Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1989, Side 32
F RÉTT ASKOTI -Ð
ÍÉ KZmjL áÉM EZ
'
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Simi 27022
Frjálst,óháð dagblað
ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚU 1989.
Flugfreyjur:
Fengu einar
sokkabuxur
Boðuðu verkfalli ílugfreyja, sem
hefjast átti á miðnætti í gær. var
frestað þegar samkomulag náðist í
deilu flugfreyja og Flugleiða. Sam-
komulagið felst í um 20 prósent
launahækkun fram til 31. mars á
næsta ári. Auk þess fá flugfreyjur
einar sokkabuxur á mánuði frá félag-
inu.
Litlu munaði að þetta síðasttalda
yrði þess valdandi að til verkfalls
kæmi. Samkomulag hafði tekist um
öll atriði að þessu einu undanskildu.
Flugfreyjur höfðu gert kröfu um að
fá borgaðar tvennar sokkabuxur en
Flugleiðir neituðu. Það var Guðlaug-
ur Þorvaldsson ríkissáttasemjari
sem hjó á hnútinn seint í gærkvöldi.
Hann lagði til að deiluaðilar hittust
á miðri leiö og féllust þeir á það.
-gse
Akureyrarlögregla:
Nýi bíllinn
lenti strax
I árekstri
Gylfi Kristjánsson, DV, Akuxeyri:
Ný bifreið, sem lögreglan á Akur-
eyri tók í notkun um helgina, haföi
ekki verið í notkun nema í um sólar-
hring þegar hann lenti í árekstri og
skemmdist talsvert.
Þetta vildi þannig til að á sunnu-
dagskvöld, þegar lögreglumenn á bif-
reiðinni, sem er af Volvo-gerð, voru
að aka eftir Drottningarbraut, mættu
þeir bifreið sem ekið var á of miklum
hraða. Þeir sneru strax viö og veittu
bifreiðinni eftirför. Konu, sem ók bif-
reiðinni, mun hafa brugðið mjög er
hún sá blikkandi ljós lögreglubifreið-
arinnar fyrir aftan sig og snarheml-
aði með þeim afleiðingum aö lög-
reglubifreiðin lenti aftan á bifreið
hennar. Enginn meiddist við árekst-
urinn en sem fyrr sagði er nýja lög-
reglubifreiðin talsvert skemmd.
Smygl í
Katrínu VE
Nokkuð af smyglvarningi fannst
við tollskoöun um borð í Katrínu VE
þegar hún kom til Vestmannaeyja í
nótt. Fundu tollarar 51 flösku af
sterku áfengi, 31 flösku af léttu víni,
6 karton af sígarettum og 2 sjón-
varpstæki. Menn úr áhöfninni munu
hafa viðurkennt að eiga varninginn.
-hlh
LOKI
Fá flugþjónarnir
þá föðurland?
RMsstjómin:
Bráðabirgðahjálp
handa loðdýrum
- fyllt upp í Qárlagagatið fyrst og fremst með innlendu lánsfé
Fyrir ríkisstjórnarfundi í morg- bænda og fóðurstöðva mun grein- fremst í fjármögnun hallans á inn-
un lá fyrir tillaga um bráðabirgöa- ina geta tórt til haustsins. Fram aö lendum lánamarkaöi. Fyrir ríkis-
lausnávandaloðdýraræktarinnar. hausti er stefnt að samkomulagi stjórnarfundinumlágueinnigýms-
í henni felst að ríkisstjómin mun um mun víötækari aðstoð sem ar niöurskuröar- og skattahækk-
flýta ýmsum greiösium tii greinar- Stofnlánadeild landbúnaðarins, unartillögur sem ráöherramir
innar og vinna með því tíma til aö Byggðastofnun og viöskiptabank- gátu valið um. Þrátt fyrir þessar
násamkomulagiumendanlegafyr- amir munu taka þátt í auk ríkis- tillögur er ljóst að fyrst og fremst
irgreiðslu. sjóös. verður fyllt upp i gatiö meö inn-
Hérerfyrstogfremstáttviöend- Þá lá eimtig fyrir fundinum til- lendu lánsfé. Tillaga sem var í
urgreiðslu á söluskatti að andvirði laga íjármálaráðherra um viðbrögö gangi í síöustu viku um hækkun
um 70 tii 100 milljónir króna. Með viö 4,2 milljarða halla á ríkissjóði söluskatts hefur veriö hafnað.
