Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1989, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1989, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 27. JÚLf 1989. Fréttir Nýbýlavegur í Kópavogi veldur íbúum viö Furu- og Grenigrund áhyggjum: Vegurinn er lagður mjög nærri húsunum Miklar gatnagerðarframkvæmdir hafa verið við Nýbýlaveg í sumar og hefur vegurinn verið færður niður fyrir, nær húsum er standa við Grenigrund og Furugrund. Hafa íbú- amir haft talsverðar áhyggjur af því að verð fasteigna þar muni lækka, þar eð gatan er komin nálægt húsun- um. „Það var alltaf vitað að þarna kæmi vegur. Við gerum þetta eins huggu- legt og við getum og vinnum í sam- ráði við íbúana," sagði Stefán L. Stef- ánsson, tæknifræðingur hjá Kópa- vogsbæ. Breytilegar áætlanir Verkið er unnið í áfongum og er stefnan núna að klára aðalgötuna frá Furugrund og að undirgöngum aust- an megin og húsagötuna frá Hjalla- brekku og að undirgöngunum vestan megin. Mun aðalgatan verða tengd inn á húsagötuna hjá göngunum, til bráðabirgða. Áætlað er að fram- kvæmdum ljúki áriö 1991, en að sögn Stefáns er ekkert farið að ræða svæð- ið frá göngunum og að Birkigrund, en þar mun helst vera tekið af görð- um við Grenigrund. Steingrímur Hauksson tæknifræð- sem tilheyra Túnbrekka Nýbýlavegurinn i ]T i H irkigrúnd < ílCJvÍ* ■ Hb ■ dvjrj HjHllabrekka c Furugrund Þetta kort sýnir Nýbýlaveginn eins og hann er tyrirhugaður mílli Túnbrekku og Hjallabrekku. Frá framkvæmdum við Nýbýlaveginn. Eins og sjá má kemur beygja á veginn þar sem aðalgötunni er sveigt upp á húsagötuna. DV-mynd JAK ingur sagði að Nýbýlavegurinn hefði fyrst verið teiknaður um 1972, og miðað viö umferðarspár sem þá voru í gangi var ekki talin þörf á því að hafa veginn eins breiðan og upphaf- lega var gert ráð fyrir. Síöar var for- sendunum breytt og nú er ætlunin að á þessum kafla verði aðeins ein akrein í hvora átt, en húsagatan bætist við og mun hún hggja töluvert fyrir ofan aðalgötuna. Sagði Stein- grímur að einhveijar breytingar yrðu á lóðarmörkum en eigendur fengju allt slíkt bætt. Áhrif á fasteignaverðið? „Ég held að fasteignaverð á þessum húsum muni ekki lækka, þó hefur verið erfiöara aö selja hús sem standa næst veginum. En þetta eru mjög dýréir eignir, vel byggð hús sem standa vel og ættu ekki að þurfa að hða fyrir þetta," sagði Guðmundur Tómasson, fasteignasah hjá Hús- vangi. Guömundur sagði aö hann hefði séð teikningamar af Nýbýlaveginum og hann hélt aö þegar gróðurbelti, sem gert er ráð fyrir, verður komið muni draga úr hávaða og mengun sem götunni fylgir og ætti ekki að hafa nein áhrif á íbúana. Ámi Haraldsson hjá Fasteignamið- stöðinni hélt hins vegar að verðmæti þeirra eigna sem stæöu næst vegin- um aö neðan myndi skerðast eitt- hvaö. Aftur á móti átti hann von á því að verð íbúða við Nýbýlaveginn myndi hækka þar sem frágangur þeim megin yrði nú betri og munaði miklu um húsagötuna. Taldi hann ómögulegt að segja fyrir um hversu mikið verð íbúðanna við Fumgrund og Grenigrund myndi lækka. „Viö vitum ekki tíl þess að ekki sé hægt að selja íbúðir á þessum stað," sagði Bjöm Þorsteinsson, bæjarritari Kópavogs. „Hvort bærinn verður að kaupa eða selja hefur ekkert verið rætt. Teikningamar hggja fyrir, veg- urinn sveigist eitthvað en mun snerta lóðir að htlu leyti," sagði Bjöm, en því hefur verið fleygt að bærinn þyrfti aö kaupa íbúðir við Fumgrund og Grenigrund ef þær seldust ekki. Bjöm sagöi að það færi eftir fjárhagsáætlun hveiju sinni hvemig framkvæmdum við Nýbýla- veginn myndi miða. Verkið væri unnið í áfongum svo ekki þyrfti aö lokaveginumoflengiíeinu. -GHK í dag mælir Dagfari______________ Aðdáendaklúbbur Davíðs Það bar við um síðustu helgi að Þjóðviljinn hafði viðtal við Davíð Oddsson borgarstjóra. Morgvm- blaðið telur að viðtal Þjóðviljans sé árangur af glasnost þeirra Sovét- manna