Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1989, Blaðsíða 2
2 FÖSTUÐAGUR 24. NÓVEMBER 1989.
Fréttir dv
Uppreisnarmennirnir í Framsókn, þingmennirnir Stefán Guömundsson, Guömundur G. Þórarinsson, Alexander Stefánsson og Ólafur Þ. Þórðarson.
Grundvailarágreiningur 1 Framsókn:
Verða deilur á mið-
stjórnarfundinum?
GrundvaUarágreiningur stendur
nú í Framsóknarflokknum. Um er
að ræða tillögur þingnefndar
flokksins, sem vill, að flokkurinn
stefni að auknum markaðsbúskap
en dragi úr áherzlu sinni á ríkis-
forsjá. Þar eru auðvitað á ferð til-
lögur, sem mundu stórbreyta
flokknum, næðu þær fram að
ganga. Ágreiningur um þetta gæti
blossað upp á aðaifundi miðsfjóm-
ar Framsóknarflokksins, sem verð-
ur á morgun. En fundinum er
þröngur stakkur skorinn. Þar á
margt að ræða á eins dags fundi.
En uppreisnarmennimir í flokkn-
um, sem vilja aukinn markaðs-
búskap, vilja gjaman, að á fundin-
um komi til atkvæða um tillögum-
ar. Það sem helzt gæti aftrað því,
er ef upppreisnarmennimir teldu
sig vera í minnihluta og mundu
tapa. En þótt ágreiningurinn bloss-
aði ekki upp á morgun yrði bara
frestun á. Um svo merkilegt mál
munu forystumenn í Framsóknar-
flokknum takast á innan tíðar.
Gegn æðstu mönnum
Á móti uppreisnarmönnunum
standa engir smákarlar.
Bæði Steingrímur Hermannsson,
formaður flokksins, og Páll Péturs-
son, formaður þingflokksins, leggj-
ast hart gegn tillögunum. En í liði
uppreisnarmanna em fjórir Fram-
sóknarþingmenn, þeir Stefán Guð-
mundsson, Guðmundur G. Þórar-
insson, Alexander Stefánsson og
Ólafur Þ. Þórðarson. Þeir hafa með
sér talsvert lið. Sumir þeirra telja
jafnvel, að þeir gætu náð meiri-
hiuta í þingflokknum, þrátt fyrir
andstöðu æðstu manna í flokknum.
Ekki er vitað enn, hvemig mið-
stjómin stendur í málinu. En málið
er á dagskrá á morgun, tivort sem
atkvæði verða látin ganga eða ekki.
Fyrir uppreisnarmönnum vakir
að gefast ekki upp. Fái þeir flokk-
inn í heild ekki til að taka máliö
upp á arma sína og gera að stefnu
Framsóknarflokksins, er ekki ólík-
legt að þeir fari með mál sitt inn á
alþingi í formi frumvarpa. Það
væri nýlunda, að sfjómarþing-
menn gerðu slíkt í trássi við ríkis-
stjóm, þar sem um slíka grundvall-
arbreytingu er að ræða. Fari málið
þannig fyrir alþingi, mundu skap-
ast ný viðhorf. Til dæmis gæti vel
verið, að þingmenn Sjálfstæöis-
flokksins mundu styðja tillögur
uppreisnarmannanna í Framsókn.
Kannski fengju þeir stuðning ein-
hverra úr öðrum flokkum. Þetta
er því býsna spennandi mál, hvem-
ig sem á þaö er litið.
Páll guðfaðirinn
Uppreisnarmennimir fjórir vom
sltipaðir í nefnd þingflokksins.
Guðfaöir þeirrar nefndar var Páll
Pétursson, þingflokksformaður.
En fyrir Páli vakti dálítið annað en
það, sem gerzt hefur. Þessir upp-
reisnarmenn höfðu gjaman verið
með athugasemdir. Páli Péturssyni
þótti þá réttast að setja þá í nefnd,
til þess aö friðþægja þeim. En hann
reiknaði ekki meö, að nefndin næði
slíku samkomulagi um grundvall-
arbreytingar, sem raunin varð á.
Tillögur þessarar nefndar komu
því æðstu mönnum í flokknum í
opna skjöldu.
