Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1989, Page 11
MIÐVIKUDAGUR 18. OKTOBER 1989.
11
Útlönd
Umbrotín í Austur-Evrópu og Ráðst jórnarríkjunum
Undir stjórn
Lönd þar sem einræðisvald
kommúnista virðist lokið
Flóttamannaleiðir
Eystrasaltsríkin, sem Stalín innlimaði
í Sovétríkin í heimsstyrjöldinni síðari,
hafa nú krafist fulls sjálfsákvörðun-
arróttar um innri málefni sín með
skírskotun til „perestrojku" Gorba-
tsjovs og búist er við því að með
þessu fordæmi sínu verði þau öðrum
þjóðernisminnihlutum innan landa-
mæra Sovétríkjanna hvatning til
aukins sjálfstæðis.
í Minsk og fleiri borgum hefur komið
til víðtækra mótmælaaðgerða í kjölfar
kjarnorkuslyssins í Tsjernobyl. Talið er
að u.þ.b. 70% af geislavirkum úrgangs-
efnum eftir Tsjernobylslysið hafi fallið
til jarðar í Hvíta-Rússlandi. íbúarnir
hafa krafist þess að hálf milljón manna
verði flutt á brott til öruggari svæða,
þar af 60.000 börn, einkum frá borginni
Mogiljow.
Átökin milli Armena og Azerbajdzhana
hafa haft alvarleg áhrif á olíuvinnslu
Sovótmanna og hefur yfirmaður
olíuútflutningsmála talað um að þessi
útflutningsgrein geti stöðvast á hverri
stundu. Andófsmenn hafa sprengt upp
vegi, jarðgöng og járnbrautarteina og
þess er skemmst að minnast að 1,6
millj. tonna matvæla skemmdust í
32.000 járnbrautarvögnum í sl. mánuði.
Stjórnmálaástandið í Júgóslavíu er oröið mjög
alvarlegt bæði efnahagslega og pólitískt.
Þjóðernisátökin felast annars vegar í
væringum milli Serba og Króata en hins vegar
í beinum átökum milli Serba og Albana I
Kosovohéraði en Serbar eru minnihlutahópur
þar. Þing Slóvena hefur samþykkt stjórnar-
skrárbreytingu sem veita íbúum þess rótt til að
segja sig úr ríkjasambandi við Júgóslavíu.
Þessi samþykkt var kveikjan að mótmælum
víða um landið.
Búlgörsk yfirvöld hafa verið óbilgjörn í
garð íbúa af tyrkneskum uppruna og
hafa þeir flúið tugþúsundum saman til
Tyrklands. í Úkraínu hefur gætt sívax-
andi andstöðu gagnvart miðstjórnar-
valdinu í Moskvu og hafa rómversk-ka-
þólskir íbúar þessa ráðstjórnarlýðveldis
krafist trúfrelsis en Stalín þvingaði þá til
sameiningar við rússnesku rótttrúnaðar-
kirkjuna í heimstyrjöldinni síðari.
Kaspta-
haf
Hvað eftir annað hefur komið
til vopnaðra átaka milli Armena
og Azerbajdzhana í héraðinu
Nagorno-Karabakh sem byggt
er að mestu íbúum af
armenskum uppruna. Heimildir
herma að eitt hundrað manns
hafi látið lífið síðan átökin
blossuöu upp í febrúar
síðastliðnum og ekkert lát
virðist á átökunum.
Stórfelldar hræringar
Mikil umbrot eiga sér nú stað í
A-Evrópu. Það sem virtist óhugsandi
fyrir tveimur eða jafnvel einu ári er
nú aö gerast á meginlandinu. A-
Evrópubúar eru að losa um rú'mlega
íjörutíu ára stjórn kommúnista.
