Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1989, Page 26
26
MIÐVIKUDAGUR 18. OKTOBER 1989.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Jane Fonda
hefur ekki verið karlmannslaus
eftir að hún skildi við eiginmann
sinn, Tom Hayden. Hefur hún
sést með svo mörgum mönnum
að kjaftablöðin bandarísku hafa
ekki getað fylgt henni eftir og
kalla þau nú ekki allt ömmu sína.
Einn daginn birtu tvö dagblöð í
Los Angeles fréttir af karlafari
hennar og voru fréttimar ósam-
hljóða. í einu blaðinu var sagt að
hún hefði sagt upp sambandi sínu
við sjónvarpskónginn Ted Tum-
er og væri kominn með pólskan
íjölbragðaglímumann. I hinu
blaðinu var sagt að hún ætti í
alvarlegu sambandi við þekktan
blaðamann, Bob Scheer. Þar var
einnig sagt frá þvi að fyrrverandi
eiginkona Scheers stæði í ástar-
sambandi við Tom Hayden.
Mel Gibson
hefur skipt um rakara. Eins og
flestum er kunnugt er Mel Gibson
sérstaklega vinsæll hjá ungum
stúlkum sem elta hann hvert sem
hann fer. Þessa staðreynd not-
færði rakarinn hans sér og í hvert
skipti sem hann klipti hárið á
stjömunni passaði hann vel upp
á að ekkert hár færi til spillis.
þegar svo Gibson var farinn sett-
ist rakarinn niöur og skipti
hárlufsunum í jafna hluta og setti
í þar til gerð box sem gátu orðið
tíu talsins og seldi boxið á 100
dollara stykkið eða rúmar sex
þúsund krónur. Gibson frétti af
þessu tiltæki og nú leitar rakari
hans sér að nýrri vinnu.
Stefanie Powers
hitti nýlega þann mann sem hún
telur fremstan í heiminum, Lech
Walesa. Hún var nýlega við upp-
tökur á kvikmynd í Póllandi og í
viðtali við blaðamenn sagöist
hana ekki langa til neins meira
en að hitta verkalýðsleiðtogann.
Walesa frétti af þessu og var ekki
lengi að koma á fundi með þeim.
Fór mjög vel á með þeim. En hví
skyldi bandarísk kvikmynda-
stjama hafa svo mikinn áhuga á
að hitta Lech Walesa. Jú, þótt
fáir viti er Stefanie Powers pólsk
og er skímamafn hennar Ste-
fanie Federkiewicz.
Meg Ryan:
Varð fræg og rík án þess
að þurfa að hafa fyrir því
Sú kvikmynd sem vakti (yrst athygli á Meg Ryan var Promised land en þar lék hún frjálslynda stúlku sem kemur
í ihaldssaman bæ.
Meg Ryan er aðeins tuttugu og sex
ára en er samt margfaldur milljóna-
mæringur, á sitt eigið kvikmynda-
fyrirtæki, er ein eftirsóttasta kvik-
myndastjaman í dag og er hamingju-
söm í sambýli með leikaranum
þekkta, Dennis Quaid, og allt kom
þetta upp í hendumar á henni án
þess að hún þyrfti nokkuð að hafa
fyrir hlutunum.
„Það er furðulegt þegar ég lít til
baka,“ segir þessi bláeygða fegurðar-
dís hlæjandi. „Ég var alltaf að fá til-
boð um leið og ég var búin að leika
í einni kvikmynd." Og þegar hún
segir sögu sína þá er sú saga ótrúleg,
meira aö segja á mælikvarða Holly-
wood.
„Ég byrjaði leikferil minn þegar ég
var á biaðamannaskóla, var boðið að
leika í auglýsingum til að byrja með
og smátt og smátt urðu tilboðin
stærri og meiri peningar í boði svo
ég ákvað að hætta blaðamannanám-
inu um tíma og án þess að ég vissi
af var ég kómin í tölu kvikmynda-
leikara," segir Ryan. „Og það er að-
eins nýlega sem ég hef gert mér grein
fyrir hvað það er að leika.“
Hún og Dennis Quaid era búin að
vera saman í þrjú ár og hún segir
að það samband hafi komið jafneðli-
lega og allt annað. Þau hittust þegar
þau vora að leika saman í Inn-
erspace. „Án þess að ég vissi af var
ég komin í faðm hans og hef verið
þar síðan.“
Quaid og Ryan kusu að búa eins
langt frá Hollywood og þau gætu og
keyptu sér stórt og glæsilegt hús í
Paradísardal sem er í Montanafylki.
