Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1989, Qupperneq 4
4
MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1989.
Fréttir
Málflutningur um frávísunarkröfur í Hafskipsmálinu:
Lýstu margoft eftir
sérstökum saksóknara
- sem var ekki viöstaddur 10 klukkustunda langan málflutning
Viö upphaf málflutnings um frávís-
unarkröfur í Hafskipsmálinu í gær
óskaði Jón Steinar Gunnlaugsson
hæstaréttarlögmaður og veijandi
Helga Magnússonar, fyrrverandi
endurskoðanda Hafskips, eftir að
gera bókun. Hann lét bóka að sér
þætti eðlilegt að Jónatan Þórmunds-
son, sérstakur saksóknari í málinu,
léti verjendum í té gögn um málflutn-
inginn og sem hann sendi dómstól-
um. Eftir að Jón Steinar hafði lesið
bókunina spurði Sverrir Einarsson
dómsformaður Pál Arnór Pálsson
hæstaréttarlögmann, sem er fulltrúi
Jónatans, hvort þetta væri rétt. „Já,“
svaraöi Páll Arnór.
Áður en málflutningur hófst vakti
Jón Magnússon hæstaréttarlögmað-
ur máls á því að sér þætti heppilegra
að Jónatan Þórmundsson væri við-
staddur málflutninginn. En Jónatan
var ekki viðstaddur frekar en þegar
tekist var á um framlagningu upplýs-
ingaskýrslu Ragnars Kjartanssonar.
Það átti eftir að heyrast oft í mál-
flutningnum að veijendum þótti
miður að Jónatan Þórmundsson var
ekki viðstaddur. „Við getum ekki
neytt hann til að mæta,“ sagði Sverr-
ir Einarsson.
Kröfur verjendanna eru byggðar á
harðri gagnrýni, bæði á rannsókn
Jónatans og ekki síður á rannsókn
sem gerð var þegar Hallvarður Ein-
varðsson var rannsóknarlögreglu-
stjóri.
Vanhugsað og ruddalegt
Jón Magnússon, veijandi Ragnars
Kjartanssonar, talaði fyrstur. Hann
kom víða við í ræðu sinni sem stóð
hátt á fjórðu klukkustund. Hann
rakti gang málsins frá upphafi. Jón
sagði meöal annars að rannsókn sú,
sem Hallvarður Einvarðsson stýrði,
væri óhæf. Rökin voru þau að þar
sem Hæstiréttur hefði dæmt hann
vanhæfan í málinu - sem ríkissak-
sóknara - þá væri hann einnig van-
hæfur sem rannsóknarlögreglusljóri
- þar sem samkvæmt lögum giltu
sömu ákvæði um hæfi saksóknara
og rannsóknarlögreglusfjóra.
Jón vék að þeirri beiöni lögregl-
unnar, sem var samþykkt fyrir dóm-
stólum, að hneppa forsvarsmenn
Hafskips í gæsluvarðhald. Jón sagði
þaö hafa verið vanhugsað og rudda-
legt - og það versta sem gerst hefði
í þessu máh til þessa. Þá rakti Jón
ummæli sem höfö voru eftir Hall-
varði í fjölmiölum. Hann sagðist
leggja þann skilning í ummæli Hall-
varðs að hann hefði frekar aukið við
alvöru málsins en dregið úr.
í ræöu Jóns kom fram að hann
hefði farið fram á að Hallvarður
sleppti að gefa út ákærur vegna
hugsanlegs vanhæfis. Því hefði Hall-
varður neitað og sama hefðu tveir
fulltrúar dómsmálaráðuneytisins
gert, þeir Þorsteinn Geirsson og Þor-
steinn A. Jónsson. Þessum þremur
mönnum kenndi Jón um að máhö
hefur dregist í um tvö ár.
Þá gagnrýndi Jón Hallvarð fyrir
aö hafa birt ákærumar í Helgarpóst-
inum. „Sá sem fyrir þessu stóð er
nú æðsti maður ákæruvaldsins í
landinu,“ sagði Jón Magnússon.
Sálarháski og tímaskortur
Þegar Jónatan Þórmundsson hafði
tekið við máhnu sem sérstakur ríkis-
saksóknari sagðist Jón hafa verið
bjartsýnn. Hann sagðist hafa vonast
til aö loks yrði unnið í málinu af
festu. Hann sagði þær vonir hafa
brugðist. Hann sagði að á fundi, sem
Jónatan hefði átt með veijendum,
hefði honum skihst að rætt yrði við
alla aðila upp á nýtt - ný rannsókn
væri fyrirhuguð. Til þess hefði aldrei
komiö og að langmestum hluta væri
byggt á þeirri rannsókn sem Hah-
varður stýröi.
Jón las tilvitnanir í viðtöl fjölmiðla
Svala Thorlacius hæstaréttarlög-
maður skoðar upplýsingaskýrslu
Ragnars Kjartanssonar í bókabúð.
