Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1989, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1989, Síða 26
34 FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1989. Smáauglýsingar - Sími 27022 Þverholti 11 ■ Verslun Hjolaskautar, hjólabretti, öryggishjálm- ar. Einnig úrval af útileikföngum, s.s. badmintonsett, körfuboltanet, tennis- og blaknet, skottennis og m.fl. Póst- sendum. Tómstundahúsið hf., Lauga- vegi 164, sími 21901. Ódýrar jeppa- og fólksbilakerrur, verð frá kr. 44.900, 15 þús. útb. og eftir- stöðvar á 4 mán. meðan birgðir end- ast. Allar gerðir af kerrum, vögnum og dráttarbeislum. Opið alla laugar- daga. Veljum íslenskt. Víkurvagnar, Daíbrekku, s. 91-43911,45270 og 72087. ■ Sumarbústaðir Sumarhús Edda. Þetta vandaða og fallega sumarhús er til sölu. Fullbúið, með rafmagns- og pípulögn. Mjög hag- stætt verð. Er til sýnis við verslunina Kjörval í Mosfellsbæ. Uppl. í síma 666459. ■ Bátar Þessi skemmtibátur, „Saga 25 CC“, höfum við til sýnis og sölu í Snarfara, Reykjavík, milli kl. 18 og 19 alla daga vikunnar. Uppl. í síma 91-641344 og á kvöldin í síma 91-667322. Höfum til sölu og sýnis i Snarfara, Rvik, milli kl. 18 og 19 alla daga vikunnar þennan glæsta norska skemmtibát, „Saga 27 AC Classic”. Uppl. í síma 91-641344 og á kvöldin sími 667322. ■ BOar til sölu Jaguar XJ 4, árg. '73, tilboó, hvitur, Mazda 626, árg. '80, ekinn 100.000, silf- ur, 2,0 vél, Datsun Sunny '82, ekinn 100.000, grænsans, MMC Sapporo '81, ekinn 40-50.000 á vél, blár, Volvo 244 DL, ekinn 130-140.000, '78, grænn. S. 16740. Til sölu Toyota 4 Runner SR-5 EFI '86, ekinn 52 þús., upphækkaður, 33" dekk á krómfelgum, drifhlutföll 5.70, loft- læsing aftan. Uppl. í síma 84222 og 985-25121. Chevrolet Suburban Silverado '85 m/öllu til sölu, 3 sætaraðir, 6,2 dísil, 4x4. Verð 1.800.000, skuldabréf eða skipti á mun ódýrari koma til greina. Bíiasalan Braut, símar 681502 og 681510. Til sölu Volvo F 610, árg. '84, ekinn 119.000, tilboð óskast. Uppl. í síma 985-21120. Nú er hægt að hringja inn smáauglýsingar og greiða með korti. il«i Þú gefur okkur upp: Nafn þitt og heimilisfang, sima, nafnnúmer og gildistíma og númer greiðslukorts. • Hámark kortaúttektar i síma kr. 5.000,- • SMÁAUGLÝSINGADEILD ÞVERHOLTI 11 SÍMI 27022 Ch. Blazer S-10 '85, sjálfskiptur m/ vökvastýri, Taho innrétting og fl„ ath. skipti á ódýrari. Bílasala Brynjólfs, Vatnsvegi 29a, Keflavík, símar 92-14888 og 92-15488. Toyota Tercel '83, ameríska týpan, til sölu, verðhugmynd 430 þús. Til greina kemur að taka amerískan skutbíl upp í kaupverð. Uppl. í síma 13009 e.kl. 19. Saab 9000Í til sölu, árg. '86, mjög vel með farinn bíll, ekinn 51 þús. km, raf- magn í rúðum og læsingum, vökva- stýri, ný vetrardekk fylgja, verð 1080 þús., skipti á 3-400 þús. kr. bíl mögu- leg. Uppl. í síma 31814. MMC Starion 2000 turbo '82 til sölu, ekinn 117 þús. km, innfluttur 1988, ný innspýting, forþjappa og ryðvöm, lakk mjög gott, 170 ha. mótor - aftur- drif, alvörusportbíll í toppstandi. Verð 660 þús. kr. Uppl. í síma 38741. Ford Bronco II XL '87 til sölu, ekinn 20.000 mílur, beinskiptur, upphækk- aður. Allar nánari uppl. í síma 621876. M. Benz 280 SE '84 með öllum hugsan- legum aukahlutum, ath. skipti á ódýr- ari. Bílasala Brynjólfs, Vatnsvegi 29a, Keflavík, símar 92-14888 og 92-15488. Toyota LandCruiser, bensín, árg. '86, toppbíll, ath. skipti á ódýrari. Bílasala Brynjólfs, Vatnsvegi 29a, Keflavík, símar 92-14888 og 92-15488. Til sölu Volvo 245, árg. '78, litur vel út, er á nýjum dekkjum. Vetrarekk á felg- um fylgja. Uppl. í síma 43272 eða 71874. BMW 316 '88, ekinn 10.000, glæsilegur bíll. Bílasala Brynjólfs, Vatnsvegi 29a, Keflavík, símar 92-14888 og 92-15488. ■ Ymislegt Gamalt sveitabýli til sölu við Hvols- völl. Húsinu fylgir 5600 fm lóð. Uppl. í síma 91-651444. Brosmildur yfirrabbíni gyðinga í Danmörku, Bent Melcior, t.v., skoðar fisk- inn ásamt Jóni Friðjónssyni, forstjóra Hvaleyrar í Hafnarfirði, í gær. Mel- cior skoðaði framleiðsu fyrirtækisins i þeim tilgangi að geta sett K-merkið - gæðastimpil gyðinga - á neysluumbúðirnar. Með því móti geta margar milljónir bandariskra gyðinga keypt þennan fisk, fullvissir um að hann hef- ur verið gæðaprófaður af einum af