Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1989, Side 5
FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1989.
21
s í íslensku óperunni:
íikar
síðast nú nýverið með Jessye Norman
og nokkrar plötur með Olaf Bar.
Parsons er heiðursfélagi í bæði Royal
Academy og GuildhaU School of Music
og aðili að Royal College of Music. Hann
hefur hlotið sérstaka viðurkenningu frá
Elísabetu Englandsdrottningu fyrir
framlag sitt til tónlistarmála.
Aðgöngumiðar eru seldir í íslensku
óperunni.
irmyndir
einkasýning Aðalheiðar en hún hefur
tekið þátt í nokkrum samsýningum.
Sýningin stendur er opin frá kl. 14-20.
Fjögur dansverk í Iðnó
Lára Stefánsdóttir og hany Hadaya sjást hér dansa i verkinu Orante.
Haldið verður áfram að sýna
Fjögur dansverk, Pars Pro Toto í
Iðnó um helgina, en þetta mun vera
í fyrsta skipti sem sérstök danssýn-
ing er sett upp þar. Að Paris Pro
Toto standa félagar úr íslenska
dansflokknum og fleiri. Verða sýn-
ingar á fostudags- og laugardags-
kvöld kl. 20.30.
Verkin fjögur eru eftir fjóra höf-
unda sem hafa ólíkan bakgrunn.
Markmið sýningarinnar er að
fanga ólika strauma nútímadans-
ins í sjálfstæð verk sem mynda
heild. Enda er Pars Pro Toto komið
úr latínu og þýðir hluti fyrir heild.
Dansarar eru Auður Bjarnadótt-
ir, Birgitte Heide, Friðrik Thorar-
ensen, Björgvin Friðriksson, Helga
Bernhard, Hany Hadaya, Guð-
munda Jóhannesdóttir, Katrín
Þórarinsdóttir, Ingólfur Björn Sig-
urðsson, Lálja Ingvarsdóttir, Lára
Stefánsdóttir, Margrét Gísladóttir
og Ólafía Bjamleifsdóttir. Einnig
koma fram leikararnir og hljóð-
færaleikararnir Árni Pétur Guð-
jónsson, Jón Aðalsteinn Þorgeirs-
son, Richard Korn og Óskar Ing-
ólfsson.
Málþing Trésmiðafélags Reykjavíkur:
Verkalýðshreyfing á nýrri öld
Trésmiðafélag Reykjavíkur, sem
er 90 ára um þessar mundir, boðar
til málþings laugardaginn 11. nóv-
ember kl. 12.30-18.00 undir yfir-
skriftinni Verkalýðshreyflng á
nýrri öld.
Á málþinginu munu sjö einstakl-
ingar flytja stutt erindi um efnið
og síðan munu fjórir þeirra sitja
við pallborð og taka þátt í alménn-
um umræðum. Pallborðsumræð-
um stýrir Stefán Jón Hafstein út-
varpsmaður.
Þeir sem flytja erindi eru: Ás-
mundur Stefánsson, forseti ASÍ,
Guðmundur J. Guðmundsson, for-
maður Verkamannasambands ís-
lands, Sigurður Líndal lagaprófess-
or, Svanhildur Kaaber, formaður
Kennarasambands íslands, Víg-
lundur Þorsteinsson iðnrekandi,
Vilborg Þorsteinsdóttir, formaður
verkakvennafélagsins Snótar, og
Ögmundur Jónasson, formaður
BSRB.
Málþing Trésmiðafélagsins er
opið öllu áhugafólki um málefni
launafólks og stéttarsamtakanna
meðan húsrúm leyfir. Tilgangur
málþingsins er að ræða stöðu
verkalýðshreyfmgarinnar og
starfshætti með tilliti til næstu
framtíðar.
Landvemd:
Rádstefna nm umhverfisráðuneyti
Landvernd mun halda ráðstefnu
um umhverfisráðuneyti í Félags-
heimih Kópavogs. Ráðstefna hefst
kl. 13.30 og er öllum opin. Daginn
eftir verður aðalfundur Land-
vemdar á sama stað.
Framsögumenn á ráðstefnunni
verða: Oddmund Graham, ráðu-
neytisstjóri norska umhverfimála-
ráðuneytisins. Hann mun segja frá
uppbyggingu þess ráðuneytis en
Normenn hafa haft sérstakt ráðu-
neyti fyrir umhverfismál frá 1972.
