Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1989, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1989, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 1989. Fréttir Hugmyndir að breytingum á stjómun fiskveiða: Aðeins stjórnvöld megi selja af lakvóta - segir í hugmyndum Halldórs Hermannssonar og Einars Hreinssonar Villi Magg, sérsmíðaö skip fyrir kúfiskveiðar, sem eru utan kvóta, en er nú komið á hörpudiskveiðar sem eru i kvótakerfinu. Kúfiskskipið Villi Magg á hörpuskelveiðar: Verið að lauma skipinu inn í kvótakerfið - segja rækjusjómerm - fráleitt, segir ráöuneytiö Það velta margir fyrir sér með hvaða hætti er hægt að breyta kvóta- kerfinu svonefnda. Fáir hafa sjálf- sagt velt þvi meira fyrir sér en Vest- firðingar enda flestir opinberir and- stæðingar þess kvótakerfis sem nú er í gildi. Þeir Halldór Hermannsson og Ein- ar Hreinsson á ísafirði hafa sett fram sameiginlegar hugmyndir að breyt- ingum á stjómun fiskveiða. HaUdór sagði í samtáli við DV að þeir félagar hefðu sett fram þessar hugmyndir sínar að vel athuguðu máh og stuðst nokkuð við þá stjórnun sem verið hefur á rækjuveiðunum í mörg ár og líkað vel. Hugmyndir þeirra félaga era í 13 liðum og eru sem hér segir. 1. Meginhluta heildaraflans ár hvert verði úthlutað endurgjalds- laust til veiðiskipa sem svarar til meðalafla skipa í hveijum stærðar- flokki síðastiiðin 5 ár. 2. Flokkar skipa í úthlutun veröi þannig. A: Togarar stærri en 500 'brúttólestir. B: Önnur fiskiskip en stærðarflokkar þeirra skiptist þann- ig: 300-500 lestir, 150-300 lestir, 100-150 lestir, 70-100 lestir, 50-70 lest- ir, 30-50 lestir, 15-30 lestir, 10-15 lest- ir, 5-10 lestir, 5 lestir og undir. 3. Veiðitímabilin verði þrjú og deil- ist úthlutaður meðaltalsafli jafnt á skip innan hvers flokks. 4. Sá hluti úthlutaðs ársþriðjungs- afla, sem einstök skip ná ekki að veiða áöur en tímabilið er útrunnið, skal ganga til stjómvalda til söluráð- stöfunar. 5. Þau skip, sem lokið hafa veiðum á úthlutuðum afla hvers tímabils áður en það rennur út, fái keyptan viðbótarafla af stjómvöldum sem þá hafa ákveðið hve mikið magn er til sölu miðað við heildarafla hvers tímabils. 6. Verðlag viðbótarafla verði látið ráðast af aflabrögðum og eftirspum. 7. Úthlutað veiðimagn hvers tíma- bils taki mið af árstíðarmynstri hvað varðar flokka skipa, fiskitegunda og heildarmagns. 8. Veiðileyfin verði einungis gefin út til skipa. Forsvarsmönnum þeirra sé skylt að tiikynna sjávarútvegs- ráðuneytinu um þátttöku sína eigi síðar en 14 dögum fyrir byijun hvers tímabils. 9. Heimilt er útgerðaraðila að skila til baka þeim tegundum úr úthlutuð- um afla sem er óhagstætt aö veiða, í því magni sem stjómvöld geta leyft, enda sé þá metið hvaöa fisktegundir skip fái í staðinn og hve mikið. 10. Eigendur þeirra skipa, sem keypt hafa svokallaðan eilífðarkvóta á undanfomum árum, fái aukaafla afgreiddan endurgjaldslaust af stjómvöldum þangað til þau hafa tekið út á áður keyptan eihfðarkvóta aö fuUu. 11. Áfram verði gefnar út sérstakar veiðiheimildir til veiða á loðnu, síld, rækju, humri og skel, svo og til veiða á hugsanlegum nýjum nytjategund- um sjávardýra. Að öðm leyti verði tekið upp sams konar stjómkerfi á sérveiðum og hér er lagt til að verði á bolfiskveiðum. 12. Stjórnvöld myndi sérstakan ald- urslagasjóð úr söluandvirði aukaafl- ans til þess að kaupa upp gömul og úr sér gengin fiskiskip sem menn vilja losna við, ennfremur til þess að kaupa menn út úr fiskveiðum sem þess æskja. Meðal annars þannig myndi fiskiskipum fækka. 