þótt Reykvíkingar hafi reyndar aldrei orðið varir við að Davíð hafi verið settur í einangmn, né heldur hafi hann sjálfur verið í fréttabanni. Davíð Oddsson hefur ekki þurft að hafa áhyggjur af af- skiptaleysi íjölmiðla og nú em þeir jafnvel famir að skrifa um hann ævisögur án þess að Davíð hafi hugmynd um það sjálfur. Það hlýt- ur að verða skemmtilegt fyrir borg- arstjórann að lesa um ævi sína í bókum eftir ókunna höfunda. En þetta fylgir því að vera vinsæh og frægur og í viðtalinu við Þjóðvilj- ann tekur Davíð réttilega fram að fuhtrúar minnihlutans í borgar- stjóm séu yfirleitt ánægðir með það sem hann gerir. Vinsældir Davíðs ná langt út fyrir raðir flokksmanna og eigin borgarfuh- trúa og þetta veit Davíð. Það er auðvitað ástæðulaust af honum að gleyma þessum aðdáendum sínum þegar um þá er spurt. í staö þess að þakka Davíð fyrir að hafa munað eftir sér í merku og sögulegu viðtah hafa borgarfuh- trúar minnihlutans bragðist ókvæða við þessum vinsamlegu ummælum borgarstjórans og láta bóka í borgarráöi að þeir kannist ekki við aö vera í aðdáendaklúbbi Daviðs. Þetta lét Alfreð framsókn- arfuhtrúi bóka og Sigurjón alla- bahi lét bóka að hann væri sam- mála bókun Alfreðs og svo kom Elín frá Kvennaframboðinu og lét bóka að hún væri sammála bókun Siguijóns sem var sammála bókun Alfreðs. Síðast þegar fréttist' hafði Al- þýðuflokkurinn líka einn borgar- fulltrúa en apnaðhvort er hann hættur að mæta í borgarráði af því honum fmnst ekki taka því ehegar þá að kratinn í borgarstjóm er heiðarlegri en hinir minnihluta- fulltrúamir og viðurkennir að hann er ánægður með Davið. Nú geta menn auðvitað bókaö það sem þeir vhja í borgarráði, enda em fundargerðir yfirleitt ekki th sýnis fyrir almenning. Satt að segja vita Reykvíkingar harla htið um thvist minnihlutans í borgarstjóm, nema þá þegar bókanir af þessu tagi leka út og ef fólkiö vhl endhega vera áfram í minnihluta þá getur þaö vitaskuld látið bóka það. Það hlýtur aö vera gaman fyrir Davíð aö hafa nokkra sérvitringa í borg- arráði með sér og gagnlegt líka því þá getur hann verið ömggur um að hann sé að gera rétt ef sérvitr- ingamir em á móti því. Allt er þetta gott og blessað og skemmtileg sýndarmennska hjá minnihlutafuhtrúunum að þykjast vera á móti Davíð og neita því að vera hrifnir af honum. Ef þeir vilja vera aödáendur í felum þá er það þeirra mál. En það getur enginn álasað borgarstjóranum fyrir að segja það sem honum finnst um þessa vini sína í borgarstjóm, jafn- vel þótt þeir hafi ekki hugrekki th að endurgjalda vináttuna í bókun- um sínum. Þaö segir hins vegar nokkuð th um ástandið í borgarstjóm Reykja- víkur að minnihlutafuhtrúamir þurfi að bóka það sérstaklega að þeir séu ekki ánægðir með störf borgarstjóra. Þegar minnihluta- fulltrúar þurfa að bóka þaö í fund- argerðir aö þeir séu ekki aðdáend- ur borgarstjórans þá er orðiö harla htið eftir af stjórnarandstöðu og slagkrafti í minnihlutanum. Hér á árum áður þurftu kjósendur engar bókanir til að vita um meirihluta og minnihluta í borgarstjóm. Þá var slegist fyrir opnum tjöldum og menn fóm ekki í felur með afstöðu sína. Núna bóka þeir mótmæh sín gegn því að vera í aðdáendaklúbbi borgarstjórans hjá íhaldinu og stjórnarandstaöan er fólgin í því að bera af sér leynda aðdáun á þessum sama borgarstjóra. Næst þegar Davíð borgarstjóri lætur hafa við sig viðtal í Þjóðvhj- anum á hann að taka tillit th þess að minnihlutafuhtrúamir verða að þykjast vera á móti honum. Hann á að segja að hann eigi aðdáendur í felum en megi ekki segja frá þeim. Davíð verður að vera góður við vini sína í, minnihlutanum sem ekki mega láta það spyijast opin- berlega að þeir séu aðdáendur borgarstjórans þegar þeir hafa at- vinnu af því að vera á móti honum. Annars ná þeir ekki kosningu og þá fækkar í aðdáendaklúbbnum. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.