Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1989, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1989, Blaðsíða 24
40 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1989. Smáauglýsingar Jólagjöf fornbilaáhugamannsins. Tvær klst. um gamla bíla á tveim spól- um, kr. 4.500. Greiðslukort. Pantanir ' í símum 688834 og 688833 (símsvari). ■ Verslun LJrval af sloppum og náttfatnaði, barna- og fullorðinsstærðir. Póstsendum. Karen, Kringlunni 4, s. 686814. Neistarinn, rafmagnsmeðferð. Sjálfs- meðferð við verkjum, harðsperrum, vöðvabólgu, sinadrætti, tognun, liðagigt, höfuðverk o.fl. Leiðbbækl. fylgir. 1 árs ábyrgð. Kred- itkortaþj., Visa - Euro. Sendum í póstkr. S. 641085. Kristín, innflutn- ingsv. Dráttarbeisli - Kerrur Dráttarbeisli, kerrur. Framleiðum allar gerðir af kerrum og vögnum, dráttar- beisli á allar teg. bíla. Áratuga reynsla. Allir hlutir í kerrur og vagna. Hásingar 500 kg - 20 tonn, með eða án bremsa. Ódýrar hestakerrur og sturtuvagnar á lager. Vinnuskúrar á hjólum, 5-10 manna. Veljum íslenskt. Víkurvagnar, Dalbrekku, símar 91-43911, 45270. Hama perlu unnendur! Nú eru komnar nýjar perlur og litir í miklu úrvali, ásamt botnum og myndum. Póstsend- um. Tómstundahúsið, Laugavegi 164, s. 21901. Nýkomið. Fuglar í garðinn, dvergar. smáir og stórir, alls konar gjafavörur fyrir garðáhugafólk, ljós, styttur, tjamir, dælur o.fl. o.fl. Sendum í póst- kröfu. Vörufell hf., Heiðvangi 4, 850 Hella, sími 98-75870. Súni 27022 Þverholti 11 Körfugerðin, Ingólfsstræti 16, Rvík. Vanti þig vinsæla jólagjöf og íslenska framleiðslu að auki þá færðu brúðu- körfu frá Körfugerðinni, s. 12165. Rómeó & Júlia, Grundarstíg 2 (Spítala- stígsmegin), sími 14448. Ödýr, æðis- lega smart nærfatnaður á dömur, s.s. korselett, heilir bolir með/án sokka- banda, toppar/buxur, sokkabelti og mikið úrval af sokkum o.m.fl. Meiri háttar úrval af hjálpartækjum ástar- lífsins í fjölmörgum gerðum fyrir döm- ur og herra. Ath. allar póstkröfur dul- nefiidar. Sjón er sögu ríkari. Opið frá kl. 10-18 virka daga og 10-14 laugard. Til jólagafa. Nýjar og gamlar bækur á góðu verði. Opið laugard. í desember. Fornbókabúðin, Hverfisg. 16, s. 17925. ■ Húsgögn Ný itölsk leðursófasett. Frábært verð. • Golf 3 + 1 + 1, 119.700 stgr. • Ginevra 3 + 2, 127.000 stgr. • Giotto 3 + 1 + 1, 129.600 stgr. • Borðstofúborð og 6 stólar með leð- ursetum, 161.800 stgr. • Sófaborð frá kr. 12.164 stgr. GP-húsgögn, Helluhrauni 10 Hafnar- firði, s. 651234. Opið virka daga kl. 10-18, laugard. kl. 10-16. ■ Bflar tfl sölu Toyota HiLux SR5-EFI 4x4 ’86, ekinn 64 þús. km, vökvast., bein innspýting, mikið króm, ný dekk, álfelgur, stærra húsið og plasthús. Silfurhtaður, óvenjuglæsilegur bfll, gott verð og greiðsluskilmálar. Uppl. í síma 91-17678 milli kl. 16 og 20. Volvo station 240 ’87 til sölu, vökva- stýri, sjálfskiptur, með læstu drifi, ekinn 62 þús. km. Uppl. í síma 42489 og 35180. Subaru 1800 ’88 afmælisútgáfa til sölu, ekinn 30.000 km, dökkblár, rafdrifnar rúður, læst drif, central læsingar, ál- felgur, útvarp og segulband, sumar- og vetrardekk. Staðgreiðslka 890 þús. Til sýnis hjá Bílatorgi, Nóatúni 2, sími 621033. Camperhús á pallbíla, svefnpláss f. 4, eldavél, rennandi vatn, ísskápur, hiti og ljós. Húsið er skrúfað upp eða fellt niður. Einnig Nissan Datsun King Cap ’83, 4x4. Ferðamarkaðurinn, Skeifúnni 8, sími 91-674100. Daihatsu Charade CS ’88, rauður, fall- egur, 5 dyra bíll, einnig Daihatsu Charade TX ’87, grár, með stórri vél. Verða seldir á hagstæðum kjörum. Uppl. í síma 91-17678 milli kl. 16 og 20. Nissan Pathfinder, árg. ’88, 2,4 vél, ek- inn 47 þús. km, í toppstandi, til sölu. Uppl. í síma 610430. Einstakt tækifæri. Til sölu Pontiác Trans Am ’75, upptekin vél + skipt- ing, allt nýtt í bremsum og stýris- gangi, nýleg dekk, krómfelgur, mjög gott lakk. Verð 550-600 þús. Staðgr. tilboð. Uppl. í síma 31957. ■ Ymislegt ShólauorÖustíg3 Sími26641 Jólasprengitilboð. Viltu verða brún(n)? Frábærir bekkir, nýjar perur. 1. 34 spegla perur. 2. 2 andlitsljós. 3. Andlitsblástur. 4. Tónlist í öllum bekkjum. 5^ Góðar sturtur. 6. Góð þjónusta. Verð: 10 tímar á kr. 2.300, 20 tímar á kr. 3.950. Við erum ódýrir, ekki satt? Jólagjafakort, tilvalið til jólagjafa. Pantið tíma í síma 26641. Menning _____________ dv Máttur afganganna - sýning Svövu Bjömsdóttur í Norræna húsinu Undanfamar vikur hefur staðið yfir sýning í Norræna húsinu- á papp- írsskúlptúrum eftir Svövu Bjömsdóttur. Raunar er hér fremur hægt að tala um rýmislist (installations), þar sem Svava setur sýningu sína upp í samræmi við salarkynnin og lætur mörg verk hljóma saman sem heild með dýnamískri uppröðun. Svava Bjömsdóttir hefur að baki víðtæka menntun, m.a. hjá Etienne Martin við höggmyndadeild Listaiiáskóla Par- ísarborgar og árin 1978-’84 nam hún við akademíuna í Munchen og var þar síðasta árið „meisterschuelerin” hjá Eduardo Paolozzi. Fyrir þremur árum var Svava síðan vaiin af Sambandi þýskra listhúsaeigenda til að sýna í eigin sýningarrými á alþjóðlegu hstakaupstefnunni í Köln. Svava Bjömsdóttir hefur á undanfornum fjórum ánun haldið sex einkasýning- ar, m.a. í Þýskalandi, Hohandi og Svíþjóð. Á sýningunni í Norræna húsinu er á annan tug verka -r sum þeirra samanstanda af aht að ehefu skúlptúrum en önnur em einstæðingar og Myndlist Ólafur Engilbertsson fá þá gjaman hehan vegg tíl umráða. Hugmyndir Svövu minna e.t.v. við fyrstu sýn á notagildi (funktionalisma) og naumhyggju vegna færibanda- legs úthts verkanna. Þegar nánar er að gáð koma hins vegar í ljós ma- lerísk markmið sem stangast á við formhreingemingar naumhyggju- postula á horð við Donald Judd o.fl. Svava htar pappamassa með fatalit, gjaman grænum eða bláum, og steypir hann í gifsformi eftir að hafa skorið fyrirmyndina út í einangrunarplast eða mótað hana í leir. Pappa- massann fær hún frá pappírsverksmiðju í Þýskalandi en bætir út í hann arabísku gúmi til að auka loðun. Pappírinn er mestmegnis afgangspappír áþekkur þeim sem notaður er í eggjaumbúðir, svo hst Svövu Bjöms- dóttur á ýmislegt fleira skylt við umbúðalist heldur en pappírsgerð, sem byggir á líffræðilegum forsendum. Skuggamyndir Pappír hefur hins vegar hfræna eiginleika þó eitraður sé og skúlptúrar Svövu em óhjákvæmilega heillandi í návígi. Þar hefur birtan sitt að segja, því verkin em mörg hver hol að innan og bjóöa ljósinu heim. Hvað lýsingu varðar er sérstaklega skemmtilegt eitt þriggja eininga verk. Þar hefur hstakonan náð á einfaldan hátt að töfra fram óvæntar og dulúðug- ar skuggamyndir í pappírsbúr með ferhymdum götum. Það er vafamál að unnt hefði verið aö ná shkri lýsingu í nokkrum öðmm sýningarsal hérlendis - nema ef vera skyldi í Nýlistasafninu gamla. Annað athyghs- vert verk er í enn fleiri einingum og mun vera það nýjasta á sýningunni og unnið