Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1989, Side 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn.
Frjálst,óháð dagbiað
FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1989.
Kærir ekki árásina:
Lögreglan
_ rannsakar
málið samt
Að sögn lögreglunnar í Kópavogi
er ætlunin að rannsaka nánar lík-
amsárás þá sem varð á Alfhólsvegi í
fyrrinótt. Telur lögreglan að hér sé
unglingaklíka að verki. Munu vera
uppi ákveðnar hugmyndir um það
hveijir hafi staðið að árásinni.
Pilturinn, sem varð fyrir árásinni,
er nú kominn heim til sín. í samtali
við DV sagðist hann ætla að halda
kyrru fyrir þar í nokkra daga að
læknisráði. Averkar hans reyndust
ekki eins alvarlegir og talið var í
fyrstu. Hann ætlar ekki að kæra ár-
ásina.
* Pilturinn, sem ekki vildi láta nafns
síns getið, sagði að hann hefði séð
árásarmennina áður og taldi að þeir
tilheyrðu unglingaklíku. Hann sagði
að þeir hefðu ráðist að sér og hann
hefði fengið hnefa í andlitið um leið
og hann hefði orðið þeirra var. Eftir
það hefðu þeir veist að sér með högg-
um og spörkum.
Rannsókn málsins er í höndum lög-
reglunnar í Kópavogi en ekki Rann-
sóknarlögregluríkisins. -SMJ
* Margeir Pétursson:
Slappaði af
í bíói eftir
sigurskákina
Margeir Pétursson sigraði Danann
og alþjóðlega meistarann, Erling
Mortensen, í um fjögurra klukku-
stunda langri skák á Norðurlanda-
mótinu í skák í gær.
Hann er nú efstur á mótinu með
6 Vi vinning. Helgi Ólafsson vann Jón
L. Ámason í sinni skák og er nú í
2.-3. sæti ásamt Finnanum Yrjölá
með 6 vinninga. Simen Agdestein
1 hefur hlotið 5'/2 vinning en Hansen
og Larsen hafa 5 vinninga hvor.
Að sögn Sigríðar Indriðadóttur,
eiginkonu Margeirs, slappaði hann
af eftir skákina í gær og fór í bíó.
Margeir sagði að Yrjölá ætti eftir
erfiða andstæðinga í þeim fimm um-
ferðum sem eftir væru. „Hann á t.d.
eftir Bent Larsen, Simen Agdestein
og reyndar Margeir líka,“ sagði Sig-
ríður.
Ekki virðist þreyta hrjá Margeir
þó svo hann hafi nýlega háð erfitt
einvígi við Jón L. Amason um ís-
landsmeistaratitilinn og tekið síðan
þátt í 9 umferða móti í Bandaríkjun-
um þar sem tefldar vora að jafnaði
tvær umferðir á dag. í dag á Margeir
’ að tefla við alþjóðlega meistarann
Tisdal frá Noregi og mun Margeir
stýra svörtu mönnunum.-OTT
LOKI
Varla er formaður Borg-
araflokksins að upplýsa
flokksleyndarmál?
H ■ ■ ■ ■ ■
Eq vgii ekki
- segir Júlíus Sólnes, formaöur flokksins
„Eins og málin standa nú er ekk- okkur nánast ekkert af þeim. Eins „,Ég er mjög ánægður með að
ert slikt á döfinni. En ég veit ekki og ég hef margtuggið settum við fleiri og fleiri færast yfir á okkar
hvaö verður,“ sagði Júlíus Sólnes, fram ákveðin skilyrði fyrir stjórn- skoðanir í þessum málum,“ sagði
formaður Borgaraflokksins, um arþátttöku snemma i vor. Síðan Júlíus.
hugsanlega inngöngu flokksins í höfum við ekkert skipt okkur af Samkvæmt heimildum DV mun
ríkisstjóm Steingríms Hermanns- þessu rneir." Steingrímur boöa Júlíus á sinn
sonar. - Steingrímur Hermannsson lýsti fund innan skamms þar sem
Að sögn Júiíusar var lítið rætt þvi yfir 1 DV að htið bæri á milli ákveðið verður með hvaða hætti
um stjórnarþátttöku á þingflokks- sín og ykkar varðandi afnám láns- innganga Borgaraflokksins í ríkis-
fundi flokksins í gær. kjaravísitölu og lækkun matar- stjómina verður rædd.
