Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1989, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1989, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 1989. Merming Leikfélagið blómstrar í Borgarleikhúsinu „Fjárhagsstaða Leikfélagsins er sist verri en venja er í upphafi leikárs", segir Sigurður Karlsson. „Leikfélagið að sligast undan Borgarleikhúsinu“ er fyrirsögn frétt- -ar í DV 13. nóv. sl. Fréttin samanstendur annars veg- ar af villandi fullyrðingum um rekstrarstöðu LR með tilvitnunum í „menn sem til þekkja" og hins vegar „viðtal“ við leikhússtjóra LR sem ætlað er að renna stoðum undir full- yrðingar blaðamannsins. Tilgangur fréttarinnar viröist einna helst vera sá að sýna fram á að allt sé í kaldakoli hjá Leikfélagi Reykjavíkur eftir að það flutti í Borg- arleikhúsið. Leikfélagið sé að shgast undan leikhúsrekstrinum, aðsókn að opnunarsýningunum hafi brugðist og fjárhagsstaðan sé afleit. Sannleik- urinn er sá að fjárhagsstaða Leik- félagsins er síst verri en venja er í -upphafi leikárs og jafnvel betri en búast hefði mátt við miðað við allar aðstæður. Stjóm LR óskar þess vegna eftir að koma eftirfarandi athugasemdum á framfæri: 1. „Menn sem til þekkja hjá Leik- félaginu segja að þaö sé borin von að félagið geti rekið Borgarleik- húsið án þess að fá til þess enn meiri opinbera styrki en nú er“ segir á einum stað í greininni. „Menn sem til þekkja" ættu að gera sér grein fyrir því að leikhús ** og skyld menningarstarfsemi í landinu getur ekki þrifíst án opin- berra styrkja og er Leikfélag Reykjavíkur þar engin undan- tekning. Og engum ætti koma á óvart að til þurfi að koma til aukn- ir styrkir með þeirri aukningu á starfseminni sem flutningurinn í Borgarleikhúsið hlýtur að leiða til. M.a. hefur borgarstjórinn í Reykjavík gefið það mjög ákveðið til kynna að styrkur borgarinnar til Leikfélagsins verði aukin veru- lega, jafiivel tvöfaldaður. Auk þess er talin ástæða til að vænta veru- lega aukins framlags úr ríkissjóði. Hins vegar hefur Leikfélagið notið mun lægri styrkja hlutfahslega miðað við umfang starfseminnar, fjölda leikhúsgesta og nánast hvaða viðmiðun sem notuð er, en önnur atvinnuleikhús í landinu. Með öðrum orðum: Leikfélag Reykjavíkur fjármagnar starfsemi sína að stærri hluta með aðgöngu- miðasölu en önnur atvinnuleik- hús, bæði hérlendis og í nágranna- löndunum og gerum við ekki ráð fyrir að það þurfi að breytast þrátt fyrir að starfsemin aukist um helming eða jafnvel meira. 2. Þá segir: „Hö!l sumarlandsins hef- ur fengið heldur dræma aðsókn í haust og líklegast að Laxnessýn- ingarnar tvær skhi engum hagn- aði“. Hér virðist greinarhöfundur hafa betri upplýsingar um miðasölu það sem af er, stofnkostnað leik- rita, sýningakostnað og væntan- lega aðsókn en stjórn leikhússins og er rétt að taka fram eftirfarandi í því sambandi: Þegar þetta er rit- að er ekki búiö að taka saman endanlegan kostnað við uppsetn- ingu þessara tveggja sýninga og þvi síður vitað hver miðasalan verður. Hvort þessar sýningar skila hagnaði eða ekki getur því enginn vitað nema þeir sem gædd- ir eru sérstakri spádómsgáfu eins og blaðamaður DV eða heimilda- menn hans virðast vera en stjórn- endur Leikfélags Reykjavíkur því miður ekki og munu því ekki hafa uppi neinar fullyrðingar um það hér. Aösókn að Höll sumarlands- ins var ekki ýkja mikh á fyrstu sýningarnar svo sem algengt er með sýningar af þessu tagi en hún hefur farið stöðugt vaxandi og lof- ar mjög góðu. Staðreyndin er sú að það eru ekki mörg leikrit, fyrir utan einstaka erlenda söngleiki, sem hafa fengið jafn-marga áhorf- endur á jafn-stuttum tíma. Hvað varðar hina „Laxnessýning- una“, Ljós heimsins, hefur að- sóknin verið mjög góð þrátt fyrir að sýnt hafi verið 5-6 kvöld í viku hverri - og fer vaxandi. 3. Það er rétt sem fram kemur í orð- um leikhússtjóra að í haust hófust sýningar hálfum öðrum mánuði seinna en venjulega. En „menn sem til þekkja“ ættu að vita að það þýðir auðvitaö að engar tekjur koma inn fyrr en í lok október. Aftur á móti voru útgjöld meiri en dæmi eru th um áður hjá Leik- félaginu þar sem var stofnkostn- aður tveggja óvenjufiölmennra opnunarsýninga. Staðreyndin er sú að leikhús hlýt- ur ahtaf að vera rekið með halla meðan ekki eru sýningar í gangi og upphaf leikárs er sá tími sem útgjöld eru hvað mest en tekjurn- ar minnstar. Þetta snýst við þegar líður á leikárið og þá fyrst verður hægt að fjalla um máhð af viti ef blaðamaður DV kærði sig um það. Eins og málin standa núna hjá Leikfélagi Reykjavíkur, bæði hvað varðar aðsókn og væntanlega hækkun styrkja til starfseminnar, telur stjórn LR ekki ástæðu til annars en bjartsýni og fjarri lagi að Leikfélag Reykjavikur sé að „sligast undan Borgarleikhús- inu“. 