Sjónarhoríð
Haukur Helgason
Uppreisnarmennirnir hafa kynnt
mál sitt á fundum framsóknar-
manna, svo sem í Hafnarfirði,
Reykjavík, á Vestfjörðum og
Blönduósi. Þar hafa komið fram
skiptar skoðanir en máli fjórmenn-
inganna yfirleitt verið vel tekið. Þá
hafa þeir haldið blaðamannafund,
svo sem menn kunna aö minnast.
Halldór Ásgrímsson sjávarút-
vegsráðherra hefur tekið undir
ýmislegt í máli uppreisnarmann-
anna.
Nefndarmennimir gera tilraim
til að aðlaga stefnu flokksins mark-
aðsbúskapnum. Þeir vilja að því
leyti, að flokkurinn hverfi frá stýri-
og forsjárstefnunni, sem einmitt
hefur einkennt Framsóknarflokk-
inn, mörgum öðrum flokkum frem-
ur.
Framsóknarmenn segjast gjam-
an vera miðjuflokkur. Þeir þykjast
þannig geta vinzað hiö bezta bæði
úr markaðskerfi og sósíalisma. En
í reynd hefur Framsóknarflokkm--
inn fyrst og fremst verið flokkur
fyrirgreiðslu og ríkisforsjár á öll-
um sviðum. Mikið þarf að gerast,
eigi flokkurinn að hverfa frá því.
Þetta er því stóra málið, sem er á
dagskrá á morgun, hvað sem ger-
ist. Mörg önnur mál, sem athygli
kunna að vekja á fundinum, sum
stór, em einnig á dagskrá. Þar má
nefna umræður um bandalögin EB
og EFTA, sveitarstjómarkosning-
arnar næstu og undirbúning undir
þær og byggða- og atvinnumál.
Rætt vemr um skipulag flokksins
og kosnir 9 menn í framkvæmda-
stjóm. Fundurinn ætti að verða
spennandi, þótt aldrei sé að vita,
hversu æðstu menn geta gert úr
honum lognmollu. En stóra málið
er, hvort tillögur uppreisnarmanna
verða teknar fyrir í alvöru.
Þingmennimir fjórir leggja með-
al annars til, að vísitölubindingar
verði afnumdar. Frelsi verði í
gjaldeyrismálum. Síðan verði
Seðlabankanum gert skylt að skrá
gengi krónunnar þannig, aö al-
mennt jafnvægi ríki í framboði og
eftirspum eftir erlendu m gjald-
miðlum hér á landi, og jafnvægi sé
í viðskiptum við útiönd. Jafnframt
verði tryggður rekstrargmndvöll-
ur útflutningsatvinnuvega og sam-
keppnisgreina. Fijáls kaup al-
mennings og fyrirtækja á gjaldeyri
verði heimiluð. Fyrirtækjum og
einstaklingum verði heimilað án
afskipta ríkisvalds að taka lán er-
lendis. Samkvæmt ákveðnum regl-
um verði íslendinguum heimilt að
kaupa verðbréf og fasteignir er-
lendis og eiga bankainnstæður er-
lendis. Þá má nefna, að langlána-
nefnd skuli lögð niður og afskiptum
viðskiptaráðuneytis af erlendum
lántökiun einkaaðila hætt. Fyrir-
tækjum verði á margan veg auðvel-
dað að auka eigið fé sitt. Virðis-
aukaskattur verði í tveimur stigum
og núverandi hæsta stig eignar-
skatts verði fellt niöur.
Haukur Helgason
Viðræðumar við Evrópubandalagið:
Tækifærið er núna
Krossanesverksmiðjan:
Vita ekki
hve mikið
af meltu fór
í sjóinn
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri;
„Þetta er bara úlfaldinn og mýflug-
an,“ segir Geir Zöega, forsfjóri
Krossanesverksmiðjunnar, aðspurð-
ur hve miklu magni af meltu hefði
verið dælt í sjóinn við verksmiöjuna
að undanfomu.
„Það er ekkert annað,“ sagði Geir
þegar hann var spurður hvort heim-
ildir DV stæðust um að magnið sem
dælt hefði verið í sjóinn væri 500-600
tonn. „Ef svo er þá er þetta stórmál.
