Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 1989næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1989, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1989, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTOBER 1989. Fréttir DV í kjölfar jarðskjálftans í San Francisco: Gólfið gekk í bylgjum - segir íslenskur listanemi, Soffía Böðvarsdóttir „Það var eins og það gengi bylgja yfir þiúsið, ég fann fyrir smátitringi fyrst, en svo byrjaði gólfið að hreyf- ast. Það var eins og byggingin væri öll á hreyfingu," sagði Soffia Böðv- arsdóttir, listanemi í nágrenni San Francisco, í samtah við DV í morgun. í gær, um fimmleytið að staðar- tíma, gekk öflugur jarðskjálfti yfir San Francisco og nágrenni með þeim afleiðingum að a.m.k. tvö hundruð og flmmtíu manns létust og fimm hundruð særðust. „Ég var ein heima þegar skjálftinn reið yfir og mér brá nokkuð þegar ég sá gólfið og veggina byrja að hreyf- ast. Ég lagðist á fjóra fætur á gólfið því þegar allt umhverfi manns fer á hreyfmgu er eins og maður missi nokkuð jafnvægisskyn. Mér fannst þetta allt ganga fljótt yfir þó að í sjón- varpinu hafi þeir sagt að skjálftinn hafi varað lengi.“ Að sögn Soffiu datt sjónvarp og útvarp út í gærkvöldi en var fljótlega komiö í samband aftur. „Rafmagns- laust varð í San Francisco en hjá okkur blikkuðu ljósin aðeins.“ Að sögn Soffíu virðast htlar skemmdir hafa orðið í Oakland, þar sem hún býr. „En í San Francisco kviknaði í á mörgum stöðum. Ég sé yfir til San Francisco úr glugganum hjá mér og sá þar að minnsta kosti tvo stóra bruna." „Ég hef aldrei lent í öðru eins. Þetta var mjög óraunverulegt fyrir mig á meðan á jarðskjálftanum stóð en eft- ir á gerði titringurinn vart við sig. Það greip ekki um sig mikh hræðsla en þó smátaugatitringur." Að sögn Soffíu hafa embættismenn í Kalifomíu beðið fólk um að vera sem minnst á ferh næsta sólarhring. „Skólar eru opnir hér í Oakland en í San Francisco skilst mér að þeir, sem og flest annað, séu lokaðir.“ -StB Jarðskjálftinn í San Francisco: Kom greinilega fram á skjálftamælum hér - segir Ragnar Stefánsson j arðskj álftafræðingur „Þeir eru orðnir svo fullkomnir, þessir jarðskjálftamælar sem við höfum, að þeir mæla jarðskjálfta hvar sem er í heiminum. Jarðskjálft- inn í San Francisco kom því mjög greinilega fram á okkar mælum, enda var hann um 7 stig á Richter," sagði Ragnar Stefánsson, jarð- skjálftafræðingur á Veðurstofu ís- lands, í samtah við DV í morgun. Ragnar sagði að jarðskjálftarnir á þessu svæði væru svokallaðir mis- gengisskjálftar, kenndir við San Andreas sprunguna, sem hggur um Kyrrahaf en kemur á land rétt hjá San Francisco og hggur þaöan til suð-suðausturs meðfram Kyrrahafs- ströndinni. Á þessari sprungu varð jarðskjálftinn í gær og átti upptök sín mn 80 kílómetra frá San Francisco. Um það hvort hætta sé á að fleiri Á þessari mynd má sjá San Andre- as sprunguna sem liggur eiginlega þvert yfir Kaliforníu. Upptök skjálft- ans í San Francisco voru i sprung- unni. stórir jarðskjálftar fylgi í kjölfarið sagði Ragnar aö ahtaf fylgdu eftir- skjálftar. Og það væri alltaf hætta á því að einhverjir þeirra yrðu stórir. Þegar svona jarðskjálftar verða, eyk- ur það líkur á að skjálftar fylgi í kjöl- farið annars staðar á sprungunni, ekki endilega á þeim stað sem fyrsti skjálftinn á upptök sín. „Sem dæmi um það má nefna aö árið 1906, þegar mun stærri jarð- skjálfti varð í San Francisco, eða 8,3 stig, urðu fleiri gífurlega mikhr jarð- skjálftar á Kyrrahafsströnd Amer- íku. Sá stærsti var í Kolombíu upp á 8,9 stig. Því má ganga út frá því að þegar stórir jarðskjálftar verða á þessu svæði fylgi fleiri í kjölfarið," sagði Ragnar Stefánsson. -S.dór Jónatan sendi athugasemdir til Hæstaréttar: Varnarræðurnar eru óþarflega særandi - verður bara að hafa það, sagði Jón Steinar „Vamarræður nefndra aðila og óþarflega særandi ummæh um ein- staka menn í umræddri skýrslu. . . “ svo segir meðal annars í athugasemd sem Jónatan Þór- mundsson sendi Hæstarétti. Eftir að Jón Magnússon