjármagnskostn-
aðar em misháir eftir stærð íbúða
og eftir því hvað fólk var búið að
borga inn á íbúðirnar, en flestir eru
á bilinu 600-750 þúsund kr. Undan-
tekningar eru þó á þessu, t.d. þeir
tveir eigendur sem lánuðu Bsvf. Hlíf
helming húsnæðislána sinna fyrir
tveimur árum. Þeir greiða um 300
þúsund kr. vegna fjármagnskostnað-
Hermann Björnsson, einn óánægðra íbúðarkaupenda í Hlíf II: „Gerðum ráð
fyrir að einbýlishúsið dygði fyrir íbúðinni." DV-mynd BB, ísafirði
ar. Hermann hefur greitt 1,6 milljón-
ir inn á íbúð sína samkvæmt samn-
ingi á síðastliðnu ári. „Ég hefði aldr-
ei farið út í þetta ævintýri hefði ég
vitað að það myndi vanta tæpar 2
milljónir upp á að einbýlishúsið
myndi duga fyrir íbúðinni," sagði
hann.
Hús Hlífar, ísafirði, á miðri myndinni. DV-mynd BB, ísafirði
ísaQöröur:
Bærinn tekur yfir
óseldu íbúðirnar
- Byggingarsjóður ríkisins lánar 50 milljónir
Vilborg Davíðsdóttir, DV, ísafirði:
Nú hyllir loks undir laúsn fjár-
hagsvanda Byggingarsamvinnufé-
lagsins Hlífar á Isafirði og búist er
við að gengið verði frá samkomulagi
þar að lútandi í þessum mánuði. í
samkomulaginu er gert ráð fyrir því
að bæjarsjóður ísafjarðar eignist
49% af húseigninni í Hlíf II, þ.e. þrett-
án óseldar íbúöir og allan kjallarann
auk tengibyggingarinnar. Með þessu
samkomulagi falla úr gildi fyrri sam-
þykktir bæjarstjórnar um eignar-
hlutdeild í Hlíf. 51% eignarinnar
verður síðan í eigu íbúðareigenda og
Byggingarsamvinnufélagið Hlíf
verður væntanlega lagt niður.
Þegar bæjarsjóður hefur eignast
49% eignarinnar hefur hann rétt á
mun stærri styrk úr Framkvæmda-
sjóði aldraðra og mun sá sjóöur
leggja fram 50 milljón króna styrk.
Byggingarsjóður verkamanna lánar
50 milljónir til viðbótar til 43 ára og
á bæjarsjóður þá eftir aö greiöa 31
milljón fyrir eignina. 5 milljónir eru
þegar greiddar en óvíst er hvort og
hve mikið verður greitt til viðbótar
á þessu ári. Allt er óvíst hvernig
bæjarsjóði gengur síðan að selja
íbúðimar þrettán og ólíklegt er að
lokið verði við húsnæðiö í kjallar-
anum á næstunni.
Sfjórn Hlífar hélt fund fyrir
skömmu meö íbúðareigendum og
kynnti Baldur Ólafsson, starfsmaður
stjórnarinnar, fyrir þeim uppgjör á
íbúðarverði. íbúöimar hafa hækkað
mikiö í verði, misjafnlega mikið eftir
því hve mikið hefur verið greitt inn
á þær og era flestir íbúðarkaupend-
anna mjög óánægðir með háan fjár-
magnskostnað sem þeim er gert að
greiða, auk vísitöluhækkana.
Framleiðslukostnaður á heyi
Búreikningastofa landbúnaðarins
hefur sent frá sér fréttatilkynningu
vegna framleiðslukostnaðar á heyi
sumarið 1989.
„Búreikningastofa landbúnaðarins
hefur áætlaö framleiðslukostnað á
heyi sumarið 1989. Er miðað við
kostnað undanfarið ár aö viðbættum
hækkunum. Framleiðslukostnaðar-
verð er þannig áætlað kr. 12,60 -12,80
á kg af heyi, fullþurm í hlöðu (9,40
1988). Verð á teignum er áætlað 10 -
15% lægra.“
-GHK
Athugasemd vegna
Sandkorns um atgang
í Laxá í Kjós
„Auðvitað er það oft þannig að þar
sem mikið er veitt og staðurinn um-
talaöur em menn með horn í síðu
manna sem þekkja vel til og eru dug-
legir að veiða. Veiðar em eins og
hver önnur íþrótt. Sumum gengur
vel og vita hvernig á að snúa sér í
þessu meðan öðrum gengur miður
vel. Það veiddist best í Laxá í Kjós í
fyrra og hefur veiðst vel það sem af
er sumri. Menn, sem hvergi hafa
veitt og koma í Kjósina til að moka
upp fiski, leita að skýringu ef veið-
amar takast ekki eins og búist hafði
verið við. Þá verða oft til skýringar
sem alls ekki eru raunhæfar," sagði
Skúli Jóhannsson í Tékk-Kristal,
einn þriggja leigutaka Laxár í Kjós,
viö DV.
Skúli var ósáttur við skrif í Sand-
komsdálki blaðsins í gær þar sem
segir frá atgangi veiðiréttarhafa í
ánni sem þekki hana eins og stofu-
gólfið heima hjá sér og moki upp fiski
svo verð veiðileyfa geti haldið áfram
að hækka. Segir aö margir fari óá-
ngæðir frá Laxá í Kjós vegna þessa.
