Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1989, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1989, Qupperneq 15
FIMMTUDAGUR !24Í ÁGUST l989. 15 Efnahagsáætlun dönsku ríkisstjórnarinnar Danska ríkisstjórnin hefur lagt fram efnahagsáætlun, nokkurs konar 5 ára áætlun um þróun efna- hagsmála árin 1990-1994. Af áætl- uninni má sjá að ríkisstjórnin telur dönsku þjóðina í talsverðum vanda og vill því skera kerfið upp og breyta áherslum. Ástæður þess að áætlunin er gerð eru margar. Þar má nefna: 1. Innri markaður Evrópubanda- lagsins á að koma til fram- kvæmda sameinaður 1992. Þá opnast 320 milljón manna mark- aður, sá stærsti í heimi, en jafn- fram eykst samkeppnin. Dönsk fyrirtæki verða að geta keppt á þeim markaði eftir þeim reglum sem þá verða í gildi. Efnahagsá- ætlunin er því í senn aðlögun að innri markaðnum og undir- búningur undir hann. 2. Erlendar skuldir Dana eru um 300 milljarðar danskra króna og vaxtagreiðslur þeirra af erlend- um lánum nema árlega rúmlega 30 milljörðum danskra króna. Þetta er nálægt því sama vaxta- byrði og íslendingar bera af er- lendum lánum ef miðað er við fólksfjölda. Eigi að síður telja Danir þessa stöðu mjög alvar- lega og telja hana kalla á harðar aðgerðir. 3. Verslunin á landamærum Dan- merkur og V-Þýskalands er vandamál. Vegna mjög mis- munadi gjalda í þessum löndum streyma menn fram og aftur yfir landamærin til þess að kaupa það sem hagstæðast er á hveij- um stað. 4. Opinberi geirinn er orðinn of stór KjaUariim Guðmundur G. Þórarinsson alþingismaður í Danmörku. Hann hefur inn- byggt eðh til þess að vaxa og ættu íslendingar að þekkja það vandamál. Áætlunin Að sjálfsögðu er áætluninni ætlað að ná verulegum árangri. Henni er ætlað að hvetja til aukinnar fram- leiðslu og aukins sparnaðar, svo unnt verði að lækka greiðslubyrði erlendra skulda. Áætlunin á að brjóta upp stirðnuð kerfi bæði inn- an opinbera geirans og einkageir- ans. Nú er ætlunin að hvetja til og verðlauna: a) frumkvæði b) framtakssemi c) vilja til að taka áhættu d) fjárfestingar Tækin sem nefnd eru: a) lægri skattar á einstaklinga b) lægri skattar á fyrirtæki c) opinber spamaður d) sveigjanlegri vinnumarkaður með aukinni eftirmenntun og símenntun og breyttu fyrir- komulagi á fjármögnun at- vinnuleysisbóta Markmiðið er að: a) auka hagvöxt og atvinnu b) ná jákvæðum greiðslujöfnuði við útlönd c) auka spamað heimilanna d) halda verðbólgunni í lágmarki Skattalækkununum er mætt með spamaði í opinbera geiranum og breikkun skattstofnsins. Aðgerðir Gert er ráð fyrir að flestar að- gerðimar byrji 1990 og þær séu að fullu komnar til framkvæmda 1994. Aðgerðirnar í skattamálum em að hluta aðlögun að öðmm löndum Evrópubandalagsins, sem reyndar hafa mjög mismimandi skattþunga beinna skatta. Meðal þess sem Danir ætla að gera í skattamálum má nefna: 1) Lækkatekjuskattáfyrirtækjum og einstaklingum í sjálfstæðum rekstri úr 50% í 35%. En jafn- framt þýða breyttar afskrifta- reglur nokkra skattþyngingu. Breytingunni er í og með ætlað að hvetja erlend fyrirtæki til að fjárfesta og stofna til framleiðslu í Danmörku. 2) Hæsta skattþrepið í tekjuskatti einstakhnga mun lækka úr 68% í 52%. Inni í tekjuskattinum er skattur til sveitarfélaga þannig að ekki er alveg einfalt að bera skattbyrði saman milh landa. Þá þarf að taka heildarskatt- byrði. 