Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1989, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1989, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 1989. Sviðsljós Ólyginn sagði. . . ElizabethTaylor hefur yfirleitt veriö orðuö við ríka menn og ekki þurft aö borga eitt eða neitt. Nú er hún aftur á móti í slagtogi viö náunga aö nafni Larry Forensky sem er fyrrverandi byggingaverkamaö- ur. Þar sem hann á ekki mikið af peningum hefur Liz þurft að fata kærastann upp og gefa hon- um bíl. Á einum degi keypti hún handa honum gjafir fyrir um það bil fimm milljónir. Meðal þess sem Larry fékk var nýr Cherokee jeppi. Fatakyns fékk Larry tíu sérsaumuð jakkatot, fimm sport- jakka, þrjátíu og tvær skyrtur og þrjú sett af smókingfótum "og í bílnum var miði frá Liz þar sem sagði að þetta væru þakkir fyrir öll elskulegheitin sem hann hefði sýnt henni. Keppt var í mörgum greinum íþrótta vlð opnunina og sýndu ungmennin mikinn og góðan keppnisanda. Á stærri myndinni má sjá áhugasama drengi klædda í æfingabúning Fjölnis. Innfellda myndin sýnir svo einn kepp- anda í hindrunarhlaupi. DV-myndir: BG Nýtt íþróttahús í Grafarvogi Ungmennafélagið Fjölnir tók á laugardaginn í notkun nýtt íþrótta- hús sem staðsett er á tvéimur sölum að Viðarhöfða 4, þar sem JL-húsið var með starfsemi áður. Hús þetta er eingöngu bráðbirgðahúsnæði, enda lágt til lofts og er það ætlað til að þjóna Fjölni þar til íþróttahús og félagsaðstaða rís í Grafarvogi. Á opnunarhátíðinni, sem haldin var á laugardaginn, var margt gert þátttakendum sem og áhorfendum til skemmtunar. Fyrst gengu iðkendur í knattspymu og frjálsum íþróttum inn í saÚnn ásamt þjálfurum síntun. Farið var með fánakveðjuna og húsið opnað formlega. Eftir að gestir höfðu ávarpað íþróttafélagið og óskað því til hamingju með húsið hófst keppni í ýmsum greinum innanhús. Voru það eingöngu böm sem kepptu, enda félagið ungt og byggist upp að mestu á æskulýðsstarfi. Kaffi, svaladrykkir og vöffiur vom svo seld gegn vægu verði. í tilefni opnunar hússins efndi frjálsíþróttadefidin til unglinga- hlaups í kringum voginn og var byrj- að og endað við íþróttahúsið. John McEnroe er þekktur fyrir skaphita og rifr- ildi við dómara á tennisvellinum. Hann getur líka æst sig heima eins og hann gerði þegar flokkur kvikmyndafólks fór að kvik- mynda, að því er honum fannst of nálægt heimili þeirra hjóna McEnroe og Tatum O’Neal á Malibuströndinni. Hann rauk út og öskraði á kvikmyndafólkið að það truflaði heimÖishaldið hjá honum. Þegar fólkið lét sér ekki segjast rauk hann út á mótorbát sem hann á og renndi með mikl- um látum fram og aftur þar sem tökur fóm fram svo aðeins var hægt aö kvikmynda á 45 mínútna fresti þegar hann var að fylla bensíntankinn. Segir sagan að kvikmyndahópurinn hafi ekki komið aftur því lítið kom út úr deginum miðað við kostnaðinn. CybillShepard er orðlögð frekja og lítur stórt á sig. Hún er nú við tökur á kvik- myndinni Texasville. Henni lík- aði ekki maturinn sem hún fékk og hellti sér yfir matreiðslu- manninn og sagði síðan við fram- leiðanda myndarinnar að hún léki ekki meira í myndinni nema hún .fengi sérstakt fæði. Til aö bjarga málum var farið að ósk hennar og fær hún nú sendan mat frá Dallas sem er í 200 kíló- metra Qarlægð frá þeim stað þar sem upptökur fara fram. Þetta eru dýrar máltíðir því aö flogið er með matinn og mun hver mál- tíð kosta 130.000 krónur. Madonna og systur hennar Það kemur sjálfsagt mörgum á óvart að söngkonan þekkta Madonna skuli eiga þijár systur sem allar lifa ósköp venjulegu lifi, lausar við stress og líf á ystu nöf eins og Madonna lif- ir. Madonna tók sér smáfrí fyrir stuttu og skrapp til Rochester, Mic- higan, þar sem fjölskylda hennar býr. Tilefnið var gifting einnar systur hennar. Sú sem var að gifta sig heit- ir Melanie og er 27 ára. Sést hún hér við hliðina á Madonnu. Hinar tvær systur hennar eru Jennifer, sem er 21 árs, og Paula, sem er 30 ára. Verðlaunahafar voru marglr á Reykjavikurmótinu f kelki elns og sjá má á þessari mynd sem tekin var áf öllum þeim sem hlutu verðlaun. DV-mynd S Reykjavíkurmót í keilu í Keilusalnum Öskjuhlíð: Fjölmargir þátttakendur í spennandi keppni Á sunnudaginn lauk í Keilusalnum í Öskjuhlíð Reykjavíkurmóti í Keilu með því að úrshtaleikir voru háðir. Mótið, sem búið er að vera í gangi í rúman mánuð, var fjölmennt eða um það bil 120 keppendur. Mótið var spennandi frá upphafi til enda og hart barist til að komast í úrslitakeppnina sem háð var um síð- ustu helgi. Verðlaun voru svo afhent á sunnudagskvöldiö en það gerðu þau Ari Guðmundsson formaður og Guörún Eyjólfsdóttir sem var númer 3 í síðustu fegúrðarsamkeppni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.