Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1989, Blaðsíða 24
32
FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1989.
Sviðsljós
Örn Ingótfsson (meö pípuna) keyrði Löduna fyrir drengina sem eru aðeins 13-15 ára gamlir. Þeir heita Magnús
Kristjánsson, Friðrik Harðarson og Sveinn Guðmundsson. Örn hefur venjulega keyrt á Trabant í rall-kross keppnum.
DV-myndir Þórhallur
Sauðárkrókur:
Hörkukeppni í síð-
asta ralli sumarsins
F.v. Jónatan Sævarsson frá Hvammstanga og Akureyringarnir Grétar Skarp-
héðinsson og Ásmundur Guðjónsson börðust um sigurinn í rall-kross
keppninni við Gönguskarðsá. Ásmundur sigraði, Grétar varð i öðru sæti
og Jónatan varð þriðji en hlaut jafnframt tilþrifabikarinn.
ÞórhaDur Asmundsson, DV, Sauðárkrók±
Það var mikið fjör í malamámun-
um upp með Gönguskarðsá í síðustu
viku þegar fram fór þriðja og síðasta
rall-kross keppnin í sumar. Þetta var
jafnframt fjölmennasta keppni sum-
arsins, flmmtán keppendur mættu til
leiks og áhorfendur létu sig ekki
vanta, voru vel á þriðja hundrað.
Fyrirfram var búist við að aðal-
keppnin myndi standa milli þeirra
Grétars Skarphéðinssonar frá Akur-
eyri og Viggós Bjömssonar, Bíla-
klúbbi Skagafjarðar, en þeir hafa háð
harða keppni í sumar. Svo var þó
ekki þar sem annar Akureyringur,
Ásmundur Guðjónsson, og Jóriatan
Sævarsson, BS (reyndar frá
Hvammstanga), börðust um sigurinn
ásamt Grétari en Viggó átti ekki góð-
an dag. í lokin stóð Asmundur uppi
sem sigurvegari, Grétar varð í öðm
sæti, Jónatan varð þriðji og Viggó
fjórði.
Trésmiðjan Borg gaf verölaun til
keppninnar, m.a. tilþrifabikarinn
sem veittur var fyrir dhfsku í akstri
og skjótar ákvarðanir á örlagaríkum
augnablikum. Jónatan hreppti þann
bikar vegna atviks í riðlakeppninni.
Hann var þar með forustuna þegar
bíll hans valt í beygju, veltan var
heill hringur og enn hélt Jónatan
forystunni.
Meðal þrettán bíla er luku keppni,
var bíll í eigu þriggja 13-15 ára
stráka. Fengu þeir gamalkunnan
rallkappa, Óm Ingólfsson, til að
keyra bílinn fyrir sig. Öm er reyndar
vanari aö stýra Trabant í röllum en
engu að síður náði hann níunda sæt-
inu á Lödunni.
Að sögn Bjama Haraldssonar, for-
manns Bílaklúbbs Skagaíjarðar, lýs-
ir þessi áhugi ungu drengjanna vel
þeim mikla áhuga sem gripið hefur
um sig á íþróttinni hér á Króki sem
síðan hefur orðiö til þess að glæða
áhugann annars staðar á nýjan leik,
t.d. á Akureyri. Bjami sagði að til
stæði að mót til íslandsmeistaratitils
yrði haldið hér næsta sumar og von-
andi yrði þá aðstaðan orðin enn betri.
Félagar era nú um 30.
Borgames:
Tvö hundruð ára ártíðar
Egils Þórhallarsonar minnst
Sunnudaginn 24. september lauk
sýningu í samkomusal Gmnnskól-
ans í Borgamesi til minningar um
tvö hundmð ára ártíð séra Egils Þór-
hallarsonar Grænlandstrúboða. Séra
Kolbeinn Þorleifsson, kirkjusagn-
fræðingur á Þjóðskjalasafninu, setti
sýningima upp og var góð aðsókn.
Egill var fæddur árið 1734 á Hamri
í Borgarhreppi sem þá var prests-
setrið í sveitinni. Hann var trúboði í
Grænlandi frá 1765-1775 og ferðaðist
mikið um Vestribyggð og var pró-
fastur í Suður-Grænlandi í nokkur
ár. Egill skrifaði nokkrar bækur, þ.
á m. fyrstu heildarlýsinguna á nor-
rænum rústum á Grænlandi. Síðustu
ár ævi sinnar var hann prestur í
Séra Kolbeinn sýnir áhugasömum drengjum algengar fisktegundir og seli Bogense á Norður-Fjóni þar sem
á Grænlandi. DV-mynd Stefán Haraldsson hann lést í janúar árið 1789.
Afmæli
Kjartan L
Pálsson
Kjartan Lárus Pálsson, fararstjóri
og blaðafulltrúi, Nóatúni 24, Reykja-
vík, er fimmtugur í dag.
Kjartan er fæddur í Keflavík og
alinn þar upp og í Reykjavík. Aö
loknu almennu námi stundaði hann
sjómennsku, sigldi meöal annars á
íslenskum og erlendum kaupskip-
um. Eftir „landtöku" stundaði hann
akstur, m.a. akstur leigubifreiða og
lengi akstur hjá Strætisvögnum
Reykjavíkur. Hóf störf sem íþrótta-
blaðamaöur við Tímann en starfaði
síðan sem blaðamaður við Vísi og
síðan DV eftir sameininguna. Hann
var lengst af við íþróttir en einnig
almenna blaöamennsku síðustu ár.
