Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1989, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1989, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1989. Utiönd Suður-kóresk flugvél brotiendir í Líbýu: TaKd að 100 hafi lifað af Talið er að milli áttatíu og eitt hundrað farþegar hafi komist lífs af þegar DC-10 flugvél suður-kóresks flugfélags brotlenti utan flugvallar- ins í Trípóh í Líbýu í morgun. Eitt hundrað áttatíu og tveir farþegar og átján manna áhöfn var um borö í vélinni sem brotlenti við lendingu. Vélin var að koma frá Seoul í Suður- Kóreu og voru flestir farþeganna kóreskir. Ástæður slyssins eru ókunnar. Að minnsta kosti fjórir létust þegar vélin ruddist í gegnum fjögur íbúðar- hús og skall á nokkrum bifreiöum í námunda við flugvöflinn. Samkvæmt fyrstu fréttum hinnar opinberu fréttastofu í Líbýu, en út- sendingar hennar nást á Kýpur, átti slysið sér stað um hálfsexleytið í morgun að íslenskum tíma. Fyrstu fréttir herma að milU áttatíu og eitt hundraö, þar með talinn flugstjóri vélarinnar, hafi komist lífs af. Björg- unaraðgerðir stóðu yfir í morgun. Talsmaður suður-kóreska sendi- ráðsins í TrípóU sagði að allir starfs- menn þess heföu lagt af stað til flug- vallarins strax og fréttist af slysinu. Kvaðst hann ekki vita enn nákvæm- lega hvað gerst hefði. Suður-kóresk fyrirtæki eiga aðild að nokkrum stórum byggingarfram- kvæmdum í Líbýu og fljúga oft með starfsmenn til landsins. Reuter BLOMADANSLEIKUR ’89 Hótel Örk Hveragerði laugardagskvöld 29.7. Hver verður svo heppin að hljóta titilinn blómadrottning 1989 og fá Evrópuferð með Arnarflugi? Aldurstakmark 18 ár Snyrtilegur klæðnaður í Fnllbúin hjólhýsi á tjaldvagnavexði j [ Engin útborgun -12 mán. raðgreiðslur 1 Sýnum alla daga hin vinsælu PREDOM hjólhýsi og kerrur. Eigum takmarkað magn afþessum sívinsælu hjólhýsum og kerrum sem selst hafa upp á skömmum tíma undanfarin ár. Komið og kynnið ykkur þær nýjungar sem nu er boðið upp á og tryggið ykkur hús í tíma. Innifalið í verði: Svefnpláss fyrir 2 til 4, tveggja hellna eldavél, vaskur með rennandi vatni os niðurfaluTinniljós, fataskápur, tvö borð með sætum fyrir o manns, sÓlúga klósetklefi, burðarkassi fyrirrafhlöður og gaskúta, sjáfvirkar bremsur, stuðnings- tjakkar á öllum nomum, tvofalt gler, fullkominn ljósabún- aður, fortjald og margt fleira. Allt þetta á verði frá kr. 230.000.- fhver býður betur ?1 Vélar og Þjónusta Jámhálsi 2, súni 91-83266 NÚ ER VF.ÐRIÐ FYRTR H.IÓT.HYSTN ! Verð með fortjaldi kr. 230.000.- SPÁNN ^ Miðjarðarhafið Sikiley TUNIS > Trípolí ALSÍR Flugvélin var að koma frá S-Kóreu og hrapaði í lendingu DVJRJ Suður-kóresk DC-10 vél brotlenti utan (lugvallarins í Trípóli í Líbýu. Efnahagslegt sjálfstæði Eystra- saltsríkjanna? Háttsettur sovéskur embættismað- ur gaf í skyn í gær að ráðamenn í Moskvu hefðu samþykkt áætlun um aukið efnahagslegt sjálfstæði handa Eystrasaltsríkjunum, Eistlandi, Lett- landi og Litháen, frá og með 1990. Anatoly Lukyanov, fyrsti varafor- seti, hvatti efri deild til að sam- þykkja áætlun lýðveldanna á fundi hennar í dag. Sagöi hann nauösyn á að leyfa ráðamönnum í lýðveldunum þremur fjárhagslegt sjálfstæði frá og meö 1. janúar næstkomandi. Samkvæmt áætluninni hefðu ráöa- menn í Eystrasaltsríkjunum yflr- stjórn eigin fjárlagafrumvarpa sem og samgöngumála, iðnaðar, verslun- ar og náttúrulegra auðæfa. Talið er að efnahagsleg sjálfstjóm ’í lýðveldunum auki enn við þær pól- itísku umbætur sem nú eiga sér staö þar. íbúar þeirra hafa farið fram á aukið sjálfstæði í ákvarðanatöku er varða þá og í gær söfnuðust um eitt hundrað þúsund manns saman í Riga, höfuðborg Lettlands, þar sem þess var krafist aö lýðveldið tæki þátt í sjálfstæðisbaráttunni. Reuter Forsætisráðherra Eistlands, Indrek Toome, og leiðtogi kommúnistaflokksins í lýðveldinu, Algiras Brazauskas, ræðast við. Simamynd Reuter Howe vildi ekki inn- anríkisráðuneytið Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, reyndi í gær að draga úr skaöanum vegna uppstokk- unar ríkisstjómar sinnar sem stjóm- arandstaðan hefur lýst sem algjöru klúöri. Bresk dagblöð hafa skýrt frá því aö sir Geoffrey Howe utanríkis- ráðherra hafi verið boðin staöa inn- anríkisráöherra án vitundar Douglas Hurd sem gegndi því embætti og hélt því eftir uppstokkunina. Howe hafnaði boði um innanríkis- ráðuneytið eftir löng samtöl við fjöl- skyldu sína og vini og þáði með hálf- um hug hitt boð Thatchers, forystu í neðri deild þingsins. Hann krafðist þess einnig að fá stöðu aðstoðarfor- sætisráðherra og formennsku nokk- urra mikilvægra nefnda í þinginu. Embættismenn, sem eru yflrleitt fljótir til að vísa á bug ósönnum eða óþægilegum fréttum, vildu hvorki játa né neita fréttum blaðanna. Stjómmálaskýrendur segja að upp- stokkun stjómarinnar hcifi haft slæm áhrif á samband Thatchers við þrjá helstu samstarfsmenn hennar, Howe, Hurd og Nigel Lawson fjár- málaráðherra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.