Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1989, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 8. DESEHBER 1989.
15
Sannleikurinn um 40 milljón
króna lántöku Kópavogsbæjar
I Dagblaöinu laugardaginn 2.
desember er haft eftir formanni
bæjarráös í Kópavogi, Heimi Páls-
syni, að sjálfstæöismenn í bæjar-
stjóm heföu látið strika út úr bók-
un sinni í bæjarstjórn að 40 milljón
króna lántaka bæjarins væri gerð
í því skyni að greiða laun bæjar-
starfsmanna. Þetta fannst mér
undarleg athugasemd.
Nú er ég ekki viss um aö lesendur
DV átti sig á hvaö þarna var á ferð-
inni. Því datt mér í hug að útskýra
það eilítið nánar. Aðdragandi þessa
máls er nokkuð furðulegur.
Beiðni um heimild
Á bæjarráðsfundi þann 30. nóv.
sl. kom fram beiöni um lántöku-
heimild bæjarins upp á 40 milljónir
króna. Sjálfstæðismenn í bæjarráði
bentu þá á að itér væri um að ræöa
stórfellda ráðstöfun í fjármálum
bæjarins, - bæri því að leggja málið
fyrir bæjarstjórn skv. bæjarmála-
samþykkt og sveitarstjórnarlög-
um.
Bæjarstjóri og meirihlutamenn
brugðust afar illa við þessari
ábendingu og töldu enga ástæðu til
að slíkt færi fyrir bæjarsijórn. Við
féllumst hins vegar ekki á þá máls-
meðferð og vildum ekki taka þátt í
að brjóta þær reglur sem kjörnum
bæjarfulltrúum er skylt að starfa
eftir.
Meðal þess sem meirihlutinn
kvartaði undan var að það kostaði
á annað hundrað þúsund krónur
að boða til aukafundar í bæjar-
stjóm. Buðum við sjálfstaeðismenn
þá á móti að við mundum mæta án
þess að þiggja laun fyrir. Rétt er
hins vegar að benda á að þegar
þessi fundur í bæjarráði fór fram
voru tveir dagar liðnir frá því að
bæjarstjóm sat á fundi - þar hefði
þetta mál að sjálfsögðu átt að vera
til afgreiðslu.
KjaUaiiim
Guðni Stefánsson
bæjarfulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins i Kópavogi
það þó að segjast eins og er að þessi
lántaka hafi að litlu leyti afstýrt
þeim fjárhagslega vanda sem bær-
inn á nú við að glíma.
Þarna fór Heimir
með rangt mál
En snúum þá að fréttinni þar sem
Heimir Pálsson segir að sjálfstæð-
ismenn hafi strikað út úr bókun
sinni að lánið væri tekið til að
greiða laun starfsmanna bæjarins
„eftir að hafa kynnt sér málið“,
eins og Heimir heldur fram.
Staðreyndin er sú, ef menn vilja
hafa það sem sannara reynist, að
e.t.v. hefði bærinn getað greitt út
laun 1. desember með því móti að
fullnýta allar yfirdráttarheimildir
á bankareikningum bæjarins. Lík-
legra er þó að það hefði ekki tek-
ist. Hitt er ljóst að ef svo hefði ver-
„Meirihluti bæjarstjórnar kveinkaði
sér mjög yfir þessari setningu í bókun
okkar sjálfstæðismanna þar sem stóð
að starfsmenn ættu að fá laun sín
greidd á réttum tíma.“
Lyktir þessa máls urðu, svo fljótt
sé farið yfir sögu, að boðaður var
aukafundur í bæjarstjórn föstudag-
inn 1. des. kl. 12 á hádegi. Að vísu
var sá fundur boðaður með of stutt-
um fyrirvara samkvæmt þeim regl-
um sem starfað er eftir. Aukafundi
skal boða með 24 stunda fyrirvara
nema sérstök vá sé fyrir dyrum.
Við gerðum þó ekki ágreining um
fundarboðið.
E.t.v. má segja að í þessu tilfelli
hafi einmitt þannig háttað til, - það
var vá fyrir dyrum í fjármálum
bæjarins okkar. Því miður verður
ið gert þá voru engir peningar til
að mæta ýmsum öðrum fjárskuld-
bindingum næstu daga.
Meirihluti bæjarstjórnar kveink-
aði sér mjög yfir þessari setningu
í bókun okkar sjálfstæðismanna
þar sem stóð að starfsmenn ættu
að fá laun sín greidd á réttum tíma.
Á vissan hátt er það nokkuð merki-
legt að meirihlutinn skyldi amast
við slíku. Það skipti okkur sjálf-
stæðismenn hins vegar ekki
minnsta máli hvort þessar 40 millj-
ónir fóru beint í launagreiðslur eða
til að greiða eitthvað annað í
„Gefur augaleið að það er dýrt fyrir Kópavogskaupstað aö vera svo
háður fjármagnsmarkaðnum", segir greinarhöf. m.a. - Séð yfir Kópa-
vogskaupstað.
rekstrinum.