hæstaréttarlögmað- ur hafði kært tíl Hæstaréttar neitun Sakadóms Reykjavíkur, þess efnis að upplýsingaskýrsla Ragnars Kjart- anssonar yrði lögð fram sem dóms- gagn í Hafskipsmáhnu. Jónatan segir einnig í athugasemd- inni að Jón Magnússon og Ragnar Kjartansson hafi með málatilbúnaði sínum og vinnubrögðum gert áfram- haldandi meöferð málsins erfiðari en eðlilegt geti tahst og að hans mati hafi þeir gerst brotlegir við lög um meöferð opinberra mála. Athugasemdimar sendi Jónatan til Hæstaréttar. Verjendumir höfðu orðið sér úti um eintak af athuga- semdunum og þegar þeir sáu hvað Jónatan hafði sett á blað virtist sem þeim væri brugðið. Jón Steinar Gunnlaugsson hæsta- réttarlögmaöur sagði að ef málflutn- ingur þeirra verkaði særandi á sér- stakan saksóknara þá yrði bara að hafa það. Við upphaf málflutnings í Sakadómi í gær gerði Jón Steinar athugasemdir við þau vinnubrögð Jónatans að senda athugasemdimar í Hæstarétt án þess að láta verjendur fá eintak. Jón Steinar kallaði athuga- semdimar leyniplagg. Verjendurnir gerðu margar at- hugasemdir við íjarveru Jónatans Þórmundssonar þegar málflutning- ur um frávísunarkröfurnar fór fram í Sakadómi Reykjavíkur í gær. „Ég tjái mig ekki um máhð viö fjöl- miðla. Ég tel að það ekki við hæfi meðan málið er fyrir dómstólum.“ - Ekki heldur athugasemdir verj- endanna um að þú skuhr ekki hafa verið viðstaddur? „Það er náttúrlega alveg út í hött. Ég stjórna mínum mönnum og þetta er verkaskipting ákæruvaldsins, meira hef ég ekki um máhð að segja, vertu blessaður," sagði Jónatan Þór- mundsson, sérstakur ríkissaksókn- ari í Hafskips- og Útvegsbankamál- inu. -sme Bj órmarkaðurmn: Löwenbrau selst mest Löwenbrau hefur selst langmest hérlendis frá því leyft var að selja bjór 1. mars síðasthðinn. Hann er með um 37 prósent af heildarsöl- unni, samkvæmt upplýsingum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. í öðru sæti er danski bjórinn Tu- borg með tæp 15 prósent. Austurríski bjórinn Kaiser er með 12 prósent af markaðnum og bandaríski bjórinn Budweiser er sömuleiðis meö um 12 prósent. í fimmta sæti er Egils Gull með um 7 prósent. Sanitas Lageröl er í sjötta sæti með um 6 prósent. Þessar sex tegundir eru því með samtals um 89 prósent af bjórsölunni frá upphafi. Nokkrar nýjar bjórteg- undir hafa komið inn á markaðinn síðustu vikumar og fróðlegt verður að sjá hvemig þær koma út við næsta uppgjör. -JGH Slökkviliðsmaður kannar rústir byggingar í San Francisco sem hrundi í kjölfar jarðskjáiftans sem gekk þar yfir í gær. Talið er að a.m.k. tvö hundr- uð og fimmtíu hafi látist og er óttast aö sú tala eigi eftir að hækka. Símamynd Reuter Jarðskjálftinn hækkar olíuverð Jarðskjálftinn við San Fransisco í gær hefur hækkað verð á hráohu í Bandaríkjunum um 50 cent. Ástæðan er sú að nokkrar ohuhreinsunar- stöðvar em í nánd við San Fransis- co. Hærra ohuverð vegna jarðskjálft- ans kemur í kjölfar hækkandi olíu- verðs síðustu daga. -JGH Á þriðja hundrað íslendingar búa í San Francisco „Við vorum að telja saman hve margir íslendingar búa á San Fran- cisco svæðinu. Eftir því sem við kom- umst næst em þeir eitthvað á þriðja hundraöið. Við fengum ekki ná- kvæma tölu en ég þori að fuhyrða að þeir em vel yfir 200,“ sagði séra Vigfús Þór Ámason, sem er alveg nýkominn frá námi í San Francisco. Hann sagði að margir íslendingar væru við nám í San Francisco en ótrúlega margir landar væra þar heimihsfastir. Flestir námsmann- anna em við nám í Berkeley háskól- anum og búa á háskólasvæðinu svo- nefnda. Það er ekki nema um 15 mín- útna aksturs úr því hverfi að Bay Bridge, brúnni sem verst fór út úr jarðskjálftanum í gær. Vigfús sagði að á meðan hann var í borginni hefðu oft komið jarð- skjálftakippir og að íbúar borgarinn- ar væra vel meðvitaðir um þá jarð- skjálftahættu sem alltaf vofir yfir þeim. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 238. tölublað (18.10.1989)
https://timarit.is/issue/192489

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

238. tölublað (18.10.1989)

Aðgerðir: