Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1989, Page 27
ÞRIÐJUDAGUR 18: JÚLl 1989.
27
Afmæli
Magnea Hjálmarsdóttir
Magnea Hjálmarsdóttir, Tjamar-
stíg 11, Seltjamamesi, er fimmtug í
dag. Magnea er fædd í Nýjalandi í
Garði og ólst þar upp. Hún var í
námi í Héraðsskólanum í Skógum
og Gagnfræðaskóla Vernáms í Rvík.
Magnea vann við sameiginlegt fisk-
vinnslufyrirtæki fjölskyldunnar,
Ásgeir hf. í Garöi, 1966-1986, og hef-
ur rekið íshöllina á Melhaga 2 í
Rvík frá 1986. Magnea giftist 25.
apríl 1957 Ólafi Ágústssyni, f. 26.
febrúar 1935, kaupmanni. Foreldrar
Ólafs: Ágúst Lúðvíksson, er látinn,
ver^lunarmaður á Sólhóli á Djúpa-
vogi, og kona hans, Stefanía Ólafs-
dóttir. Böm Magneu og Ólafs eru:
Stefania Sigrún, f. 14. desember
1957, sjúkraliöi á Seltjamamesi, gift
Kristni Kristinssyni tölvufræðingi,
Jómnn Sigríður, f. 8. september
1959, sambýlismaður hennar er
Ingimar ísaksson, verkfræðinemi í
Stokkhólmi, Kolbrún, f. 28. apríl
1963, verslunarmaður á Seltjarna-
nesi, Sigrún, f. 16. september 1965,
kaupmaður í Rvík, gift Lámsi Pet-
ersen slökkviliðsmanni, og Jón
Ágúst, f. 8. ágúst 1972. Systkini
Magneu em: Kristmaim, f. 2. sept-
ember 1937, stórkaupmaður í Rvík,
kvæntur Guðríði Hafsteinsdóttur,
Ásgeir Magnús, f. 12. janúar 1943,
skipstjóri í Garði, kvæntur Sigur-
jónu Guðnadóttur, Hjálmar Rúnar,
f. 26. janúar 1946, vélstjóri í Garði,
kvæntur Guðrúnu Eyvindsdóttur
skrifstofumanni, Ragnheiður, f. 30.
maí 1948, kennari á Akranesi, gift.
Rögnvaldi Einarssyni kennara, og
Jón, f. 13. september 1951, fiskmats-
maður í Garði, kvæntur Kristjönu
Óttarsdóttur.
Foreldrar Magneu: Hjálmar
Magnússon, f. 11. október 1913, d.
31. júlí 1984, vélstjóri í Garði, og
kona hans, Sólveig Sigrún Odds-
dóttir, f. 11. október 1916. Hjálmar
var sonur Magnúsar, sjómanns í
Garði, Sigurðssonar, útvegsb. í Ak-
urhúsum í Garði, Sæmundssonar.
Móðir Hjálmars var Magnea, systir
Sylvíu, ömmu handknattleiks-
mannanna Geirs og Arnars Hall-
steinssona. Önnur systir Magneu er
Friðsemd, amma Guðbjargar Bene-
diktsdóttur, konu Eyjólfs Konráðs
Jónssonar alþingismanns. Þriðja
systir Magneu er Ólöf, móðir Ólafs
G. Einarssonar, formanns þing-
flokks Sjálfstæðisflokksins. Ejórða
systir Magneu er Ingibjörg, móðir
Sigurðar Briem, deildarstjóra í
menntamálaráðuneytinu. Bróöir
Magneu er Níls, faðir Ólafs, endur-
skoðanda og fv. skattrannsóknar-
stjóra, og Boga rannsóknarlögreglu-
stjóra. Magnea var dóttir ísaks,
verslunarmanns á Eyrarbakka,
Jónssonar, b. á Vindási í Landsveit,
Þorsteinssonar. Móðir ísaks var
Karen ísaksdóttir Bonnesen, sýslu-
manns á Velli í Hvolhreppi, og konu
hans, Önnu Kristínar Ohlmann,
sem fyrr var gift Christian Gynther
Schram, langömmu Ellerts Kristó-
fers, afa Ellerts B. Schram ritsjóra.