Þar búa þau ásamt fjórum hundum.
Dennis Quaid segir um Meg Ryan
að það sé sjaldgæft að geta elskað
konu og að sú kona sé einnig besti
vinurinn en þannig er það með hann
og Ryan. „Hin góða skapgerð Meg
Ryan er uppeldinu að þakka. Hún
ólst upp á góðu heimili í Connecticut
þar sem siður var að setjast út á sval-
ir á kvöldin og ræða málin í fullri
alvöra. Það er enginn vafi að það
sjálfstæði, sem einkennir hana, er
úr þessu umhverfi," segir Dennis
Quaid.
Þetta virðist einnig vera samdóma
álit þeirra sem unnið hafa með
henni. John Goodman, sem vann
með henni við Everybody’s All Am-
erican, segir að Meg Ryan hafi gamla
sál í ungum líkama.
Ferill Meg Ryan sem leikkonu hef-
ur aldrei risið jafnhátt og einmitt nú
en nýjasta mynd hennar When
Harry Met Sally hefur fengið mikið
hrós gagnrýnenda sem og áhorfenda
og er talaö um að hún komi til með
að keppa um óskarsverðlaunin á
næsta ári. Sjálf segir Meg að ekkert
sé víst um að hún haldi áfram á sömu
braut og hingað til. Hún hafi önnur
áhugamál sem gætu orðið leiklistinni
sterkari.
Gjöfin hans Elvis
Þótt Elvis Presley sé látinn fyrir
nokkra er hann enn í fréttum þótt
ekki séu það fréttir úr tónlistar-
heiminum. Fyrir fimmtán áram var
lítil fimm ára stúlka, Rhonda, með
móður sinni á tónleikum hjá honum.
Þegar tónleikunum var að ljúka
benti Elvis á Rhondu og tókhana upp
á sviðið og söng I Can’t Help Loving
You. Þegar laginu lauk tók hann af
sér hálsfesti sem hann bar alltaf og
setti á hana og sagði að hún mætti
eiga hana. Tahö er að hann hafi gert
þetta vegna þess að hann stóð í skiln-
aði við Pricillu og hafði ekki séð dótt-
ir sína lengi. Rhonda hefur öragglega
minnt hann á Lise Marie.
Engar fréttir hafa borist af stúlk-
unni fyrr en nú nýverið að Rhonda
ákvaö að selja hálsmenið en faðir
hennar var orðin atvinnulaus og átti
litla möguleika á að fá vinnu. Það
Rhonda þegar hún var timm ára og
nýbúinn að fá festina dýrmætu gef-
ins.
kom í ljós þegar hálsmenið var rann-
sakað að það var búið til úr 32 kar-
ata gullkeðju sem á hékk 14 karata
gullkross. í miðjum krossinum er
demantur, umvafinn 14 dýrarm
steinum. Skartgripurinn sjálfur er
fimm þúsund dollara virði eða um
300.000 króna en þar sem Elvis var
með þennan kross um hálsinn í ein
fjórtán ár er verðmæti krossins
geysilegt fyrir safnara sem ekkert
spara til að eiga sem sem flesta hluti
úr eigu goðsins.
Rhondu, sem starfar sem af-
greiðslukona, er gift prentara og á
tveggja ára gamla dóttur, dreymdi
samt aldrei um þaö verð sem boðið
hefur verið fyrir hálsfestina en eitt
tilboðiö hljóðar upp á eina milljón
dollara sem era rúmar sextíu millj-
ónir íslenskar.
Rhonda í dag ásamt móður sinni
með festina góöu sem hún selur nú
til að bjarga foreldrum sfnum frá
fátækt.
Sjónvarpsáhorfendur ættu ekki Þau hafa nýlokiö viö að leika
að vera í vandræðum með að saman í nýrri sjónvarpsmynd sem
þekkja þessi tvö andlit ó myndinni. ber nafnið False Witness. Þetta er
Þetta eru þau Phylicia Rashad, er sakamálamynd þar sem Rashad
leikurmóöurinaíFyrirmyndarfóð- leikur metnaöargjaman aðstoðar-
ur, en sá þáttur ætlar að verða vin- saksóknara sem á í útistööum við
sælasti sjónvarpsmyndaflokkur- lögreglumanninnogelskhugasinn,
inn í Bandaríkjunum þriöja árið i sem Thomas leikur, út af vitni sem
röð, og Philip Michael Thomas sem hún krefst aö komi fýrir rétt en
hefur leikið annan tveggja lög- hann neitar að segja til vitnislns.
reglumanna i Míami Viœ.