Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1989, Blaðsíða 3
(«61 flFHOTHO .0 ffilOAáyTBÖÍ
FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1989.
Fréttir
Læknisleysi á Þingeyri skapar ugg meðal íbúanna:
Enginn fæst til að vera þar
„Þeir sem starfa sem héraðslæknar
á stað eins og hér og eru á vakt allan
sólarhringinn hafa minni laun held-
ur en aðstoðarlæknar á spítulunum.
Það er furðulegt að menn, sem fara
út í héruðin, skuh vera lægst launað-
ir allra í læknastéttinni. Það eru nátt-
úrulega stjómvöld sem eiga sök á
þessu að miklu leyti. Þetta er óviðun-
andi ástand og allsendis óþolandi að
búa við þetta," sagði Jónas Ólafsson,
sveitarstjóri á Þingeyri, við DV.
Lækni og hjúkrunarfræðing hefur
vantað á Þingeyri síöustu vikurnar.
Er nokkur uggur í fólki á Þingeyri
vegna þess, ekki síst þar sem vetur
er í nánd. Vegna ófærðar getur orðið
erfitt fyrir lækninn á Flateyri að
komast á milli en hann hefur einnig
sinnt Þingeyri undanfarið.
„Þegar vel viðrar er ekki afleitt að
læknir á Flateyri sinni Þingeyri.
Gallinn er hins vegar sá að enginn
hjúkrunarfræðingur er á Þingeyri.
íbúar á báðum stöðum hafa lent í því
ámm
saman að læknir er aðeins á öðrum
staðnum.'Hins vegar hefur alltaf ver-
ið hjúkrunarfræðingur á báðum
stöðum. Þangaö til úr rætist mun
læknirinn á Flateyri fara til Þingeyr-
ar í viku hverri ásamt hjúkranar-
fræðingi og verður þar með
móttöku. Hann mun sinna vöktum
fyrir bæði héruðin. Em um 500 íbúar
í hvoru héraði og því er þetta gerlegt
meðan fært er á milli. Hins vegar
getur versnað verulega í því ef snjóar
mikið,“ sagði Guðjón Magnússon
aðstoðarlandlæknir.
Hann sagðist gera sér vonir um að
fá einhvern sem vill setjast að á Þing-
eyri eða vera yfir veturinn. Þetta
væri óviðunandi ástand en það yrði
ekki leyst með pennastrikum.
„Það fæst enginn til að vera þarna.
Við þurfum að bæta bæði kjör og
starfsaðstöðu þeirra sem koma til
vinnu á Þingeyri og fleiri einmenn-
Landílótti:
Yfir 2
íslendingar
ingshémðum eins og Flateyri og
Þórshöfn,“ sagði Guðjón.
„Það er ágætis aðstaða fyrir lækna
sem koma hingað. Þeir fá frítt hús-
næði og svo er ágaetis aðstaða á
heilsugæslustöðinni. Ég er samt bú-
inn að glíma við þetta vandamál í
tuttugu ár. í fyrra björguðust mál þar
sem læknar á heilsugæslustöðinni í
Kópavogi skiptu með sér að vera á
Þingeyri í þrjá mánuði. í sumar var
þar maður í tvo mánuði sem var í
framhaldsnámi í Bretlandi og var
hér að lesa upp. En þetta er ekki
gott og htur ekki vel út,“ sagði Jónas.
-hlh
Á fyrstu níu mánuðum þessa árs
fluttu 2.087 íslendingar frá Islandi. Á
sama tíma fluttu 1.407 th landsins.
Þeim íslendingum, sem hafa lög-
heimili sitt á íslandi, fækkaði því um
680 á fyrstu þremur ársfjórðungum
ársins.
Á sama tíma í fyrra fluttu 620 fleiri
til landsins en fluttu frá því.
Á fyrstu níu mánuðum ársins
fluttu hins vegar 30 fleiri útlendingar
lögheimili sitt fll íslands en fluttu
aftur út. í hehd fækkaði því þeim
einstakhngum sem hafa lögheimili á
íslandi um 650 á fyrstu niu mánuðum
ársins. -gse
Hofsós með
fjarrað a ny
Þórhallur Ásmundssan, DV, Nordurl. vestra:
Á fundi í félagsmálaráðuneytinu
nú í vikunni var ákveðið að veita
Hofsóshreppi fjárforráð hreppsins á
ný. Starfstími fjárhaldsstjórnar rann
út nú um mánaðamótin.
Gengið hefur verið frá fjármálum
hreppsins á þann veg sem færast
þótti. Samningar náðust við helstu
lánardrottna um skuldbreytingar og
þá hjálpaði 10 mihjóna króna fram-
lag úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga
mikið upp á skuldastöðuna. Hún
mun hafa lagast um 20 mihjónir
króna á síðasta ári.
ÞJÓÐA R
SBMJG
Ný HÁRNÁKVÆM SÖGUSKÝRING ÓMARS.
HEFST 7 OKIÖBER
Æringinn ÖMAR RAGNARSSON tekur bakföli inn á
sögusviöiö og þeysir meö okkur 30 ár aftur í tímann.
Ekkert er heilagt og engum hlíft - höföingjar reynast
hrekkjalómar og kennimenn kroppar. - Þetta er Ömar
eins og hann reynist óútreiknanlegastur.
Til fulltingis Ómari eru: Arftaki hláturvélarinnar HEMMI
GUNN. Næturgalinn Ijúfi HELGA M0LLER Læknir-
inn tónelski HAUKUR HEIÐAR; LEYNIGESTUR
og hljómsveitin EINSDÆMI sem heldur uppi
dúndrandi stemmningu langt fram á nótt.
LISTAGÓÐUR MATSEÐILL (Val á réttum.)
MIÐAVERÐ (m. mat) 3600 kr. Húsiö opnar kl. 19
KOSTABOÐ: Aðgöngumiði með mat og gisting í eina
nótt í tveggja manna herbergi með morgunmat 5150 á mann.
( Gildir jafnt fyrir borgarbúa sem aðra landsmenn )
Stjórnandi: BJÖRN BJÖRNSSON. Útsetningar: ÁRNI SCHEVING.
Ljós: KONRÁÐ SIGURÐSSON. Tæknimaður: JÓN STEINÞORSSON.
Pönlunarsimi: Virka daga Irá kl. 9-17, s. 29900.
Fösiud. og laugard. eflirkl. 17, s. 20221.
r*
$ \íji lf)i Ií!
Ií^ Irf) \f)) líji
lí$i IIjt I& líI/!
!)) Ií^i l& Ií$i |jj
§) Ií$i lf$i li)i líi
\!j) lé l& IíJi \!j\
HÓTEL SÖGU