yfirrabbínum þeirra. Melchior leist vel á fiskinn og allar aðstæður. Hann sagði að samkvæmt bibliunni skipti hrein- leikinn og óblönduð vara mestu máli DV-mynd JAK íslensk fiskframleiðsla: Markaður hjá milljónum gyðinga að opnast í Bandaríkjunum - yfirrabbíni gæöaprófaöi fisk í Haínarfiröi í gær í gær kom yfirrabbíni gyðinga í Danmörku, Bent Melchior, til lands- ins til að leggja blessun sína yfir framleiðsluvörur Hvaleyrar í Hafn- arfirði. Tilgangurinn með skoðun- inni er að gyðingar í Bandaríkjunum geti keypt framleiðsluvörur fyrir- tækisins samkvæmt þeirra trúar- brögðum. Ef varan stenst skoðun hans mun K-merki gyöinga (Kosher) verða sett á umbúöimar - sanntrúaðir gyðing- ar mega þá neyta vörunnar. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem vöru- skoðun af þessu tæi fer fram hérlend- is. Ákveðnar reglur gilda um hvaða fisktegundir era viðurkenndar og hvaða fisks er neytt - t.d. er skelfisk- ur ekki neysluvara gyðinga. Melcior býr í Danmörku, sem er á sama svæði og ísland og Færeyjar hvað þessar athafnir snertir - því var bandarískur gyðingur ekki fenginn til þess ama. Melchior er reyndar ekki sérfræðingur í fiskvinnslumál- um. Hins vegar hefur hann farið víða til að kanna matvælaframleiðslu fyr- ir gyðinga í Danmörku. Gyðingar vilja sannfærast um að engin óleyfi- leg efríi blandist fiskinum. Að sögn Öldu Möller hjá SH þarf hann í rauninni ekkert að kynna sér frystingu eða pökkunarreglur. Það er bara húsið og meðferö fisksins sem skiptir meginmáh. Hins vegar er ekki um neina leynd að ræða. Hér er aðeins um matvælareglur og gæð- astimpil að ræða sem við annað hvort fáum eða fáum ekki. í Banda- ríkjunum er þessi gæðastimpill fyrir miklu fleiri heldur en bara gyðinga sem sjá ákveðið öryggi í þessu K- merki,“ sagði Alda. Nýr markaður að opnast í Bandaríkjunum DV átti einkaviðtal við rabbínann að lokinni skoðun um frystihúsið: - Nú hefur enginn rabbíni komiö hingað áöur vegna gyðinga í Banda- ríkjunum - þýðir það að hér sé að opnast markaður hjá mörgum millj- ónum Bandaríkjamanna 1 fyrsta skipti? „Það mun vera rétt, að miklu leyti. Hins vegar eru ekki alhr gyðingar jafnstrangir gagnvart okkar reglum. En hér er að opnast möguleiki fyrir þá sem fara eftir reglum gyðinga og líta ávaht á K-merkið á umbúðunum. Ég fæ hér tækifæri til að koma til íslands og framkvæma þá aukaskoð- un sem þarf að fara fram á matvöra fyrir mitt fólk. Þegar ég skrifa undir þá á ég að hafa séð og fullyrt að þessi vara standist allar kröfur okkar. Hér hefur verið tekið fyrsta skrefið til að þjóna mjög stóram viðskipta- mannahópi í Bandaríkjunum sem gerir meiri gæðakröfur. A okkar dög- um er mikið eftirht með aukefnum og lögð áhersla á hvað maður lætur inn fyrir sínar varir. Maður á að passa jafnvel það sem maður lætur upp í sig eins og það sem látið er út úr sér. Þess vegna þykir mér vænt um að hafa komið hingaö og geta staðfest að hér sé aht hreint og fari eftir kröfum okkar. Mér finnst af hinu góða að koma hingað til íslands í þessum tilgangi. Undir þessum kringumstæðum finnst mér ég vera nágranni ykkar.“ - Hvað finnst þér um framleiðsluna hér? „Ég veit að þetta er hrein vara. Þannig eru okkar vandamál út af fyrir sig leyst og svarað þeim kröfum sem lögin í biblíunni segja til um. Okkar vandamál í dag felast í því að fæðan blandast ýmsum aukefnum og vegna þess er ég hingað kominn.” - Feröast þú tíl landa utan Dan- merkur? Já ég hef farið tU Færeyja og Pól- lands þar sem engir gyðingar eru. Ég þarf ekki að fara t.d. til Englands þar sem þar er rabbíni. Það er mögu- legt að ég komi hingað aftur ef ástæöa þykir til vegna annarrar vöra.“ Gott frumkvæði frystihússins - Hvenær kemur staðfesting þín um vörana hér? „Það verður í byrjun næstu viku, reikna ég með. Mér finnst það gott framtak hjá verk- smiðjunni hér að að fá hingað mann til þess að leggja blessun sína yfir vörarnar, sem þarf tU í þessu tilfelli. Mér finnst aðalatriðið að skoðanir minnihlutahópa eins og gyöinga séu virtar - og að margar ólíkar mann- gerðir geti búið á sama staö. Það er gott fyrir samfélagið að ólíkir hópar starfi saman. En ég vU taka fram aö við rekum ekki áróður fyrir okkar trú. -ÓTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.