Eystrasaltsríkin
ríða á vaðið
Róttækir þjóöernissinnar flykkjast
nú til Eystrasaltsríkjanna víða að úr
Sovétríkjunum með vonarglætu um
aukið lýðræði að leiðarljósi. Hinar
áhrifaríku lýðræðishreyfingar þar
hafa riðið á vaðið í baráttunni fyrir
aukinni sjálfsstjórn frá Moskvu-
stjórninni. „Svo virðist sem íbúar
Eystrasaltsríkjanna séu að ryðja
brautina," sagði einn vestrænn
stjórnarerindreki. „Shkar þreifingar
hljóta að angra stjómvöld í Moskvu.“
Fulltrúar meira en tíu þjóðernis-
samtaka - allt frá Úkraínu til Mið-
Asíulýðveldanna - tóku þátt í nýaf-
stöðnu þingi Lýöræðishreyfingar
Lettlands. Þar var samþykkt að
vinna að sjálfstæðu ríki Lettlands,
fjölflokkakerfi og þingræðislegum
stjómarháttum.
Lýðræðishreyfingarnar hafa náð
til íbúa lýðveldanna. Frambjóðend-
ur, sem nutu stuðnings þeirra í kosn-
ingunum í vor, unnu sigra í Litháen
og Eistlandi og náðu mjög góðum
árangri i Lettlandi. Æ síðan hafa
þessi stjórnmálasamtök nær ein-
göngu haldið um taumana í lýðveld-
unum og tekið við af kommúnista-
flokknum sem ráðandi afl þar. Öll
hyggjast þau bjóða fram til þings í
næstu kosningum með það fyrir aug-
um að ná meirihluta á lýðveldis-
þingunum og komast þar með í
valdastöðu.
Umbrot í Sovétríkjunum
En Mikhail Gorbatsjov Sovétforseti
stendur frammi fyrir fleiru en aukn-
um kröfum um sjálfsstjórn frá
Eystrasaltsríkjunum. Ber þar hæst
efnahagsóreiðuna sem ógnar hvað
mest umbótastefnu hans.
Fréttaskýrendur segja að sovéskur
almenningur sé þreyttur á tómum
hillum verslana. Skortur er á ýmsum
nauðsynjavörum, verðbólga eykst og
gjaldmiðillinn missir verðgildi sitt.
Efnahagslegur órói leiðir til óþreyju
meðal almennings og síðast en ekki
síst verkfalla.
Talið er að á fyrri hluta þessa árs
hafi að minnsta kosti fimmtán þús-
und Sovétmenn tekið þátt í verkfalli
livern dag. Þá er ekki tahð með verk-
fall námumanna, allt frá V-Síberíu
til Úkraínu, en þeir lögöu niður
vinnu í júlí, eða verkfall járnbrautar-
starfsmanna í Azerbajdzhan sem
lamaði næstum allan iðnað í Armen-
íu.
Þann 2. október fór forsetinn fram
á heimild til að banna öll verkfóll í
landinu næstu fimmtán mánuði.
Ráðamenn töluðu um „stjórnleysi"
og sögðu að ef ekki yrði bundinn
endi á verkfallsölduna gæti það leitt
til endaloka „perestrojku".
Þingmenn komust að málamiðlun-
arsamkomulagi. Verkfoll voru bönn-
uð í ákveðnum iðngreinum en ein-
göngu þar til fyrir liggur samþykkt
um verkalýðsfélög og verkfallsrétt.
Umbótasinnar óttast að í vetur
muni bera á síauknum óróa á vinnu-
markaðnum. Sumir telja ástandið
jafnvel svo slæmt að forsetinn hafi
aðeins örfáa mánuði til að bæta það.
Flokkurinn lagður niður
í Ungverjalandi gerðist sá fáheyrði
atburður að kommúnistar sam-
þykktu að leggja flokkinn niður og
stofna jafnaðarmannaflokk að vest-
rænni fyrirmynd sem hefði að mark-
miði frjálst markaðskerfi.