13. Sala óveidds afla verði öllum óheimil öðrum en stjómvöldum. Rækjusjómenn á Isafirði era æfir yfir því aö kúfiskskipið Villi Magg, sem var sérsmíðað til þeirra veiöa, sem em óháðar kvóta, hefur nú feng- ið leyfi tíl hörpuskelfiskveiða en þær era háðar kvóta. Þetta em kallaðar tilraunaveiðar. Rækjusjómenn segj- ast hafa stundað hörpuskelfiskveiðar í áraraðir í ísafjarðardjúpi og þar þurfi engar tilraunarveiðar aö koma til. Sjómenn, sem DV ræddi viö, ftúl- yrða að verið sé að koma Villa Magg inn í kvótakerfið með þessum hætti. Þeir segja aö þegar leyfi var gefið til smíðanna á Villa Magg hafi það ver- iö skilyrði að skipið færi aldrei á þær veiðar sem em háðar kvóta. Viili Magg væri og sérsmíðaö skip fyrir kúfiskveiðar. „Það er ffáleitt að segja að verið sé aö lauma skipinu inn í kvótakerf- ið. Sannleikurinn er sá að þarna er verið að gera tilraun hvort hægt sé að veiða hörpuskel meö sömu veiðar- færum og kúfisk. Þess vegna var leyfi veitt til þessara tilraunaveiða,“ sagði Jón B. Jónasson, skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, en það veitti leyfið. Hörpuskelin er veidd fyrir Bjart- mar hf. á ísafirði sem hefur 600 lesta hörpuskelfiskkvóta. Jón B. Jónasson segir aö fyrirtækiö hafi ekki fengið smábáta til að veiða hörpuskelina fyrir sig. Nú er besti tíminn til hörpu- skelveiða og þá era smábátar á ísafiröi við rækjuveiðar. Það sé úti- lokað að nota einhvern dauðan tíma hjá þeim til veiðanna. Ná verði í hörpuskelina þegar fiskurinn er bestur, á haustin. Sjómenn, sem DV ræddi við fyrir vestan, segja að 3 bátar hafi veitt hörpuskel fyrir Bjartmar hf. Þegar Villi Magg sé kominn á þessar veiðar muni þeir missa þennan spón úr aski sínum. Það er mikil reiði ríkjandi hjá smábátaeigendum á ísafirði vegna þessa máls. -S.dór -S.dor Vesturlands: Garöar Guöjárösan, DV, Akranæi: Ríkissaksóknari hefur hafiiað kröfu þriggja aöildarfélaga Lífeyr- issjóös Vesturlands um opinbera rannsókn á fjárreiðum sjóðsins. Reikningar sjóðsins fyrir árin 1986 og 1987 verða lagöir fyrir fulltrúa- firnd í þessari viku og reikningar ársins 1988 eru væntanlegir í bytj- un næsta árs. Þaö vora Verkalýðsfelagið Jökull í Ólafevík, Verkalýösfélag Borgar- ness og Verkalýösfélagið Valur í Búöardal sem óskuðu eftir opin- berri rannsókn. Fulltrúar þessara félaga gagn- rýndu meðal annars aö reikningar áranna 1986 og 1987 hafa ekki legið fyrir fyrr en nú. Yfiriit sjóðsfélaga um greiðslustöðu þeirra hafa ekki verið send til félaganna um árabil og það hefur tekið langan tíma fyr- ir einstaka sjóðsfélaga að fá upplýs- ingar um réttindi sín. Að sögn framkvæmdastjóra sjóðsins, Berg- þórs Guömundssonar, verða yfirlit send til félaga innan tíðar. Félögin þrjú bentu einnig á að endurskoðun reikninga og leiðrétt- ingar á þeim hafa kostaö sjóðinn verulega tjármuni. Bergþór sagði, í samtali við DV, að mikil vinna hefði veriö )ögð í endurskoðun og Uóst væri aö kostnaður vegna hennar næmi hundruðum þúsunda króna. Nákvæmar tölur um kostn- aðinn liggja hins vegar ekki fyrir. í dag mælir Dagfari Hafskipsmálið úr landi Dagfari sá það í DV í gær að nú ætla þeir að flytja Hafskipsmáhð úr landi. Reyndar stóð Dagfari í þeirri meiningu að þetta Hafskips- mál væri löngu úr sögunni. Aö minnsta kosti nennir enginn að fylgjast með því lengur. Það hafa komiö mörg og miklu skemmtilegri mál til kasta fjölmiðlanna síðan þessi Hafskipsvitleysa var á dag- skrá. Brennivínsmál ráðherra og hæstaréttardómara og kjólakaup forseta Alþingis hafa stohö senunni að undanfómu og þar að auki hefur annað hvert fyrirtæki farið á haus- inn síðan Hafskip fór á hausinn. Gjaldþrot Hafskips er eins og krækiber í helvíti miðað viö kröss- in hjá fyrirtækjum sem engum datt í hug að nokkum tímann gætu far- ið yfir um. Sjálfur íslandslax er gjaldþrota upp á milljarð og menn rétt fifja upp á nefið og yppta öxlum og era jafiivel í þeim stelhngum að halda áfram rekstrinum eins og ekkert hafi ískorist. Lindarlax skuldar milljarö, Nes- co fór á hausinn, Freyja, Hrað- frystihús Patreksfjarðar, Fisk- vinnslan á Seyðisfirði, Siglósíld og önnur úrvalsfyrirtæki. Allur lax- eldisiðnaöurinn, loödýrabúskapur- inn og, að því er manni er sagt, er sjálfur sjávarútvegurinn á hvín- andi kúpunni og enginn segir neitt. Það fer ekki einu sinni fram rann- sókn, hvað þá að nokkur maður sé kærður eða kallaður í sakadóm. Forsljóramir ganga um með harða flibba og em aldrei finni og virðu- legri en einmitt þegar þeir hafa verið teknir til gjaldþrotaskipta. Formaðurinn í Sambandinu var dubbaður upp sem bankasljóri og aðalmaðurinn í íslandslaxi var ráð- inn sem sérlegur efnahagsráðgjafi hjá forsætisráðherra, báðir vænt- anlega í verðalaunaskyni fyrir frá- bæra frammistöðu í rekstri á fyrir- tækjum sem ýmist fóra á hausinn eða riðuðu á barminum. Dagfari minnist þess að banka- stjórar Útvegsbankans gamla vom reknir úr starfi þegar Hafskip var gert upp. Sambandsformaðurinn var hins vegar gerður að banka- stjóra í aðalviðskiptabanka Sam- bandsins þegar Sambandið réð ekki lengur við skuldimar. Það er ekki sama hver •4 JL hlut, enda ástæðulaust. Það var hægt að láta Hafskip fara á hausinn, enda vom þar engir finir pappírar sem kerfið og flokkamir þurftu að passa upp á. Allt öðru máli gegnir með Sam- bandið og íslandslax. Þar era stór- laxamir, þar em fjármálamenn- imir sem hafa vit á því hvemig þjóðarbúskapurinn er rekinn. Það sem síðast fréttist af Haf- skipsmálinu var að heill her af lög- fræðingum reifst um það hvort rannsókn hefði verið réttilega framkvæmd og heimtaði rannsókn á rannsóknina en sakadómur vís- aði þeirri rannsókn frá. Var þeim dómi áfrýjað til Hæstaréttar. Hæstiréttur féllst á að það væri ekki alveg nógu gott í réttarríki að sami maður rannsakaði málið og ákærði í því og vísaði málinu heim til nýrrar rannsóknar. Nýi sak- sóknarinn byrjaöi þá að rannsaka máhð upp á nýtt og gaf síðan út ákæm eins og saksóknarinn á und- an honum. Aftur var þessi máls- meðferð kærð og þegar sakadómur vildi ekki rannsaka rannsóknina var þeim dómi áfrýjað til Hæsta- réttar og síðast þegar Dagfari frétti var enn verið að rannsaka hvort rannsaka þyrfti rannsóknina; Eru þó næstum fimm ár síðan upphaf- lega rannsóknin hófst. Það er skynsamleg tillaga hjá lög- mönnunum að flytja málið úr landi. Þaö á ekki við að reka mál út aflítilíjörlegu gjaldþroti hjá Haf- skipi eftir allt það vatn sem mnniö hefur til sjávar í öðrum fyrirtækj- um og öðmm gjaldþrotum. íslend- ingar nenna ekki aö fylgjast með málum aftan úr fomeskju og eru auk þess vanir því að þrotamenn og forstjórar, sem koma fyrirtækj- um á hausinn, séu hækkaöir í tign. Hvers vegna þá að eltast við ómerkilegt mál sem löngu er gleymt og grafið og enginn man einu sinni eftir því út á hvað máhð gekk? Fóra ekki mennimir ein- faldlega á hausinn? Og hvað með það? Það er svo sannarlega ástæða fyr- ir Mannréttindadómstólinn að taka það til athugunar hvort ekki sé verið aö bijóta almenn mannrétt- indi þegar verið er að lögsækja nokkra einstaklinga fyrir það sem nú er orðin lenska í landinu! Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.