Réðst sem blaðafulltrúi og yfirfarar-
stjóri hjá Samvinnuferðum-Land-
sýn fyrir nær fimm árum, en hafði
þá í nokkur sumur starfað sem far-
arstjóri í Hollandi og á hinum ýmsu
stöðum á Spáni. Kjartan hefur starf-
að mikið að félagsmálum, mest þó
fyrir golfíþróttina. Var hann m.a.
landsliðseinvaldur í golfi í mörg ár
og sá um og stjórnaði rekstri Golf-
klúbbs Ness á Seltjamamesi. Hann
er nú formaður Einherjaklúbbs
kylfinga.
Maki Kjartans er Jónína S. Kristó-
fersdóttir verslunarmaður, f. 12.10.
1942. Hún er dóttir Kristófers Jóns-
sonar frá Galtarholti í Borgarfirði
og konu hans, Guðbjargar Jóns-
dóttur. Systkini Jónínu em Guð-
björg, bankamaður í Mosfellsbæ;
Sigríður, eigandi Ritu í Breiðholti;
Ingólfur múrari. Bróðir, sam-
mæðra, er Jón Þórarinsson leigubíl-
stjóri.
Böm Kjartans og Jónínu era; Dag-
björt Lilja, f. 19.4.1961, gift Vigni
Jónssyni, trésmið frá Akranesi, og
eiga þau Helga Gunnar, f. 26.10.1981
- þau em búsett í Kristiansand í
Noregi; Jón Bergmann nemi, f. 15.7.
1967, ógiftur.
Alsystir Kjartans er: Herborg
María, f. 10.9.1942, býr með Sæ-
mundi Reyni Ágústssyni, fram-
KJartan Lárus Pálsson.
kvæmdastjóra Stensils hf., og eiga
þau Ingibjörgu, f. 11.4.1967; Rögnu,
f. 19.6.1969; Agúst, f. 31.12.1971, og
Kjartan Pál, f. 7.11.1982. Bróðir
Kjartans, sammæðra, er Siguður
Páll Tómasson verkamaður, f. 3.11.
1950, og er sonur hans Elías Hrafn,
f. 21.12.1985.
Foreldrar Kjartans: Sigurður Páll
Ebeneser Sigurðsson vélstjóri, f.
29.10.1917, fórst með MB Geir frá
Keflavík 9.2.1946, og Ingibjörg Berg-
mann húsmóðir, f. 30.9.1921. Eigin-
maður hennar er Skúh Sigurbjörns-
son, leigubifreiðarstjóri á Hreyfli.
Faðir Sigurðar Páls Ebenesers var
Sigurður Páll Ámason, b. í Skála-
dal, Sigurðssonar, b. á Læk, Sig-
urðssonar.
Móðir Áma var Ingibjörg Jóns-
dóttir og móðir Sigurðar Páls var
Herborg Ebenezersdóttir, b. í Fum-
firði, Sigurðssonar. Móðir Sigurðar
Páls Ebenesers var Lilja Torfadótt-
ir.
Kjartan er nú að störfum sem far-
arstjóri á Mallorca. Hann dvelur á
Jardin de Playa, Santa Ponza, Mall-
orca.
90 ára
Jónína Sigurðardóttir, Helga Guðjónsdóttir,
Hrafnistu, Kleppsvegi, Reykjavík. Seijavegi 31, Reykjavík.
Gisli Gíslason,
Eyjaseli 6, Stokkseyri.
Rannveig Lárusdóttir,
Karlagötu 6, Reykjavík.
SOára
80 ára
Margrét S.I. Sigarðardóttir,
Noröurgötu 10, Akureyri.
Valgerður Pálsdóttlr,
Kálfafelli 1A, Hörglandshreppi.
Ingunn Hilmarsdóttir,
Bakkakoti 1, Leiðvallarhreppi.
Ester Karlsdóttir,
Mánagötu 17, Grindavík.
Erna Guðmundsdóttir,
Grundarbraut 13, Ólafsvík.
SigurlaugR. Friðgcirsdóttir,
Gilsbakka 8, Ytri-Torftistaða-
hreppi.
Guðrún E. Kjerulf,
Laugamesvegi 94, Reykjavík.
Sigurður Vilhj álmsson,
Vitabraut 11, Hólmavik.
75ára
Rósa Bjðrnsdóttir,
Göngustaðakoti, Svarfaöardals-
hreppi.
40 ára
Bræöraparti, Vatnsleysustrandar-
hreppi.
70 ára
Þorstelnn Ólafsson,
Bugðulæk 12, Reykjavík.
Sverrir G. Mey vatnsson,
Álftamýri 40,Reykjavík.
Elinborg Elbergsdóttir,
Sæbóli9,Eyrarsveit
Ásta Dóra Valgeirsdóttir,
Hraunási 12, Neshreppi.
Hákon Helgason,
Stelkshólum 12, Reykjavik.
Háaleiti 23, Keflavik.
Elsa Hafsteinsdóttir,
Holtsgötu 43, Njarövik.