Við vildum því fallast á að fella
þessa setningu út úr okkar bókun
ef það mætti verða meirihluta-
mönnum til hugarhægðar. Er ekki
annað að sjá en það hafi tekist, svo
kokhraustur sem Heimir Pálsson
er í viðtali viö blaðamanninn SME
í DV daginn eftir þennan bæjar-
stjórnarfund. En þarna fór Heimir
með rangt mál.
... og margar Ijótar tölur
Eftir stendur sú staðreynd að illa
hefur verið staðið að fjármálum
Kópavogs á undanförnum árum og
aldrei sem nú. Um það mætti hafa
langt mál og nefna margar ljótar
tölur en látum þetta nægja:
30. september sl. námu skuldir
bæjarsjóðs rúmlega 1,1 milljarði
króna. Og þrátt fyrir að í ár væri
meiningin að vinda ofan af skuld-
um bæjarfélagsins þá hafa þær
stóraukist. Einn fulltrúi meirihlut-
ans sagði á áðurnefndum fundi að
búast mætti við að skuldir bæjarins
yrðu komnar í 1200-1300 milljónir
króna um áramótin. Þetta er hærri
tala en sameiginlegar tekjur bæjar-
félagsins á þesus ári, skv. íjár-
hagsáætlun.
Lántökur í ár áttu að verða 202,5
milljónir kr. en eru orðnar 276,4
milljónir. Skuldaaukning á þessu
ári hefur orðið 215 milljónir á sama
tíma og meirihlutinn ætlaði að
minnka skuldimar um 91 milljón á
árinu.
Það gefur augaleið að það er dýrt
fyrir Kópavogskaupstað að vera
svo háður fjármagnsmarkaðnum.
Vextir verða vel á 3. hundrað millj-
ónir króna á þessu ári hjá bæjarfé-
laginu. Átta menn sig á því að hér
er verið að tala um vaxtagreiðslur
og verðbætur sem nema nærri því
15.000 krónum á hvern einasta íbúa
í Kópavogi, jafnt unga sem gamla?
Eru þessar greiðslur svo þungur
baggi að þær em orðnar þriðji
hæsti útgjaldaliður bæjarins,
skammt á eftir félagsmálum og
fræðslumálum.
Ættu menn þvi ekki að undrast
þótt fulltrúar minnihlutans, þ.e.
sjálfstæðismenn, hafi þungar
áhyggjur af fjármálum bæjarfé-
lagsins.
Guðni Stefánsson
Kemur óttinn í veg fyrir úrbætur?
Valdhafar hafa gegnum tíðina
notað ótta þegna sinna til að við-
halda eigin yfirráðum. Það hvað
þegnarnir óttast hefur verið mis-
munandi eftir því hvar á jarðar-
kringlunni menn hafa búið.
Veikleikamerki?
Stjórnmál eru breytingum undir-
orpin eins og annað í þessum heimi
en oft er haldið í gömul og úrelt
stjórnkerfi vegna þess að óttinn viö
aö viðurkenna breytt viðhorf
þeirra sem stjórna kemur í veg fyr-
ir breytingar. Hvað óttast þeir? -
Sennilega að gjöra sig bera að því
að hafa haft á röngu að standa.
Höfum við ekki heyrt talað um
flokkaílakkara hér á íslandi sem
annars og þriðja flokks fólk? Það
er talið veikleikamerki aö skipta
um skoðun. - Þeir sem svo hugsa
eru kannski einmitt öfundsjúkir
vegna þess að þeir þora ekki sjálfir
að skipta um skoðun, allavega ekki
opinberlega og jafnvel ekki í hjarta
sínu.
Gömlu fjórflokkarnir halda um
stjórnvölinn hér þótt margir séu
óánægðir með þá stjórn og viti í
hjarta sínu að svona getur ekki
gengið lengur. Það er kannski ein-
mitt frekar ótti kjósenda við breyt-
ingar, sem kemur í veg fyrir að
fleiri fylgi nýjum öflum, heldur en
aö kjósendur séu ekki sannfærðir
um að stefna nýju aflanna sé betri.
Við, frambjóðendur Þjóðar-
flokksins við síðustu alþingiskosn-
ingar, uröum mikið varir við að
fólk var í hjarta sínu sammála
valddreifingarstefnu okkar en
þorði samt ekki annað en kjósa
miðstýringarstefnu fjórflokkanna.
Albert og Stefán Valgeirsson fengu
Kjallarinn
Hólmfríður
Bjarnadóttir
varaformaður Þjóðarflokksins
samúðarfylgi og þó að einhverjir
fylgismenn þeirra hafi haldiö að
hér væru á ferðinni ný stjóm-
málaöfl - þá voru forystumennirn-
ir einungis að hefna sín á gömlum
samherjum.
Dauð atkvæði frá iifandi
fólki?
Þjóðarflokkurinn boðaði hins
vegar nýja stefnu í íslenskum
stjórnmálum, valddreifingu, og það
var eins og við manninn mælt: Nú
vildu flestir frambjóðendur ann-
arra flokka valddreifingu, að
minnsta kosti í orði kveðnu. Þar
kom óttinn enn einu sinni til sög-
unnar; þeir voru einfaldlega
hræddir við að láta okkur vera ein
um þessa stefnu, ekki vegna þess
að þeim þætti hún svo góð að þeir
vildu framfylgja henni heldur
vegna þess að þeir skynjuðu að
fólkið aðhylltist þessa stefnu ein-
mitt núna þegar þá vantaði svo at-
kvæðin.
