Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1989, Qupperneq 9
MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1989.
Uflönd
Tregða á verð-
■ m m ■■ ■ m
brefamorkuðum
Sala var treg á verðbréfamörk-
uðum í Tokýo í morgun en síðdegis
aö staðartjma hafði hún tekið kipp
og um miðjan dag var Nikkei-
verðbréfavísitalan skráö 0,34 pró-
sentum hærri en þegar kauphöllin
var opnuð. SÖlutregðuna má rekja
til þess að verðbréf á Wall Street í
New York lækkuöu í verði í gær
vegna fregna um að viðskiptahalli
Bandarikjanna hefði veriö meiri en
buist hefði verið viö.
Viöskiptahalli Bandaríkjanna í
ágúst jókst um 31 prósent frá mán-
uðinum áður. Var hann 10,77 millj-
arðar dollarar og er það raesti haÚi
það sem af er ári. í kjölfar þessara
frétta lækkaði Dow Jones-vísitalan
í kauphöllinni á Wall Street strax
um sextiu stig. Hún náði sér þó á
strik aftur og vannst veröfalhð frá
á föstudag upp að einhverju leyti.
Þegar viðskiptadeginum lauk var
Dow Jones visitalan skráð rúmum
átján stigum lægri en þegar kaup-
höllinni var lokað á mánudag.
Dollar lækkaði einnig í verði í
gær, var skráður á 1,8660 vestur-
þýskt mark eftir að hafa verið
skráður á 1,8420 vestur-þýskt
mark. Þegar mörkuðum var lokaö
á mánudag var hann skráður á
1,8695 gagnvart markinu. í London
lækkaði PTSE-vísitalan um rúm 27
Reuter
Óvissa og tregða rfkir á verðbréfamörkuðum í kjölfar fregna um að
viðskiptahalli Bandaríkjanna í ágúst væri meiri en gert var ráð fyrir.
Símamynd Reuter
Samband milli hvarfs
Wallenbergs og
Katynmorðanna?
Samband getur verið á milli hvarfs
sænská stjómarerindrekans Wallen-
bergs og morðanna á tíu þúsund
pólskum hðsforingjum í Katynskóg-
inum við landamæri Póllands og
Sovétríkjanna. Það fullyrða að
minnsta kosti tveir heimildarmenn
úr einum af hinum mörgu samtökum
i Moskvu sem nú rannsaka Wallen-
bergmálið.
Sambandiö er á þann hátt að Wall-
enberg var settur í sama fangelsi og
þeir pólsku hðsforingjar sem af ein-
hverjum ástæðum voru ekki teknir
af lífi í Katyn, að því er heimildar-
mennimir fuhyrða.
Þeir segja aö nú á dögum sé enginn
tekinn af lífi á laun í Sovétríkjunum.
Sovésk yfirvöld geti þess vegna
hvorki tekiö af lífi né sleppt Pólverj-
unum og Wallenberg þar sem um-
heimurinn myndi fá áfall af að heyra
vitnisburð fanganna. Lausnin hafi
orðið sú að einangra þá þar til þeir
dæju eðlilegum dauðdaga.
í tveimur sjónvarpsþáttum fyrr á
þessu ári hafa sovéskir borgarar
fengið fregnir af hetjulegum störfum
Wallenbergs í Búdapest er hann
bjargaði tugum þúsunda gyðinga
undan nasistum. Sovéskir borgarar
hafa jafnframt heyrt fuhyrt áð menn
í Wallenbergfélögum í um tuttugu
löndum séu þeirrar skoðunar að
hann sé á lífi einhvers staðar í Sovét-
ríkjunum.
Viðtali við systur Wallenbergs var
sjónvarpað 5. október síðastliðinn og
síðan hafa mörg vithi sagst muna
eftir Wallenberg, þar á meðal sov-
éskir hermenn sem voru í Búdapest.
TT
Þessi austur-þýska fjölskylda var meðal rúmlega eitt hundrað sem fengu fararleyfi til Diisseldorf frá Varsjá i Póllandi
í gær. Á skiltinu stendur „Þakka þér fyrir Varsjá." Simamynd Reuter
Þrýst á austur-
þýsk stjórnvöld
Leiðtogi frjálslyndra demókrata,
eins bandalagsflokks kommúnista í
Austur-Þýskalandi, sagði í sjón-
varpsviötali gær að nú væri kominn
tími ákvarðana, jafnvel í dag eða á
morgun. Mikih þrýstingur er á aust-
ur-þýsk stjórnvöld tíl að kynna um-
bætur af einhverju tagi til að lægja
óánægjuöldur, bæði meðal stjóm-
málamanna sem og almennings.
Þolinmæðin er nær því á þrotum
hjá andófsmönnum í A-Þýskalandi.
Á mánudagskvöld fóru þúsundir
manna í kröfugöngur m.a. í borgun-
um Leipzig og Dresden. Mótmæhn
fóru friðasamlega fram.
Austur-þýski ríkissaksóknarinn
tilkynnti í gær að embætti sitt myndi
hefja rannsókn á kærum á meintu
ofbeldi lögreglu á hendur almennum
borgurum.
Stjórnmálaráð kommúnistaflokks-
ins kom saman til fundar í gær en
að sögn -fréttaskýrenda var ekki tU-
kynnt um neinar breytingar. Segja
þeir það geta verið tU marks um
ágreining innan flokksins.
í gær hélt flóttamannastraumur-
inn tíl Vestur-Þýskalands áfram og
komu 124 Austur-Þjóðverjar loftleið-
ina frá Varsjá í Póllandi til Dussel-
dorf. Þessir rúmlega eitt hundrað
flóttamenn eru þeir fyrstu af mörg-
um sem búist er við að bætist við
þann stóra hóp flóttamanna sem þeg-
ar hefur komið vestur. Austur-þýsk
stjórnvöld samþykktu á föstudag að
Austur-Þjóðverjar í Póllandi fengju
faraleyfi og hafa fimmtán hundruð
þegar sótt um. Daglega bætast við
eitt hundrað umsóknir.
Reuter
Breyting verður á afgreiðslutíma Alþýðubankans
hinn 2. nóvember næstkomandi.
Frá og með þeim degi verður hætt að hafa opið
á milli kl. 17:00 og 18:00 á fimmtudögum.
Afgreiðslutími Alþýðubankans verður því frá
klukkan 9:15 til 16:00, mánudaga til föstudaga.
Alþýdubankinn hf
Þér standa til boða alls
konar hótel, allt frá
notalegum, ódýrum
gisdhúsum upp í stór-
fengleg fimm stjörnu
hótel. Og hvert sem þú
ferð í Amsterdam eru
góðir veitingastaðir,
kaffihús og krár, með
alþjóðlegu yfirbragði.
Og það er gott að
skemmta sér í
Amsterdam
I Amsterdam eru 32
leikhús, 12 tónleika-
salir, 50 bíó, fjöldi af
diskótekum, dansstöð-
um, djassbúllum og
næturklúbbum, 40 söfn
og 60 sýningarsalir.
Helgar- og
verslunarferðir til
Amsterdam frá
31.130,-* kr.
ARNARFLUG
Söluskrifstofur: Lágmúla 7, sími 84477
Austurstræti 22, sími 623060
Keflavík, sími 92-50300
*Lágmarksverð til Amsterdam miðast við flug og gistingu fyrir einn, í fjóra daga og þrjár nætur í tvcggja manna herbergi, og að ferðin sé staðgrcidd.