„Það var ekki mikið. Við höfum skatts sem eru ykkar helstu stefhu- -gse
Mð sinnt þeim málum og skiptum mál.
■__
nvao verour
: . ■: : :'
: ■■■■= :
■
í rigningunni hér sunnanlands er jafngott að vera vel klæddur við heyskapinn. Slökkviliðsmenn voru í það minnsta
í fullum skrúða í gær þegar þeir voru að hirða hey á lóðinni við Slökkvistöðina í Reykjavík og því vissir um að
vökna ekki. DV-mynd S
Veðrið á morgun:
Þurrt fyr-
ir sunnan
Á morgun er gert ráð fyrir norð-
an- og norðvestankalda á landinu.
Norðan- og norðvestanlands verða
víða skúrir en þurrt að mestu ann-
ars staðar. Hitastigið verður mun
lægra en að undanfórnu eða 6-9
gráður í byggð, kaldara annars
staðar.
Tveir Svíar
grunaðir um
þjófnað í
Hagkaupi
„Þeir hafa fundið eitthvað á sér og
ætlað að koma sér úr landi. Svíinn,
sem komst úr landi, var með svo
mikla yfirvigt, um 18 kg, að hann
varð aö skilja eina ferðatösku eftir,
fulla af góssi,“ sagði Hinrik Hjörleifs-
son, aðstoðarverslunarstjóri hjá
Hagkaupi í Skeifunni, en um helgina
komst upp mikill þjófnaður, sem tal-
ið er að tveir sænskir piltar um tví-
tugt hafi staðið fyrir, á varningi úr
verslun Hagkaups. Þeir voru ráðnir
þangað um áramótin og starfaði ann-
ar í Kringlunni en hinn í Skeifunni.
Annar pilturinn slapp úr landi um
síðustu helgi en hinn var handtekinn
skömmu síðar í Leifsstöð. Sá sem
slapp var með mikinn farangur með
sér og hafði 18 kg í yfirvigt. Þrátt
fyrir það skildi hann úttroðna ferða-
tösku eftir í flugstöðinni.
Þar sem piltarnir bjuggu var æði
skrautlegt um að litast að sögn Hag-
kaupsmanna og góss út um allt -
meðal annars töluvert af geislaspil-
urum og svefnpokum. Ekki er vitað
hve miklu var stolið eða andvirði
þess en starfsmenn Hagkaups telja
það allverulegt.
Að sögn Þóris Oddssonar aðstoðar-
rannsóknarlögreglustjóra hefur
Svíanum, sem handtekinn var, verið
sleppt. Hefur ekki verið sett ferða-
bann á hann. Þá gerði RLR húsrann-
sókn á heimili þeirra. Þórir sagði að
málið yrði sent til Svíþjóðar með
beiðni um frekari rannsókn af hálfu
sænsku lögreglunnar. -SMJ
íslandsbanki:
Bankastjórar
verða þrír
Þrír bankastjórar verða við hinn
nýja íslandsbanka - einn frá hverj-
um hinna nýju eigenda - Iðnaðar-
bankanum, Verslunarbankanum og
Alþýðubankanum.
Sjö menn koma til með að skipa
nýja bankaráðið. Þau nöfn, sem hafa
verið nefnd, eru Brynjólfur Bjarna-
son og Haraldur Sumarhðason frá
Iðnaðarbanka, Ásmundur Stefáns-
son og Magnús L. Sveinsson frá Al-
þýðubankanum , Gísli V. Einarsson
og Jóhann Ólafsson frá Verslunar-
bankanum. Þá er talið að Kristján
Ragnarsson verði fuhtrúi Fiskveiða-
sjóðs í bankaráöinu.
SHteASHAcmn
GÆÐI -
GLÆSILEIKI