4. Þvi er haldið fram í fréttinni að aðsókn hafi „hvergi nærri aukist í samræmi við framboiðið á sæt- um“. Þetta er alrangt, aðsóknin á þessum fyrstu þrem vikum leik- ársins jafngildir a.m.k. góðri að- sókn í Iðnó á átta vikum. Því lætur nærri að aðsóknin hafi einmitt „aukist í samræmi við framboð á sæturn". í stað þess að segja að Leikfélagið sé „að sligast undan Borgarleikhúsinu“ væri sönnu nær að segja að Leikfélagið blómstrar í Borgarleikhúsinu. 5. Þá er að finna í fréttinni beinlínis rangar staðhæfingar um málefni Leikfélagsins, t.d. upphæð styrkja frá ríki og borg, fjölda fastráðinna starfsmanna, íjölgun starfs- manna, sætaljölda bæði í Iðnó og ■ Borgarleikhúsinu og fleira. Ekki verður reynt að leiðrétta þessar rangfærslur hér en þær undir- strika hversu vafasamar þær upp- lýsingar eru sem blaðamaðurinn hefur frá „þeim sem th þekkja". Að öðru leyti telur. stjórn Leikfé- lags Reykjavíkur ekki ástæðu til að elta ólar við þessa blaðamennsku og lætur hggja á milli hluta hvaða hvat- ir liggja að baki hjá blaðamanninum og/eöa heimhdarmönnum hans. F.h. stjórnar Leikfélags Reykjavíkur: Sigurður Karlsson, formaður. JÓLAGJATAHANDBÓK 1989 Fimmtudaginn 7. desember nk. mun hin árlega Jóla- gjafahandbók DV koma út í 9. sinn. Jólagjafahandbók DV hefur í sívaxandi mæli orðið ríkari þáttur í jólaundirbúningi landsmanna enda er þar að finna hundruð hugmynda að gjöfum fyrir jólin. Skilafrestur auglýsinga er til 28. nóvember nk. en með tilliti til reynslu undanfarinna ára er auglýsend- um bent á að hafa samband við auglýsingadeild DV hið fyrsta í síma 27022 svo unnt reynist að veita öllum sem besta þjónustu. Auglýsingadeild Þverholti 11, sími 27022 Fréttir__________________________ Óeining í Noröurlandaráöi: Sendir ekki nefnd til æðsta ráðsins i Moskvu Gizur Helgason, DV, Kaupmamiahö&i; Austur-Evrópa varö svohtih senu- þjófur á fundi Norðurlandaráðs á Alandseyjum í gær, enda þótt tengsl Norðurlanda við Efnahagsbandalag- ið væru aðahega á dagskrá. Miklar vonir voru bundnar viö fundinn í gær, að minnsta kosti af hálfu Dana, Finna og íslendinga. Nú skyldu þjóð- irnar verða sammála um utanríkis- stenfu í fyrsta sinn og taka þátt í þeim breytingum sem nú eiga sér stað í Austur-Evrópu. „Moskva bíður eftir svari“. Svo hljóðaði fyrirsögn dagblaðs eins frá Álandseyjum í gær. Ástæða fyrir- sagnarinnar er sú að fyrir fáum vik- um hafði Gorbatsjov forseti sagt í Finnlandsferð sinni að hann áhti að Norurlandaráö ætti að koma á bein- um tengslum við æðstaráðBovétríkj- anna og Balkanlöndin. Norðurlanda- ráð ætti að taka virkan þátt í leikn- um. Svarið frá Norðurlandaráði varð nú þvert nei. Ráðið er thbúið að senda • einn embættismann th Moskvu en ekki að senda heila sendi- nefnd th æðstaráðsins.. Þá veröa þjóðþjng Norðurlandanna að sjá um þá hlið málsins og það hvert í sínu lagi. Frá Norðurlandaráði kemur ekki th greina að senda shka nefnd. Norðurlandaráð hefur því ákveðið aö taka ekki þátt í sameiginlegum viðræöum Sovétríkjanna eða balt- nesku landanna þriggja. Skýringuna á þessari afstöðu Norðurlandaráðs er að finna í gífurlegri sundrungu sem ríkir innan landanna. Allir eru reyndar sammála um að styðja þurfi þá þróun sem nú á sér stað í Austur- Evrópu en menn eru ekki á einu máh um það hvort Norðurlandaráð eigi að skipta sér af utanríkismálum yfirleitt. Forsætisráðherra Sviþjóðar og Noregs og fyrrverandi forsætis- ráðherra Noregs, Gro Harlem Brundtland, sögðust vhja annast sjálfir um utanríkismál sín og það væri ahs ekki hlutverk Norðurland- aráðs. Aðalefni þings Norðurlandaráðs að þessu sinni eru þó tengsl Norður- landa og Efnahagsbandalagsins. Menn eru sammála um að brjóta þurfi sem skjótast niður aha tolla- múra innan Norðurlanda en shkt hefur verið sagt ótal sinnum áður og ekkert hefur eiginlega gerst. Paul Schluter, forsætisráðherra Dana, sagði í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi að innan Efnahagsbandalagsins væri aht á fullu við að afnema tohamúra en innan Norðurlanda finnast hundruð hindrana fyrir fijálsri verslun og á því verður að ráða bót, annars dragast Norðurlönd aftur úr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.