Þegar hafnað var að skýrslan yrði
málsgagn í Hafskipsmálinu var hún
gefin út og er nú seld í tveimur bóka-
búðum. Þar með er hægt að vitna
í hana í málinu. „Hún er að verða
uppseld," sagði Jón Magnússon.
við Jónatan. Þar kom fram að Jónat-
an hafði sett tímamörk um hvenær
ákæru væri að vænta. Jón Magnús-
son sagði Jónatan hafa fallið ítrekað
á eigin tímamörkum. Eins líkti hann
því við að Jónatan hefði veriö kom- •
inn í sálarháska. Jón sagði þessar
yfirlýsingar vera gjörsamlega út í
bláinn og þetta sýndi að hinir mæt-
ustu menn gætu lent í fiölmiðla-
hremmingum.
Jón gagnrýndi fleira. Hann tók
meðal annars fram að af 26 rann-
sóknarfyrirmælum, sem Jónatan
sendi endurskoðendum sínum, hefðu
aðeins 16 verið rannsökuð. „Það var
þörf á að rannsaka aha þættina. Því
ídómsalnum
Sigurjón M. Egilsson
lét hann þetta gott heita?“ spurði Jón
og ítrekaði óskir sínar um aö Jónatan
væri viðstaddur.
Frumrannsókn fyrir Sakadómi
Bæði Jón Magnússon og aðrir veij-
endur töldu að frumrannsókn máls-
ins væri nánast öll eftir. í máh þeirra
kom fr£un að ef máhnu yrði ekki vís-
að frá neyddust þeir til þess að fara
fram á aö málið yrði rannsakað í
Sakadómi Reykjavíkur - þrátt fyrir
að rannsóknarlögregla ætti að sjá um
þá hhð mála.
„Ég held að Sakadómur hafi aldrei
staðið frammi fyrir annarri eins
rannsókn og í þessu máh - sém sagt
stærsta framhaldsrannsókn til
þessa. Sakadóm skortir bæði mann-
afla og tæki til svona rannsókna.
Dómurinn gerir sér grein fyrir því
að þessi rannsókn fer fram - hún
verður að fara fram - þar er engrar
undankomu auðiö,“ sagði Guðmund-
ur Ingvi Sigurðsson hæstaréttarlög-
maður og veijandi Björgólfs Guð-
mundssonar.
Jón Magnússon rakti eitt hundrað
atriði sem hann taldi að væru van-
reifuð í máhnu. Aðrir veijendur tóku
undir með honum. Páh Amór Páls-
son, fulltrúi Jónatans, sagðist ekki
ætla að rekja öh þessi atriði - enda
sýndist honum að sumum þeirra
væru gerð fuh skil í gögnum málsins.
Allir veijendumir lýstu yfir harðri
gagnrýni á bókhaldrannsókn máls-
ins. Þeir sögðu reyndar að ekki væri
um neina rannsókn að ræða og færðu
rök fyrir máh sínu. PáU Amór sagði
hins vegar að bókhaldiö hefði verið
endurskoðað þó að ekki hefði verið
farið ofan í hvert fylgiskjal.
AUir veijendurnir komu mikið inn
á gagnaskort að þeirra mati. Þeim
þótti sem ekki hefði verið staðið að
gagnaöflun sem skyldi.
Ákært gagnalaust?
Verjendumir sögðu það undarlegt
að ákæmr heföu verið gefnar út að-
eins fiórum dögum eftir aö rann-
sóknarlögreglan skUaði af sér máls-
gögnum. Þeir sögðu eðhlegt að fá
svör við því hvort búið hefði verið
að ákveða hveijir yrðu ákærðir áður
en gögn málsins bámst til Jónatans
Þórmundssonar. Páll Amór sagði að
flest gögn hefðu verið komin til sak-
sóknarans miklu fyrr - en formleg
afhending gagna hefði verið fiórum
dögum áður en ákærur vora gefnar
út.
Betra í vor
PáU Arnór sagði í sinni ræðu að
betra hefði verið :að frávisunarkröf-
umar hefðu komið fram í vor. Hann
sagði einnig að þáð væri saksóknara
að ákveða ákærur og að hann gæti
hæglega ákært þó aö ekki lægju öll
gögn málsins fyrir. Þar var hann að
svara gagnrýni þess efnis að mánuð-
ir hðu frá því ákærur voru gefnar
út og þar tU Jónatan Þórmundsson
sendi frá sér málsgögnin.
PáU Amór lét í ljós óánægju með
orðaval Jóns Magnússonar og sagði
að ef því Unnti ekki mætti hann bú-
ast við hörðum viðbrögðum Jónat-
ans Þórmundssoanr.