Kjósendur voru líka óspart
hræddir með því að atkvæði,
greidd Þjóðarflokknum, væru dauð
og hvaða kjósandi vill vera dautt
atkvæði? - Þeir gleymdu bara að
geta þess að atkvæði, greidd stein-
runnum, stöðnuðum stjómmála-
flokkum, em ekkert síður dauð.
Annars er í raun alveg fásinna
að tala um dauð atkvæði því það
er jú lifandi fólk sem greiðir þau.
En hvernig hafa íjórflokkamir tök
á fólkinu? Þeir hafa myndað með
sér bandalag í gegnum störf á Al-
þingi og í stjórnkerfmu þar sem
skipting er orðin mjög fastmótuð á
hinum ýmsu áhrifasviðum þjóðlífs-
ins.
Samtryggingarkerfið
Þetta samtryggingarkerfi íjór-
flokkanna er einfaldlega búið að
skipta með sér völdum í þjóðfélag-
inu og fólkið fær ansi litlu breytt
um þau valdahlutföll þótt gjarnan
sé því baunað á kjósendur hvar og
hvenær sem er að þeir geti nú
sparkað þessum eða hinum í næstu
kosningum.
Fjórflokkarnir hafa í gegnum sitt
miðstýrða kerfi gert fjölda kjós-
enda háða sér með fyrirgreiðslu-
pólitíkinni. Langflestir kjósendur
em í einhvers konar rekstri - at-
vinnurekstri og/eða rekstri á eigin
heimili - og eiga því margs konar
hagsmuna að gæta.
Allir sækjast eftir öryggi og
þarna kemur óttinn enn til sögunn-
ar. Ef þú svíkur flokkinn þinn
(þarft ekki aö vera flokksbundinn,
flestir kjósa sama flokkinn aftur
og aftur) er þér hótað að öryggi
þínu sé ógnað. Fjórflokkárnir
standa líka dyggilega saman. Ef
útlit er fyrir að valdaöryggi þeirra
sé ógnað hið minnsta þá rekur ótt-
inn þá saman í einn hóp og þeir
hrópa „úlfur, úlfur, við einir getum
verndað ykkur því við höfum búið
til svo gott kerfi til að stjórna þessu
landi og það má ekki breyta því“.
Fjárhagslegt öryggi heimila og
fyrirtækja á mjög undir högg að
sækja þessa dagana. Þrátt fyrir að
fjórflokkarnir hafi klúðrað pen-
ingamálum þjóðarinnar hafa þeir
lag á að halda fólki við efnið með
því að segja: „Það getur verið að
þetta sé einhveijum okkar að
kenna en við erum líka þeir einu
sem getum lagað þetta og nú ríður
á að þið svíkið okkur ekki því ann-
ars er sko enga hjálp að fá.“
Hjálpin er hins vegar fólgin í þvi
að gera kjósendur ennþá háðari sér
en áður var. Þá em gjarnan notuð
peningalán sem einhver góður
þingmaður reddar í einhverjum af
sjóðunum sem stofnaðir hafa verið
til að halda kjósendum við efnið.
Þessi lán em bara eins og öfl hin;
þau eru á svo háum okurvöxtum
að vesalings kjósendunum er gjör-
samlega um megn að standa undir
greiðslum. Samt samþykkja þeir
kjörin því það er bara ekki annað
betra að hafa. Eða hvað? Hvaö
mundi gerast ef fólk tæki sig saman
og mótmælti skipulega fjármagns-
okrinu?
Kerfið er við sjálf
Við hlustum á hverja yfirlýsing-
una á fætur annarri frá ráðherrum,
þingmönnum eða öðrum í góðum
stólum en samt gerist ekkert raun-
hæft.
Góðir íslendingar, Þjóðarflokk-
urinn samanstendur af einstakl-
ingum sem hafa hugleitt lausnir á
vandamálum stjórnarfars og efna-
hagslífs á íslandi, ekki skammtíma
patentlausnum sem redda málum
í nokkrar vikur eða mánuði, heldur
gagngerar breytingar á íslensku
efnahags- og þjóðlífi sem miða aö
jafnri stöðu hvar sem er í þjóð-
félaginu - lausnum sem vinna þarf
að skipulega og í áföngum en skila
engu að síður árangri frá upphafi.
Við í Þjóðarflokknum vonumst til
að sem flest ykkar komi til liðs við
okkur og taki þátt í starfinu. Látið
ekki óttann við kerfiö aftra ykkur.
Kerfið er við sjálf og það er því
okkar að breyta því en ekki kerfis-
ins að breyta okkur eins og nú er
markvisst unnið að.
Hólmfríður Bjarnadóttir
„Þetta samtryggingarkerfi fjórflokk-
anna er einfaldlega búið að skipta með
sér völdum í þjóðfélaginu og fólkið fær
ansi litlu breytt um þau valdahlutföll.“