Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1989, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1989, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 6: OKTÓBER 1989. Fréttir Um 3,3 prósent kjararýmun frá samningum: Fált efnt af loforðum ríkisstjórnarinnar - Búvara hækkað um tæp 8 prósent umfram laun Almennt verðlag hefur hækkað um 3,3 prósent umfram laun frá því gengið var frá samningum í vor. Samkvæmt mælingum Hagstofu íslands hafa laun hækkað um 5,6 prósent frá aprO síðastliðnum. Á sama tima hefur almennt verðlag hækkað um 9,1 prósent. Launþegar fá því minna fyrir launin sín í dag en þeir fengu fyrir samningana í vor. Ef einungis er miðað við hækkanir á búvöru, sem háð er verðlagsgrund- velh, verður samanburðurinn enn Fréttaljós Gunnar Smári Egilsson óhagstæðari. Hún hefur hækkað um 13,5 prósent frá því í vor eða um 7,7 prósent umfram laun. Raunar eiga þessar upplýsingar ekki að koma neinum á óvart. Þegar þjóðhagsáætlun og fjárlagafrumvarp fyrir þetta ár voru birt sást að ríkis- stjómin stefndi að tæplega 7 prósent kaupmáttarrýmun á þessu ári. Eftir samningana í vor gerði hagdeOd íjár- málaráðuneytisins nýja þjóðhagsspá og þar var aftur gert ráð fyrir tæp- lega 7 prósent kaupmáttarrýmun. Það stefnir því í að ríkisstjómin nái markmiði sínu varðandi rýmun kaupmáttar. Búvara hækkaö umfram laun í tengslum við samningana í vor lofaði ríkisstjómin launafólki ýms- um aðgerðum tO vamar kaupmætt- inum og tO að auka atvinnuöryggi. Af eUefu tölusettum atriðum er lof- orð um auknar niöurgreiðslur á landbúnaðarvörur í raun það eina sem hefur haft einhver teljandi áhrif. Loforð ríkisstjómarinnar fólst í því að landbúnaðarvörur myndu ekki hækka umfram laun lágtekjufólks. TU þess aö ná því markmiði hefur ríkisstjómin aukið niðurgreiðslur um 750 mOljónir á þessu ári. Árangurinn er sá að búvara háð verðlagsgrundvelU hefur hækkað um 13,5 prósent frá því samningar vom gerðir. Erns og áöur sagði hafa almenn laun hækkað um 5,6 prósent á sama tíma. Búvara hefur því hækk- að umtalsvert meira en laun aUs þorra fólks. 71 lágtekjumaður Ólafur Ragnar Grímsson flármála- ráðherra hefur haldið því fram að undanfómu að engu að síður hafi ríkisstjómin staðið við loforð sitt og vitnað þar til þess að laun þeirra aUra lægst launuðu hafi hækkað um 14 tU 18 prósent frá því fyrir samn- inga. Samkvæmt upplýsingum frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæj- ar fengu tæplega 1.300 félagar í sam- tökunum meiri hækkun en aUur þorri hinna rúmlega 8.100 félaga. Laun þessa hóps hefur hækkaö um 7,5 tíl 14,9 prósent frá því í vor. Ef þessir hópar em bomir saman við hækkanir á búvöru sem háð er verð- lagsgrandvelli kemur í ljós að ein- ungis tveir launaflokkar hafa fengið meiri hækkun en sem nemur hækk- un á búvöm. Samanlagt er 71 maður í þessum launaflokkum. Miðað viö opinbera starfsmenn virðist ríkisstjómin því hafa haft þennan hóp í huga þegar hún lofaði að búvara hækkaði ekki umfram laun „lágtekjufólks". Hann er 0,9 prósent af félögum í Bandalagi starfsmanna ríkis og bæjar. Ef menn vflja telja fleiri til „lágtekjufólks" hlýtur niðurstaðan að verða sú að rUdsstjómin hafl svikið loforðið frá í vor. Eins og sjá má af línuriti hér tíl hUðar hefur verð á opinberri þjón- ustu haldið í við almennt verðlag. Það aðhald, sem ríkissljómin lofaði varðandi verð á opinberri þjónustu, hefur því ekki borið meiri árangur en raun ber vitni. Greiðslubyrði hækkað Annað stórt atriði, sem ríkisstjórn- in lofaði, var að vextir myndu lækka. Frá því i vor hafa þeir lækkað um 1 tíl 2 prósent á flestum verðtryggðum kjörum í innlánsstofnunum - hvort sem það er ríkisstjóminni að þakka eða afleiðing minni eftirspumar eftir útlánum. Stærsti lánardrottinn launafólks, Húsnæðisstofnun ríkis- ins, hefur hins vegar ekki lækkað sína vexti. En þar sem lánskjaravísitala hefur hækkað meira en laun frá því í samn- ingnum þá hefur greiöslubyrði launafólks aukist. Eins og áður sagði hafa laun hækkað um 5,6 prósent að meðaltah