Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1989, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1989, Síða 13
ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1989. 13 dv - Lesendur Kolólöglegur skyldutollur, segir hér um afnotagjald RÚV. HVERVANN? Vinningsröðin 16. júlí: X1 1-1 2X-222-1 11 1 Heildarvinningsupphæð: 618.310 kr. 12 réttir = 513.185 kr. 5 voru með 12 rétta - og fær hver 102.637 kr. í sinn hlut. 11 réttir = 105.125 kr. 145 voru með 11 rétta - og fær hver 725 kr. í sinn hlut. Ríkisútvarpið og þjónusta þess: Þeir greiði sem nota Arnór hringdi: Ég hringi til að taka undir með höfundi lesendabréfs sem birtist í DV sl. fimmtudag (13. júlí) um rétt- mæta gagnrýni á afnotagjöld Ríkis- útvarpsins þar sem talað er um „óþarfa plokk“ upp á 18 þúsund krónur á ári af þeim mörgu sem ekki vilja nýta þessa þjónustu. Það má til sanns vegar færa aö þessi þjónusta Ríkisútvarpsins var góð og gild hér áður fyrr þegar eng- inn annar íjölmiðill var í loftinu. Nú er þetta löngu breytt og hver út- varpsstöðin keppir við aðra um hylli hlustenda. Einnig er nóg að hafa eina sjónvarpsstöð og því óþarfi að eyða skattpeningum almennings til að halda úti slíku bákni sem íslenska Ríkissjónvarpið er. Flestir fréttamenn og aðrir sem ráðast í vinnu til Ríkisútvarpsins og ná einhverri færni eða eru það af guðsnáö fara fljótlega þaðan til hinna frjálsu útvarpsstöðva eða til Stöðvar 2. Ríkisútvarpið er því að meiru eða minna leyti uppeldisstöð fyrir starfs- fólk hinna Ijósvakamiðlanna. En enginn segir að svo eigi að vera - og enn kostað af opinberu fé. Fijálsu stöðvarnar geta vel borið þann kostnað sjálfar. Margt aJF því dagskrárefni sem enn er við lýði hjá Ríkisútvarpi og sjón- varpi er úrelt og á engan rétt á sér lengur og þaðan af síður að það sé greitt af hinu opinbera. Tökum t.d. veðurfréttir í útvarpi. Hver hlustar á þær og hveijum eru þær til gagns? Engum, ekki einu sinni sjómönnum. Það sást best í verkfalli BSRB um daginn. Enginn saknaði veðurfrétta nema síður væri. Ég skora á fjármálaráðherra og aðra sem geta komið á breytingum varðandi rekstur Ríkisútvarpsins aö hlífa okkur sem ekki viljum þjónustu RÚV við þvi að þurfa að greiða þann skyldutoll sem afnotagjald fyrir Rík- isútvarpið er (einkum fyrir sjón- varp). Hann á engan rétt á sér lengur og er jafnvel kolólöglegur ef grannt er skoðaö. Norður-Atlantshafsflugiö: Hagstætt eftir altt saman Urval Timaiit fyrir alla I Gerðu gott frí enn betra aktu Úrval með í ferðina Ekki fara í frí án makans - Sá sem er leiður á maka sinum eða óhamingjusamur i hjónabandinu er miklu liklegri tíl að ráfa upp i ból annars staðar. - Það „finasta" núna vestanhafs er að úða duftí i sig sem mglar dóm- greindina og veldur vimu. Alsæla - Sívaxandi vandamál - Nú er búið að finná upp piilu sem framkallar drauma hjá sofandi fólki og þykir hafa kollvarpað kenningum freuds og Jungs. Draumapilla , * er aðdns s^nishom af því sem er að lesa í Uivali núna. Askriftarsíminn er 27022 Skipulögð fæðing - Sovétmenn hafa nú komið á ákveðnu skipulagi tíi þess að hjálpa kon- um með sigenga sjúkdóma að ganga með bóm og fæða þau. -Flugmaður skrifar: Nýlega hefur komið í ljós, svart á hvítu, að Norður-Atlantshafsflug Flugleiða hefur þá ekki verið eins mikill dragbítur á starfsemi félagsins og áöur var haldið fram. í frétt í DV fyrr í þessum mánuði (7. júlí) kemur fram að stefnubreyt- ing er framundan hjá Flugleiðum að því er N-Atlantshafsflugið varðar og er ein ástæðan sögð sú aö mikill veltusamdráttur hefur orðið hjá fyr- irtækinu. Allir sem vildu vita vissu að mest af veltufé félagsins kom ein- mitt úr þessu flugi, milli Bandaríkj- anna og Evrópu. Þótt nokkur kostnaður hafi fylgt N-Atlantshafsfluginu og einhver tímabundinn halli skapast neitar enginn þeirri staðreynd að mestallt veltufé félagsins kom frá þessu flugi, jafnvel talið að allt að 70% teknanna hafi komið vegna þeirrar starfsemi. Samdráttur farþegaflutninga Flug- leiða í millilandaflugi, sem er nú all- verulegur það sem af er árinu, stafar nær eingöngu af þvi að ferðir Flug- leiða til Bandaríkjanna hafa verið lagðar niður, jafnvel til áfangastaða sem hafði verið lagt mikið fé í til að byggja upp og lofuðu mjög góðu í stöðugu farþegastreymi. Það má því segja með réttu að mjólkurkýr Flugleiða hafi að stórum hluta verið lömuð af ásettu ráði þeg- ar fastar áætlunarferðir til ýmissa borga vestra voru lagðar niður (eða af ókunnugleika, ef miöað er við að hinir erlendu ráðgjafar, sem lögðu til að draga úr áherslu á Ameríku- flugið, hafi verið einir að verki). Hvað svo sem öðru líður virðast vera á döfinni einhverjar stefnu- markandi aðgerðir til þess að afla Flugleiðum aukins veltufjár og er áreiðanlegt að aukning í Ameríku- flugi er þar mesti og áhrifaríkasti kosturinn. Frá Chicago í Bandarikjunum. Ein þeirra borga sem Flugleiðir hættu að fljúga til. Hringið í síma 27022 milli kl. 14 og 16, eöa skrifið. KAUPMEríM ATHUGIÐ! HAFIÐ ÞIÐ OPIÐ Á LAUGARDÖGUM í SUMAR? HELQARMARKAÐUR DV verður birtur á fimmtudögum í sumar. í HELQARMAKAÐI DV ,eru upplýsingar um afgreiðslutíma verslana á fimmtudögum, föstudögu'm og laugardögum, sértilboð og annað það sem Kaupmenn þurfa að koma á framfæri. Þeir aðilar, sem áhuga hafa á að auglýsa í HELQARMARKAÐL vinsamlega hafi sam- band við auglýsingadeild DV fýrir kl. 16 á þriðjudögum. AUQLÝSIHQADEILD Sími27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.