Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1989, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1989, Page 15
MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1989. 15 Kúgaðir skatt- þegnar, sameinist Kæru meðbræður. Ég er þess fullviss að við erum ekki eins sauð- meinlaus og kærulaus um eigin hag og stjómmálamenn vilja gjam- an halda að við séum. Við höfum bara verið þeim allt of eftirlát og emm seinþreytt til vandræða. Mælirinn er þó löngu fullur. Við kærum okkur ekki um að vera meðhcrndluð eins og skynlausar skepnur. Við höfum til þess lýð- ræði í þessu landi að nota það til að gefa stjórnarherrunum línuna um hvert skuli stefnt. Lýðræði á ekki að vera nafnið tómt! Á meðán við aðhöfumst ekkert til að sýna á okkur klæmar og sýna að við látum ekki bjóða okkur hvað sem er leyfa þessir herrar sér að traðka á okkur og misbjóða með ýmsu móti og ganga sífellt á lagið. Það erum við sem verðum að stöðva þá. Er t.d. eitthvert ykkar sem vili hækka viröisaukaskattinn á næsta ári, eins og nú er talað um, í 26%? Hvers konar fádæma ósvífni er það af stjórnmálamönnum að bjóða okkur upp á skattahækkanir þegar allt er á niðurleið, atvinnuleysi er staðreynd og gjaldþrot fyrirtækja og heimila skipta þúsundum, bara á þessu ári. Er þá rétti tíminn til að hækka skattana? Biðlaun og spilling Hvers konar endemis ríkisstjóm er það sem sér þá eina leið tU að leysa aðsteðjandi efnahagsvanda að kafa dýpra ofan í vasa skatt- borgaranna? Kærið þið ykkur um að láta við- gangast þá spilHngu sem þið sjáið daglega flett ofan af í stjómsýslu landsins. Em til dæmis ráðherrar, alþingi og handhafar forsetavalds á slikri heljarþröm fjárhagslega að KjaUarinn Reynir Hugason rafmagnsverkfræðlngur Við viljum... Á þeim erfiðu tímum, sem við göngum nú í gegnum, viljum við lækkaða skatta, ekki hækkaða skatta. Við viljum líka minni ríkis- umsvif, ekki aukin ríkisumsvif. Við viljum taka upp hart eftirlit með spillingu í stjómkerfinu og setja lög sem skylda menn til skil- yrðislausrar afsagnar ef þeir verða uppvísir að misnotkun á aðstöðu sinni eða valdi, eins og t.d. Jón Baldvin. Við viljum skera landbúnaðinn niður við trog með valdi. Það verð- ur sjálfsagt best gert með því að gera bændur sjálfa fjárhagslega ábyrga fyrir öllu sem þeir fram- leiða og leyfa smám saman inn- flutning á landbúnaðarvörum í „Haldið þið, skattborgarar góðir, að það væri ekki léttaTa að kyngja háum sköttum ef með þeim væri ætlað að ná gefnum, föstum efnahagslegum mark- miðum?“ þeir þurfi að fá áfengi á betra verði en við almennir skattborgarar? Er ekki mál að afnema öll forréttindi, hveiju nafni sem þau nefnast? Biðlaun alþingismanna eru ann- að ljótt dæmi um spillingu og mis- notkun valds, ráðning aðstoðar- manns Stefáns Valgeirssonar það þriðja. Þetta eru alveg ný dæmi um spilhn^u stjórnmálamanna. Þeir eyða og spenna og sukka með pen- ingana og skattleggja okkur svo til að borga brúsann. Þetta gengur ekki lengur. beinni samkeppni við innlenda framleiðslu. Fimm ára aðlögun væri ekki fjarri lagi. Við höfum ekki efni á þeim lúxus að halda uppi eins dýrum landbúnaði og við gerrnn. Við eigum sameiginlega auðlind- ir hafsins. Við kærum okkur ekk- ert um aö einhveijir útgerðarmenn eða fiskvinnsluhús séu að græða á því að selja hveijir öðrum óveidda fiskinn okkar. Hér má ríkið koma inn í með stjómun og stílla þannig tíl að þaö verði ekki hagkvæmt að „Er t.d. eitthvert ykkar sem vill hækka virðisaukaskattinn á næsta ári, eins og nú er talað um, i 26%?“ spyr greinarhöfundur. - Fjármáiaráð- herra og ríkisskattstjóri halda uppi merkinu - um virðisaukaskattinn. hafa skip á sjó nema þau veiði vel og hlífi þó fiskistofnunum sem eru mikilvægasta auðlind okkar. Skip- in eiga að vera eins fá og kostur er svo kostnaðurinn við að veiða hvem fisk verði sem minnstur. En bíðum nú við. Hvar er sá maður í þessu landi sem treystír þessari ríkisstjóm til að ná saman um skynsamlegar reglur um stjórnun fiskveiða? Við viljum einfaldlega að ríkis- stjómin fari frá. Það er staðreynd að atvinnurekendur treysta ríkis- stjórninni svo illa að þótt þeir eigi peninga til að fjárfesta fyrir, sem sumir gera reyndar enn þótt merkilegt sé, þá þora þeir það ekki. Ríkisstjómin hefur sýnt það að hún getur allt í einu breytt rekstr- arskilyrðum atvinnuveganna og gert margar vandlega gerðar og dýrar framkvæmda- og rekstrará- ætlanir að ónýtu pappírsgagni eins og hendi sé veifað. Enginn atvinnu- rekstur vill búa við slík skilyrði. Þess vegna gerist ekkert í atvinnu- lífinu. Menn reyna að halda sjó og halda uppi lágmarkstarfsemi á meðan þeir bíða eftir að ríkisstjórn- in fari frá. Fyrr gerist ekki neitt og framundan er kolsvart útiit nema eitthvað róttækt sé gert í efnahags- og atvinnumálum þjóð- arinnar. Við viljum fá ríkisstjóm sem skil- ur að það er hlutverk hennar að setja þegnunum réttlátar leikregj^ ur til að fara eftir. Við viljum ekki ríkisstjóm sem er sjálf á kafi í framkvæmdum. Það er hlutverk þegnanna að framkvæma. Ríkis- stjórnin á aðeins að vísa veg- inn. Stöðugt gengi Þegnarnir þurfa einnig að geta treyst því að þeir fái það sama fyr- ir peningana á morgun eins og í dag. Við viljum ríkisstjóm sem skapar frið og öryggi í atvinnu- rekstri og á vinnumarkaði, stöðugt gengi og stöðvar verðbólguna. Það vita allir hagfræðingar að það er unnt að stöðva verðbólguna ef vilji er fyrir hendi. Hún er ekkert nátt- úrulögmál. Allt sem þarf er viljinn. Haldið þið, skattborgarar góðir, að það væri ekki léttara að kyngja háum sköttum ef með þeim væri ætlað að ná gefnum, fóstum efna- hagslegum markmiðum? Tökum Bretland til samanburðar. Þar voru lagðar vissar hremmingar á þjóðina um tíma til þess að færa efnahagslífið í landinu til betri veg- ar. Ekki vom allir ánægðir með sumar aðgerðimar en markmiðin vom vel skilgreind og þau náðust og nú er Bretland ríkara en þegar Thatcher tók við völdum. Ríkisstjórn okkar hefur sýnt að hún kann ekki að fara með skatt- peninga okkar. Okk\ir ber að bind- ast samtökum og koma í veg fyrir allar frekari skattahækkanir og minnka ríkisumsvif. Við eigum að láta þessa herra sýna það hvort þeir kunna að herða sultarólina eins og þeir hafa alla tíð verið að láta okkur gera* Gefum þeim ekki færi á frek- ari skatthækkunum! Tökum hönd- um saman og stofnum Samtök skatt- greiöenda. ReynirHugason Viðhorf til ungl- inga með geð- ræn vandamál Hvert er viðhorf okkar íslend- inga til unglinga og þarfa þeirra hvað varðar félagslegt og andlegt heilbrigði? Á undanfornum árum höfum við verið að setja á stofn ýmiss konar þjónustu fyrir ungl- inga. í sumum tilvikum þjónustu sem sérstaklega er sniðin að þörf- um unglinga og fjölskyldna þeirra. Má þar til dæmis nefna félagsmið - stöðvar og starfsemi tengda þeim ásamt stuðningstilboðum ýmiss konar fyrir þá unglinga sem eiga í einhvers konar félagslegum og/eða andlegum erfiðleikum, bæði innan og utan heimilisins. Þar má tíl dæmis nefna Unglingaheimili rík- isins en starfsemi þess hefur vaxið til muna á síðastliðnum árum. Þar er unnið mjög víðtækt starf með unglingum á meðferðarheimilum, í sambýh og á göngudeild, einnig er þar rekið neyðarathvarf. Á veg- um stærstu sveitarfélaganna eru rekin athvörf