3) Bensíngjald lækkar til samræm- is við V-Þýskaland vegna landa- mæraverslunar. Jafnframt er gert ráð fyrir að menn greiði meira fyrir ýmsa opinbera þjón- ustu beint. Dæmi: gjald verður lagt á umferð, notkun vega og brúa milli landshluta. Atvinnu- lífið greiðir meira til slysatrygg- inga vegna vinnu og til atvinnu- leysistrygginga. Gjald verður lagt á vatnsnotkun, þungaskatt- ur verður hækkaður o.s.frv. Af sparnaði í opinbera geiranum má nefna: 1) Starfsfólki ríkis og sveitarfélaga verður fækkað um 40.000 á 4 árum, þ.e. um 10.000 á ári. Hér er um að ræða 1,5% mannaflans á ári og skiptist þannig að hjá ríki fækkar um 3000 manns á ári en hjá sveitarfélögum um 7000 manns á ári. Þetta bendir á að ríkisstarfsmenn í Danmörku séu um 200.000. 2) Aðhaldi verður beitt í öðrum kostnaði ríkisins. Sparnaður á að nást fram í rekstrarkostnaði og nefnt er 1% á fostu verðlagi á ári en jafnframt að útgjöldum til eftirlauna, atvinnuleysisbóta, námsstyrkja, leigu- og íbúðaað- stoðar verði haldið óbreyttum í 4 ár. Margt fleira forvitnilegt er í dönsku efnahagsáætluninni. Nefna má hugmyndir um að nota lottó- kerfið th að auka spamað þ.e. að hluti vaxtanna sé notaöur til vinn- inga. Þetta mun þegar gert í nokkr- um löndum t.d. Svíþjóð og tahð er að slíkt kerfi nái til þeirra sem ella leggja lítið fyrir. Ekki skal hér lagður dómur á hversu Dönum reiðir af með þessa áætlun sína. Hitt er sjálfsagt öllum ljóst að ís- lendingar þurfa að vinna slíka áætlun, langtímaplan um endur- reisn atvinnu- og efnahagslífsins eftir afleiðingar slysaársins 1987. Þingflokkur Framsóknarflokks- ins hefur skipað nefnd sem starfar undir forystu Stefáns Guðmunds- sonar alþingismanns og vinnur að áætlun um atvinnu- og efnahags- mál. Væntanlega mun hún skila áliti í september nk. Guðmundur G. Þórarinsson „Hitt er sjálfsagt öllum ljóst að íslend- ingar þurfa að vinna slíka áætlun, lang- tímaplan um endurreisn atvinnu- og efnahagslífsins.“ Iran-lraks- hneykslið Lengi hef ég verið að bíða eftir tækifæri til að skrifa eitthvað um hneykslun mína á íran og írak. Þar gekk á stríð í fjölda ára þar sem tugir hundmða þúsunda týndu lífl fyrir ekki neitt. Þögnin mikla Alltaf beið ég eftir því að sjá ein- hveija íslendinga tjá sig í fjölmiðl- um um ógeð sitt á þessu stríði af því að ljóst var að það hafði valdið vanhðan hjá þeim flestum. Þó gerð- ist það að ekki voru önnur viðbrögð en þau að fjölmiðlar brugðust við „áhuga“ lesenda með því að koma með æ fleiri fréttir og myndir af gangi mála, líkt og um hvern annan fjarlægan atburð sem okkur kemur ekki við. Eina undantekningin, sem ég man eftir, var grein Vh- mundar heitins Gylfasonar um Khomeini erkiklerk. Að vísu er mönnum ekki láandi að hafa ekki getað skrifað neitt prenthæft um þessa atburði á grundvelh sérfræðiþekkingar, jafnvel mér tókst það ekki. En hvers konar þjóð erum við sem lát- um ofbjóða okkur í áraraðir með shkum gegndarlausum stríðshryll- ingi án þess að segja neitt? Getur verið að allir séu svo hræddir við að vera ekki málefnalegir að hægt sé að múlbinda þá í öllum málum sem koma ekki við efnahag eða fé- lagslegu öryggi þeirra? Að vísu kom fram óbeint samúð Kjallarmn Tryggvi V. Líndal þjóðfélagsfræðingur með írönskum flóttamanni sem kom hingað, og með íslenskri konu sem hjó í íran. Einnig hafði Am- nesty Intemational íran og írak á dagskrá sinni. En hvar voru mót- mæh á borð