-sme
í dag mælir Dagfari
Stefán Valgeirsson var reiður í
þinginu í fyrradag. Hann var alveg
voðalega reiður og þegar Stefán
Valgeirsson er reiður þá mega aðr-
ir fara að vara sig. Stefán var reið-
ur út í Pálma Jónsson sem lét sig
hafa það að standa upp utan dag-
skrár í þinginu og skammast yfir
því að Stefán skyldi hafa fengið
aðstoöarmann. Veit ekki Pálmi
Jónsson að Stefán þarf á aðstoðar-
manni að halda? Stefán er lykU-
maöur í ríkisstjórnarmeirihlutan-
um, situr í ráðum og nefndum og
þarf að lesa kynstrin öll af pappí-
rum til að setja sig inn í mál. Mað-
ur, sem flytur sig af einum fundin-
um á annan, hefur ekki tíma til að
lesa mál og sefia sig inn í þau. Þess
vegna þarf hann aðstoð við að setja
sig inn í málin. Aöstoðarmaðurinn
er sem sagt til að sefia sig inn í
máhn fyrir Stefán svo hann geti
sett Stefán inn í máhn án þess að
hann sefii sig sjálfur inn í þau.
Þannig getur Stefán mætt á alla
fundina og verið með í öllum ráð-
um því hann hefur aðstoðarmann
til að sefia sig inn í það sem Stefán
þarf að setja sig inn í. Auðvitað
kom í upphafi til greina að Stefán
yrði ráðherra en hann valdi þann
kostinn að vera ekki ráðherra og
Pálmi á Stefán á fæti
sparaði þar af leiðandi miklar fúlg-
ur fyrir rhdssjóð. Pálmi Jónsson á
að vera þakklátur Stefáni fyrir að
vhja ekki vera ráðherra og eigin-
lega er þetta með aðstoðarmanninn
sparnaðarráðstöfun sem ástæða er
til að hrósa. Dagfari getur ekki
annað en fallist á þessa röksemd
Stefáns Valgeirssonar um sjálfan
sig. Það var mikið lán að hann
skyldi ekki verða ráðherra.
En af því að Stefán varð ekki ráð-
herra þá er hann þingflokkur. Mað-
urinn er að vísu bara einn í flokki
og hefur ekki við aðra en sjálfan
sig að ræða í flokknum en Pálmi
Jónsson er búinn að vera nógu
lengi á þingi og þekkja Stefán Val-
geirsson nógu lengi til að skUja og
vita að Stefán er heiU þingflokkur
ef því er að skipta. Og þaö var ein-
mitt þetta sem Stefáni sárnaði.
Pálmi lét sem hann vissi ekki hvað
Stefán er mikilvægur. Pálmi þóttist
ekki vita að Stefán væri þingflokk-
ur!
Stefán getur trúaö svona ósvífni
upp á ýmsa aðra en ekki Pálma sem
á aö vita aUt um Stefán, eftir því
sem Stefán sjálfur segir.
Þetta verður geymt en ekki
gleymt og Stefán ætlar að muna
Pálma þetta. Hann ætlar við annað
tækifæri að rifia upp feril Pálma
Jónssonar og er ekki að efa að nú
kemur aðstoðarmaðurinn í góðar
þarfir við að setja Stefán inn í feril
Pálma Jónssonar. Nú mun Pálmi
eiga Stefán á fæti. /
Þegar þingflokkur á borð við Stef-
án Valgeirsson hugsar sfiómar-
andstöðuþingmanni þegjandi þörf-
ina má sá síðarnefndi fara að vara
sig. Sérstaklega þegar Stefán setur
sig inn í mál sem aðstoðarmaður
hans hefur sett sig inn í til að Stef-
án geti sett sig inn í þau.
Það er haft eftir Bimi á Löngu-
mýri að hann hafi eitt sinn sagt:
„Eg og Stefán Valgeirsson eram
tveir gáfuöustu menn þingsins."
Þegar einhver ætlaði að fara að
gera athugsemd við þessa yfirlýs-
ingu bætti Bjöm við: „Ég meina
samanlagt!"
Þetta var eflaust hárrétt hjá Birni
sem þekkti Stefán meðan þeir voru
saman í þingflokki. Nú er Björn
hættur á þingi en Stefán orðinn að
þingflokki sjálfur og sUkir menn
þurfa auðvitað aðstoðarmenn ef
mæhkvarði Björns er notaður um
gáfnafarið.
Reiði Stefáns Valgeirssonar er
réttlát ef tekið er tillit til þess hvað
um hann yrði ef hann hefði ekki,
aðstoðarmann til að setja sig inn í
mál. Þá mundi Stefán ráfa á miUi
funda og sjóða og þings án þess að
vita nokkurn skapaðan hlut um
það sem hinir eru að tala um. Hann
þyrfti að fara að sefia sig inn í mál
án þess þó að mega vera að því
vegna fundanna sem hann þarf að
sækja, vegna málanna sem hann
þarf að setja sig inn í. Annaðhvort
yrði Stefán að setja sig inn í mál
án þess að komast á fundina eða
fara á fundina án þess aö setja sig
inn í málin. HeUir þingflokkar geta
ekki hagað sér með þeim hætti og
ríkissfiómin þarf á því að halda að
Stefán sefii sig inn í mál tU að sjóð-
imir geti starfað. Og svo eru menn
að rífast út af þessu í þinginu.
Manni getur nú sámað.
Dagfari