Júlíus Sólnes ráðherra mun gera
grein fyrir fyrirætlunum íslenskra
ráðmanna um verkefnasvið vænt-
anlegs ráðuneytis hér á landi. Hall-
grímur Indriðason framkvæmda-
stjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga
mun velta upp spurningunni hvort
skógrækt á Islandi sé landbúnaður
eða umhverfismál og Auður
Sveinsdóttir landslagsarkitekt seg-
ir frá hugmyndum áhugamanna
um verkefni þessa ráðuneytis.
Það er von Landvemdar að sem
flestir, lærðir og leikir, sem áhuga
hafa á umhverfi og náttúruvernd
komi á ráðstefnuna og taki þátt í
umræðum um þetta mikilvæga
málefni.
Bíósalur MIR:
lifi Mexíkó
Sergei Eisenstein.
Lifi Mexíkó nefnist kvikmyndin
sem sýnd verður í bíósal MÍR,
Vatnsstíg á sunnudaginn kl. 16.
Mynd þessi er byggð á hugmyndum
og myndefni sem Sergei Eisenstein,
kvikmyndatökumaðurinn Edward
Tisse og kvikmyndaleikstjórinn
Grígorí Alexandrov söfnuðu á ferð
sinni til Mexíkó 1932.
Eisenstein auðnaðist aldrei að
vinna úr efnivið sínum en Alex-
androv hefur sett þessa mynd sam-
an úr því myndefni sem til var.
Skýringar eru á engku með
myndinni. Aðgangur er ókeypis og
öllum heimill.
Erindi í Neskirkju
Dr. Hjalti Hugason lektor flytur erindi
um trúarllf íslendinga áöur fyrr í safiiað-
arheimili Neskirkju tvo næstu sunnu-
daga, 12. og 19. nóvember. Fyrra erindið
ber yfirskriftina „Þá þú gengur í Guðs
hús inn“ og fjallar um guðsþjónustuvald
í kirkjum. Síðara erindið fiallar um guð-
rækni á heimilum forfeðra okkar. Erind-
in er um sama efni og þáttur dr. Hjalta
í ritverkinu „íslensk þjóðmenning - trú-
arþættir" sem nýlega er komið út. Dr.
Hjalti Hugason lauk embættisprófi í guö-
fræði ffá HÍ árið 1977 og doktorsnámi í
kirkjusögu í Uppsölum 1983. Hann er nú
lektor við Kennaraháskóla íslands. Er-
indin hefjast að lokinni guðsþjónustu kl.
15.15. Veitingar verða á boðstólum. Öll-
um er að sjálfsögðu heimill aðgangur.
Tónleikar
Tónlistardagar Dómkirkjunn-
ar
Tónleikar Dómkórsins verða í Dómkirkj-
unni laugardaginn 11. nóvember kl. 17.
Tónleikamir verða einnig á sunnudaginn
12. nóv. kl. 17 og verður þá frumflutt
m.a. kórverk eftir Jónas Tómasson. Flytj-
endur verða auk Dómkórsins Margrét
Bóasdóttir, Ami Arinbjamarson og Jos-
eph Ognibene. Stjómandi Dómkórsins er
Marteinn H. Friðriksson.
Ferðalög
Útivist um helgina
Dagsferð sunnudag 12. nóv.
Skemmtileg gönguleið í landi Mosfells-
bæjar: Reykjaborg - Æsustaðafiall.
Brottfór kl. 13 frá Umferðarmiðstöð,
bensinsölu. Stoppað við Árbæjarsafn og
í Mosfellsbæ við kaupfélagið.
Kvöldferð mánud. 13. nóv.
Tunglskinsganga og fjörubál á Álfta-
nesi. Brottfór kl. 20 frá Umferðarmið-
stöð-bensínsölu
Ferðafélag íslands
Dagsferð sunnudag 12. nóv.
kl. 13 Mosfell. Ekið að Hrísbrú í Mosfells-
dal og gengið þaðan á Mosfell (276 m)
Létt gönguferð. Munið hlý föt og þægilega
skó. Brottfór frá Umferðarmiðstöðinni,
austanmegin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir
böm að 15 ára aldri. Verð kr. 600. Ath:
Kvöldvaka verður í Sóknarsainum mið-
vikudaginn 22. nóvember nk.