Sigrún er dóttir Odds útvegsb. í
Prestshúsum í Garði Jónssonar, b.
á Keldunúpi á Síðu, Jónassonar, b.
á Hruna, Oddssonar, b. í Þykkvabæ,
Jónssonar, hreppstjóra í Þykkva-
bæjarklaustri, Magnússonar, föður
Þórunnar, ömmu Jóhannesar
Kjarval. Móðir Jóns á Keldunúpi
var Þuríður Jónsdóttir, b. í Hátún-
um Jónssonar, og kona hans Þóra
Oddsdóttir, systir Guðríðar, móöur
Odds í Þykkvabæ. Móðir Ólafs var
Guðrún Ólafsdóttir, b. á Núpi undir
Eyjafjöllum, Jónssonar, b. í Drangs-
hlíð, bróður Þorsteins, afa Jóhann-
esar Kjarval. Annar bróðir Jóns var
Eiríkur Sverrisen sýslumaður,
langafi Maríu, móður Gunnars
Thoroddsen forsætisráðherra. Jón
var sonur Sverris, b. á Seglbúðum,
Eiríkssonar, bróður Áma, langafa
Eyjólfs, langafa Hilmars Jónssonar
stórtemplars.
Móðir Sigrúnar er Kristín, f. 19.
ágúst 1888, dvelur á Hrafnistu í
Hafnarfirði, dóttir Hreiöars b. í Hát-
úni í Landbroti Bjarnasonar, b. í
Efri-Vík í Landbroti, Pálssonar, og
konu hans, Katrínar, systur Þor-
láks, langafa Magneu, konu Sigur-
bjarnar Einarssonar biskups. Ann-
ar bróðir Katrínar var Þorleifur,
langafi Guðrúnar, móður Þórhildar
Þorleifsdóttur alþingismanns og
Eggerts, tónlistarmanns og leikara.
Katrín var dóttir Bergs, prests á
Prestbakka á Síðu, Jónssonar og
konu hans, Katrínar, dóttur Jóns
Steingrímssonar eldprests, prófasts
Magnea Hjálmarsdóttir.
á Prestbakka, og konu hans, Þó-
mnnar Hannesdóttur Scheving,
sýslumanns á Munkaþverá. Móðir
Kristínar var Júlíana Magnúsdóttir,
b. á Hólmum í Meðallandi, Jónsson-
ar, og konu hans, Guðrúnar Gis-
surardóttur, móður Sigurðar, lang-
afa Jóns Helgasonar, alþingismanns
og fyrrv. ráðherra, Hjörleifs Gutt-
ormssonar, alþingismanns ogfv.
ráðherra, oglngólfs Guðbrandsson-
arforstjóra.
Ámi Guðmundsson
Árni Guðmundsson múrarameist-
ari, Drápuhlíð 47, Reykjavík, er sjö-
tugur í dag. Árni fæddist í Viðvík í
Viðvíkursveit og ólst upp í Smiðs-
gerði í Hólahreppi. Hann lærði múr-
verk á Akureyri og lauk sveinsprófi
1942 en meistari hans var Þórður
Aðalsteinsson. Arni kvæntist 1. des-
ember 1956, Önnu Áslaugu Guð-
mundsdóttur, f. 10. maí 1924, d. 20.
júlí 1982. Foreldrar Önnu vom Guð-
mundur Sveinsson, b. í Litlalóni í
Breiðuvík, og kona hans, Guðrún
Helgadóttir. Böm Árna og Önnu eru
Róbert Trausti, f. 24. apríl 1951,
stjórnmálafræðingur, kvæntur
Höra Hilmarsdóttur, f. 5. nóvember
1948; Anna Margrét f. 23. apríl 1960,
bókbindari, gift Stefáni Jóni Sig-
urðssyni, f. 31. mars 1952, bókbind-
ara og kennara, og er dóttir þeirra
Rúna Kristín, f. 7. aprfl 1988; Sigríð-
ur Ólöf, f. 5. janúar 1967, stúdent.
Bróðir Áma er Hafþór, f. 6. janúar
1918, lögfræðingur í Rvík, en kona
hans var Sólveig Kolbeinsdóttir, f.
23. mars 1927, d. 5. ágúst 1984, og
eignuöust þau þrjú börn.
Foreldrar Áma voru Guömundur
Benjamínsson, f. 5. mars 1883, d. 30.
desember 1961, b. í Viðvík í Viövík-
urhreppi í Skagafirði, og kona hans,
Anna Jónsdóttir, f. 18. júní 1877, d.
6. júlí 1969. Guðmundurvar sonur
Benjamíns, b. á Ingveldarstööum,
Friðfmnssonaf b. áFjalli, Friðfinns-
sonar, b. á Stóragerði í Myrkárdal,
Loftssonar. Móðir Friðfinns á Fjalli
var Herdís Jónsdóttir, b. í Skógum,
Þorkelssonar, bróður Þórðar, lang-
afa Sigurðar, föður Jóns alþingis-
manns á Reynistað. Móðir Benja-
míns var Una Benjamínsdóttir, b. í
Kelduvík á Skaga, Sigurðssonar,
eldri Sigurðssonar, bróður Sigurðar
í Keflavík, langafa Valtýs Stefáns-
Guðrún Jóna
Guðmundsdóttir
Guðrún Jóna Guðmundsdóttir frá
Meira-Garði í Dýrafirði, nú til heim-
ilis að elliheimilinu á Flateyri, er
níræð í dag. Maður Guðrúnar Jónu
er látinn en hann var Hallmundur
Jónsson, f. 6.7.1898.
Börn Guðrúnar og Hallmundar
eru Marvin Hallmundsson, f. 3.10.
1931, kvæntur Ólöfu Árnadóttur, f.
17.4.1930, og Jónasína Hallmunds-
dóttir, f. 21.11.1938, ekkja eftir Svein
Hafberg, f. 21.4.1934.
Guðrún Jóna Guðmundsdóttir.
Til hamingju með
sonar ritstjóra. Móöir Guðmundar
var Elín Guðmundsdóttir, b. á Ing-
veldarstöðum í Hjaltadal, Sigurðs-
sonar, og konu hans, Önnu Björns-
dóttur, b. í Löngumýri, Magnússon-
ar.
Anna var dóttir Jóns, b. á Ásgeirs-
brekku í Skagafirði, Andréssonar,
b. á Syðri-Bægisá, Tómassonar, b. á
Syðri-Bægisá, Egilssonar, b. á
Hjálmsstöðum, Tómassonar, b. á
Tjömum, Egilssonar, b. á Guðrún-
arstöðum, Sveinssonar, bróður
Tómasar, fóður Tómasar á Hvassa-
felli, ættíoður Hvassafellsættarinn-
ar, langafa Jónasar Hallgrímssonar
skálds. Móðir Jóns var Ingibjörg,
systir Páls, afa Friðriks Friðriks-
sonar æskulýðsleiðtoga, stofnanda
KFUM og K. Ingibjörg var dóttir
Þórðar, b. í Kjama í Eyjafirði, Páls-
sonar, og konu hans, Bjargar Hall-
dórsdóttur, ættfpreldra Kjarnaætt-
arinnar. Móöir Önnu var Ástþrúð-
ur, systir Kristínar, ömmu Þórarins
Björnssonar skólameistara. Ást-
þrúður var dóttir Jóns, b. í Fjósa-
tungu í Fnjóskadal, Ámasonar, og
konu hans, Ingiríðar Sigurðardótt-
ur. Árni er erlendis þessa dagana.