Ég veit ekki nákvæmlega hversu
mikið magn er um að ræða og viður-
kenni að alltaf er óæskilegt þegar
fara lífræn efni í sjó, því þau rotna í
sjónum. Hins vegar þarf að vera sam-
ræmi í hlutunum þegar menn blása
upp hluti. Við vitum að það fer mikið
af lífrænum efnum í sjóinn, bæði við
bæi og þar sem rækjuvinnsla er.“
Geir sagði að í þessu tilfelli hefði
ekki verið um meltu að ræða, þeir
hefðu verið að hreinsa tanka og það
væri ekki sýra í því sem þeir hefðu
sett í sjóinn og þetta væri ekki stór-
mál því lífríki væri ekki ógnað.
- Þú segir að hér hafi verið um tanka-
hreinsun að ræða, en veist ekki
hversu mikið magn fór í sjóinn?
„Það hlýtur allt að koma fram og
heilbrigðisfulltrúi er að vinna að
rannsókn á þessu.“
- Er það ekki rétt að þið hafið gert
þetta í nokkur skipti áður en málið
komst upp á miðvikudagskvöld?
„Ekki mér vitanlega“
„Ég er að skoða málið og hvemig
veröur brugðist við,“ segir Valdimar
Brypjólfsson, heilbrigðisfulltrúi á
Akureyri. „Það alvarlegasta í þessu
máli er að ekki skuh hafa veriö haft
samband við einhver yfirvöld áður
en þetta var gert, við fengum nafn-
lausa hringingu um að þetta ætti sér
stað og létum lögregluna vita.“
Valdimar sagði að þessi efni sem
þarna fóru í sjóinn myndu þynnast
fljótt út og þá yrði e.t.v. ekki mikill
skaði af þessu. „Það breytir því ekki
að það á ekki að setja þessi efni í sjó-
inn,“ sagöi heilbrigðisfulltrúinn.
Út um þetta rör losuðu Krossanes-
menn sig við efnin í sjóinn.
DV-mynd gk.
Ekið á dreng
á bflastæði
- segir utanríkisráðherra
Geir A. Guðsteinssan, DV, Datvflc
Nú má víða sjá stöðnunarmerki í
íslenskum þjóðarbúskap og koma
þau vel í ljós þegar borin er saman
hagþróun hér á landi á áttunda ára-
tugnum annars vegar og á þessum
áratug hins vegar. Þannig komst Jón
Baldvin Hannibalsson utanríkisráð-
herra að orði þegar viðræðumar við
Evrópubandalagið vom teknar til
umrseðu á Alþingi í gær.
Viö spumingunni mn það hvort
íslendingar ættu áð vera með í við-
ræðum við Evrópubandalagið núna
sagðist hann aðeins eiga eitt svar;
Tækifærið er núna. Hvort það kemur
aftur getur enginn verið viss um.
Utanríkisráðherra sagði að hag-
vöxtur hefði dottið úr því að vera 5
til 5,5% á ári að meðaltali á síöasta
áratug í það að vera 1% á ári að
meðaltali á þessum áratug. Á sama
tíma og það hefði hægst verulega á
hagvexti hér á landi hefði hann vax-
ið verulega í helstu viðskiptalöndum
okkar.
Sagði utanríkisráðherra að veruleg
aukning fiskveiða yrði ekki áfram
sami vaxtarbroddur og áður þótt
betri nýting geti enn aukið verðmæt-
ið verulega.
Því taldi hann að iðnaður hlyti að
verða vaxandi þáttm1 í íslensku efna-
hagslífl og þar með útflutningi á
komandi árum. Sambærileg skilyrði
og em í öörum löndum verða því
einnig að gilda hér á landi. Þetta
ætti við um aðstöðu, aðgang að fjár-
magni og hindrunarlausan aðgang
að öðrum mörkuðum.
Þá nefndi utanríkisráðherra í ræðu
sinni að af íslands hálfu hefði verið
reifaður sá möguleiki að skipst yrði
á einhveijum takmörkuðum veiði-
heimildum á einstökum fisktegund-
um þar sem báðir aðilar sæju sér hag
í slíku.
-SMJ
Sex ára drengur varð fyrir bifreið
um kvöldverðarleytið sl. þriðjudag
og slasaðist töluvert.
Bifreið var ekið eftir Hafnarbraut
og er hún var á móts viö frystihús
KEA missti bflstjórinn vald á henni
með þeim afleiðingum að hún fór inn
á bflastæði vestan götunnar þar sem
þrjú böm vom. Tveimur þeirra tókst
að forða sér en það þriðja varð fyrir
bifreiðinni og viðbeinsbrotnaði,
hlaut svöðusár á síðu og skarst á
andliti.