Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1989, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1989, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1989. Spumingin Hvort velurðu íslenskar eða erlendar kartöflur? Hermann Ingi Hermannsson: Það er mjög misjafnt en þó vel ég íslenskar kartöflur yfirleitt. Steinunn Geirdal: Ég vel íslenskar því ég vil styðja íslenska framleiðslu. Ólafur Torfason: Ég borða nú yfir- leitt ekki kartöflur en ef ég þarf að velja á milli kýs ég þær sem eru ódýr- ari. Matthildur Guðbrandsdóttir: Ég vel þær erlendu því þær eru ódýrari. Dóra Þorláksdóttir: Erlendar, þessar íslensku eru óætar meö öllu. Vilberg Hauksson: Ég vel íslenskar kartöflur því þær eru mun betri. Lesendur_______________________________________________________pv Spumingar og svör í Þjóðarsál: Guðrún í essinu sínu Óskar Sigurðsson skrifar: Það var í þættinum Þjóðarsálinni sl. miðvikudag (12. júlí) sem ég hlýddi á forseta sameinaðs Alþingis sem sat fyrir svörum í þættinum. Þátturinn var undir stjórn manns sem áreiðan- lega er umhugað um að forseti sam- einaðs þings, Guðrún Helgadóttir komi nokkuð vel út úr svona „fyrir- setu", því þegar hann kom því við lagði hann eins og „skraddarasaum- aða" spurningu fyrir viðmælandann, sem tók við feginshendi og svaraði af fyrirhyggju og eldmóði miklum. - Allt var fullkomnað. Allt slétt og fellt. Þannig spurði hann Guðrúnu - svo dæmi sé tekið - hvort það væri ekki nokkuð ljóst að ef þingmönnum yrði nú fækkað (sem þeim væri nú ekki að skapi) yröi þá bara ekki að sama skapi fjölgun í röðum opinberra embættismanna. Það stóð ekki á svari þingforsetans, frú Guðrúnar. Jú, mikil ósköp, svar- aði hún að bragði. Það væri nú aldeil- is deginum ljósara. Þau nefndarstörf, sem þingmenn leystu af höndum nú, myndu bara færast til opinberra embættismanna, sem þá yrði aö fjölga verulega. - Já, hvað annað? Síðan vildi svo vel til að einn sem hringdi til þáttarins bryddaði upp á alveg dæmalaust „tímabæru" máh. Hann taldi að almennir fréttamenn næðu engan veginn að halda öllu til skila sem gerðist á Alþingi. Sagði að Alþingi sjálft ætti að senda út frétta- tilkynningar um hvað gerðist í þing- inu á hverjum degi. Þetta fannst Guðrúnu Helgadóttur bráösnjöll hugmynd (þótt hún í sömu andrá vildi alls ekki gera lítið úr fréttaflutningi blaða og annarra fjöl- miðla - síður en svo!). Nú er bara að bíða og sjá hvenær og hver (hverjir) leggur til að við Alþingi verði stofnað nýtt embætti - „blaðafulltrúi Al- þingis". - Já, það er ekki ónýtt að eiga hauk í horni hjá Ríkisútvarpinu og geta stutt við bakið á hinni gagn- merku stofnun, Alþingi íslendinga! Ég held því hins vegar fram að þarna hafi forseti sameinaðs þings ekki talað í samræmi við vilja meiri- Guðrún Helgadóttir, forseti sameinaðs Alþingis. -Telur fækkun þingmanna leiða sjálfkrafa til fjölgunar embættismanna. hluta þjóðarinnar sem myndi vilja áreiðanlega á móti því að stofna til fækka þingmönnum stórlega - og er fleiri embætta innan Alþingis. „Bílar leggja uppi á eyjunum og yfir grasið ... síðan er spólað af stað,“ segir m.a. í bréfinu. 111« ástand við Engjasel Nokkrir íbúar við götuna skrifa: Við, íbúar við Engjasel, erum orðn- ir þreyttir á þeirri umgengni sem er viðhöfð í götimni. Það er t.d. alveg makalaust hvað bílstjórar sýna litla tilhtssemi hvað varðar graseyjar við götuna. Á þessum u.þ.b. 100 metra kafla, sem meðfylgjandi mynd (sem við sendum með) sýnir, má sjá fjóra bíla sem leggja uppi á gangstétt, yfir gras- inu. Það dugir ekki að bera við bíla- stæðaskorti. íbúarnir geta sjálfum sér um kennt. Þeir eiga stæði í bíl- skýlum, sem þeir, margir hveijir, leggja ekki bílunum í. Borgin lætur gera við eyjarnar á hverju sumri en það dugir ekki th. Gatan er til skammar. Orðin eitt drullusvað vegna þess að ekið er upp á eyjarnar í hvaða veðri sem er og síðan spólað af stað. Það þarf ekki að lýsa því hvaða áhrif shk um- gengni hefur. Þetta er því miður víðar svona en við vildum gera okkar til að vekja athygli á þessu í okkar götu sem er nærtækasta dæmið. Hver sér um fitudreifingu? Einn of feitur hringdi: Fyrir stuttu kom fram í sjónvarpi maöur sem var talsmaður sölusam- taka á gömlu kindakjöti th lands- manna. Hann var að svara kvörtun- um sem fram höíðu komiö yfir því að kjötið hefði verið allt of feitt. Þessi maður, sem virðist vera ein- hver sérfræðingur í „fitudreifingu", sagði að mistökin hefðu verið þau að fitudreifmgin í kjötinu hefði verið ójöfn! - Nú er váentanlega búið að dreifa fitunni jafnar um allan kjöt- skrokkinn