„Það em þrír leiðsögumenn við
Laxá í Kjós. Það á hver að geta snúið
sér til þeirra um aðstoð. Svo er einn
staðarleiðsögumaður sem á að hafa
tilfmningu fyrir hvernig bregðast á
við þörfum veiðimanna, leiðbeina
þeim um veiðistaði, hjálpa til með
veiðarfæri og fleira. Ég held að þetta
sé eina á landsins sem býður upp á
slíka þjónustu en víða fer matráðs-
kona eða gamall veiðvörður aðeins
með veiðimönnum út á hlað og bend-
ir fyrir næsta hól. Einn veiðiréttar-
hafanna er við ána, hjálpar mönnum
og veiðir sjálfur. Það virðist fara í
taugar á mönnum. Þetta er ekki ann-
að en rosakjaftasaga úr Kjósinni,
sandkorn sem getur velt þungu
hlassi ef marka má hringingar til
mín.“
-hlh
Tveggja tonna trilla, Sigurborg, var dregin vélarvana til hafnar i Reykjavík
í fyrradag. Hafði vélin bilað þar sem trillan var stödd norður af Engey.
Átti eigandinn ekki annars úrkosti en að senda upp neyðarblys til að gera
vart við sig. Brá lögregla skjótt við og dró trilluna til hafnar á gúmmíbát.
DV-mynd S
Sandkom dv
ÖUþekkjum
viðþaðað
komaaðlokuð-
umdyrumfyr*
irtækjaoglesa
afmiðumað
lokaðsévegna
breytinga.
Samlokudýrk-
andi, sem mik-
iðliefurverslaö
viðNesti.kom
aðlokaðri
sjoppu við Miklubraut fyrir fáum
dögum, í glugga sjoppunnar stóö að
lokaö væri vegna brey tinga. Viö því
var fátt að gera. Daginn cftir var
maðurinn farinn að þjást af fráhvarf-
seinkennum - enda ekki étið samloku
í tvo daga. Hann ók að Nesti i von
um að búið væri að breyta. Breyting-
arnar frá deginum á undan voru
umtalsverðar. Sjoppan var farin. Það
var búið að slíta sjoppuna upp með
rótum. Skárri eru það nu breyting-
amar.
Linir kratar
og harðir
frammarar?
ll'ímanimiá
laugardager
merkilegfyrir-
sögn, „Stendur
ekkiákiotum."
Mikiðbefúr
veriðræuum
ágreining inn-
anríkisstjórn-
arinnai' og mál-
gögnstjómar-
flokkannahafa
tekiðþáttíað
opinbera sunduriyndi einstakra ráð-
herra. Efvilji erfyrir hendimálesa
ýmislegt úr fyrirsögn Tímans. Sand-
kornsritari viil iesa það úr fyrirsögn-
inni að Tíminn sé að gera litiö úr
Jónunum í ríkisstjórninni. Og um
leið sé verið, á tvíræöan hátt, að auka
„manngildi“ Steingríms H., Halldórs
ogGuðmundar.
Allt með eðli-
legum seinkunum
YfirmennFlug-
ieiða gripu
inníþeg-
'sfólkfé-
íflugaf-
greiðslunnií
FlugstöðLeifs
Eirikssonar
gekkfrávinnu
sinniámið-
vikudaginn öi
aðmótmæla
vaktafyrirkomulagi- Deildarstjórar,
skrifstofustjórar og framkvæmda-
stj órar einstakra deilda hlupu til og
af£reiddu brottiararfarþegameð
mildum ágætum. Eftir tömina til-
kynntu þeir að engin seinkun hefði
orðið vegna setuverkfalls starfs-
manna. Síðan bættn þeir við að sú
seinkun, sem hefði orðið, væri vegna
seinkunar sem kom á áætlunarflugið
strax um morguninn. Sem sagt: Þrátt
fyrir skærur flugafgreiðslufólksins
var allt með eðlilegum seinkunum
hjá Flugleiðum á miðvikudaginn.
Ráðherrar með
vind í höfðinu
Ríkisstjómin
héltleynilegan
ogóformlegan
fundíÞing-
vallabænumá
miðvikudag-
inn. Fundaref-
niðvargatiðá
ijárlögunumog
aðgerðirtil að
stoppaíþað.
Enginákveðin
dagskrá var á flmdinum heldur var
þarna um að ræða hugarfteöisfund
eöa „brainstorming“, eins og ráð-
herramir vilja kalla. Iægar þaö barst
um þjóðfélagið að ráðherrarnir sætu
á Þingvöllum í sameiginlegu hugar-
flæðí var ekki laust við að sumir
fengju í magann. Árangurfyrrifunda
af þessu tagi heíur verið sjörailijarða
aukin skattheimta, á annan tug miflj-
arða í raillifærslu og útaustur í allar
áttir. Heyrst hefur af nokkrum sem
pökkuðu þegar niður í töskur og
héldu út á Keflavíkurflugvöll í von
um að komast sem fyrst - bara eitt-
hvað.
Umsján: Slgurjón Egilsson