og útideildir (leitar- störf) ásamt ráðgjafarþjónustu fyr- ir unglinga og fjölskyldur þeirra. Samhæfing vinnuhóps Á vegum heilbrigðisþjónustunn- ar var fyrir rúmum tveimur árum KjaUarinn Hrefna Ólafsdóttir félagsráðgjafi á unglingadeild barna- og unglingageödeildar Landspítalans opnuð sérstök geðdeild fyrir ungl- inga sem bæði býður upp á með- ferðarþjónustu á legudeild fyrir unghngana og meðferð í göngu- deild fyrir þá og fjölskyldur þeirra. Af þessu má draga þá ályktun að viðhorf okkar íslendinga tíl ungl- inga hafi breyst á undanfórnum árum í þá átt að þeim beri sérhæfð þjónusta á þessum sviðum og er það vel. En hvemig hlúum við síðan að þessari þjónustu og hvaða mögu- leika höfum við til að starfrækja þjónustu sem byggð er á þeirri þekkingu og tækni sem almennt er notuð í nútímaþjóðfélögum í dag? Til að möguleiki sé á að veita slíka þjónustu svo vel fari þarf fyrst og fremst að vera til staðar sér- þjálfað starfsfólk sem einnig hefur möguleika á símenntun í starfi. Einnig þarf að vera til staðar stöð- ug samhæfing vinnuhóps í hverri einingu fyrir sig því ekkert er mik- ilvægara en samstaða þegar um er Gleymum ekki geðsjúkum. að ræða umönnun bama og ungl- inga. Meðferðarúrræði Ef tekið er dæmi af þjónustu við unghnga á geðdeild, hvort sem er göngudeildar- eða legudeildarþjón- usta, þá er nauösynlegt að húsa- kynni séu þannig úr garði gerð að hægt sé að taka á mótí fjölskyldum hvort sem er á fundi eða í meðferð. Nútíma meðferðartækni, þegar um böm og unghnga er að ræða, byggist á því að þau séu ekki slitin úr samhengi við það vistkerfi sem þau búa í, sem í flestum tílvikum er fyrst og fremst fjölskylda þeirra. Það þurfa því að vera möguleikar á aö geta boðið íjölskyldum upp á meðferöarúrræði sem útheimtír að til staðar séu herbergi með spegl- um sem sést í gegnum öðrum meg- in og tilheyrandi myndbandstækj- um og upptökuvélum. Slík herbergi eru einnig notuð í þjálfunarskyni fyrir starfsfólk. Einnig þurfa húsakynnin að bjóða upp á möguleika fyrir ýmiss konar starfsemi fyrir þá unghnga sem em vistaðir á legudeild. Langtímadvöl í svo vernduðu umhverfi sem geðdehd skapar er ekki talin heppheg fyrir unglinga en th eru þeir unghngar sem þurfa á langtímameðferð að halda og geta ekki með nokkru móti búið á heim- ilum sínum, annaðhvort af land- fræðilegum ástæðum eða félagsleg- um. í þessum thvikum kæmi sér vel að hafa möguleika á að vista unglingana á eins konar áfanga- stöðum, sniðnum að þörfum þess aldurshóps. Enn langt í land Þrátt fyrir að margt hafi verið gert th þess að mæta þörfum ungl- inga á íslandi á undanfornum árum er enn langt í land aö sú þjón- usta nái viðunandi marki. Það sem einna brýnast er að úr rætíst hvað varðar geðhehbrigðisþjónustu við unghnga og fjölskyldur þeirra er að fyrmefnd meðferðarherbergi séu tiltæk þar sem tekið er á mótí fjölskyldunum. Einnig er mjög brýnt að meðferð sú sem boðiö er upp á sé fjölþætt þannig að um mismunandi samhangandi tilboð sé að ræða. Eins og sjá má útheimtir þessi þjónusta það að th hennar sé vand- að að öhu leyti. Það kostar auðvitað fjármuni sem við þurfum að vera tilbúin að veija í þessa þjónustu sem aftur útheintír það að viðhorf okkar th unghnga byggist á því að þeir séu okkur það mikilvægir að viö vhjum veita fjármuni th að leit- ast við að tryggja félagslegt og and- legt hehbrigði þeirra. Hrefna Ólafsdóttir „Langtímadvöl 1 svo vernduðu um- hverfi sem geðdeild skapar er ekki tal- in heppileg fyrir unglinga en til eru þeir unglingar sem þurfa á langtíma- meðferð að halda.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.