og fá þá allir jafnfeitt kjöt. - Nema þeir hjá sölusamtökum kjöts- ins dreifi fitunni meira til læranna eða frampartanna í stað þess sem áður hefur verið að fitan á kindakjöt- inu hefur verið mest á hryggnum og þar i kring. Nú vhdi ég geta komist í samband við þennan sérfræðing í fitudreif- ingu, því ég vh gjarnan losna við tals- veröa fitu sem myndast hefur á mér framanverðum. Áftur á móti er ég með frekar mjóa handleggi og fót- leggi og mætti fitan á mér gjarnan dreifast á þessa útlimi. Þeir sjást líka ekki mikið, þar sem maður er ahtaf í síðbuxum og heilerma skyrtum hér sunnanlands veðurfarsins vegna. - Ég er þess fullviss að margir munu eiga erindi við þennan sérfræðing í fitudreifingu, ef hann verður svo vin- samlegur að gefa kost á þjónustu sinni. Innlegg um smáfugladrápið Annar fuglavinur skrifar: Ég vil leyfa mér að leggja orö í belg í umræðu þeirra „fuglavinar“ og „daglaunamanns" í lesendadálki DV um smáfugladráp. Ég er eindregið á sama máh og „fuglavinur". Mig furðar satt að segja á því að nokkur skuli geta verið að mæla með því að láta drepa smáfuglana okkar yndislegu sem auðga náttúru þessa lands okkar svo mjög. - Eg held að það sé hvort sem er ekki svo mikill matur í þessum litlu fuglum. Smáfugladráp erlendra þjóöa er síst til fyrirmyndar. „Daglaunamað- ur“ ætti enda að geta fengið smá- fuglaafurðir á disk sin þegar hann gistir hin suðrænu lönd í sumarleyf- um sínum. Ananassneiðin dýra Helga skrifar: Um daginn, þegar ég ók um Sel- foss, datt mér í hug að fá mér snarl í veitingastofunni í kaupfélaginu. Ég ákvað að fá mér samloku með osti og skinku sem kostaði 190 kr. og er ekki tiltakanlega dýrt. Eftir smáumhugsunarfrest bað ég einnig um ananas th bragðauka en mér láðist að kíkja á veröhstann. Þegar ég hugöist borga þetta var mér gert að greiða 270 krónur - mér th mikhlar furðu. Þá kom sem sé í ljós að hin þunna ananassneið kostaði hehar 80 krónur! Greip ég heildós af ananas úr hillu í versluninni sjálfri og sýndi af- greiðslumanninum. Dósin kostaöi 71 kr.! Hann varð hálfvandræðalegur en sagði sem var að hann réði engu, bara ynni þarna. Kokkurinn, sem ég kahaði á, var sama sinnis en sagði að ég skyldi tala við þá á skrifstof- unni. Þar var þá lokað. Sannast hér grínmáltækið - Ég veit það ekki, ég bara vinn hér. Á hvaða verði skyldi nú veitinga- stofan fá þessa ananasdós - 60 kr., 40 kr., 20 kr.? - Og þar fyrir utan eru a.m.k. 10 sneiðar í dósinni. Það versta við þetta er að þessi álagning er ekki einsdæmi. Fólk er oftar en ekki látið greiða ótrúlega „mikið fyrir lítið“. Mikil er vinnugleðin: Smekkleysa í minnmgargreinum Ásta Jónsdóttir skrifar: Oft er talað um vistarverur hinna Eins og það getur verið fróðlegt látnu sem „iðjagræna vehi“ eðahiö að lesa vel ritaðar minningargrein- „mikla og óendanlega haf ‘ þar sem ar getur manni stundum blöskraö ihnn látni á t.d. að geta verið áfram hvemig komist er að oröi um þá við veiðar (t.d. ef hinn látni var sjó- látnu. Oflof er td. mjög gegnum- maður)! Nú, þetta er i sjálfu sér gangandi í þessum greinum og er alveg saklaust, að geta sér th um það eitt og sér ærið ósmekklegt. bústað hins framliðna. En þetta er En þaö er þó sérstaklega eitt at- ósmekklegt og ég get ekki annaö riði þar sem mér finnst steininn en hlegið i huganum að þessum taka úr. Það er þegar höfundar hugarórum. Þetta endurspeglar minningargreina klykkja út með kannskifyrstogfremstþettamikla því að fullyrða aö hinn látni sé nú vinnuálag hér á landi og að það sé ennviðstörfsmhinummegin-eða engin lausn eða endir á neinu og að óskandi sé að hinn látni hafi nú Öllum sé fyrir bestu að vera síúö- tækifæri til aö stunda hina jarð- randi - hérna megin og hinum nesku iðju sína handan við „móð- megin líka. Sér er nú hver vinnu- una miklu“, eins og sagt er. gleðin! Athugasemd vegna skrifa um símareikning: Símanum lokað vegna vanskila Stöðvarstjóri Pósts og síma í Hafnar- firði hringdi: í DV þann 4. júlí sl. kvartaði Eva Júlíusdóttir í Hafnarfirði yfir háum símareikningi. Hún spuröi hvers vegna símareikningur hennar væri svona hár þar sem sími hennar væri alltaf lokaður. Ég benti henni á að þegar síma- reikningurinn kom heíði síminn ver- ið í fullri notkun í tæpa 2 mánuði og var símanum lokað hinn 24. apríl vegna vanskila. Þá eru þegar komin inn á reikninginn mars- og aprh- skrefin. Til fróðleiks má geta þess að á júlí- reikningnum, sem málið snýst um, er skrefafjöldinn sem hér segir: mars 4018 skref og apríl 3789 skref. Sam- tals 7807 skref. - Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.