Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1989, Blaðsíða 16
16
ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1989.
íþróttir
Hjólreiðar á franska vísu
í klæði þess úr neðra.
Hin heimsfræga hjólreiðakeppni, Tour de France, stendur yflr um þessar
mundir. Er sú keppni einhver hin mesta í íþróttinni í heiminum.
Enginn íþróttaviðburður dregur að sér jafnmikla athygli í löndum þeim
sem veita knöpunum skika og vegi undir reiðhjól sín.
í Tour de France eru margir kallaðir en fáir útvaldir. Keppnin er marg-
þætt og skiptist í ákveðin stig sem markast af vegalengdum.
í þessari þekktu keppni klæðist forystusauðurinn gulum jakka en það er
kennimark þess sem hefur ráðin hverju sinni í hinum mörgu þáttum keppn-
innar.
í gær hvíldu knaparnir hjólhesta sína fyrir næsta áfanga. Þá hafði Banda-
ríkjamaðurinn Greg LeMond gulu flíkina á öxlunum en hún er keppikefli
hjólreiðamanna.
LeMond er gríðarlega sterkur hjólreiðakappi og á að baki glæstan feril.
Hann varð hlutskarpastur í Tour de France árið 1986 og ætlar sér að endur-
taka leikinn nú.
En það er margur fjallvegurinn og krákustígurinn enn ófarinn og því
ómögulegt að segja til um hver hefur sigur á lokadegi.
-JÖG
Áhorfendur flykkjast gjarnan að vegarbrúnum þar sem knaparnir koma þeysandi á hjólhestum sínum. Hver á
sinn uppáhaldsmann og hér hljóma hvatningarhrópin ótæpiiega. Símamyndir Reuter
Hersingin hlykkjast ormi likust niður
brattan fjallveg í Frakklandi.
Með
flöskuna
í kjaftinum
Hitar hafa verið miklir í Evrópu í
sumar og ekki varð breyting þar á
um síðustu helgi. Knaparnir í Tour
de France fengu því aö kenna á blíð-
viðrinu.
Á myndunum til hliðanna má sjá
hersinguna hlykkjast niður brattan
fjallveg annars vegar og einn knap-
anna súpa á þekktum drukk hins
vegar án þess að beita höndunum en
það er rétt eins gott að hafa þær á
stýrinu í harðri baráttunni.
-JÖG
Hann hefur bara kókflöskuna í kjaft-
inum, þessi, og hendur á stýri.
Ayrton Senna, heimsmeistari f akstrf „formúla eltt“ blfrelða, býr sig
undir akstur en f mörg horn þarf að Ifta þegar haldfð er f hann í aksturs-
iþróttum. Símamynd Reuter
Senna
með
hettuna
Kappakstur á svonefndum
„formúla eitt“ bílum þykir ein-
hver hættulegasta íþrótt sem um
getur.
Lítið má útaf bera svo að ekki
fari illa. Ökumenn sitja enda
greiptir í sætið undir stýrinu í
margfalt öflugri bílum en öku-
menn hversdagsins geta látið sig
dreyma ura að eignast eða aka.
Það þarf að kanna margt áður
en haldiö er í hann, eins og ráða
má af myndinni hér til hliöar.
Þar býr núverandi heirasmeist-
ari, Brasilíumaðurinn Ayrton
Senna, sig undir akstur.
Hettan sem hann klæðist er úr
sérstöku hitaþolnu efni sem getur
ráöið úrslitum ef eldur verður
laus í bifreið ökuþórsins en sú
hætta er ávallt fyrir hendi.
-JÖG
• Freyr Sverrisson reynir hér hjólhestaspyrnu i leiknum í gærkvöldi. Freyr fékk a
náðu Keflvikingar að sigra og eru þar með komnir í undanúrslit bikarsins.
Mj ólkurbikarkeppnin:
Keflvíkingar h
- 3. deildar lið Þróttar féll með sæmd
„Eg vissi að þetta yrði erfiður leikur
og að þeir myndu koma grimmir til leiks.
Það er aldrei auövelt að spila á móti neöri
deildar liði og þess vegna er ég mjög án-
ægður með sigurinn," sagði Ástráður
Gunnarsson, þjálfari 1. deildar liös Kefl-
víkinga, en Suðurnesjaliðið komst naum-
lega áfram í undanúrslit mjólkurbikar-
keppninnar eftir 3-2 sigur á 3. deildar
liði Þróttar í gærkvöldi. Keflvíkingar
voru mjög lánsamir á Þróttaravellinum
við Sæviðarsund og það var ekki fyrr en
8 mínútum fyrir leikslok að Keflvíkingar
náðu að skora sigurmark leiksins.
3. deildar lið Þróttar kom mjög á óvart
með kröftugum leik og ekki var aö sjá
neinn mun á liðunum. Keflvíkingar voru
að vísu mun sterkari fyrstu 20. mínú-
turnar og náðu þá að skora tvívegis, fyrst
Kjartan Einarsson og síðan Óli Þór
Magnússon. Þróttarar gáfust ekki upp
og náðu að jafna fyrir hlé. Fyrst skoraði
Sigurður Hallvarðsson með glæsilegu
skoti og síðan Sverrir Pétursson.
í seinni hálfleik voru Þróttarar sterkari
og Keflvíkingar máttu þakka fyrir að fá
ekki á sig mark. Þegar stundarfjórðung-
ur var til leiksloka var Frey Sverrissyni
vikið af leikvelli en þá loks fóru Keflvík-
ingar í gang. Sókn þeirra bar árangur 8
Körfuknattleikur:
Kani í sigtinu
liði bikarmeistari
- bæði sem leikmaður og l
Ægir Mar Káiasan, DV, Suðumesjum:
„Við erum búnir að fá nöfn fjögurra
leikmanna sem koma til greina og þar af
eru þrír frá 22 til 24 ára og einn er þrítug-
ur. Sá síöasttaldi kemur helst til greina,“
sagði Gunnar Garðar Gunnarsson, for-
maður körfuknattleiksráðs Njarðvíkur,
en hann átti þar við nöfn þeirra leik-
manna sem bandarískur umboðsmaður
félagsins hafði aflað þar í landi.
„Hann heitir Mike Clark og er sterkur
miðvöröur, 2,07 á hæð. Hann er mjög góð-
ur leikmaður og hefur leikið sem atvinnu-
maður í ísrael, Sviss og á Ítalíu," sagði
Gunnar.
Kemureinnig til
greina sem þjálfari
„Þessi Mike Clark kemur einnig mjög