við fordæminguna á Afganistan, S-Afríku, E1 Salvador og Argentínu, mál sem tengdust flokkspóhtík okkar? Þar fékk van- hðan íslensku þjóðarinnar þó ein- hverja útrás. Um íran-íraks- hneykshö ríkir hins vegar sú óþæghega þögn sem allir þekkja að loknum fyrirlestri þar sem beðið er um spumingar frá áhorfendum en enginn segir neitt, sökum van- kunnáttu eða óframfæmi. Fordæmingar er þörf Ég held að okkur sé óhætt að for- dæma Khomeini. í það minnsta vhdum við ekki hafa shkan mann á landinu okkar, fyrir vin, eða að ala upp bömin okkar th að verða eins og hann. Það skiptir ekki máh þótt hann muni hafa verið ofsóttur af stjóminni, misst nána fjöl- skylduvini í baráttu við keisara- stjómina, verið flóttamaður meiri- hluta ævinnar og verið frá ofstæk- issinnuðum sértrúarhópi sem leit píslarvættisdauða jákvæðum aug- um. Það sem skiptir máh er að þótt við getum ekítí tekið afstöðu th „En hvar voru mótmæli á borö viö for- dæminguna á Afganistan, S-Afríku, E1 Salvador og Argentínu?“ „Skilningur Islendinga á múhameðstrú fer vaxandi", segir greinar- höfundur m.a. - Frá bænastund múhameðstrúarmanna í íran. hans á grundvelli efnahagspólitík- ur eða vísindalegs rökstuðnings er enn hægt að fordæma hann sem nokkurs konar Robespierre; ein- hvem sem gekk lengra í mann- drápinu en við sem einstaklingar getum sætt okkur við. Sumir okkar geta sætt sig við stríð mhh íranskra og íraskra her- manna á bersvæði, en hklega getur enginn sætt sig við að börnum var att fram sem fallbyssufóðri í trúar- legu yfirskini; þar finnst okkur trúnni gefið of mikið vald. Ekki er heldur við unandi að eit- urgas var þar notað th að drepa konur og böm eins og írakar gerðu, né heldur er hálfgert útrýmingar- stríð íraka gegn Kúrdum afsakan- legt í stríðslok. Og ofsóknir írana gegn Baháíum, þar sem konur voru hengdar unnvörpum, eru næstum eins og gyðingaofsóknir Hitlers. Og með aftökum sínum á hómm, mehudólgum, drykkjumönnum og fikniefnasölum gekk Khomeini kannski lengra en sjálfur Hitler. íslam: Friðsamleg trú Ofsóknir Khomeinis á hendur rit- höfundinum Salman Rushdie voru smámál nema að þær vom aðfór að vestrænu tjáningarfrelsi. Þær hafa leitt th fordæmingar af rithöf- undum okkar í Alþjóðasamtökun- um P.E.N. Einnig hafa þær leitt th sölu bókar Rushdies, Sálmar Sat- ans, hér á landi. Ekki er ljóst hvort það beri að skoða sem fordæmingu á ódæðum írana, en þó er þar vott- ur um áhuga á að skoða múha- meðstrú í eigin ljósi. Skilningur íslendinga á mú- hameðstrúarmönnum fer vaxandi Nýlega hafa orðin íslam, múshmi og moska bæst í orðaforða almenn- ings. Og trúhneigðir múshmar eru mjög aðdáunarverðir í sannfæring- arkrafti sínum. Þessu kynntist ég fyrir áratug síðan í moskunni í Winnipeg þar sem ég hafði það verkefni í mannfræði að gera út- tekt á trúarlífi íslamskra innflytj- enda þar. Þeir voru frá íran, írak og víðar en samþykktu ályktun um að stríð væri ekki rétta leiðin th að koma á fyrirmyndarþjóðfélagi íslams því inntak þess væri friður, ást og samvinna. Nú er Khomeini ahur, og reynist eiga stóran hóp syrgjenda. írakar huga nú að endurbyggingu fornra bygginga þessa elsta menningar- svæðis, Mesópótamíu, th að laða að ferðamenn. Hneykshð virðist alveg vera að gleymast í fjölmiöl- um, en almenningur hefur samt enn óbragð í munninum. Tryggvi V. Líndal

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.