Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1989, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1989, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1989. 19 Dans- staðir Artún, Vagnhöfða 11 Gömlu dansamir fóstudagskvöld kl. 21-3 og laugardagskvöld kl. 22-3. Hljómsveitin Danssporið leikur fyrir dansi bæði kvöldin. Casablanca, Skúlagötu 30 Diskótek fóstudags- og laugardags- kvöld. Dánshöllin, Brautarholti 22, s. 23333 Hljómsveitir á fjórum hæöum fóstu- dags- og laugardagskvöld. da Duus-hús, Fischersiuidi, simi 14446 Diskótek fostudags- og laugardags- kvöld. Fjörðurinn, Strandgötu 30, simi 50249 Hljómsveit leikur fyrir dansi á fóstu- dags- og laugardagskvöld. Danshúsið Glæsibær, Álfheimum, simi 686220. Hljómsveit Hilmars Sverrissonar leikur fyrir dansi um helgina. Gömlu dansarnir með Reyni Jónas- syni á sunnudagskvöld. Hollywood, Ármúla 5, Reykjavík Hljómsveitin Giidran leikur fyrir dansi fostudags- og laugardagskvöld. Hótel Borg, Pósthússtræti 10, Reykjavik, sími 11440 Diskótek fostudags- og laugardags- kvöld. Borgarkráin er opin til kl. 24 báða dagana. Gömlu dansamir sunnudagskvöld. Hótel Esja, Skálafell, Suðurlandsbraut 2, Reykjavik, simi 82200 Dansleikir fostudags- og laugardags- kvöld. Lifandi tónlist. Opið frá kl. 19-1. Hótel Island, Ármúla 9, simi 687111 Sýningin „Söngleikir og rokkóperur" fóstudags- og laugardagskvöld. Stjómin leikur fyrir dansi. Ásbyrgi „Kvöldið er fagurt", kabarettsýning Hauks Morthens ásamt Erlu Þor- steinsdóttur, Jóhönnu Linnet og hljómsveit. Haukur Morthens og hljómsveit leika fyrir dansi Hótel Saga Hin vinsæla skemmtun Ómars Ragn- arssonar, Þjóðarspaug í 30 ár, sýnd á laugardagskvöld. Hljómsveitin Eins- dæmi leikur fyrir dansi. Keisarinn v/Hlemmtorg Diskótek fostdags- og laugardags- kvöld. Staupasteinn, Smiðjuvegi 14D, s. 670347 Hljómsveit leikur fyrir dansi fóstu- dags- og laugardagskvöld. Tunglið og Bíókjallarinn, Lækjargötu 2, simi 621625 Diskótek fostudags- og laugardags- kvöld. ölver, Álfheimum 74, s. 686220 Opið fimmtudags-, fóstudags-, laugar- dags- og sunnudagskvöld. Hljóm- sveitin Hrím leikur um helgina. ÖLVUHABJAKSTUR jSÍSÍÖ* Glymur: Nazareth með hljómleika Fyrir fimmtán árum fyllti breska rokksveitin Nazareth Laugardals- höllina og hélt tónleika sem í minn- um eru hafðir. Þá var hljómsveitin ein allra vinsælasta rokksveit Bret- lands. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og mikið breyst í popp- heiminum en Nazareth er samt enn starfandi með sömu mönnum og gerðu garðinn frægan á áttunda ára- tugnum. Nýverið sendi Nazareth frá sér hljómplötuna Snakes and Ladders. Mun sveitin flytja lög af þeirri plötu og einnig lög sem hljómuðu á öldum ljósvakans á veimektarárum hennar, lög eins og Love Hurts, Razamanazz og Bad, Bad Boys. Nazareth mun halda tvenna tón- leika í kvöld og annað kvöld og hefj- ast þeir kl. 23 bæði kvöldin. Gildran mun hita upp fyrir Nazareth. Að- göngumiðar eru seldir í öllum hljóm- plötuverslunum Steina og í Glym og kostar miðinn 2.000 kr. Sömu menn skipa Nazareth nú og þegar hljómsveitin kom siðast til landsins fyrir fimmtán árum. Hollywood: Rottan er komin á loftið Atriði úr Gretti. DV-mynd Ægir Már Grettir í Keflavik Ægir Máx Káiasan, DV, Suðumesjum; Leikfélag Keflavíkur frumsýnir í kvöld söngleikinn Gretti eftir þá Ólaf Hauk Símonarson, Þórarin Eldjáni og Egil Ólafsson og hefst sýningin kl. 21. Edda Þórarinsdótt- ir er leikstjóri. Um 30 manns taka þátt í sýning- unni og hafa æfíngar staðið yfir í tvo mánuði. Uppsetning á söng- leiknum hefur kostað yfir eina milljón króna. Formaður Leikfé- lags Keflayíkur er Hjördís Áma- son. Hamingja í Kjallara keisarans Nýjasti skemmtistaður borgar- innar er Kjallari keisarans sem er við Laugaveginn. Þar er danstón- Ust í heiðri höfð og er ætlunin að uppákomur ýmsar komi til með að setja svip á staðinn um helgar þeg- ar hamingjan ríkir í kjallaranum. Hjómsveitir og tískusýningar verða í hávegum höfð. Plötusnúðar eru þrír: Arhór Bjömsson, Hörður Ýmir Einarsson og Þorsteinn Högni Gunnarsson. Munu þeir leggja áherslu á nýja danstónhst og krydda hana með gömlum og góðum lummum. Hljómsveitin Loðin rotta er mætt til leiks í Hollywood að nýju. Hún leikur á efri hæð veitingastaðarins, Rottuloftinu, um þessa helgi og tvær þær næstu. Loðna rottu skipa þeir Richard Scobie söngvari, Sigurður Gröndal gítarleikari og Ingólfur Guðjónsson hljómborðsleikari. Allir gátu þeir sér gott orð með hljómsveitinni Rikshaw. Á bassagítar leikur Jó- hann Ásmundsson, þekktastur fyr- ir leik sinn með Mezzoforte, og trommuleikari er Halldór G. Hauksson sem leikur með Sinfó- níuhljómsveit íslands, auk þess að leika með Loðinni rottu. Meðan á dvöl Rottumanna stend- ur ætla þeir að kveðja til hðs við sig ýmsa mæta söngvara og hljóð- færaieikara sem koma fram sem gestir á Rottuloftinu. Loðin rotta hefur starfað í nokkra mánuði og getið sér gott orö á ölkr- ám og dansstöðum jafnt í höfuð- borginni sem úti á landi. Leika þeir félagar tónlist sem höfðar til ólíkra aldurshópa. Þessi mynd sýnir kartöfluna sem lendir í miklum ævintýrum. Norræna húsið: Kvikmyndasýning fyrir böm Tvær danskar bamamyndir verða sýndar í Norræna húsinu á sunnudaginn kl. 15. Fyrri myndin heitir Eventyret om den vidimderl- ige kartoffel og er teiknimynd. Ein af „hetjum hversdagslífsins" er aðalpersónan í teiknimynd þessari sem lýsir á fróðlegan og skemmti- legan hátt sögu kartöflunnar frá því hún var fyrst ræktuð í Andes- fjöUunum í Suður-Ameríku, löngu áður en Evrópubúar komu þangaö, og þar til hún er færð upp á disk hjá danskri fjölskyldu. Sýningar- tími myndarinnar er 24 mínútur. Síðar myndin heitir Natterytter. FjaUar hún um Hönnu, tólf ára telpu sem blandar gjaman saman draumi og veruleika. Hún fer í vetrarfrí tU móðurömmu sinnar sem býr uppi í sveit. Dvölin í sveit- inni eykur á hugmyndaflug hennar og ótta við hið óþekkta. Hún kynn- ist jafnaldra sínum, Tómasi, og saman heyra þau frásögnina um hauslausa reiðmanninn sem er á sveimi í nærhggjandi kastalar- ústum. Sýningartími er 35 mín. Sálin hans Jóns míns verður norðan heiða um helgina. Sálin á Sauðárkróki og Dalvík Hljómsveitin SáUn hans Jóns míns heldur áfram hljómleikafór sinni um landið þessa helgi. Að þessu sinni sækir sveitin Norðlendinga heim. Á fostudags- kvöldiö verður leikið fyrir dansi í félagsheimilinu Bifröst á Sauðár- króki og á laugardagskvöldið verö- ur hljómsveitin á Dalvík þar sem leikið verður í Víkurröst. Á báðum stöðum mun hljóm- sveitin meðal annars kynna lög af plötunni Hvar er draumurinn? sem væntanleg er á markað innan skamms.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.