Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1989, Síða 15
FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1989.
15
Burt með lífeyrissjóðabáknið
„Samvinnusjóðurinn er ekki einn um að eiga húseignir langt umfram
eigin þarfir", segir m.a. í greininni.
Óánægja fer nú vaxandi meðal
fólks með hina almennu Ufeyris-
sjóði. Það sýnir fjöldi lesendabréfa
og aukin umræða um þessi mál
sem öll beinist í sömu átt. Þessi
umræða verður ekki þögguð niður
þótt stjómendur sjóðanna þegi
þunnu hljóði: Þarna er um hags-
muni fjölda fólks að ræða. Nú hefur
nefnd 17 manna setið á rökstólum
í 10 ár og skilaði uppkasti að frum-
varpi á vordögum árið 1987, það var
fyrir tveimur árum.
Frumvarp þetta átti að leysa for-
tíðarvanda sjóðanna, það er vandi
sem ég vildi gjarnan fá nánari skýr-
ingu á og þá á skiljanlegu máli.
Lítið hefur verið fjallað um starf-
semi þessarar nefndar þótt tillögur
hennar snerti afkomu margra um
ókomin ár ef þær verða að lögum.
Er afraksturinn svo lítill af 10 ára
vinnu að það tekur því ekki að
ræða um hann? Eða átti þama eitt-
hvað að fara hljótt? Eða komst
þessi nefnd að því að hún hreinlega
réð ekki við verkefnið?
Hver skyldu svo laun þessarar
nefndar hafa verið? Eitt er víst að
hafi hún fengi greiðslur fyrir þessi
nefndarstörf eru það skattgreið-
endur sem borga að lokum.
Mikill kostnaður
Nú era upp undir 100 lífeyrissjóð-
ir starfandi í landinu og það er
augljóst að kostnaður við rekstur
þeirra er mikill, jafnvel upp í 40%
af tekjunum. Auk heldur þarf hús-
næði og tækjakost fyrir reksturinn,
t.d. em lífeyrissjóðir skrifaðir fyrir
35 símum hér á höfuðborgarsvæö-
inu samkvæmt símaskrá.
Nú er Samvinnusjóðurinn að
íhuga kaup á 1340 m2 húseign, hann
átti fyrir 700 m2 húsnæði sem hann
nýtti ekki allt í eigin þarflr. Sjóður-
inn þarf aðeins að breyta sínum
eigin lögum til að kaupin geti farið
fram. Það virðist ekki standa á að
breyta lögum og reglum þegar það
hentar forráöamönnum sjóðanna.
Samvinnusjóðurinn er ekki einn
um að eiga húseignir langt umfram
eigin þarfir, þvert ofan í þau lög
sem þeim vora sett í upphafi.
Varla er þama verið að vinna í
þágu sjóðfélaga og ekki njóta þeir
Kjallariim
Sigrún Lilja Bergþórsdóttir
húsmóðir
þeirra milljóna sem það kostar að
reka sjóðina. Ekki er vitað ná-
kvæmlega hve miklar eignir eru
bundnar í lífeyrissjóðunum en þar
er um þó nokkra milljarða að ræða.
Samt er verið að tala um greiðslu-
erfiðleika til sjóðfélaga og rætt um
að skerða réttindi þeirra. - Er það
ekki kaldhæðnislegt gagnvart því
fólki sem hefur greitt iðgjaldið sitt
um áratugi og talin trú um þessi
og hin réttindi?
Samræmist það lögum að koma
svona aftan að fólki? Annað úrræði
er að hækka iðgjald. Ég veit ekki
betur en það sé verið að því þessi
árin með því að láta fólk greiða af
öllum launum, þ.e. eftir- og nætur-
vinnu. Þriðja ráðið er svo að leggja
skatt á alla landsmenn til aö rétta
við sjóðina. Til hvers þarf tvö skatt-
heimtukerfi bæði með tilheyrandi
bákni?
Menn hafa hætt vinnu í fullu
starfi þar sem 5 ára reglan hefur
gilt til þess að fá meðaltal launa
síðustu 5 starfsára hærra og þar
af leiðandi hærri eftirlaun úr
sjóðnum sínum. í þeim tilfellum
virðast ekki gilda ævitekjur.
Hvað um framtíðarvandann?
í október 1986 sótti framkvæmda-
sfjóri Landsambands smábátaeig-
enda um undanþágu til greiðslu í
lífeyrissjóð fyrir aldraða trillusjó-
menn, þ.e.a.s. menn sem komnir
voru yfir sjötugt. Beiðninni var
hafnað og benta á 11. grein í reglum
Lífeyrisjóðs sjómanna en þar
stendur. „Ekki skal reikna stig fyr-
ir tíma eftir lok þess mánaðar er
sjóðfélagi nær 75 ára aldri.“
Þessir menn höíðu stundað sjó-
mennsku lengstum á starfsævi
sinni og ekki greitt í sjóði svo þeir
njóta htilla réttinda þótt þeir borgi
í 2-3 ár. Það er ekki seinna vænna
að ná peningum af þessum gömlu
mönnum! Þetta er kannski um-
hyggja fyrir gamla fókinu í verki.