85 ára
Sigurlaug Guðlaugsdóttir,
Ási, Áshreppi.
75 ára
Sigurgeir Ingvarsson,
Eyrarvegi 9, Selfossi,
70 ára
Ingvar Sigurðsson,
Stigahlíð 54, Reykjavík.
Kristin Karisdóttir,
Melgerði 28, Reykjavík.
60 ára
Guðmundur Grimsson,
Hraunteigi 21, Reykjavik.
50 ára
Ólöf Ólafsdóttir,
Túngötu 22, Tálknafirði.
Þórunn Árnadóttir,
Álfhólsvegi 147, KópavogL
Óskar Harry Jónsson,
Esjugmnd 43, Kjalarneshreppi.
Elisabet Guðbjartsdóttir,
Hlíöarvegi 22, ísafírði
Elsa Kristjánsdóttir,
Huldulandi 10, Reykjavík.
Benedikt Steindórsson,
Ásbúð 21, Garðabæ.
40 ára
Guðrún Jóhannesdóttir,
Víöimel 64, Reykjavik.
Sigrún A. Einarsson,
Stigahlíð 28, Reykjavík,
Þór Bjarnason,
Eiríksgötu 25, Reykjavík.
Fanney VUbergsdóttir,
Breiðvangi 64, Hafharfirði.
Björn EUertsson,
Uröarstekk 2, Reykjavík.
Katrín Guðnadóttir,
Nesbakka 3, Neskaupstað.
Jóhanna Guðlaugsdóttir
Jóhanna Guðlaugsdóttir, Eskihlíð
22A, Reykjavík, er níutíu og fimm
ára í dag. Jóhanna er fædd að Ball-
ará í Skarðshreppi og ólst þar upp
tfl þrettán ára aldurs er hún flutti
með foreldrum sínum að Stað í Stein-
grímsfirði þar sem faðir hennar tók
við prestsembætti. Jóhanna fór til
Reykjavíkur 1919 þar sem hún hóf
störf við verslun Ludvigs Storr og
var þar verslunarstjóri. Síðar vann
Jóhanna á Þjóðminjasafninu um
tíma en síðustu árin sem hún var
útivinnandi var hún bókavörður við
Borgarbókasafn Reykjavíkur.
Jóhanna giftist 1923 Kristni Sig-
urðssyni, f. 27.júlí 18%, d. 1933, bryta
á Gulífossi gamla auk þess sem hann
vann við hótelstörf. Foreldrar Krist-
ins vom Sigurður Ebenesersson og
kona hans, Jóhanna M. Jónsdóttir.
Sýnir Jóhönnu og Sigurðar em Jón-
as, f. 28. september 1923, verkfræð-
ingur, var búsettur í Bandaríkjunum
um langt árabfl en býr nú á Ítalíu;
Birgir, f. 19. aprfl 1926, prentari í
Rvík, og Guðlaugur, f. 19. júlí 1930,
flugumferðarstjóri í Rvík.
Systkini Jóhönnu era öll látin utan
Theodóra, f. 29. desember 1899, var
gift Óskari Þórðarsyni, b. Hóli í
Hvammssveit. Hin vora Jónas, f. 27.
september 1887, skáld, síðast á Skag-
en á Jótlandi, kvæntur danskri
konu; Elínborg, f. 4. september 1889,
lést uppkomin, ógift; Þórdís Guöný,
f. 27. september 1891, lést uppkomin,
ógift; Guðrún Sigríður, f. 10. febrúar
1893, borgarfulltrúi í Rvík, var gift
Einari Björgvini Kristjánssyni bygg-
ingameistara, móöir hæstaréttarlög-
mannanna Kristins Guðlaugs og
Einars og Sverris tannlæknis; Ingi-
björg, f. 27. j úlí 1898, lést uppkomin,
ógift; Ólöf, f. 27. júlí 1901, gift Thork-
fl Hansen, síðar gift Hannesi M.
