Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1989, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1989, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1989. Utlönd Blóðbað í Rúmeníu í nótt Rúme.iskar öryggissveitir hófu í morgun skothríö að andófsmönn- um sem safnast höföu saman í miö- borg Búkarest. Samkvæmt fréttum júgóslavnesku fréttastofunnar Tanjug mátti heyra skothríö í borg- inni um sjöleytið í morgun en þá hófu andófsmenn mótmæli gegn stjóm Ceausescus forseta, annan daginn í röð. Forsetinn lýsti yfir neyðarástandi í öllu landinu í morgun. Vel vopnaðar öryggissveitir réð- ust gegn tugum þúsunda mótmæ- lenda á Háskólatorginu í Búkarest, höfuöborg Rúmeníu, í nótt að því er fréttamaður sovésku fréttastof- unnar Tass skýrði frá í morgun. Þetta var önnur árásin gegn mót- mælendum í miðborg Búkarest á innan við sólarhring. Hermennirn- ir réðust aö andófsmönnum um klukkustund eftir miðnætti, aðeins örfáum tímum eftir aö öryggissveit- ir Ceausescus forseta, gráar fyrir jámum og með brynvarða skrið- dreka sér til halds, réðust á andófs- menn sem vom aö mótmæla stjóm forsetans í borginni í gærdag. Aö minnsta kosti tuttugu mót- mælendur létust í aðgerðum stjómvalda í gærdag. Ekki er vitað um fjölda látinna frá árásinni í nótt en óttast er að margir hafl týnt lífi. Óku skriðdrekum yfir mótmælendur Andstæðingar forsetans gengu fylktu liði um torg og götur höfuð- borgarinnar í nótt. Aðeins örfáum klukkustundum fyrr höfðu her- menn reynt að tvístra stórum mót- mælafundi í miðborginni með því að skjóta táragassprengjum yfir höfuð andófsmanna. Yfirvöld höfðu boöað til fundar til stuðnings stjóm Ceausescus for- seta á stærsta torgi Búkarest í gær- dag. Fljótlega eftir að fimdurinn hófst var ljóst að á torginu höfðu andstæöingar stjómar einræðis- herrans yfirhöndina og vom mun fleiri en stuðningsmenn. Andstæð- ingar forsetans kölluðu slagorð gegn honum og reyndu að hrópa hann niður þar sem hann ávarpaði landa sína. Fyrst reyndu lögreglu- menn að tvístra mótmælendum með því að skjóta táragassprengj- um að þeim. Þegar það tókst ekki gripu þeir til vopna og blóðbaðið hófst að því er fréttamenn erlendra fréttastofa í Rúmeníu skýrðu frá í gær. Hermenn óku skriðdrekum yfir þá sem fyrir vom, skutu á andófs- menn með vélbyssum og eldflaug- um úr herþyrlum að því er júgó- slvaneska fréttastofan Tanjug skýrði frá. Talið er aö að minnsta kosti þijátíu hafi látist í þessum aögerðum yfirvalda í borginni í gær. Og í gærkvöldi bárust svo fréttir af mótmælaaðgerðum gegn stjórn Ceausescus víðar um land. Fréttir utan af landsbyggðinni em óljósar en óttast er að tala látinna frá í gær sé að minnsta kosti fimmtíu. Blóðbaðið hélt áfram í nótt Blóðbaðið hélt svo áfram í nótt að því er fréttir Tass frá í morgun herma. Sovéskur fréttamaður skýrði frá þvi að hermenn hefðu ráðist gegn tugum þúsunda andófs- manna á Háskólatorginu í miðborg Búkarest um klukkustund eftir miðnætti. „Þaö heyrist skothríð. Óteljandi sjúkrabílar og lögreglubílar eru á þönum á mikilli ferö fram og til baka á torginu. Sjónarvottar segja að víða innan um mótmælendur liggi látnir og særðir,“ sagði sov-' éski fréttamaðurinn í morgun. Á miðju Háskólatorginu er brenn- andi herbifreið, sagði fréttamaður- inn. „Heyra má skothylki springa inni í bifreiðinni.“ Öryggissveitir tæmdu torgið í Harðlinumaðurinn Ceausescu hefur mátt þola mikla gagnrýni fyrir að- gerðir sínar gegn friðsamlegum mótmælum. Simamynd Reuter nótt aö því er fréttamaðurinn sagði en í morgun bárust fréttir af því að fólk hefði safnast saman á torg- inu á nýjan leik. Mótmæli Rúmena í gær og í nótt koma nokkrum dögum eftir að her- sveitir og öryggissveitir réðust að friðsamlegri mótmælagöngu í borginni Timisoara í Timis-héraði í vesturhluta landsins á sunnudag. Samkvæmt sumum heimildum voru allt að fjögur þúsund myrt í Timisoara, þar á meðal konur og böm. Ekki er ljóst hvernig ástandið í borginni er þessa stundina. Reuter Tugþúsundir Rúmena héldu mótmælaaðgerðum áfram í nótt. Símamynd Reuter Fyrir jólín - um jólín - eftír jólin URVAL - TIMARIT FYRIF ALLA ÚRVAL - TÍMARIT í JÓLAFÖTUNUM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.