en lánskjaravísitalan hins vegar um 7,9 prósent. Mismunurinn er 2,2 prósent. Þetta misgengi fer þvi langt með að éta upp lækkun á markaðsvöxtum og leiðir til meiri greiðslubyrði af húsnæðisstjómarlánum. Það er því ipjög hæpið að aðgerðir ríkisstjóm- arinnar í vaxtamálum hafi leitt til minni greiðslubyrði almennings. Þessar aögerðir felast í raun ein- ungis í því að vextir á ríkisskulda- bréfum vora lækkaðir um 1 til 1,3 prósent. Með tilboði sínu til þeirra sem geta leyst inn skuldabréf nú hefur þessi vaxtalækkun í raun verið dregin til baka. Nokkrar nefndir Efndir á öörum loforðum ríkis- stjórnarinnai' hafa verið enn veiga- minni. Hún lofaði að skipa nefnd um at- vinnumál með fulltrúum aðila vinnumarkaðarins. Nefndin var skipuð í byijun september - rúmum fjóram mánuðum eftir samningana. Ríkisstjómin lofaði að kanna með hvaða hætti tryggja mætti fólki við landbúnaðarstörf rétt til atvinnu- leysisbóta. Ríkisstjómin skaut þessu í nefnd. Ríkisstjómin lofaði samráði við launafólk vegna aðgerða til að upp- ræta skattsvik. Ríkisstjómin ætlar að leita eftir samráði launafólks seinna og auk þess að fá aðstoð við kynningu á virðisaukaskattinum eins og lofað var við gerð samninga. Ríkisstjómin ætlaði að kanna hvort ekki mætti afnema tvísköttun lífeyrisiðgjalda. Ríkisstjórnin hafnar því að um tvísköttun sé að ræða. Ríkisstjómin lofaði að kanna með hvaða hætti mætti greiða fyrir aöild starfsfólks á vemduðum vinnustöð- um að lífeyrissjóðum, en sjóðimir telja meiri áhættu að tryggja þetta fólk en almennt laimafólk. Ríkis- stjórnin hafnar því og segir þetta fyrst og fremst mál lífeyrissjóðanna. Ríkisstjómin lofaði að móta reglur um veitingu atvinnuleyfa til að girða fyrir misnotkun, til dæmis með stofmm gervifyrirtækja til að komast hjá eðlilegum skyldum gagnvart launafólki. Fjóram mánuðum eftir samningana var skipuð nefnd til að semja þessar reglur. Ríkisstjómin lofaði að skipa nefnd um fæöingarorlof. Það hefur ekki verið gert. Ragnar og Stefán, sem eru skipverjar á Sæljóni RE, voru aö bæta snurvoðina þegar Ijósmyndari DV var á ferö á Grandagaröi i gær. Á myndinni er Stefán stýrimaður aö renna náiinni i upptöku og Ragnar heldur i. DV-mynd S Allt að 30 prósent verðmunur á húsnæði á ísafirði og Þingeyri Siguijón J. Sigurðsson, DV, ísafiröi: „Lánareglur Húsnæðisstofnunar hafa eyðilagt sölumöguleika eldra húsnæðis,“ segir Amar G. Hinriks- son, lögfræðingur og fasteignasali á ísafirði. „Það er lítið framboð á góðum eign- um í dag og þar á ég við nýlegar góð- ar eignir, hvort sem er í einbýli eða sambýli. Ef ég fæ góðar eignir í sölu seljast þær fljótt og fyrir þær fæst þokkalegt verð - þá meina ég verð sem er langt undir byggingarkostn- aði. Menn fá ekki peningana sína til baka í dag,“ sagði Amar G. Hinriks- son, fasteignasali á ísafirði, er DV spurðist fyrir um hreyflngar á íbúð- arhúsnæði á ísafirði. Amar sagði að meiri vöntun væri á húsnæöi í dag heldur en áöur. Þó væri frekar mikið af eldra húsnæði til sölu sem seldist illa. Aðalástæðan er lánareglur Húsnæðisstofnunar sem hafa eyðilagt möguleika á sölu eldra húsnæðis. - En hversu mikið undir branabóta- mati seljast íbúðir á í dag? „Það er ómögulegt að segja. Bruna- bótamatiö er þaö brenglað að það er ekki hægt að nefna neina prósentu- tölu út frá því.“ Það er mikill verðmunur á íbúðar- húsnæði á Vestfjörðum. Þó hefur Bolungarvík dregið nokkuð á ísa- fjörð á síðastiiðnum tveimur árum. Á hinum stööunum er miklu lægra fasteignaverð, t.d. á Þingeyri. Þó svo að þar sé þokkalegt atvinnuástandi er allt að tveggja milljóna króna mis- munur á sambærilegum eignum þar og á ísafirði," sagði Amar. „Hús, sem kostar 6,5 milljónir á ísafirði, fæst fyrir 4,5 milljónir á Þingeyri. Munurinn er 30%. Á ísafirði er líka nokkur verðmunur eftir því hvar eignin er í bænum. Dýrustu eignimar eru á svæðinu frá Grænagarði að Króki og er Eyrin meðtalin. Númer tvö kemur svo fjörðurinn og síðan Hnífsdalur," sagði Amar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.