Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1989, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1989, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1989. 9 Skæruliði í El Salvador lagður til hinstu hvílu. Að minnsta kosti þrettán hundruð manns hafa látið lífið i bardögum skæruliða og stjórnarhers undan- fama daga. Símamynd Reuter ■ Skæruliðar herða sóknina Alfredo Cristiani, forseti E1 Salvador, hafði í gær ekki lokið við að tilkynna fréttamönnum að ekkert vopnahlé yrði í stríðinu við skæru- liða þegar hann stökk á fætur og líf- verðir hans mynduðu hring um hann er sprengjuvarpa féll skammt frá fundarstaðnum. Skæruliöar í E1 Salvador kváðust í gær hafa ráðist á herskála og aðrar stöðvar hersins í austurhluta lands- ins. Aðgerðir stjómarhersins í höf- uðborginni stönguðust á við fullyrð- ingar yfirvalda um að árás skæruliða hefði verið brotin á bak aftur. Her- flugvélar voru á sveimi yfir borginni og sprengjum var varpað á bæki- stöðvar skæruliða á hæðunum um- hverfis hana. Stuttu áður en Cristiani hafnaði opinberlega boði skæruliða um vopnahlé hafði þingið samþykkt drög að lögum gegn hryðjuverkum. Með þeim fær stjómin nánast ótakmörk- uð völd til að bæla niður andstöðu gegn stjóminni. Áróður gegn stjóm- inni verður refsiverður og þeir sem koma slíkum hugmyndum á fram- færi geta átt yfir höfði sér langa fang- elsisdóma. Flestöll mannréttindi hafa verið afnumin frá því að neyðarlög vora sett á, 12. nóvember, daginn eftir að skæruliðar hófu sókn sína sem leiddi til hörðustu bardaga í borgarastríð- inusemstaðiðhefurítíuár. Reuter Harðari refsing við útláni á ofbeldismyndum Sænska stjómin hefur lagt fram frumvarp um hertar refsingar við útláni á ofbeldismyndböndum. í frumvarpinu er gert ráð fyrir allt aö tveggja ára fangelsisdómum. Núna em dómar fyrir útlán á ofbeldis- myndum sjaldgæfir og þyngsta refs- ing hefur verið sekt. Mikill þrýstingur hefur verið á stjómina að koma á reglum sem líkj- ast þeim sem gilda rnn kvikmynda- hús þar sem kvikmyndaeftirlit ríkis- ins rannsakar myndimar. Stjómin leggur nú til að starfsemi þess verði víkkuð út þannig að hægt verði að kanna hvaö er á leigumarkaðinum. Reyndar mun ekki verða hægt að rannsaka hveija myndbandsspólu fyrirfram og verða þeir sem leigja þær út eða seija að athuga hvort þær séu of grófar. Ef þeir em í vafa geta þeir sent þær til kvikmyndaeftirlits- ins til umsagnar. Einnig verður skylt að senda inn prufur. Ofbeldisalda hefur gengið yfir í Svíþjóð og sérstaklega Stokkhólmi að imdanfömu og er talið að þar gæti áhrifa frá ofbeldismyndum. Áfengis- og fíkniefnanotkun, félags- leg mismunun og fjölgun innflytj- enda hafa einnig verið nefnd sem orsökaukinsofbeldis. TT Útlönd Líbanir leita að arftaka Muawads Þijátíu og níu líbanskir þingmenn funda stíft þessa stundina til aö reyna að finna arftaka Rene Mu- awads forseta sem var myrtur á miö- vikudag. Von er á fleiri þingmönnum til landsins næstu stundir og daga til að taka þátt í umræðunum. Að minnsta kosti fjörutíu og átta af sjö- tíu og tveimur eftirlifandi þingmönn- um líbanska þingsins þurfa að vera viðstaddir kjör forseta til að það telj- ist löglegt. Heimildir herma að bæði þingmenn kristinna sem og múham- eðstrúarmanna vilji kjósa nýjan for- seta hið fyrsta. Umræður þingmannanna snúast um hvenær og hvar kosning um for- seta eigi að fara fram. En Hussein Husseini þingforseti kvaðst í gær vonast til að kosningu hafi lokið inn- an við viku að sögn heimildarmanna. Líbanon er á krossgötum í kjölfar morðsins á Muawad. Stríðsástand hefur ríkt í landinu í hátt á fimmt- ánda ár og höfðu margir vonast til að Muawad yrði sá er kæmi á friði. En gífurlega öflug sprengja varð hon- um að bana á miðvikudag. Böndin berast að Aoun, yfirmanni herafla kristinna, eða stuðningsmönnum hans. Sorg ríkir nú í Líbanon og víða um land blakta fánar í hálfa stöng. í bænum Zghorta, þar sem hinn látni forseti var borinn og bamfæddur, gengu svartklæddar konur um götur í gær með mynd af Muawad. Kirkju- klukkur hringdu og íbúarnir syrgðu Libanskir borgarar skoða leifar bifrelðar Rene Muawads forseta sem sprengd var í loft upp fyrr i vikunni. Forsetinn lét liflð. Þjóðarsorg rikir nú i landinu. hinn fallna forseta sinn. Þjóðarsorg ríkti í landinu í gær hjá öllum nema kristnum. Þjóðarleiðtogar arabaríkja og vest- rænna ríkja hafa fordæmt morðið á Simamynd Reuter Muawad og hvatt til þess að þing- menn Rjósi arftaka hans sem fyrst svo koma megi í veg fyrir enn eitt blóðbaöið á götum Beirútborgar og víðar í landinu. Reuter VEITINGASTAÐURINN HÓLMI HÓLMASELI 4 SÍMI 670650 Pantíð.. .og vió sendum heim! SÝNISHORN AF MATSEÐU: Hamborgari, kr. 450. 12" pizza með tilheyrandi, kr. 650. Indverskur hamborgari, kr. 450. ^ Nanbrauð með hvítlaukssmjöri, í&fc? kr. 140. // Léttvín - & sterkur bjór ^ S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.