Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1989, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1989, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1989. Jasmin við Barónsstíg VERSLUNIN HÆTTIR Allar vörur með 30% afslætti af gömlu, góðu verði. Jasmin sími 11625 FRÁ RAFMAGNSVEITU REYKJAVÍKUR Rafmagnsveitunni er það kappsmál að sem fæstir verði fyrir óþægindum vegna straumleysis nú um jólin sem endranær. Til þess að tryggja öruggt rafmagn um hátíðirnar vill Rafmagnsveitan benda notendum á eftirfarandi: 1 2 3 4 5 6 Reynið að dreifa elduninni, þ.e. jafna henni yfir daginn eins og kostur er, einkum á aðfanga- dag og gamlársdag. Forðist, ef unnt er, að nota mörg straumfrek tæki samtímis, t.d. rafmagns- ofna, hraðsuðukatla, þvottavélar og uppþvotta- vélar - einkum meðan á eldun stendur. Farið varlega með öll raftæki til að forðast bruna- og snertihættu. Illa með farnar lausar taugar og jólaljósasamstæður eru hættulegar. Útiljósasamstæður þurfa að vera vatnsþéttar og af gerð sem viðurkennd er af Rafmagnseftirliti ríkisins. í flestum nýrri húsum eru sjálfvör (útsláttar- rofar) en í eldri húsum eru vartappar (öryggi). Eigið ávallt til nægar birgðir af vartöppum. Helstu stærðir eru: 10 amper - Ijós 20-25 amper - eldavél 35 amper - aðalvör fyrir íbúð. Ef straumlaust verður skuluð þið gera eftir- farandi ráðstafanir: - Takið straumfrek tæki úr sambandi. - Ef straumleysið tekur aðeins til hluta úr íbúð, (t.d. eldavélar eða Ijósa) getið þið sjálf skipt um vör í töflu íbúðarinnar. Ef öll íbúðin er straum- laus getið þið einnig sjálf skipt um vör fyrir íbúðina í aðaltöflu hússins. Hafi lekastraumsrofi í töflu leyst út er rétt að taka öll tæki úr sambandi og reyna að setja leka- straumsrofann inn aftur. Leysi rofinn enn út er nauðsynlegt að kalla til rafvirkja. Tekið er á móti tilkynningum um bilanir í síma 686230 hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur allan sólarhringinn. Á aðfangadag og gamlársdag er einnig tekið á móti bilanatilkynningum til kl. 19 í síma 686222. Við flytjum ykkur bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári, með þökk fyrir samstarfið á hinu liðna. RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR ____(Geymið auglýsinguna) Utlönd Austur-þýskir verkamenn rufu Berlínarmúrinn fyrir framan Ðrandenburgarhliðiö í gær. í dag verður landamæra- Stöð opnuð við hliðið. Símamynd Reuter Brandenburgar- hliðið opnað í dag Þúsundir Austur-Þjóðverja, sem safnást höfðu saman fyrir framan Brandenburgarhliðið í gærkvöldi, fögnuðu ákaft þegar Berlínarmúrinn var rofinn fyrir framan hliðið rétt fyrir miðnætti að íslenskum tíma í gærkvöldi. Verkfræðingar úr aust- ur-þýska hernum og verkamenn rufu múrinn austan megin og en ákveðið hefur veriö aö opna landa- mærastöð í múrnum við Branden- burgarhhðið i dag. Kohl, kanslari V-Þýskalands, og Modrow, forsætis- ráðherra A-Þýskalands, verða við- staddir athöfnina. í augum Þjóðverjar beggja vegna Berlínarmúrsins er Brandenburgar- hliðið tákn sameiginlegrar Berlínar. Því var lokað árið 1961 þegar austur- þýsk yfirvöld reistu hinn illræmda Berlínarmúr fyrir framan það. Opn- un landamærastöðvar við hliðið er hápunktur sex vikna mótmæla Aust- ur-ÞjÓðverja. Reuter Lífstíðarfangelsi fyrir sprengjutilræði Reyksprengja fannst í gærkvöldi á alþjóðaflugvellinum í Los Angeles þar sem flugvélar Pan Americanflug- félagsins leggja að en í gær var ná- kvæmlega eitt ár liðið frá því að