með salinn í huga. Það minnir einna helst á risavaxinn skó- sóla, og níu hringform tengja verkið skemmthega salnum. Enn annað verk, sem er htað hárautt, er eins konar sjónhverfingakassi sem myndar skuggamynd frá vissu sjónarhomi. Af myndum frá fyrri sýningum Svövu að dæma virðist hún nú hneigj- ast th naumhugulh vinnubragða og meðvitaðri táknanotkunar úr nán- asta umhverfi. Lífræn og framstæð form hafa þokað fyrir hlutum sem minna hálfvegis á t.d. á vöfflpjám, loftræstirör og snerhtrommur svo eitthvað sé nefnt. Sýning Svövu Bjömsdóttur lýkur á sunnudag. Lofsöngur Sjöundu áskriftartónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands vom haldnir í Háskólabíói í gærkvöldi. Hið mikla verk Jósephs Haydn, óratorían Sköpunin, var eitt á eflhsskrá. Einsöngvaramir Sohe Isokoski sópran, Guöbjörn Guðbjömsson tenór og Viðar Gunnarsson bassi, ásamt Kór Langholtskirkju sungu með hljóm- sveitinni. Óratorían Sköpunin er lofsöngur th sköpunarverksins. Verkið er í þrem- ur þáttum og er í þeim fyrsta lýst sköpun jarðar, landa og hafa, árstíða og marka daga og nátta. Annar þáttur lýsir sköpun dýra og manna og í þeim þriðja er lýst fyrsta degi á jörðinni þar sem Adam og Eva heita hvort öðru tryggðum og lofa sköpunarverltið. Það em erkienglamir Gabríel (sópran), Úríel (tenór) og Rafael (bassi) sem lýsa framvindu sköpunarsögunnar, en kórinn undirstrikar orð þeirra og syngur lofgjörð eftir hvem dag. í þriðja þætti taka sópran og bassi við hlutverkum Adams og Evu, en Uríel áminnir þau að lha dyggðugu lífi. Verkið endar á lofsöng. Tónlist Áskell Másson Hljómsveitinni var raðað niður á þann hátt sem gert var á dögum Ha- ydns, þ.e.a.s. fyrsta fiöla á vinstri hönd, önnur fiðla á hægri hönd og síð- an fyrir aftan frá vinstri, bassar, sehó og víólur. Hljómsveitin hóf ömggan og sannfærandi leik sinn undir dyggri stjórn Petri Sakari. Viðar Gunnarsson söng Rafael og verður að segjast aö rödd hans leið nokkuð vegna óöryggis og söng hann því nokkm undir getu. Þýskuframburð sinn þarf Viðar að laga og stundum bar á að hann væri á eftir taktslagi, en það var mest áberandi í öðrum þætti, nr. 27 Terzett. Best tókst Viðari upp í þriðja þætti nr. 30 dúett og kór. Tenórinn Guð- bjöm Guðbjömsson söng hlutverk Úríels. Áberandi var hve skýr og góð textameðferð hans var. Aðeins bar á óöryggi í túlkun og greinhegt var að hlutverkið hggur lágt fyrir rödd hans, en fyrir neðan einstrikað D hvarf röddin nánast. Guðbjörn söng einkum vel í öðrum þætti, nr. 23 Resítatíf og nr. 24 Aríu. Finnska sópransöngkonan Sohe Isokoski fór á kostum í túlkun sinni á Gabríel. Skilaði hún hluverkinu á einlægan og sannfærandi hátt. Artikulasjón hennar í öömm þætti nr. 19 Tersett og kór, var fráhær og mikh raddfegurð hennar naut sín æ betur eftir því rsem leið á verkið. Nefna má í því sambandi í þriðja þætti nr. 31 Resítat- íf, sem var einkar fahega sungið. Kór Langholtskirkju skhaöi stóm hlut- verki sínu sérlega vel. Gott jafnvægi var í röddum hans og sterk innlifun einkenndi flutninginn. Vert er því að geta stjómanda kórsins, Jóns Stef- ánssonar og raddþjálfara, Ólafar Kolhrúnar Harðardóttur. Hljómur hljómsveitarinnar var skemmthegur með áðumefndri niður- röðun hljóðfæraleikara. Leikur hennar einkenndist af næmi og ná- kvæmni og réð þar mestu um góð og ömgg stjóm hljómsveitarstjórans Petri Sakari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.