Fólki, sem hefur fyllilega skilað
sínu til þjófélagsins og látið ógert
að lifa á lánum og plastkortum.
Fyrir 12 áram var byijað að leita
lausna á fortíðarvanda sjóðanna en
hvað um framtíðarvandann? Er
ekki orðiö brýnt að leitaTausna á
honum? Hvemig skyldi hann verða
eftir 10 ár með sama áframhaldi?
Hefur það ekki of oft gerst að
heimavinnandi maki, þ.e.a.s. kon-
an, hefur boriö skarðan hlut frá
boröi við skilnað eftir áratugahjú-
skap? Hún hefur staðið uppi rétt-
indalaus þrátt fyrir að hafa um
árabil átt þátt í greiðslum í sjóði
ásamt manni sínum. Gleymdist að
gera ráð fyrir þeim möguleika þeg-
ar lögin um sjóðina vora samþykkt
á sínum tíma?
I banka í hverjum landshluta
Hvað er á móti því að hver og
einn eigi sinn skyldusparnað innan
banka, hjón sameiginlegan, sem
skiptist til helminga ef til skilnaðar
kemur, ef eftirlifandi maki eigi
einn. Era þessar reglur svo einfald-
ar að þær era ómögulegar? Það
ætti ekki að vera vandamál að hafa
þennan skyldusparnað innan
banka í hverjum landshluta eins
og orlofsfé og skyldusparnað ung-
menna. Það er að segja ef stjórn-
málamenn bæru hagsmuni sjóð-
félaga fyrir brjósti.
Og þá væri einu bákninu færra.
Sannleikurinn er sá að þjóðin er
að shgast undan yfirbyggingunni.
Eina mótbáran gegn þessu fyrir-
komulagi er að fólk njóti örorku,
barna- og makalífeyris langt um-
fram það sem það hefur greitt.
Fólk nýtur lífeyris frá Trygginga-
stofnun ríkisins, það má hækka
þær greiðslur. Og hvar skyldi eiga
að taka peninga til þess? Til dæmis
þegar fólk fer að fá allan skyldu-
sparnaðinn sinn til baka þá er
hægt að fella tekjutryggingu niður
og kannski væri hægt að finna
fleiri matarholur ef vel væri að gáð.
Aht tal um að fólk æth að
skammta sér lífaldur eftir starfslok
er útúrsnúningur. Ef sjóðfélagi fær
inneign sína greidda út á 20 árum
og er þá enn á lífi er varla mikiö
mál fyrir Tryggingastofnun ríkis-
ins að taka við. Þaö er nefnilega
langur vegur á mhli þess að borga
fólki tekjutryggingu strax við 67
ára aldur eða 87 ára aldur. Hvers
vegna heyrist ekkert frá verkalýðs-
foringjum um þessi mál? Eru þeir
ekki að vinna í þágu þeirra sem
minna mega sín? Eða þá stjórn-
málaflokkarnir sem auglýsa sig
sem vini htla mannsins, hvar eru
þeir? Hver þorir og vih berjast fyri
r rétti lífeyrissjóðsgreiðenda? Aug-
ljóst er að breytinga er þörf fyrr
en seinna en þær verða að vera ti
1 bóta og í þágu þeirra sem eiga að
njóta sinna eigin peninga.
Sigrún Lilja Bergþórsdóttir
„Hvers vegna heyrist ekkert frá verka-
lýðsforingjum um þessi mál? Eru þeir
ekki að vinna í þágu þeirra sem minna
mega sín?“
Stór áfangi hjá stúdentum HÍ
Á dögunum afgreiddi háskólaráð
frá sér thlögur að breytingum á
lögum um Háskóla íslands, einkum
hvað varðar yfirstjórn hans. Megn-
iö af þeim kom frá svokallaðri
stjórnsýslunefnd sem starfað hafði
undanfarin tvö ár. Við sem erum
fuhtrúar stúdenta í háskólaráði
lögðum th að ýmsu úr safni nefnd-
arinnar yrði breytt og komst margt
af því í gegn. Þar réð sennilega
mestu rækilegur undirbúningur
mála og órofa samstaða stúdenta.
Námsráðgjöf
sjálfstæð stofnun
Helsti áfangi okkar stúdenta var
að námsráðgjöf var gerð að sjálf-
stæðri stofnun innan HÍ en ekki
sett undir eitt af sex sviðum stjórn-
sýslunnar - kennslusvið. Náms-
ráðgjöf er ekki gömul þjónusta við
stúdenta. Hún hófst árið 1981. Á
þessum tíma hefur hún vaxið og
dafnað. Starfsmenn námsráðgjafar
eru þrír og sinna þeir vaxandi
fjölda stúdenta. Árið 1987 leituðu
852 stúdentar th þeirra, ári síðar
voru þeir orðnir 1375 og það sem
af er þessu eru þeir nálægt 700 svo
það stefnir í enn meiri aukningu. Á
mihi stúdenta og námsráðgjafar
verður að ríkja fuhur trúnaður því
að oft þarf að taka á viðkvæmum
málum einstakhnga.