far- þegaþota flugfélagsins fórst í sprengjutilræöi yfir bænum Lock- erbie í Skotlandi. Reyksprengjan fannst inni á snyrt- ingu kvenna og var fólk látið yfirgefa svæðið þar í kring á meðan lögreglan fjarlægði sprengjuna. Þótti það grátt gaman aö koma sprengjunni fyrir daginn sem þess var minnst að tvö hundruð og sjötíu manns týndu lífi í sprengjutilræði árið áður. Mikill viðbúnaður var á flugvöllum víðsvegar um heiminn í gær og eftir- lit við sænsk sendiráð var hert af ótta við hefndaraðgerðir vegna lífs- tíðardóms yfir tveimur palestínskum hryðjuverkamönnum sem kveðinn var upp í Uppsölum í Svíþjóð í gær. Palestínumennirnir Mohammed Abu Talb og félagi hans, Marten Imandi, voru dæmdir fyrir sprengju- tilræðin í Kaupmannahöfn sumarið 1985. Þriðji Palestínumaðurinn, Mahmoud Mougrabi, sem iðraðist gjörða sinna og viðurkenndi hvernig þeir hefðu skipulagt og framkvæmt sprengjutilræðin, var dæmdur í sex ára fangelsi og yngri bróðir hans, Mustafa, var dæmdur í eins árs fang- elsi fyrir aö hafa aöstoðað við að setja sprengjurnar saman. Það var sprengjutilræði í Amster- dam sem Mustafa aðstoðaði við og hinir þrír einnig en ekki þóttu nægar sannanir hggja fyrir th að dæma fjór- menningana fyrir sprengjutilræði fyrir utan skrifstofur bandaríska flugfélagsins Northwest Orient í Stokkhólmi vorið 1986. Miklar skemmdir urðu af völdum sprengjuthræðanna fyrir utan skrif- stofur flugfélagsins og bænahús gyð- inga í Kaupmannahöfn sumarið 1985. Einn maður lét lifið við thræðin og tuttugu og sex manns meiddust. Mahmoud Mougrabi hætti við aö koma fyrir sprengju við skrifstofur ísraelska flugfélagsins E1A1 við Vest- erbrogade í Kaupmannahöfn. Hann hafði farið upp í lyftu með tikkandi sprengjuna í tösku en æddi aftur út úr húsinu og fleygði töskunni í Ny- havn. Ættingjar og fjölskyldur fómar- lamba Lockerbieslyssins söfnuðust saman bæði í New York og í Lock- erbie í gær. Sumir foreldrar höfðu nælt í barminn mynd af bömunum sem þau misstu í sprengjutilræðinu rétt fyrir jóhn í fyrra. TT og Reuter Tugir láta Að minnsta kosti þrjátíu og fjórir fómst í mesta umferöarslysi í sögu Ástrahu rétt fyrir dögun í morgun þegar tvær langferðabifreiðar skullu saman á hraðbraut nærri Kempsey, mitt á mihi Sydney og Brisbane. Bif- reiðarnar voru báðar á mikilli ferð er slysið varð og að sögn lögreglu skullu þær saman af slíku afh að þær festust hvor inni i annari. Margir farþeganna voru enn fastir inni í bifreiöunum í morgun og voru björgunarmenn að reyna að ná þeim út. „Við vitum ekki hversu margir em inni í bílunum," sagði einn björg- unarmanna í samtali við blaðamenn í morgun. Þrjátíu og átta farþegar, sem liföu slysið af, margir þeirra mikið slasaðir, vom fluttir með þyrl- um og sjúkrabifreiöum á nærliggj- andi sjúkrahús. Ökumenn beggja bif- reiða létust. Ekki er ljóst hvort út- lendingar voru meðal farþega. Orsakir slyssins eru ekki kunnar en það rigndi á slysstað í morgun. Vegurinn, þar sem slysið átti sér stað, tengir stærstu borg Ástralíu við þriðju stærstu borg landsins og er mjög fjölfarinn. íbúarnir í nágrenn- inu segja veginn ekki nógu öruggan Ástralía: lífið í umferðarslysi Að minnsta kosti þrjátiu og fjórir létust þegar tvær langferðabifreiðar skullu saman á hraðbraut norður af Sidney í Ástralíu í morgun. Símamynd Reuter ogviljaaðhannverðitekinnthgagn- hlutar hans þarfnast nauðsynlega gérrar endurskoðunar. Nokkrir viðgerðar. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.