því að greiða þessa fjárhæð til á þessu ári. Þær felast fyrst og -gse
Þeir lentu í „heyskap“ á Glerárgötunni á Akureyri, tveir menn eitt kvöldið, er heybaggar hrundu af
bíl þeirra og þurfti snör handtök við að koma öllu í lag. DV-mynd gk
Flugleiðir:
Boðið 6,7 milljarða lán
Flugleiöir hafa tryggt sér lánsrétt
vegna kaupa þriggja nýrra flugvéla
á næsta ári, aö jafnnvirði 6,7 millj-
arða íslenskra króna. Þaö eru bankar
í Bandaríkjunum og Japan sem
standa að lánstilboðinu, að því er
segir í frétt frá flugfélaginu. Mun það
fjármagna 90% af kaupverði vél-
anna.
Á næsta ári munu Flugleiðir fá
tvær 757-200 flugvélar til flugs á
Norður-Atlantshafsleiðum og eina
737-400 flugvél til viðbótar þeim sem
keyptar voru til landsins á þessu ári.
Þá verður allur millilandafloti fé-
lagsins innan við eins árs gamall.
Við tryggingu lántökunnar hafa
Flugleiðir ekki þurft aö leita eftir
ábyrgðum frá ríkinu né öðrum. Þau
yrðu tryggð með veði í vélunum.
Kjörin á þessum lánum eru einnig
góö og teljast svipuö og hefði fylgt
þeim ríkisábyrgð.
Ekki hefur verið tekin ákvörðun
um hvort þessi lánsréttur til véla-
kaupanna verður nýttur. Einnig
kemur til greina að íjármagna þau
með öðrum hætti, til dæmis í gegnum
kaupleigu.
-JSS
Veðrið á morgun:
Dumbungur
vestanlands
Ekki verða neinar breytingar á
veöri á morgun. Hæg suðvestanátt
verður ríkjandi með skýjafari og
súld ööru hvoru vestan- og suðvest-
anlands. Annars staðar verður
víða léttskýjað.
Hiti verður 9-12 stig í dumbungn-
um en allt að 20 stig þar sem sólin
skín.
Smyglarinn
eltur uppi
Skipveiji á skipi sem liggur í
Reykjavíkurhöfn var handsamaöur
af tollgæslumönnum og lögreglu-
mönnum eftir snarpan en stuttan
eltingarleik í nótt.
Maðurinn hafði komið frá borði og
þar sem nokkur asi var á honum
vildu tollgæslumenn ræða við hann.
Sá lét sig hins vegar ekki og upp-
hófst þá eltingarleikur. Var lögregl-
an kölluö til aðstoðar og tókst þá
fljótlega að stöðva manninn. Við leit
í bílnum komu nokkrar áfengisflösk-
ur í ljós sem maðurinn haföi haft
meðsérfráboröi. -hlh
Hlaup í Skaftá
Hlaup hófst í Skaftá í gær og hefur
veginum upp í Eldgjá og Skaftár-
tungu verið lokað þar sem vatn flæð-
ir yflr veginn. Suðurlandsvegur er
ágætlega fær og ekki er búist við að
hann lokist en að sögn manna hjá
Vegagerð ríkisins er aldrei aö vita
hvað gerist.
Aö sögn Gylfa Júlíussonar, vega-
verkstjóra í Vík, vex hægt og rólega
í ánni. Búist er við aö hlaupið nái
hámarki sínu í kvöld. Hlaup hafa
komið í Skaftá um þaö bil annað
hvert ár.
Eitthvað var um ferðamenn í
Eldgjá er hlaupið hófst, tvær rútur
og einn eða tveir fólksbílar. Vega-
gerðin lét sækja ferðalangana um
leið og vitað var um hlaupið svo aö
enginn ætti að vera á þessu svæði
núna.
-GHK
Laun hækka
minna en
framfærsla
Launavísitalan hækkaði um 0,6
prósent á júlí frá fyrri mánuði eða
um 0,1 prósenti minna en fram-
færsluvísitalan. Hækkun launavísi-
tölunnar í júlí jafngildir 7 prósent
hækkun á einu ári. Hækkun vísi-
tölunnar undanfarna þrjá mánuði
jafngildir hins vegar um 21,2 prósent
hækkun. Á sama tíma hefur hækkun
framfærsluvísitölunnar jafngilt 25,1
prósent hækkun.
Launavísitalan er nú 106,3 stig.
-gse
Bænheitur prestur
Kegina Thorarensen, DV, Gjögri:
Messaö var í Árneskirkju 16. júlí.
Séra Einari Jónssyni mæltist vel að
vanda og bað Guð heitt og innilega
um regn á túnin, vætu. Strax daginn
eftir kom rigningarskúr svo ekki er
annað hægt að segja en okkar ágæti
prestur sé bænheitur.