Við töldum ekki rétt að setja
námsráðgjöf undir kennslusvið af
þeirri ástæðu að þar með væri
kominn skipulagslegur mhhhður á
mihi starfsmanna hennar og rekt-
Kjallarinn
Pétur Már Óiafsson
fulltrúi Röskvu i háskólaráði
ors. Þetta leiddi til þess að ekki ríkti
sami trúnaður milli stúdenta og
námsráðgjafar og áður. Einnig gæti
verið erfitt fyrir framkvæmda-
stjóra kennslusviðs að vera yfir
kennslu og prófum í skólanum
annars vegar og námsráðgjöf hins
vegar en ágreiningsefni og vanda-
mál í kringum þessa þætti lenda
oft hjá námsráðgjöfum. Og þá er
erfitt að sitja beggja vegna borðs-
ins.
Með því að gera námsráðgjöf að
sérstalö-i stofnun opnast möguleik-
ar th að bæta enn þjónustuna við
stúdenta, t.d. að færa hana meira
út í deildirnar sjálfar.
Áfrýjunarréttur tryggður
Háskólaráð samþykkti einnig til-
lögu stúdenta um að ráðið væri
æðsti ákvörðunaraðili innan skól-
ans nema annað væri ótvirætt tek-
ið fram í lögum eða reglugerðum.
Þannig hefur þetta verið en tihaga
stjómsýslunefndar um breytingar
á 9. grein stefndu þessu í voða að
okkar mati. Einnig var leitað til
ýmissa lögfræðinga sem tóku undir
sjónarmiö okkar. í 9. greininni
stendur: „Deildir eru sjálfráðar um
eigin málefni innan þeirra marka
er sameiginlegar reglur háskólans
setja.“ Ef háskólaráð hefði feht til-
lögu okkar um æðsta vald ráðsins
var að okkar mati hætta á þvi að
stúdentar og aðrir háskólaborgar-
ar gætu ekki skotið úrskurði deild-
ar th ráðsins. Við vildum tryggja
að þessi réttur héldist enda er hann
ákaflega mikhvægur.
Fleiri stúdentar í deildar-
og skorarráðum
Við fengum því einnig framgengt
að fulltrúum stúdenta fjölgar víða
í deildar- og skorarráðum. Lög um
Háskóla íslands sögðu að tala stúd-
enta skyldi ekki vera lægri en tveir
sem þýddi að þeir voru heldur ekki
fleiri. Nú verður það hins vegar
þannig að stúdentar hafa tvo fuh-
trúa á móti átta kennurum og siðan
einn fyrir hverja fimm.
Við komum því einnig í gegn að
nú skulu námsnefndir hka starfa í
skoram en þær hafa fram að þessu
eingöngu verið til í deildum og
námsbrautum. Með þessu festum
við nefndirnar í sessi. Þar hafa
stúdentar jafnmarga fulltrúa og
kennarar og þótt námsnefndir séu
aðeins ráðgefandi eru þær góður
vettvangur th að hafa áhrif á
kennslugreinar.
Deildarforsetar ekki kjörnir
af öllum-að sinni
Því miður felldi háskólaráð
naumlega thlögu okkar um að
dehdarforsetar skyldu kjörnir á
sama hátt og rektor. Við vildum að
ahir stúdentar í hverri dehd
greiddu atkvæði um þá og ghtu
atkvæði þeirra þriðjung á móti
tveimur þriðju hjá kennurum.
Stjórnsýsluthlögurnar miðuðu aö
því m.a. að auka vald deildarfor-
seta og fannst okkur því rétt að
hann sækti það th ahra þegna há-
skólasamfélagsins. Nú er hann
kosinn á dehdarfundi og eiga stúd-
entar þar vissulega fulltrúa en þeir
eru því miður ekki þriðjungur
fundarmanna.
Þó að thlagan hafi verið fehd að
vþessu sinni er ljóst að tíminn vinn-
ur með okkur. Þróunin er í átt th
meira lýöræðis og þess vegna er
svo sem engin ástæða til aö ör-
vænta. Við munum hins vegar
kynna Alþingi hugmyndir okkar
og hvernig atkvæðagreiðslan fór
(8-7). Máhnu er því ekki lokið.
Sameinuð erum við sterk
Breytingartihögur okkar skipta
stúdenta töluverðu máh. Námsráð-
gjöf öðlast svigrúm th að vaxa og
dafna, stúdentar fá tækifæri th að
hafa aukin áhrif á hverja kennslu-
grein og réttaröryggi okkar er
tryggt.
Afgreiðsla háskólaráðs á thlög-
um stúdenta sýnir aö við getum
haft áhrif. Við erum með fjóra full-
trúa af sextán. Ef við kynnum mál
okkar vel og rækilega, undirbúum
þau vel, komum fram sem einn
samstæður hópur getum við náð
góðum málum í gegn. Og það verð-
um við að gera.
Pétur Már Ólafsson
„Námsráðgjöf öðlast svigrúm til að
vaxa og dafna, stúdentar fá tækifæri
til að hafa aukin áhrif á hverja
kennslugrein og réttaröryggi okkar er
tryggt.“