Þórðarsyni kennara; Kristín Guðrún
Borghildur, f. 10. nóvember 1902, lést
í bemsku; Guðmundur Skúli, f. 18.
maí 1904, forstjóri á Akureyri,
kvæntur Guðríði Aðalsteinsdóttur;
Kristjin Magnúsen, f. 9. september
1906, ritstjóri og hrl. í Rvik, kvæntur
Bergþóru Brynjúlfsdóttur.
Foreldrar Jóhönnu voru Guðlaug-
ur Guðmundsson, f. 20. aprfl 1853,
d. 20. mars 1931, prestur á Stað í
Steingrímsfirði, og kona hans,
Margrét Jónasdóttir, f. 16. desember
1867, d. 12. mars 1954. Jóhanna vár
dóttir Guölaugs, prests á Stað í
Steingrímsfirði, Guðmundssonar, b.
í Syðri-Skógum í Kolbeinsstaða-
hreppi, Gíslasonar. Móðir Guð-
mundar var Þuríður Bárðardóttir,
systir Halldóra, langömmu Daða,
íoður Sigfúsar skálds. Halldóra var
einnig langamma Þorsteins Víg-
lundssonar skólastjóra, afa Árna
Sigfússonar borgarfulltrúa.
Móðursystir Jóhönnu var Ingi-
björg, móðir læknanna Jónasar og
Kristjáns og ömmu Sveins Jónsson-
ar, formanns KR. Margrét var dóttir
Jónasar, prests á Staðarhrauni,
Guðmundssonar, bróður Einars á
Botnastöðum, afa Einars Kristjáns-
sonar húsasmíðameistara, manns
Guðrúnar Guðlaugsdóttur. Jónas
var sonur GuðmUndar, b. í Þverár-
dal, Einarssonar, b. í Þverárdal,
Jónssonar, b. á Skeggsstöðum,
Jónssonar, ættfóður Skeggsstaða-
ættarinnar. Móðir Jónasar var
Margrét Jónasdóttir, b. í Gili í Svart-
árdal, Jónssonar. Móðir Jónasar
var Ingibjörg Jónsdóttir Harða-
bónda, b. í Mörk í Laxárdal, Jóns-
sonar, ættfóður Harðabóndaættar-
innar. Móðir Margrétar var Ingi-
björg Jónsdóttir, systir Einars í
Þverárdal.
Móðir Margrétar á Stað var Elín-
borg Kristjánsdóttir, sýslumanns á
Skarði á Skarðsströnd, Skúlasonar,
sýslumanns á Skarði, Magnússon-
ar, sýslumanns á Skarði, Ketilsson-
ar. Móðir Magnúsar var Guðrún
Magnúsdóttir, systir Skúla land-
fógeta. Móðir Kristjáns var Kristín
Bogadóttir, b. í Hrappsey, Bene-
diktssonar og konu hans, Sigríðar
Jónsdóttur. Móðir Sigríðar var
Ragnheiður Gísladóttir, systir
Jóhanna Guölaugsdóttir.
Magnúsar amtmanns, föður Sigríð-
ar, konu Ólafs Stefánssonar stift-
amtmanns, ættforeldra Stephen-
senættarinnar. Móðir Elínborgar
var Ingibjörg Ebenezersdóttir,
sýslumanns í Hjarðardal, Þorsteins-
sonar og konu hans, Guðrúnar
Þórðardóttur, prests í Skarðsþing-
um, Ólafssonar. Móðir Guðrúnar
var Kristín Bogadóttir, móðir
Kristjáns Skúlasonar.
Jóhanna tekur á móti gestum í dag
í Víkingasal Hótel Loftleiöa kl.
16-18.