Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1989, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1989, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1989. 11 Utlönd Georges Simenon, skapari Maigret lögreglufulltrúa úr samnefndum bókum, lést í Sviss á mánudag. Símamynd Reuter Georges Simenon: Afkastamesti rithöfundur ald- arinnar látinn Belgíski rithöfundurinn Georges Simenon, höfundur leynlögreglu- sagnanna um Maigret og einn af- kastamesti rithöfundur aldarinnar, lést í Lausanne í Sviss á mánudag eftir langvarandi veikindi. Hann var 86 ára. Simenon skrifaöi hundruð bóka og átti sér aðdáendur meðal mennta- manna jafnt sem unnenda leynilög- reglusagna. Mesta sköpunarverk hans var hinn góðlyndi og pípureykjandi Jules Maigret lögregluJFulItrúi, hetja sem jafnaðist á við þá Sherlock Holmes og Hercule Poirot í vinsældum. Maigret kom fyrir í 84 skáldsögum. Simenon skrifaði alls 425 skáldsög- ur, sjálfsævisögu sína í fjölmörgum bindum og meira en eitt þúsund greinar og sögur. Bækur fyrir kröfuharða André Gide, einn mest rithöfundur þessarar aldar, skrifaði um Simenon að hann ritaði svo sannarlega bækur fyrir fjöljjann en kröfuharðir lesend- ur gætu einnig fundið þar sitthvað við sitt hæfi um leið og þeir tækju hann alvarlega. Bækur Simenon, sem hafa verið þýddar á 50 tungumál og selst í meira en 500 milljónum eintaka um allan heim, vöktu athygh fyrir líflegan stíl, innsæi í mannlegt eðli og þann hæfi- leika að geta lýst aðstæðum öllum í fáum oröum. „Ég er eiginlega eins og svampur. Þegar ég er ekki að skrifa drekk ég hfið í mig eins og vatn. Þegar ég skrifa kreisti ég svampinn og út kem- ur blek en ekki vatn,“ sagði Simenon eitt sinn í viðtali. Tíu þúsund konur Simenon, sem komst í fréttir fjöl- miðla 1977 þegar hann sagðist hafa sængað með tíu þúsund konum, skrifaði einnig 208 ómerkilega reyf- ara, oft undir dulnefni og þá aðallega á 3. áratugnum. í endurminningum sínum, sem birtust þegar hann var nær áttræð- ur, skrifaði Simenon aö hann heföi veriö ótrúr fyrstu konu sinni upp á svo til hvern einasta dag sem þau bjuggu saman. Þau voru gift í 26 ár. Bakarasveinn í æsku Georges Joseph Christian Simenon fæddist í Liege í Belgíu þann 13. fe- brúar 1903. Hann hætti í skóla til að gerast bakarasveinn og vann síðan í bókaverslun áður en hann gerðist blaðamaður á Liege Gazette, 15 ára aö aldri. Þar fékk hann fljótlega það verkefni að skrifa gamansaman dálk. Fyrsta skáldsaga hans, „Au Pont des Arches", kom út 1921 og var hún háð um borgarana í Liege. Ári síöar flutti hann til Parísar þar sem hann sendi frá sér hverja bókina á fætur annarri, allt frá njósnasögum yfir í tilfmningavellur, undir 17 mismun- andi dulnefnum. Hann sendi einnig alvarlegri sögur til dagblaðs eins þar sem rithöfund- urinn Colette hafði umsjón með bók- menntadeildinni. Hún hafnaði eitt sinn einni sögu hans með þeim orð- um að hún væri of bókmenntaleg. „Þú ert of bókmenntalegur. Slepptu öllu slíku og þá mun þér ganga vel,“ skrifaði hún. Simenon sagði síðar að þetta hefðu verið notadrýgstu heilræðin sem hann hefði nokkru sinni fengið. Þankagangur glæpamannsins Maigret kom til sögunnar 1930 í bók sem hét „Piotr-le-Letton“. Persónan var miklu flóknari og mannlegri en venjulegar hetjur í leynilögreglusög- um. Maigret var skjögrandi og feit- laginn og hann lét stjórnast meira af eðhsávísuninni heldur en ein- hverri sjáanlegri aðferð eða fyrir- fram mótuðum skoðunum. Hann leitaðist við að skilja þankagang glæpamannsins en dæma hann ekki og þegar að handtöku kom var hann oftar hryggur en sigri hrósandi. Á hátindi ferils síns tók það Simen- on ekki nema átta daga að skrifa hverja bók. Að skriftum loknum lagði hann hana síðan frá sér í nokkra daga áður en hann fór yfir og fínpússaði. Simenon var meðalmaður á vöxt, með góðlátleg grá augu og hann var háður pípunni sinni eins og Maigret. Simenon fluttist til Lausanne árið 1955 og síðustu árunum eyddi hann með Teresu sem var þerna síðari konu hans. Simenon var tvíkvæntur og eign- aðist fjögur börn. Reuter Afbragðs Pizza AÐEINS 1/2 skrokkur niðursagaður Purulaust beikon og gæði sem standast Bananar pr.kg. Appelsínur pnkg. 00 Beikon purulaust 848"» 6 stk. H.C. Appelsínu- Epla Sítrónusafi 2 kg. Kornax hveiti 2 lítrar QO Pepsi 30 2 lítrar Sprite 2 lítrar Coke 118" 1/2 kg. Merrild kaff i 268 Kjörís pinnar 10 stk.200-00 Kellogs Cornflakes 500 gr. 156" Appelsínusafi .00 1 lítri 70 28 stk. Bleiur Svínakjöt af nýsfátruðu: WC pappír I 1/2 svílt 'ÆW 8 rúllur .00 398». Aspargus Z 89. Egg á gamla verðinu! 168 Þvottaefni 3kg.O07 —--------- stor EldhúSSrúllur4st,UPPí/SgUr 168“ 49oo 1^°° Opið um helgina í Garðabæ: Laugardag frá kl. 9-18 Sunnudag frá kl. 11-18 Ath. á Laugalæk er opið á laugardag frá kl. 9-16.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.