Þessi ákvörðun endurspeglar
breytingar sem átt hafa sér stað í
Póllandi en þar er nú við völd ríkis-
stjórn sem er ekki undir forsæti
kommúnista og er það í fyrsta sinni
í rúm fjörutíu ár þar í landi. Forsæt-
isráðherrann er frá hinum óháðu
verkalýðssamtökum Samstöðu sem
gjörsigruðu frambjóðendur komm-
únista í þingkosningum síðasthðið
vor.
Ekki eru allir sammála um hversu
mikil breytingin sé í Ungverjalandi
í kjölfar stofnunar nýja flokksins.
Sumir umbótasinnar óttast að um
nafnbreytingu eina hafi verið að
ræða en harðlínumenn telja þó
greinilega ástæðu til að vera með
áhyggjur því þeir lýstu því sam-
stundis yfir að þeir hygðust stofna
sinn eigin kommúnistaflokk.
Fréttaskýrendur segja að sam-
þykkt þingsins hafi verið stórt skref
fyrir Ungveria þótt sumir haldi því
fram að hún hafi í raun bara verið
staðfesting á þeim umbótum sem
þegar voru hafnar.
Engra breytinga að vænta
í Austur-Þýskalandi standa ráða-
menn nú frammi fyrir gífurlegum
fólksflótta úr landinu. Síðustu vikur
hafa tugir þúsunda Austur-Þjóðverja
flúiö og landar þeirra staðið fyrir
kröfugöngum fyrir auknu lýðræði
heima fyrir.
Stjórnmálasérfræðingar segja að
þótt ekkert bendi til að um stefnu-
beytingu verði að ræða af völdum
stjórnvalda á næstunni sé þó ljóst að
vaidastaða Erichs Honecker, leiðtoga
kommúnista, hafi veikst. Hann hefur
meðal annars verið gagnrýndur af
háttsettum ráðgjafa sínum fyrir við-
brögð stjómvalda við hinum fjöl-
mennu mótmælum fyrr í mánuðin-
um en þau komu stjórnvöldum alveg
í opna skjöldu.
Ráðamenn í Austur-Þýskalandi
óttast að láti þeir undan kröfum um
aukið póhtískt frelsi eða hrindi í
framkvæmd „perestrojku" innan
landamæra Austur-Þýskalands
kunni það að veikja mjög stöðu
þeirra. Á hinn bóginn óttast þeir
einnig viðbrögð almennings við auk-
inni hörku.
Slóvenar vilja breytingar
í Júgóslavíu auka póhtiskar deilur
á þjóðarrósturnar sem fyrir eru. Þing
lýðveldisins Slóveníu hefur sam-
þykkt að breyta stjórnarskránni svo
því verði heimilt að segja lýðveldið
úr ríkjasambandi við Júgóslavíu
bendi niðurstöður kosninga til að
vilji sé fyrir því meðal meirihluta
íbúanna.
Kröfur Slóvena eru htnar óhýru
auga af öðrum íbúum Júgóslavíu og
fóru þúsundir reiðra íbúa Vojvodina
og Montenegri í fjölmennar kröfu-
göngur gegn þeim.
Stjómvöld í Belgrad hafa mátt
horfa upp á minnkandi áhrif sín og
völd í lýðveldunum. Róstur auka
völd kommúnistaflokka í hverju lýð-
veldi fyrir sig en draga úr áhrifum
stjómvalda í Belgrad.
Umbætur og harka
En ráðamenn í öðrum löndum, s.s.
Rúmeníu og Búlgaríu, eru ekki á
þeim á buxunum að feta í fótspor
Ungveija og Pólverja. Nicolai Ceau-
sescu, leiðtogi Rúmeníu, sagði í gær
að engar róttækar efnahagsumbætur
yrðu gerðar þar í landi. „Við hugsum
ekki um slíkt,“ var haft eftir honum
í hinni opinberri fréttastofu.
Og búlgörsk yfirvöld hggja undir
ámæh vegna meðferðar sinnar á
andófsmönnum, sem og minnihluta-
hópum Tyrkja í landinu. Talið er að
aht að 310 þúsund hafi flúið frá því
í maí. Reuter