Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1989, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1989, Page 3
3 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1989. Fréttir Bókun í útvarpsráði um þingfréttaritara Sjónvarps: Ingimar fái annan mann sér við hlið eða annar maður taki við „Mér hefur verið hlýtt til einstakl- ingsins Ingimars Ingimarssonar en sem fréttamann um stjómmál tel ég hann ekki starfi sínu vaxinn. Eitt dæmi af mörgum: Ritstjóri tímarits nokkurs hefur oftar en einu sinni samið hugleiðingar frá eigin brjósti um málefni stjómmálaflokka. Til að auglýsa tímaritið vel og mikið sendir ritstjórinn tímaritið til fréttastofu ríkissjónvarpsins áður en tímaritið fer á markað. Ingimar Ingimarsson gleypir efnið hrátt án þess að leita upplýsinga rnn sannleiksgildi hjá þeim sem nafngreindir em. Semur hann síöan frétt um skrif ritstjóra tímaritsins og sendir út sem aðalfrétt í fréttatíma sjónvarpsins. Til að bæta gráu ofan á svart klingir hann út með „frétt“ um svipað efni, fengna úr Pressunni. Tímaritið fær þarna fría auglýsingu en fréttastofa sjón- varpsins situr uppi með slúðurfrétt. Slík vinnubrögð era stórvítaverð. Að þessi fréttamaður eigi einn að sjá um fréttir af störfum Alþingis á komandi vetri er ófært meö öllu enda hafa þingmenn úr flestum flokkum kvart- að mjög í mín eyru um fréttaflutning Ingimars Ingimarssonar frá störfum þingsins á síðastliðnum vetri. Þess vegna er bókun þessi framkomin," sagði Magnús Erlendsson útvarps- ráðsmaður í samtali við DV. Á fundi útvarpsráðs 6. október lögðu Magnús, tilnefndur af Sjálf- stæðisflokki, og Rúnar S. Birgisson, tilnefndur af Borgaraflokki, fram eft- irfarandi bókun: „í ljósi fenginnar reynslu af störf- um þingfréttaritara Sjónvarpsins á hðnum vetri teljum við með öllu óviðunandi að Ingimar Ingimarsson verði einn með þingfréttir á komandi vetri. Förum við þess á leit við frétta- stjóra að annar aðili verði settur við hlið Ingimars eða hreinlega að annar fréttamaður verði fenginn til þess að hafa umsjón með þingfréttum og öðr- um fréttum tengdum stjórnmálum." Magnús sagði að á fundi útvarps- ráðs á undan þessum fundi hefði út- varpsráð samhljóða óskað eftir því við fréttastjóra Sjónvarps að það yrðu hafðir fleiri heldur en Ingimar Ingimarsson í þingfréttum frá Al- þingi í vetur. Fréttastjóri virtist hins vegar ekki ætla að fara eftir þessu. Trausttil Ingimars Á síðasta útvarpsráðsfundi spurð- ist Magnús Erlendsson fyrir um af- stöðu Boga Ágústssonar til sam- þykktar ráðsins frá fundinum á und- an og þá sagði Pétur Guðfinnsson, útvarpsráðsmaður og framkvæmda- stjóri sjónvarps, að Ingimar nyti fyllsta trausts sín og Boga Ágústs- sonar. í framhaldi af þeim orðum var bókun Magnúsar og Rúnars lögð fram. - ErþaðtímaritiðHeimsmyndsem Magnús vísar til hér á undan? „Já, það passar. Við reyndum hann oftar en einu sinni að þessu í fyrra- vetur og þingmenn hafa kvartað mikið. Á annatímum Alþingis ræður maðurinn bara ekki við þessi störf. Útvarpið er með tvo fréttamenn á Alþingi en Sjónvarpið bara einn. Starfið er einum manni ofviða, sér- staklega á annatímum." -hlh Ingimar Ingimarsson fréttamaður. Ingimar Ingimarsson: Vísaí fundar- gerð út- varpsráðs „Ég hef það fyrir reglu að ræða ekki svona hluti við aðra en mína yfirmenn. Um bókunina vil ég ekkert segja en vísa í fundargerð útvarps- ráðs þar sem bókað er traust á mín- um störfum, bæði haft eftir frétta- stjóra og Pétri Guðfinnssyni," sagði Ingimar Ingimarsson, fréttamaður á Sjónvarpinu, við DV. „Ég get hins vegar sagt að þeir þingmenn, sem virðast hafa verið að kvarta við Magnús Erlendsson, hafa ekki kvartað við mig. Það eru tveir þingmenn sem hafa komið að máli við mig og það er hlutur sem gerist alltaf í svona starfi. Sjálfur get ég ekki sagt annað en að ég hef átt mjög ánægjulegt samstarf við þingmenn hér.“ -hlh Bogi Ágústsson: Ber fyllsta traust til Ingimars „Ég ræði málefni einstakra starfs- manna á fréttastofu ekki opinber- lega. Hins vegar vil ég benda á fund- argerð útvarpsráðs þar sem fram kemur að ég ber fyllsta traust til Ingi- mars Ingimarssonar," sagði Bogi Ágústsson, fréttastjóri Sjónvarpsins, viðDV. -hlh Mallorkaferðir á makalaust góðu verði Nú býður Ferðaskrifstofan Atlantik vetrarferð- ® ir til Mallorka. Þetta er nýr möguleiki sem nýtist afar vel. Að sjálfsögðu er aðeins gist á fyrsta flokks íbúðarhótelum Royaltur og allur aðbúnaður og þjónusta með Atlantik-sniði. Eins og bestur verður á kosið. íslensk fararstjórn. 44DAGAR Verð frá kr. 55.545,- 58 DAGAR Verð frá kr. 72.170,- 156 DAGAR Verð frá kr. 151.750,- |/\| A CCDFI f Við minnum einnig á sérstaka 15 dlJL/lFCJ!ftL/S daga jólaferð á frábæru verði. FERÐASKRIFSTOFAN dTKKVtlt HALLVEIGARSTÍG 1 SÍMI 28388 OG 28580

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.