Leikhús
„Láttu ekki deigan
síga, Guðmundur“
Leikfélagið Allt milli himins og jarðar í
Verslunarskólanum sýnir leikritið
„Láttu ekki deigan síga, Guðmundur"
eflir þær Eddu Björgvinsdóttur og Hlín
Agnarsdóttur, sunnudaginn 12. nóv.,
mánud. 13. nóv. og miðvikud. 15. nóv.
Sýnt er kl. 20.30 öll kvöldin í Verslunar-
skólanum, Ofanleiti 1.
Litli leikklúbburinn
ísafirði
friunsýnir Þrjá ærslaleiki í félagsheimil-
inu í Hnífsdal laugardaginn 11. nóvember
kl. 21. Einþáttungamir em 15. Þetta er
frumflutningur þessara verka á íslandi
en þýðandi er einn félagi Litla leikklúbbs-
ins, Guðjón Ólafsson. Er þetta í þriðja
sinn sem L.L. frumflytur verk sem hann
hefur þýtt. Leikstjóri sýningarinnar er
Ámi Blandon. Önnur sýning verður
sunnudaginn 12. nóvember ki. 21.
Ræðukeppni JC Hafnarfjarðar
Sunnudaginn 12. nóvember mun fara
fram ræðukeppni milli JC Hafnarfiarðar
ogJC Akureyrar í fyrstu umferö mælsku-
og rökræðukeppni JC íslands. Keppnin
verður háð í félagsmiðstöðinni Vitanum
við Strandgötu í Hafnarfirði og hefst
stundvislega kl. 14. JC félagar og aðrir
áhugamenn um ræðumennsku em ein-
dregið hvattir til að mæta á spennandi
keppni. Rætt verður um tillögu JC Hafn-
arfiarðar, þar sem þeir leggja til að ald-
urstakmörk innan JC hreyfingarinnar
veröi lögð niður.
Skaftfellingafélagið
efnir til kvikmyndasýningar og kaffisölu
í Skaftfellingabúð, Laugavegi 178, sunnu-
daginn 12. nóvember kl. 14.
íþróttafélag fatlaðra
í Reykjavík
verður með kökubasar í Blómavah í Sig-
túni sunnudaginn 12. nóvember kl. 14.
Kvenfélag Fríkirkjunnar
í Reykjavík
heldur sinn árlega basar á morgrm, laug-
ardag, kl. 14 að Laufásvegi 13. A boðstól-
um verða handunnir jólakransar, körfur
og fleiri munir til jólagjafa, kökur og
happdrætti. Tekið er á móti munum á
basarinn í dag, fóstudag, í safnaðar-
heimilinu frá kl. 17-21 og í fyrramálið frá
kl. 9.
Neskirkja -félags-
starf aldraðra
Samvemstund á morgun, laugardag, kl.
15 í safnaðarsal kirkjunnar. Guðrún
Jónsdóttir syngur einsöng. Upplestur.
Munið kirkjubíhnn.
Dagur lyfjafræðinnar 1989
Lyf og aldrað fólk
Laugardaginn 11. nóvember nk. gengst
Lyfiafræðingafélag íslands fyrir Degi
lyfiafræðinnar í stofu 101 í Odda, Háskóla
íslands. Dagur lyfiafræðinnar ber að
þessu sinni yfirskriftina Lyf og aldrað
fólk og verður rætt um máhð frá ýmsum
sjónarhornum. Dagskráin hefst kl. 13.
Ollum, sem áhuga hafa á þessu efni, er
heimU þátttaka.
Fjarskipti ’89
sýning og kynning
í söludeild Pósts og síma, Ármúla 27 í
Reykjavík, verður sýrúng og kynning
dagana 11., 13., 14., og 15. nóvember. A
sýningunni verður fiölbreytt úrval fiar-
skiptatækja, þar á meðal símatæki, síma-
kerfi, telefaxtæki og farsímar. Gagna-
ílutningsnet Pósts og sima verður einrúg
kynnt. Þá fá gestir að kynnast nýjvmg
hjá Pósti og síma, svoköUuðu boðkerfi.
Þar er um að ræða sendingu skilaboða
með tölum eða texta til UtUs tækis sem
menn bera á sér. Ennfremur verður
kynntur nýr farsími sem unnt er að
tengja við telefaxtæki og símakerfi. Fjar-
skipti '89 er sýning sem á sérstakt erindi
við fyrirtæki. Starfsfólk söludeUdar mun
veita leiðbeiningar og gefa ráð. Fyrir-
lestrar verða fluttir, m.a. um boðkerfið
nýja.
Rithöfundurinn og íslands-
vinurinn Síló heimsækir
landið
í dag kemur hingaö tU landsins íslands-
vinurinn Mario Rodrigues Cobos, argent-
inumaður sem þekktur er undir rithöf-
undarnafninu SUo. Þessi þriðja heimsókn
SUós er í tengslum við útkomu bókar
hans „Að gera jörðina mennska", sem
bókaútgáfan HUdur gefur út. Bókin hefur
fengið góðar viðtökur í öðrum löndiun
og seldist m.a. upp á einni viku á Spáni
en þar var hún gelin út hjá einum stærsta
útgefanda landsins, Plaza Y. Janes. Laug-
ardaginn 11. nóvember kl. 12.30 mun
hann árita bókina í Kringlunni. Mánu-
daginn 13. nóvember mun Síló flytja fyr-
irlestur á Kjarvalsstöðum. Þar fiaUar
hann rnn efni bókarinnar og túlkun sína
á Hávamálum og Völuspá sem undir-
stöðu evrópskrar menrúngar.
Tveir prestar vígðir
á sunnudag
Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason,
vigir tvo guðfræðinga til prestsþjónustu
á sunnudag, 12. nóv., í Dómkirkjunni og
hefst athöfnin kl. 11. Vígsluþegar eru
Bragi Jóhann Uigibergsson, kjörinn
prestur í SiglufiarðarprestakalU, Eyja-
fiarðarprófastsdæmi. Þar hefur sr. Vigfús
Þór Árnason, sem nú hefur fengið veit-
ingu fyrir GrafarvogsprestakaUi, Reykja-
víkurprófastsdæmi, þjónað frá 1976.
Bragi er 27 ára og lauk guðfræðiprófi frá
Háskóla íslands sl. vor. Kona hans er
Stefanía Ólafsdóttir kennari; Eirikur Jó-
hannsson, kjörinn prestur í Skinnastaða-
prestakalU, Þingeyjarprófastsdæmi, tek-
ur við af sr. Sigurvin EUassyni, sem hef-
ur þjónað prestakaUinu í 23 ár en lætur
nú af störfum vegna aldurs. Eiríkur er
29 ára og lauk guðfræðiprófi nú í haust.
Unnusta hans er Þóra Sigríður Ingólfs-
dóttir háskólanemi. Sr. Ingiberg J. Hann-
esson prófastur, faðir Braga lýsir vígslu.
Leikfélag Reykjavíkur
Sýningar í Borgarleikhúsi
Ljós heimsins verður sýnt fóstudags-,
tlaugardags- og sunnudagskvöld kl.
20 á Litla sviðinu. Á stóra sviðinu er
Höll sumarlandsins sýnt fostudags-,
laugardags- og sunnudagskvöld kl. 20.
Frú Emilía,
leikhús, Skeifunni 3
Haust með Gorki. Leiklestur á helstu
verkum Maxims Gorki í leikstjórn Ey-
vindar Erlendssonar. Sýnt í Djúpinu 11.
og 12. nóvember kl. 15.
Alþýðuleikhúsið
verður með aukasýningu á leikritinu ís-
aðar gellur sunnudag kl. 16.
Nemendaleikhúsið
sýnir Grímuleik laugardags- og sunnu-
dagskvöld kl. 20.30.
Þjóðleikhúsið
frumsýnir Lítið fiölskyldufyrirtæki í
kvöld kl. 20. Næstu sýningar á laugar-
dags- og sunnudagskvöld kl. 20.
Leikfélag Hafnarfjarðar
sýnir Hafnarfiarðarrevíuna Leitin að
týnda brandaranum í Bæjarbíói. Sýn-
ingar verða á fóstudag, sunnudag og
þriðjudag kl. 20.30. Miðapantanir í síma
50184 allan sólarhringinn.