Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1989, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1989, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1989. Utlönd San Francisco: 250 fórust í jarðskjálfta Gífurlega öflugur jarðskjálfti gekk yfir San Francisco borg og nágrenni í nótt með þeim afleiðingum að a.m.k. tvö hundruð og fimmtíu létu lífið og fimm hundruð særðust að sögn tals- manns neyðarskrifstofu Kaliforníu- fylkis. Talið er tala látinna geti enn hækkað. Skjálftinn mældist 6,9 á Richterskvarða - nógu öflugur til að valda alvarlegum skemmdum. Skýjakljúfar svignuðu, eldar kviknuðu víðsvegar í borginni og fjöldi fólks lokaðist inni í rústum bygginga og brúar sem hrundu. Flestir fórust þegar kílómetralangur kafli efri hluta Nimitz-hraðbrautar, sem hggur frá Bay-brúnni, hrundi með þeim afleiðingum að bifreiðar á ' neðri hlutanum féllu saman með fólk innanborðs. Þá hrundi hluti Bay- brúarinnar, sem tengir saman borg- irnar San Francisco og Oakland, og létust að minnsta kosti sex. Talið er að allt að fjögur hundruð hafi særst þegar vegurinn hrundi. Björgunar- fólk vann að því í morgun að bjarga fólki úr rústunum. Sérfræðingar ótt- ast að óstöðugar bygginar kunni að hrynja þegar eftirskjálftar ganga yfir. Björgunarmenn hjálpa fólki úr rústum hraðbrautar, I kjölfar jarðskjálfta sem reið yfir San Francisco í nótt. Símamynd Reuter Átta létust og um eitt hundrað slös- uðust annars staðar í borginni, að mestu í kjölfar hruninna bygginga. Rafmagnslaust varð í borginni og skall myrkur yfir hana tveimur klukkustundum eftir að skjálftinn reið yfir. Rúmlega milljón íbúa af þeim rúmum tveimur milljónum sem búa í San Francisco og nágrenni sat því við týrur frá vasaljósum þeg- ar rökkva tók. Að sögn borgarstjóra San Francisco, Art Agnos, hafa sjúkrahús enn rafmagn. Miklar skemmdir urðu á Bay-brúnni og hrundi hluti hennar. Símamynd Reuter Gabriel HÖGGDEYFAR NÝ STÓRSENDING! SKEIFUNNI5A, SIMI: 91-8 47 88 Skelfing greip um sig meðal áhorfenda á heimsmeistarakeppni í hafna- bolta sem var að hefjast er jarðskjálftinn reið yfir. Símamynd Reuter Talsmaður bandarísku jarðfræði- stofnunarinnar sagði að upptök skjálftans hefðu verið um áttatíu kílómetra suður af San Francisco, í San Andreas-sprungunni, í nágrenni San Jose og Santa Cruz. Hann gekk yfir á háannatímanum, rétt eftir fimm að staðartíma í gærdag, en um miðnætti að íslenskum tíma. Vegna skjálftans, sem stóð yfir í fimmtán sekúndur, varð að flytja um sextíu þúsund áhorfendur burt af leik í heimskeppninni í hafnabolta sem var að hefjast. Nokkrir áhorf- enda særðust. Hermenn voru sendir inn í borgina til að aðstoða við að slökkva mikla elda sem brutust út víða, þar á með- al kviknaði í fjölda lítilla báta og snekkja við höfnina. Lögregla segir að nokkuð hafi verið um að þjófar hafi gripið tækifærið og látið greipar sópa um búðarglugga og hillur verslana. Embættismenn áætla að skemmdir nemi einum milljarði dollara. Reuter San Francisco: Ein „hættulegasta“ bovg Bandaríkjanna San Francisco í Kaliforníu, sem þykir ein af fallegustu borgum Bandaríkjanna, er jafnframt ein sú hættulegasta. í kringum hana hggur San Andreas sprungan sem er stærsta sprungan á jarðskorpunni. Alvarlegir jarðskjálftar hafa orðið í San Francicso frá 1869 og skjálftinn sem varð 1906 lagði næstum borgina í eyði. í jarðskjálftanum 18. apríl 1906, sem mældist 8,6 á Richterskvarða, fórust yfir fimm hundruð manns. Skjálftinn, sem reið yfir borgina í gær, var þrjátíu sinnum öflugri en skjálftinn sem varð á San Francisco svæðinu í júni 1988. Þá svignuðu skýjakljúfamir og vörur hrundu úr hillum verslana. Skjálftinn 1988 mældist á milli 5 og 5,7 á Richters- kvarða. Fleiri öflugir jarðskjálftar hafa gengið yflr Kaliforníu á þessari öld. I Los Angeles reið skjálfti yfir San Fernandodalinn í febrúar 1971. Sex- tíu bg fjórir fórust í skjálftanum sem mældist 6,5 á Richterskvarða. í mars 1933 fórust hundraö og sautján manns í jarðskjálfta á Long Beach. Reuter Það er hressandi að komast f nýtt umhverfi Amsterdam er engu öðru lík. Þar finnurðu örugglega eitthvað til þess að lífga upp á tilveruna. Allir eiga það inni hjá sjálfum sér að kynnast þessári viðskiptum í mörg hundruð ár. Þeir vita af reynslunni hvað gildir þegar fólk ætlar að versla: góð vara, góð þjónusta og umfram allt gott og hagstætt verð. t>að er gott að vera I Amsterdam Hollendingar eru gestrisnir, hlýlegir og einstöku borg, enda er það fátt sem þú finnur ekki í Amsterdam. Það er gott að versla i Amsterdam Kaupmenn í Amstcrdam /t - hafa verið hjálpsamir. í Amsterdam er auðvelt að komast leiðar sinnar og aldrei langt að fara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.