Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1989, Side 18
Íþróttír
Sígrí fagnað í mestu hjólreiða-
keppni heims ár hvert, Tour de Fran-
ce. Það er Bandaríkjamaðurinn
Greg LeMond sem sigraði í karla-
flokki eftir harða keppni við Frakk-
ann Laurent Fignon.
Símamynd/Reuter
Severiano Ballesteros frá Spáni tókst ekki að verja titil sinn
á British Open golfmótinu á dögunum en hann hefur þrívegis sigrað á
mótinu. Á þessari gullfallegu golfmynd sést Baliesteros slá upp úr sand-
gryfju og víst er að golfmyndir verða ekki miklu betri. Símamynd/Reuter
TárÍn streymdu niður kini
þessa ítalska hjólreiðamanns
hann tók við verðlaunum sínum f
ir einn hluta Tour de France hj
reiðakeppninnar. Símamynd/Reu
Mark Calcavecchia vann óvænt-
an sigur á British Open golfmótinu
um síðustu helgi. Hér sést hann
smella kossi á sigurverðlaunin.
Símamynd/Reuter
'Bestu íþróttamenn heims eiga yfirleitt ekki í fjárhagserfiðleikum og hnefaleikakappinn Mike Tyson er þar engin undantekning. Á
dögunum barðist hann við Carl Williams um heimsmeistaratitilinn i þungavigt og tók það Tyson skamma stund að sigra andstæðing sinn. Don King,
stuðningsmaður Tysons, sagði fyrir bardagann að hann myndi gefa Tyson 100 þúsund dollara ef hann rotaði Williams í fyrstu lotu. Það gerði Tyson og hér
sést hann með peninga, jafnvirði um 5,5 milljóna króna. Símamynd/Reuter
ÞeSSÍ skemmtilega og frábæra
tennismynd var tekin af hinum unga
og efnilegi Andre Agassi frá Banda-
ríkjunum er hann lék listir sínar í
móti á dögunum.
Símamynd/Reuter
BorÍS Becker frá Vestur-Þýska-
landi hefur á þessu ári þénað sem
svarar til tæpra 50 milljóna króna.
Símamynd/Reuter
„Niður með þÍQ, gæti Lee Trevino, einn þekktasti kylfingur
heims, verið að segja á þessari mynd er hann horfir með tilþrifum á eftir
pútti á British Open stórmótinu á dögunum. Trevino lék mjög vel fyrsta dag
mótsins en gaf síðan eftir enda kappinn orðinn um 50 ára gamall.
Símamynd/Reuter
Evander Hoiyfieid, þeldökkur
hnefaleikamaður frá Bandarikjun-
um, sést hér með sigurlaun þau er
hann fékk fyrir að sigra og rota Adil-
son Rodrigues i 2. lotu í viðureign
þeirra um bandaríska meistaratitil-
inn. Símamynd/Reuter
FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1989.
stúfar
Emil Thoxareaisen, DV, Eskifirði:
Um næstu helgt fer
fram opna lands-
bankamótiö í golfi á
Eskifiröi. Aö sögn
mótsstjórans, Auðbergs Jóns-
sonar, héraðslæknis á Eski-
firði, vonast hann eftir góðri
þátttöku, enda búinn aö panta
þetta eina sanna „austfirska
veður“. Það ætti því að vera
kjörið fyrir þá sem stunda golf
en búa sunnanlands að bregða
sér austur í hlíðuna og leika
golf. Spilaðar verða 36 holur og
er mótið opið öllum sem áhuga
hafa. Sérstök aukaverðlaun
verða veitt þeim sem kemst
næst holu í höggi á fióruin
-brautum.
Naumur sigur hjá
Brasiliumönnum í sparkí
Landslið Brasilíu er
ekki sanníærandi
þessa dagana og fyrir
skemmstu sigraöi
það lið Japans með eins marks
mun, 1-0, á heimavelli Brasil-
íumanna. Staðan í leikhléi var
jöfn, 0-0, en sigurmarkiö skor-
aði Bismarek á 74. mínútu.
Ekki er hægt að segja að upp-
selt hafi verið á leikinn því að
aöeins þrjú þúsund áhorfendur
lögðu leið sína á hann.
Paul McGrath sefdur
til Aston Vitla
Graham Taylor,
framkvæmdasfióri
enska knattspyrnu-
liðsins Aston Villa,
tók mikla áhættu á dögunum
er hann festi kaup á írska
landsliðsmanninum Paul
McGrath frá Manchester Un-
ited. Kaupverðið var 400 þús-
und pund en McGrath hefur
lítiö getaö leikið með United að
undanfómu vegna þrálátra
meiðsla. Þá hefúr hann einnig
átt við áfengisvandamál að
stríða. Taylor sagði í gær að
aliar læknaskýrslur sýndu að
McGrath gæti heilsu sinnar
vegna leikið knattspyrnu og
sjálfur sagði McGrath: „Mér
líöur ágætlega í hnjánum þessa
dagana og svo lengi sem það
ástand varir get ég leikið knatt-
spymu.“ Aston Villa hefur
einnig keypt Danann Kent Ni-
elsen frá danska liðinu Brönd-
by og var kaupverðið 500 þús-
und pund.
Brasilíumaöur til
Bayer Leverkusen
Porráðamenn Flam-
engo í Brasilíu hafa
lýst því yfix að fyrir-
liöi liðsins og einnig
brasilíska landsliðsins í knatt-
spymu, Jorginho, hafi verið
seldur til vestur-þýska félags-
ins Bayer Leverkusen. Jorgin-
ho, sem leikur stöðu hægri bak-
varðar, fékk mjög gott tilboð
frá Leverkusen sem hvorki
hann né Flamengo gátu hafnað.
„Við reyndum að halda í hann
en tilboðið var einfaldlega of
gott. Engu að síður erum við
vonsviknir yfir því að hafa
misst af Jorginhosagði Josef
Berenzstejn, varaforseti Flam-
engo. Sjálfur sagði Jorginho:
„Þetta eru stórkostlegir tímar
fyrir mig. Ég hef nýlega eignast
mitt fyrsta bam og í kjölfarið
kom þetta glimrandi tilboð frá
Leverkusen. Félagi minn hefur
leikið með Leverkusen og sagöi
mér aö ég yrði ekki fyrir von-
brigðum. Þessi ummæli vöktu
hjá mér áhuga og ég hlakka til
að læra þýskuna,“ sagði Jorg-
inho sem er 25 ára gamall.
Símamyndir frá erlendum íþróttaviðburðum: