Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1989, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1989, Blaðsíða 28
-36 FIMMfUDAGUR 24. ÁGÚST'1989. Andlát Garðar Þormar Jónsson, Hafnargötu 2, Reyðarfirði, er látinn. Sigurbjörg Pálsdóttir, Blönduhlíð 7, - andaðist í Borgarspítalanum aðfara- nótt 23. ágúst. Sveinn Gíslason flugstjóri lést að heimili sínu, Rekagranda 6,22. ágúst. Guðjón í. Eiríksson, Barónsstíg 3a, andaðist þriðjudaginn 22. ágúst. Þóra Magnúsdóttir húsmóðir, Mið- bæ, Hrísey, andaðist þann 22. ágúst að Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri. Jarðarfarir Björg Hjörleifsdóttir, Brekku við Vatnsenda, verður jarðsungin frá “ Fossvogskirkju í dag, fimmtudaginn 24. ágúst, kl. 15. Hörður Tulinius, Eikarlundi 10, Ak- ureyri, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mánudaginn 21. ágúst. Útfórin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 28. ágúst kl. 13.30. Kristján Þorsteinsson, Dvalarheim- ilinu Höfða, Akranesi, verður jarð- sunginn frá Akraneskirkju fóstudag- inn 25. ágúst kl. 11. Minningarathöfn um Ásdísi Sveins- dóttur frá Vestmannaeyjum verður í Garðakirkju fostudaginn 25. ágúst kl. 10.30. Jarösett verður frá Landa- kirkju í Vestmannaeyjum laugar- daginn 26. ágúst kl. 11. Guðjón P. Valdason fyrrv. skipstjóri, <2- Hásteinsvegi 15b, Vestmannaeyjum, sem lést 17. ágúst sl., verður jarð- sunginn frá Landakirkju laugardag- inn 26. ágúst kl. 16. Ásgeir S. Björnsson cand. mag., frá Ytra-Hóli, Austur-Húnavatnssýslu, verður jarðsunginn frá Höskulds- stöðum laugardaginn 26. ágúst kl. 14. ÞURRKUBLÚÐIN VERÐA AÐ VERA ÚSKEMMD og þau þarf að hreinsa reglulega. Slitin þurrkublöð margfalda áhættu I umferðinni. UMFERÐAR RÁÐ Útfor Sigurlaugar Herdisar Friðriks- dóttur frá Látrum, Aðalvík, Dreka- vogi 20, Reykjavík, veröur gerð frá kirkju Hvítasunnusafnaðarins að Hátúni 2 fóstudaginn 25. ágúst kl. 15. Sveinn Tryggvason, fyrrv. fram- kvæmdastjóri Framleiðsluráðs land- búnaðarins, Brekkugerði 18, Reykja- vík, verður jarðsunginn fostudaginn 25. ágúst kl. 13.30 frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Helga Stefánsdóttir, Hvammsgerði 4, Reykjavík, áður Hjaltabakka, A- Hún., sem andaðist 22. ágúst, verður jarösungin frá Blönduóskirkju laug- ardaginn 26. ágúst kl. 16. Guðmundur Þórarinsson, Grundar- braut 6, Ólafsvík, lést að kvöldi 20. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Ólafs- víkurkirkju laugardaginn 26. ágúst kl. 14. Jósefína Katrín Magnúsdóttir, Há- teigsvegi 11, lést í Landspítalanum 14. ágúst. Útfórin fer fram í dag, fimmtudaginn 24. ágúst, kl. 13.30 frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Baldur Guðmundsson lést 14. ágúst. Hann fæddist 14. maí 1911, sonur Önnu Helgadóttur og Guðmundar Ólafs Þórðarsonar. Baldur stundaöi sjómennsku framan af en fór svo í Samvinnuskólann og útskrifaðist þaðan 1936. Gerðist hann þá kaup- félagsstjóri og framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Patreksfjarðar um nokkurra ára skeið en fluttist suður til Reykjavíkur 1972. Þekktastur er Baldur fyrir útgerð sína frá Reykja- vík á árunum 1944-1972. Baldur kvæntist Magneu Jónsdóttur en hún lést árið 1981. Þau hjónin eignuöust sex böm. Útför Baldurs verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Ráðstefnur Ráðstefna um fullorðins- fræðslu fóstudaginn 25. og laugardaginn 26. ágúst nk. verður haldin á Hótel Sögu norræn ráðstefna um fullorðinsfræðslu á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. Ráð- stefnan ber yfirskriftina „Nýjar leiðir í fullorðinsfræðslu á Norðurlöndunum". Á ráðstefnunni verða flutt erindi um tengsl milli vinnumarkaðsmenntunar og Ég þakka af alhug öllum þeim sem glöddu mig með heimsókn sinni, gjöfum og skeytum á afmælisdegi mínum, þann 2. ágúst sl. Gæfan fylgi ykkur Helgi Thorvaldsson Alúðarþakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu Jóhönnu Bjarneyjar Guðjónsdóttur Selbraut 30, Seltjarnarnesi Þórdis Þorleifsdóttir Jón Snorri Þorleifsson Guðmunda Þorleifsdóttir Jónas Jóhannsson barnabörn og fjölsk. Nú er hægt að hringja inn smáauglýsingar og greiða meó korti. Þú gefur okkur upp: Nafn þitt og heimilisfang, síma, nafnnúmer og gildistíma og númer greiðslukorts. • Hámark kortaúttektar I síma kr. 5.000,- • SMÁAUGLÝSINGADEILD ÞVERHOLTI 11 SÍMI 27022 almennrar menntunar fyrir fullorðna, um fræðslu á vegum stórfyrirtækja í Bandaríkjunum og Evrópu og um reynslu Dana og Svía i fullorðinsfræðslu. Gert er ráð fyrir að 10-15 þátttakendur verði frá hverju Norðurlandanna og að alls sitji 70 manns ráðstefnuna. Svavar Gestsson, menntamálaráðherra og formaður nor- rænu ráðherranefndarinnar. Tórúeikar Styrktarfélag Tónskóla Sigur- sveins D. Kristinssonar i vetur mun Styrktarfélag Tónskóla Sig- ursveins D. Kristinssonar efna til nokk- urra tónleika í tilefni af 25 ára afmæli skólans 30. mars sl. Tónleikamir verða í Tón- skólasalnum við Hraunberg 2. Fyrstu tónleikamir verða fimmtudaginn 24. ágúst nk. kl. 20.30. Einleikari á Tónleik- unum verður Amaldur Amarsson gítar- leikari. Amaldur hefur haldið tónleika í Englandi, á Spáni og flestum Norður- landanna. Hann er nú kennari og aðstoð- arskólastjóri við Luthier tónlistarskól- ann í Barcelona. Tapað fundið Myndavél tapaðist Dökkgræn Ricco myndavél með litfilmu tapaðist á Ártúnssvæðinu eða við Reykjavíkurhöfn um sl. helgi. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 672491 Amar. Námskeið Námskeið Gloríu D. Karpinski Hér á landi er nú stödd Gloria D. Karp- inski frá Norður-Karolínu í BandariKjun- um. Gloría D. Karpinski hefur starfað að andlegum vísindum í 12 ár og haldið fjöldamörg námskeið í Bandaríkjunum og Evrópu. Hingað til lands hefur hún komið tvisar áður og hélt þá námskeið í heilun („Healing") og síðan tvö nám- skeið, fyrra námskeiðið sem var ein- göngu ætlað konum, kallaði hún „Renew- al“ en það síðara „Inside the Looking Glass“. Nú í ár hélt hún annað „Renew- al“ námskeið. Helgina 26. og 27. ágúst mun hún halda námskeið „Um þrönga hliðið - dulspeki kristindómsins og hina huldu vígsluleið Biblíunnar". Námskeið- ið fjallar um þá reynslu sem leitendur ljóssins verða fyrir á vígsluþrepunum og skoðar ýmsar hliðar þeirrar innri baráttu sem þeim fylgir og fjallar um heilræði Jesús fyrir þá sem á brattann leggja. Námskeiðið hefst kl. 9 báða dagana að Bolholti 4. Það verður flutt á ensku. Nán- ari upplýsingar í símum 34365, 32553, 31178 og 612282. Tapað fundið Hummeljakki tapaðist Nýlegur, tvflitur, dökkblár Hummeljakki með bleikri hettu og bleikur að framan, hvarf af snúru við Digranesveg í Kópa- vogi. Þeir sem vita hvar jakkinn er niður- kominn vinsamlegast láti vita í síma 40756 eftir kl. 19. Kvikmyndir Tveir Tveir á toppnum 2 (Lethal Weapon 2) Aðalhlutverk: Mel Gibson, Danny Glover Leikstjórl: Richard Donner Handrlt: Jeffrey Boam Sýnd í Bíóhöllinni/Bióborginni. Bílar aka þvers og kruss um göt- urnar, löggurnar með vælandi sír- enur á eftir, skothvellir, árekstrar, þyrlur og loks endar bófinn inn um glugga. Þegar Riggs (Mel Gibson) og Murdock (Danny Glover) koma að bílnum er bófinn flúinn en skott- ið er fullt af gullpeningum. Þrátt fyrir gullið er yfirmaðurinn ekki ánægður og lætur þá félagana gæta mikilvægs vitnis þar til FBI tekur við því. Þar sem þeir voru á kafi í málinu eru þeir ekki ánægðir en fá ekki rönd við reist. Vitniö heitir Leo (Joe Pesci) og var bók- haldari fyrir eiturlyfjasala og „þvoði“ peninga fyrir þá en gerðist ágjam og stal frá þeim. Til að bjarga eigin skinni býðst hann til að bera vitni. Þar sem Leo er tengd- ur málinu sem Riggs og Murdock voru að fást við fá þeir Leo í lið með sér og hefja einkarannsókn. Þeir komast að því að höfuð- paurarnir eru yfirmenn suður- afríska sendiráðsins og þar sem þeir njóta diplómatískrar friðhelgi má ekki hrófla við þeim. Riggs er ekki vanur að fara eftir settum reglum og brallar upp á eigin spýt- ur með hjálp Leo og Murdock. Riggs kynnist ritara í sendiráðinu og verður yfir sig hrifinn af henni. Bófarnir leggja ekki árar í bát og byrja á því að reyna fortölur en taka svo til við drápin. Þeir hafa kastað stríðsöxinni og slíkt láta Riggs og Murdock ekki kyrrt liggja. Mel Gibson (Tequila Sunrise, Mad Max) og Danny Glover (Sil- verado, The Color Purple) eru frá- bært par saman. Gibson sem Riggs geislar af orku og ákafa en Glover sem Murdock er hin gamla og reynda lögga sem vill fara hægar í sakimar en fylgir hvolpinum samt eftir í gegnum þykkt og þunnt. Þeir þumlar upp Tveir á toppnum, Danny Glover og Mel Gibson. hafa blásið i þessar persónur miklu lífi og hafa auðsjáanlega gaman af því að leika þær, slík er innlifunin. Áhorfandinn getur ekki annað en hrifist með þeim, enda fer Joe Pes- ci á kostum með þeim. Handritiö er meira og minna byggt upp í kringum samskipti þeirra Riggs og Murdock hvernig þeir eyða tíman- um saman í starfi og leik. Orðasam- skipti þeirra em vel skrifuð og samræður allar. Pesci fær einnig margar góðar línur og þaö er oft brandari að fylgjast með honum á bak við þegar félagamir em að tal- ast við. Það er augljóst að mestu púðri hefur verið varið í þá félaga því að plottið og glæpasagan er nokkuð gloppótt þegar maður fer að velta henni fyrir sér eftir á (en hver ger- ir það?). Hraðinn og keyrslan á myndinni er gífurleg og þaö er allt- af nóg að gerast og hefur Richard Donner (Scrooged, Ladyhawk) tek- ist að gera framhald sem gefur for- veranum lítið eftir. „Tveir á toppn- um 2“ er hasarmynd í hæsta gæða- flokki. Sljörnugjöf: • • • • Hjalti Þór Kristjánsson Fjölmiölar Ufandi draugar Þórarinn Þórarinsson hefur skrif- að um þaö í Timann lengur en elstu menn muna, að sannleikurinn sé miðlægur og því allur niður kominn í Framsóknarflokknum. Hefur hann reglulega birt um það greinar, að Þorgeir Ljósvetningagoði hafi í raun og vem verið framsóknannaður. Nú hefur Þórarinn uppgötvað framóknarmann allra alda, skáldiö Jónas Hallgrímsson. í Tímanum 17. ágúst birtist grein um hið nýja og stórglæsfiega ritsafn Jónasar, aem nokkrir einkaframtaksmenn á vinstri vængnum hafa gefið út. Hef- ur Þórarinn lofsamleg ummæli Jón- asar um félagsanda og samtakamátt til marks um þaö, að hann hafi ver- ið félagshyggjumaöur. Þá vaknar spumingin: Hvað er félagshyggja? Ef hún er sú skoðun, aö viö fáum oft meira áorkað í frjálsri samvinnu en hvert um sig, þá erum við vitaskuld öll félags- hyggjufólk, Ef félagshyggja er hinB vegar su skoðun, að valdboðin sam- rinna eigi að leysa hina frjálsu af hólmi, þá skerumst viö sum úr leik. ískyggúega skammt er frá slíkri fé- lagshyggju í ofríki félaga Napóleons, sem við þekkjum úr skáldsögu Or- welis. Auðvitaö nær ekki nokkurri átt aö kenna Jónas Hallgrímsson viö Framsóknarflokkinn. Hvenær hætta lifandi draugar eltingarleik sínum viö látna menn? Hannes Hólmsteinn Gissurarson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.